Morgunblaðið - 01.12.1987, Qupperneq 82
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
«»£)
82
4
Ráðstefna um stóriðju:
Mögiileiki á nýju álveri í Straums-
vík, en óvissa um orkuverð
Á ráðstefnu Verkfræðinga-
félags íslands um stóriðju á
Hótel Loftleiðum á fimmtudag-
;nn komu fram skiptar skoðan-
ir um hvort stóriðja væri
fýsilegur kostur í náinni
framtíð, og hvemig standa
skyldi að uppbyggingu hennar.
Jóhannes Nordal, Seðla-
bankastjóri, sagði að íslending-
ar ættu að geta verið
samkeppnisfærir í raforku-
verði til stóriðju, og ef undir-
búningur fyrir nýjum
virkjunum lægi fyrir, ættum
við að geta reist nýtt álver í
Straumsvík á tíma hækkandi
verðs á áli. Nokkrir ræðu-
manna lýstu þó yfir efasemd-
um um byggingu álversins, og
bentu á að markaður á áli væri
sveiflukenndur, og mörg lönd
byðu nú upp á ódýra, niður-
greidda raforku, þannig að
vafasamt væri hvort við gætum
boðið upp á samkeppnishæft
orkuverð sem væri undir kostn-
aðarverði.
Útdráttur úr erindunum á
ráðstefnunni fer hér á eftir.
Athuganir á álsteypu
Guðrún Zoega, aðstoðarmaður
iðnaðarráðherra, flutti fyrsta er-
indið á ráðstefnunni, og ræddi
hún um stefnu ríkisstjómarinnar
í stóriðjumalum. Hún sagði að
stefnan væri að íslendingar ættu
að eiga orkuverin, en stóriðjufyr-
irtæki ættu að vera alveg í eigu
erlendra aðila, vegna hinnar
miklu fjárfestingar og áhættu
sem byggingu þeirra fylgdi, en
einnig vegna tækni- og markaðs-
þekkingar sem erlend fyrirtæki
búa yfir.
Hún sagði að’ nú stæði yfir
frumhagkvæmnisathugun á
180.000 tonna álveri við
íBtraumsvík, og að valið nú væri
um það hvort álver risi í
Straumsvík eða erlendis. Hún
sagði að iðnaðarráðuneytið hefði
ráðið svissneskt ráðgjafaryrir-
tæki í byrjun nóvember til að
athuga möguleika á úrvinnslu áls
hér á landi, með það í huga að
reisa. meðalstóra álsteypu sem
íslensk einkafyrirtæki gætu átt
verulegan hlut í. Nú nota íslensk
fyrirrtæki innan við 200 tonn af
áli á ári af 85.000 tonna fram-
leiðslu ÍSAL.
Guðrún sagði að við undirbún-
ing að nýju álveri við Straumsvík
hefði verið haft samráð við Efna-
■'hagsbandalagið í Brússel, en
tollvemd í löndum þess gæti
styrkt samkeppnisstöðu álvers
hér á landi. Friðrik Sophusson,
iðnaðarráðherra, væri einmitt um
þessar mundir staddur í Brússel
til að tala við fulltrúa Efnahags-
bandalagsins um hugsanlegt
samstarf í iðnaði, og þ.á.m. um
hugsanlega þátttöku bandalags-
ins í hagkvæmniathugun varð-
andi nýtt álver.
’^*4>urfum undirbúnar
virkjanir fyrir risaálver
Jóhannes Nordal, bankastjóri
Seðlabankans, sagði að minnsta
hagkvæm stærð fyrir álbræðslu
væri talin vera 180.000 tonna
framleiðslugeta á ári. Stofnkostn-
aður við álbræðsluna yrði um 20
milljarðar íslenskra króna, og
kostnaður við byggingu virkjana
Nokkrir frummælenda á ráðstefnu Verkfræðingafélags íslands (f.v.): Hjörleifur Guttormsson, alþingis-
maður, Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Guðrún Zoega, aðstoðarmaður
iðnaðarráðherra. Lengst til hægri er Viðar Ólafsson, formaður Verkfræðingafélags Islands, sem var
ráðstefnustjóri.
sem þyrftu að sjá verksmiðjunni
fyrir rafmagni væri 20-25 millj-
arðar króna. Þessi kostnaður
myndi dreifast á 7-8 ár, og myndi
nema um 3% af þjóðarframleiðslu
Islendinga.
Jóhannes sagði að hagkvæmni
álvers á Islandi byggðist svo til
eingöngu á því að við gætum
boðið samkeppnishæft orkuverð,
sem héldist þannig í 15-20 ár.
Jóhannes rakti þróun áliðnaðar í
heiminum síðustu þrjá áratugi,
og sagði að bæði framleiðsla og
notkun á áli hefði verið mjög
sveiflukennd síðan í byijun átt-
unda áratugarins, þannig að
álmarkaðurinn hefði nú öll ein-
kenni hrávörumarkaðs, þar sem
skiptust á mögur ár og háir verð-
toppar, sem oft stæðu stutt.
Ákvarðanir um ný álver væru
teknar á þessum stuttu góðæris-
köflum, og því þyrftum við
íslendingar að vera tilbúnir að
grípa tækifærin með skömmum
fyrirvara, og þyrfti þa'þrennt að
koma til: við þyrftum ætíð að eiga
fyrir hendi undirbúnar virkjanir
sem hægt væri að ljúka með
skömmum fyrirvara, hér þyrfti
að vera til nægileg þekking á
áliðnaðinum, og afstaða stjórn-
valda þyrfti að vera nægilega
skýr til að erlendir aðilar vissu
að hveiju þeir gætu gengið.
Jóhannes sagði að kostnaðar-
verð á vatnsorku hér á landi væri
fyllilega samkeppnishæft við
flesta heimshluta, en nokkur
óvissa ríkti um það vegna þess
að ýmis lönd, svo sem Kanada
og Venesúela, niðurgreiddu raf-
orku sína.
Engin virkjun til alda-
móta án stóriðju
Jóhann Már Maríusson, aðstoð-
arforstjóri Landsvirkjunar, ræddi
í erindi sínu um orkuverð til stór-
iðju og samkeppnisstöðu íslands
í því sambandi. Hann sagði að
orkuþörf hins nýja álvers yrði um
2,8 terawattstundir á ári, en orku-
framleiðsla íslendinga í dag væri
4,4 terawattstundir á ári. Ef ekki
kæmi til stóriðja myndi núverandi
raforkukerfi, að Blönduvirkjun
viðbættri, fullnægja raforkuþörf
landsmanna fram yfir aldamót.
Jóhann Már sagði að ekki væri
talið hagkvæmt að reisa nýja ál-
verksmiðju nema orkuverð til
hennar væri um eða innan við
meðalverð í heiminum, sem í dag
væri um 17 mill á kílówattstund.
í nánustu framtíð væri rétt að
reikna með því að við yrðum að
bjóða 14-19 mill á kílówattstund
til að vera samkeppnisfær. Jó-
hann benti á að Kanada og
Venesúela byðu í dag raforkuverð
sem væri langt undir kostnaðar-
verði, eða 10-15 mill, en mörg
fyrirtæki vildu ekki taka áhættu
með því að fjárfesta þar, þar sem
slíkt verð gæti ekki staðið til
lengdar. í svari við fyrirspurn
upplýsti Jóhann Már að verð á
raforku til ÍSAL væri nú um 15
mill á kílowattstund, til Áburðar-
verksmiðjunnar 10,5 mill, og um
10 mill til Jámblendivérksmiðj-
unnar.
Orka seld til stóriðju
undir kostnaðarverði?
Hjörleifur Guttormsson, al-
þingismaður og fyrrverandi
inaðarráðherra, sagði í erindi sínu
að fyrir 5 árum hefði Landsvirkj-
un áætlað að orkuverð til stórnot-
enda þyrfti að vera 18-22 mill á
kílówattstund til að það borgaði
framleiðslukostnað orkunnar, en
síðan hefðu heyrst lægri tölur
þrátt fyrir lækkun á gengi dollar-
ans. Hjörleifur lýsti þeirri skoðun
sinni að íslendingar ættu að eiga
meirihluta í iðnfyrirtækjum, og
hann varaði við hugmyndum -
sem m.a. hefðu komið fram í
skýrslu frá Orkustofnun frá því
í sumar - um að erlendum aðilum
yrði leyft að reisa virkjanir hér á
landi. Hjörleifur sagði að orkusala
til útlendinga hefði siglt í strand,
og að áherslu ætti að leggja á
orkunotkun til fiskeldis, og við-
ráðanlegra fyrirtækja í efnaiðnaði
og málmbræðslu. Hann lýsti yfír
efasemdum varðandi byggingu
nýs álvers í Straumsvík, og benti
á að ekkert hefði verið upplýst
um hvaða raforkuverð verði í boð
í hugsanlegum samningum, þó
að orkuþörf álversins svaraði til
þriggja til fjögurra Blönduvirkj-
ana.
Eiga erlendir aðilar að
eiga hlut í virkjunum?
Geir A. Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Marels hf., kastaði
fram þeirri hugmynd að bjóða
virkjun og verksmiðju sem „einn
pakka“, en hlutur Islendinga í
heildardæminu væri sú sama og
hefðu þeir byggt virkjunina eina.
Með þessu móti næðu Islendingar
aukinni arðsemi á eigin fé, en
erléndir aðilar þyrftu ekki að vera
í óvissu um hugsanlega hækkun
orkuverðs til iðjuversins. Geir
sagði að ef íslendingar gætu ekki
boðið upp á raforkuverð milli
10-15 mill/kWst yrði ekki um
frekari uppbyggingu stóriðju hér
á landi að ræða.
Mengunarhætta og fé-
lagsleg vandamál
Kristín Einarsdóttir, alþingis-
maður, flutti erindi um félagsleg
og umhverfisleg sjónarmið í sam-
bandi við stóriðju, og sagði hún
að stóriðja væri ekki vænlegur
kostur í fámennum byggðalögum,
og hefðu menn slæma reynslu af
sforiðjurekstri sums staðár í Nor-
egi. Stóriðja skapaði einhæfni í
atvinnulífi, sem aftur hefði ýmis
félagsleg vandamál í för með sér.
Hún sagði að íslendingar hefðu
verið andvaralausir gagnvart
mengunarhættu og varpaði fram
þeirri spurningu hvort slíkt and-
varaleysi lokkaði nú hættulega
stóriðju frá iðnaðarsvæðum Evr-
ópu. Hún sagði að nýtt álver
myndi ekki auka íjölbreytni í at-
vinnulífi Islendinga, og að inn-
lendur iðnaður nyti ekki góðs af
erlendri stóriðju, og því væri það
tæpast fýsilegur kostur.
Lágt afurðaverð haml-
ar aukinni stóriðju
Birgir Árnason, forstöðumaður
á Þjóðhagsstofnun, ræddi um
áhrif alþjóðaefnahagsmála á
framvindu stóriðju hér á landi.
Hann sagði að þrátt fyrir hátt
orkuverð í heiminum síðustu 5-10
ár, hefðu háir vextir á alþjóðafjár-
magnsmarkaði og lágt verð á
afurðum stóriðju komið í veg fyr-
ir áform um uppbyggingu stóriðju
á íslandi. Birgir sagði að ekki
væri líklegt að eftirspurn eftir
stóriðjuafurðum myndi aukast ört
í framtíðinni, en Iíklegt væri að
verð á þeim myndi heldur hækka
en lækka. Hann sagði í lok erind-
is síns að stóriðja yrði ekki
burðarás í íslensku efnahagslífi í
náinni framtíð, en hann vildi ekki
útiloka að einstakir kostir gætu
verið hagkvæmir.
Morgunblaðið/Bjami
Jóhannes Nordal: verðum að hafa undirbúnar virkjanir og skýra
langtímastefnu í stóriðjumálum, ef við eigum að geta reist nýja ál-
verksmiðju hér á landi.
J