Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B 281. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgimblaðsins Reuter Hér á myndinni má sjá þá Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, og Mikhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga, gantast í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu meðan á stuttu fundarhléi stóð. Spenna eykst á leiðtogafundinum: Ýtt undir bjartsýni á tímamótayfirlýsingar Washington, frá Agnesi Bragadóttur og Aageirí Sverrissyni, blaðaniönnum Morgunblaðsins. SPENNAN í andrúmsloftinu magnaðist mjög hér i Washington í gær, eftir að þeir Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, og Gennadíj Gerasimov, talsmaður Sovétstjómarinnar, héldu fund með fréttamönnum að afloknum fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs, þar sem mikil bjartsýni og jákvæður andi endurspegluðust i svörum talsmannanna. Fréttaskýrendur hér vestra telja margir hveijir að afstaða talsmannanna og viðhorf á fundinum i gær geti vart boðað annað en að tímamótayfirlýsinga leiðtoganna sé að vænta að fundin- um loknum, síðdegis í dag. Marlin Fitzwater greindi frá því að fundur leiðtoganna í gærmorgun hefði dregist á langinn, annan dag- inn í röð. Gennadíj Gerasímov bætti því við að hann hefði dregið þá ályktun af fundi leiðtoganna í gær, að hann hefði verið nytsamlegur og jákvæður, vegna þess að þegar þeir hefðu komið út úr skrifstofu Reagans í Hvíta húsinu hefði Gorbatsjov brosað til hans og Reag- an veifað. Báðir talsmennimir lýstu því yfir að viðræðumar hefðu verið mjög gagnlegar og báðir lögðu áherslu á þýðingu þess að leiðtogamir rædd- ust við undir flögur augu, að túlkum einum viðstöiddum, áður en þeir áttu sameiginlegan fund með helstu ráðgjöfum sínum. „I dag var Grettistaki lyft í við- ræðum leiðtoga okkar," sagði Fitzwater í upphafi fundarins og um tólf hundmð fréttamenn setti hljóða í eftirvæntingu eftir því sem Gerasímov myndi segja við þessari yfirlýsingu. Þeir máttu bíða hljóðir, því Gerasímov hafði ekki eina at- hugasemd fram að færa við yfírlýs- ingar Fitzwaters, hvorki ofan- greindar né aðrar. Talsmennimir greindu frá því að það sem hefði farið leiðtogunum á milli á fundinum í gær, sem alls stóð í tvær klukkustundir, hefði snert stríðið í Afganistan og Persa- flóastríðið Auk þess hefðu þeir rætt um afvopnunarmál, einkum fækkun langdrægra kjamorkuvopna og hvaða þýðingu hugsanlegt sam- komulag hefði fyrir báðar þjóðir. Gorbatsjov átti í gær fund með leiðtogum þingsins. Einn þingmað- urinn spurði Gorbatsjov hvort fyrir lægi hvenær brottflutningur innrás- arliðsins frá Afganistan hæfíst. „Ég mun skýra ykkur frá því bráðlega," svaraði Gorbatsjov og minnti á að Sovétmenn hefðu þegar boðað að hersveitimar yrðu kallaðar heim. Sovétleiðtoginn hvatti þingmennina til að tryggja að sáttmáli risaveld- anna um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjamorkuvopna hlyti staðfestingu öldungadeitdar Banda- ríkjaþings. I gærkvöldi var þess vænst að vinnuhópar, sem leiðtogamir ákváðu að skyldu ræða ágreining ríkjanna á sviði mannréttinda- og afvopnunarmála, skiluðu átiti. Sjá ræður leiðtoganna á siðu 28, sem og fréttir á síðu 2, 38 og 39. Blaðamannafundur Gorbatsjovs í dag: Fréttamenn lítt hrifn- ir af fundartilhögun Washington, frá Agnesi Bragadóttur og Ásgeiri Sverrissyni, biadamönnum Morgunblaðsins. MJÖG hörð gagnrýni hefur komið fram af hálfu blaðamanna hér í Washington vegna þess að sovéskir embættismenn hafa ákveðið að fundur Míkhaíls Gorbatsjov með fréttamönnum verði haldinn í salarkynnum sovéska sendiráðsins, sem rúma aðeins 350 manns. Þykir þetta í litlu samræmi við glasnost-stefnu Sovétleiðtogans. Gagnrýni þessi kom fram á fundi sem talsmenn stórveldanna, þeir Gennadíj Gerasímov og Marlin Fitzwater, héldu með fréttamönnum síðdegis í gær. Hátt í 7.000 blaðamenn eru að störfum hér í Wash- ington og brugðust þeir hinir verstu við þegar tilkynnt var hvemig staðið yrði að fundinum. Gerasímov svaraði gagnrýninni á þann hátt að ekki væri hægt að „troða 7.000 blaðamönnum inn í sovéska sendiráðið", en lét því hins vegar ósvarað hvers vegna ekki hefði verið valið húsnæði sem rúmaði fleiri og vakti málflutningur hans vægast sagt litla hrifningu. Japan: Skotið að rússn- eskri sprengjuvél Tókíó, Reuter. JAPANSKAR orrustuþotur skutu í gær aðvörunarskotum að sovéskri sprengjuflugvél, sem rofið hafði lofthelgi Japans yfir eynni Okinawa. Þetta er í fyrsta skipti frá lokum seinni heims- styrjaldar sem japanskar her- flugvélar hafa þurft að stugga óboðnum gestum burt úr loft- helgi sinni með aðvörunarskot- um. í gærmorgun voru tvær japansk- ar orrustuþotur af gerðinni Pham- tom F-4EJ sendar á loft frá Naha-herstöðinni til þess að fylgja sovéskri sprengjuþotu úr japanskri lofthelgi, en vélin hafði tvívegis brotið hana. Sovéska vélin var af gerðinni Tu-16, sem NATO-ríkin auðkenna með nafninu Badger, en alls var hún um 10 mínútur í loft- helgi Japans. Að sögn talsmanns vamarmála- stofnunar Japans hafði vélin upphaflega verið í hópflugi ásamt þremur vélum öðmm yfír Austur- Kínahafí, en sveigði svo inn í lofthelgi Japans. Þegar japönsku vélamar komu að sovésku vélinni gáfu þeir flug- manni hennar ýmis merki og reyndu að ná sambandi við hann á alþjóð- legum fjarskiptatíðnum. Þegar Perú: Flugvél ferst með 50 manns innanborðs Líma, Reuter. HERFLUGVÉL frá Perú með 50 manns innanborðs, þar á meðal helsta knattspyrnulið landsins, fórst á miðvikudagsnótt. Flug- vélin féll í hafið skammt frá Límu, höfuðborg landsins, en að sögn talsmanns sjóhersins komst að minnsta kosti einn maður af. Talsmaðurinn sagði að einum manni hefði verið bjargað með þyrlu og auk þess hefðu fimm lík fund- ist. Maðurinn, sem af komst, mun vera flugmaður vélarinnar, sem var af gerðinni Fokker Friendship, F-27. Að sögn flugvallaryfirvalda hafði flugmaður vélarinnar samband við flugturninn skömmu fyrir lendingu og sagði að hann kæmi lendingar- hjólunum ekki niður. Honum var sagt að hjólin væru niðri, en eigi að síður lagði hann ekki í að lenda, hringsólaði yfir borginni og óskaði þess að slökkvilið og sjúkrabílar yrðu til taks á vellinum. Skömmu síðar tóku menn í tuminum eftir því að ljós vélarinnar voru ekki leng- ur sjáanleg og spurðu því ratsjár- manninn hvar vélin væri. Þegar hann gætti að því var vélina ekki heldur að fínna á skjánum og var leit hafín þegar i stað. Hún bar þó ekki árangur fyrr en í birtingu. Nokkurt brak hefur fund- íst ur vélinni siðan, en lífsmark ekki, enda hefur þoka hamlað leit nokkuð. Sljórnarkreppu af- stýrt í Færeyjum: Þyrlan leigð - ekkikeypt Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á FUNDI landsstjórnarinnar í fyrradag voru þyrlukaupin um- deildu rædd og urðu menn þá loksins á eitt sáttir. Samkomu- lagið verður þó útlátasamara fyrir landssjóðinn en fyrri ákvörðun. í stað þess að landssjóðurinn kaupi þyrluna er það ætlunin, að fjármögnunarleigan SB-Finans kaupi hana og leigi landssjóðnum. Þar með hefur stjómarkreppu verið afstýrt í bili að minnsta kosti jafn- vel þótt niðurstaðan sé dýrari fyrir Færeyinga en sjálf kaupin, sem allt settu á annan endann. Búið var að panta þyrluna og borga inn á hana en greiðslan verð- ur endursend landssjóðnum. Talið er, að þyrlan verði komin í notkun í febrúar eða mars. Rcuter Að ofan má sjá japanska herþotu af Phantom-gerð, en að neðan er Tu-16, Badger. þessu hafði farið fram um nokkra hríð, án þess að sovéski flugmaður- inn sinnti þeim nokkuð, skutu flugmennimir merkjaskotum fram fyrir vélina og sveigði flugmaðurinn vélinni þá út úr lofthelginni. Formleg kvörtun verður borin fyrir sovésk stjómvöld, en að meðal- tali þurfa japanskar eftirlitsvélar að fara 2-3 sinnum á loft á degi hvetjum vegna ferða sovéska flug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.