Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Alls staðar blasir við hrein torg og fögur borg Óman: Kannski var Camp David samningnrinn fyrsta spor til friðar í þessum heimshluta Spjallað við Abdul Aziz Rowas, upplýsingaráðherra, og vangaveltur um stöðu Omans Á Qurumhraðbrautinni sem liggur inn til Múskat Abdel Aziz Rowas, upplýsingaráðherra „Þið spytjið oft um lýðræði í Arabaheiminum. Lýðræði er vestrænt orð og við skulum hafa í huga, að sams konar stjórnarfar hentar ekki á hveijum stað. Við getum talað um arabiskt lýðræði, og þá má fullyrða, að það stjómarfar er í landinu, sem á við Ómani. Við verðum að fella stjómarfar hvers lands að lifsmáta og hugsun. Það er engin föst uppskrift til, það er auðvitað hægt að hafa orð á hrað- bergi. En stundum finnst mér vestrænt lýðræði harla meiningarlaust. Þið hafið fijálsar kosningar. En hvað ætli þessir háttvirtu þingmenn kynnist mikið kjósendum sínum. Hvað ætli atkvæðin sjái þá oft, þessa fulltrúa sem þeir hafa kjörið til að gæta hagsmuna sinna. Kannski er það öðmvisi á íslandi, sem er fámennt land. En ég er að tala um þetta almennt. Hjá okkur ferðast Quaboos súltan um Iandið fjóra eða fimm mánuði á hveiju ári og það eiga allir aðgang að honum. Fólk leitar til hans með sín persónulegu vandamál, hvað þá annað. Hann hefur með sér menn sem vita deili á stóra málunum og gera áætlanir. Auðvitað verður að velja og hafna. Við erum eng- in rikisþjóð og skiljum mætavel að það er ekki heilbrigt að byggja á völtum olíugróða. Þess meiri ástæða er til að sinna sjávarútvegi og landbúnaði, en á þeim sviðum hefur Óman mikla möguleika. Eg endurtek að það er þjóðfélagið sem verður að móta stjómarfarið og þetta fellur að okkar .En vestrænir blaðamenn eiga stundum örðugt með að skilja þetta.“ Sagði Abdel Aziz Rowas, upplýs- ingaráðherra og brosti. Hann er brosmildur og elskulegur maður. Þá dagana sem ég var í Óman reyndi ég mikið að ná fundi hans. Meðal annars til að þakka honum fyrir að eiga hlut að því að mér var boðið á þjóðhátíðina. Það virtust öll vandkvæði á að fá að hitta hann, að sögn aðstoðarmanna hans enda sjálfsagt annríkið ærið við undir- búning hátíðahaldanna, en skipulag þess hvfldi á ráðuneyti hans að lang- mestu leyti. Svo að ég tók mig til og skrifaði honum bréf og sendi honum bók um Reykjavík. Skömmu seinna var hringt til mín, hvar ég sat í makindum við sundlaugina á A1 Falaj og gluggaði í nýjustu bók Maryijm French. Ráðherrann var sárleiður yfir því ef hefði verið er- fitt að ná í sig. Það var á honum að skilja að hann hefði nánast setið og nagað á sér neglumar af kvíða yfír því að ég léti ekki í mér heyra. Ráðherrann sagði, að Hans há- tign Qaboos súltan hefði ekki alls fyrir löngu skipað sérstakt ráðgjaf- aráð til að vera honum innan handar. Þetta ráð er meðal annars skipaðð öllum héraðs- og borgara- stjóru því að súltaninn hugsar ekki einvörðungu um hag höfuðborgar- svæðisins, heldur vill treysta undirstöður hvers kyns atvinnu- tækifæra á landsbyggðinni. Það er einnig nokkuð athygli- svert eftir maður fer að kynnast þessu landi, að þar virðist hafa ríkt mikil framsýni f umhverfis- og vemdunarmálum lengi og áður en það varð jafn brennandi víða.„Við eigum fallegt land,“ sagði Abdel Aziz, ráðherra. „Fegurð þess er frá guði. En það er hlutverk okkkar að reyna að halda í horfinu." Annars er mjög erfitt að tala við ómanska valdamenn, því að þeir eru orðvarir í meira lagi og það er allt f stfl við stefnu Quaboosar súltáns. Ástand innanlands í Óman hygg ég að sé friðsamt í öllum meginat- riðum, þrátt fyrir mikla spennu allt um kring. Samt hafði flogið fyrir sú frétt, að það hefði staðið til að halda mikla hersýningu á þjóðhátí- ðardaginn. En hefði verið hætt við það, vegna ástandsins á Flóanum; það þótti ekki stætt að flytja mikið herlið frá stöðum við Hormutzsund. Auðvitað vildi enginn staðfesta þetta, en ráðherrann neitaði því ekki beinlfnis heldur. Ég spurði ráðherrann um, hvort Ómanir með sín tiltölulega vinsam- legu samskipti við stjómina í Teheran, gæti ekki beitt áhrifum sínum meira í Flóastríðinu. Hann sagði, að Ómanir styddu íraka heilshugar og Hans hátign hefði ítrekað boðizt til að hafa milligöngu milli stríðsaðila. Á hinn bóginn hefðu samskiptin við írani alltaf verið góð og ættu sér svo langa sögu, að óhugsandi væri að þar yrði breyting á. Enda vildu Ómanir góð samskipti við allar þjóðir. Einmitt þessi afstaða Ómana hefur valdið nokkurri gremju hjá öðmm Flóaríkjum, sem segja þá hálfvolga og látið að því liggja að þeim væri í lófa lagið, einmittvegna stöðu sinnar í Arabaheiminum að þrýsta á írani. Sennilega er nokkuð til í þessum ásökunum. En þá ber að hafa í huga landfræðilega stöðu Ómans; þeir eiga ekki hægt um vik. Þeir hafa, þótt það fari ekki hátt veitt bæði brezkum og banda- rískum skipum aðstöðu í ómönskum höftium og fjölmennt brezkt herlið er í landinu, sem fæst meðal ann- ars við þjálfun ómanskra hermanna. En það er ekki vilji þeirra að þetta fari hátt. Svo bætist auðvitað við þetta að írafcar era ekki elskaðir af öllum arabiskum bræðram sínum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Qandskap þeirra við Sýrlendinga gegnum árin, með þeim afleiðingum að hinir síðarnefndu hafa stutt ír- ani, að minnsta kosti fram að þessu. Og áður en stríðið milli íraks og írans brauzt út höfðu verið úfar með írökum og Kuwaitum út af landamærum og hafði þá iðulega komið til átaka. Ástæðumar era ekki bara þetta alkunna arabiska sundurljmdi, heldur hafa ýmsar Arabaþjóðir skelfzt veldi íraka, ef þeir næðu undirtökunum í stríðinu, einfaldlega vegna þess að þeir mjmdu þá telja sig herraþjóð Araba- heimsins. En tilkall til hins sama gera svo bæði Sýrlendingar og Egyptar. Ég vék talinu að hæstráðenda- fundinum í Amman, sem þá var nýlokið. Þar hafði verið samþykkt eins og fram hefur komið í fréttum og víðar, að upp frá þessu væri það Arabaríkjum í sjálfsvald sett, hvort þau tækju upp samband við Egypta. Með þeim afleiðingum, að á næstu dögum kepptust ríkin á þessum slóðum við að endumýja stjóm- málasambandið. Aftur á móti var Óman eitt allra Arabaríkja, sem aldrei sleit sam- bandi við Egypta, eftir að Camp David samningurinn hafði verið gerður milli Egypta og ísraela. Súltaninn lét hótanir voldugra ná- granna vegna þessa sem vind um eyru þjóta. Ráðherrann sagði, að það hefði aldrei verið stefna Omana að hundsa Egypta, né aðra. Egypt- ar væru fjölmennastir allra Araba- þjóða og það væri fáránlegt og styddist ekki við neina skynsemi að halda þeim utan bræðralags Araba. Hann sagði að Ómanir hefðu meðal annars ekki snúizt gegn Egjrptum á þeim tíma, vegna þess, að þrátt fyrir allt hefðu þeir séð, að Camp David kjmni að vera fyrsta skrefið til að friður kæmist á í þess- um heimshluta. Staða kvenna hefur tekið miklum breytingum frá því Quaboos súltan komst til valda. Ráðherrann vék að þessu og sagði þeir væru stoltir af því, hve mikið hefði áunnizt.„ Kon- ur hafa nú jafnan rétt til menntunar og þær ætla augljóslega að notfæra sér það,“ sagði hann.„En við þurf- um ekki síður að mennta okkur karlmennina til að skilja konur. Það verður ekki gert með langskóla- göngu, né tilskipunum. Það verður að ætla að fólk afli sér aukinnar þekkingar. Með henni ætti að koma skilningur og breiðari sýn. Við verð- um að vona, að fólk geti talað saman án þess að veifa reglugerð- um eða lagabálkum framan í hvort annað.Ég var spurður að því á dög- unum, hvort ég héldi að við myndum eignast ómanska Margar- et Thatcher. Með auknum þætti kvenna í atvinnulífi, opinberam störfum og almennt brejrttum við- horfúm, þótti þetta kannski ekki fráleit spuming. En ég spyr á móti, ætli Bretar hafi haft hugmjmd um það fyrir ekki svo ýkja löngu, að þeir myndu hafa konu sem forsætis- ráðherra. Því held ég, að við munum bara sjá til. Allt er í hendi guðs.“ Það er nokkuð dæmigert fyrir afstöðu Ómana; að allt sé f hendi guðs. En þeir hafa nú samt sem áður fullan hug á að aðstoða við framvinduna í landinu. Hvað sem guðshendi líður. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.