Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
39
Reuter
Nokkur hundruð áhorfendur söfnuðust saman við stórt úti-sjónvarp á Kalinin Prospekt í Moskvu seint
á þriðjudagskvöld til að fylgjast með því, þegar þeir Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov rituðu und-
ir afvopnunarsamninginn, og hlýddu svo á ávörp leiðtoganna á eftir.
Sovéskir fjölmiðlamenn á leiðtogafundinum:
Kvikmynduðu Wall Street en
misskildu hótelþjónustuna
Washington, frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunbladsins.
ÞAÐ hefur vakið mikla athygli vestrœnna fréttamanna hér í Was-
hington síðustu daga hversu mikið fulltrúar sovésku fjölmiðlanna
hafa sig í frammi. Fréttamenn þeirra, kvikmyndatökumenn og ljós-
myndarar hafa farið víða um Washington-borg, rætt við stjórn-
málamenn, kaupsýslumenn, fjölmiðlafólk og vísindamenn. Jafnframt
hafa Ijósmyndarar og kvikmyndatökumenn sovéskra fjölmiðla verið
iðnir við að taka myndir af helstu ferðamannastöðunum hér, eins
og Washington-minnismerkinu, Lincoln-minnismerkinu, þinghúsinu
og Hvíta húsinu.
Qölmiðlar einblínt á fundinn og kynnt
undirbúning hans í smáatriðum. Það
hefði einhvem tíma þótt til tíðinda
að sovéskir fjölmiðlar heimsóttu
kauphöllina í Wall Street í New York
og greindu sovéskum lesendum og
áhorfendum frá verðbréfamarkaðin-
um í Bandaríkjunum, en nú þótti það
sjálfsagt mál.
Afvopnunarsáttmáli risaveldanna:
Hluti samningsins ekki birt-
ur af ótta við hryðjuverk
Washington, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaöamanni Morgunblaðsins.
Afvopnunarsáttmálinn sem
þeir Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti og Mikhaíl S. Gorbatsjov,
aðalritari sovéska kommúnista-
flokksins undirrituðu á þriðjudag
er í fjórum hlutum. Þrír þeirra
hafa verið birtir bandarískum
þingmönnum, sem þurfa að leggja
blessun sína yfir hann, almenn-
ingi og fréttastofum en á síðustu
stundu var ákveðið að birta ekki
hinn fjórða.
Fjórði hlutinn skýrir frá skotstöð-
um þeirra eldflauga er samningurinn
tekur til. Ástæða þess að hann hefur
ekki verið gerður opinber er ótti
Bandaríkjamanna við hryðjuverka-
menn í Vestur-Evrópu.
Heimildir herma að embættismenn
vamarmálaráðuneytisins bndaríska
hafí krafíst þess að upplýsingar þess-
ar yrðu ekki birtar til að koma í veg
fyrir hugsanlegar árásir hryðju-
verkamanna á herstöðvar í Vestur-
Evrópu þar sem kjamorkuflaugamar
eru geymdar. Alexej Obukov, aðal-
samningamaður Sovétstjómarinnar í
Genf, kvaðst vera undrandi sökum
þessa. „Þetta kemur mér á óvart.
Ég hafði alltaf skilið bandarísku
sendimennina á þann veg að þeir
væru hlynntir því að þessar upplýs-
ingar yrðu birtar.
I samningnum er að fínna upplýs-
ingar um nákvæma staðsetningu
þeirra meðal- og skammdrægu
flauga sem risaveldunum ber að
Reuter
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
sovéska utanrikisráðuneytisins,
sýndi blaðamönnum á þriðjudag
þessa mynd af sovéskri SS-20-
eldflaug.
uppræta. Maynard Glitman, for-
maður samninganefndar Bandaríkja-
stjómar um meðaldrægu flaugamar,
sagði í gær að stjómin væri að íhuga
hvemig bregðast ætti við þessum
vanda. Fréttir herma að embættis-
menn í bandaríska utanríkisráðu-
neytinu hyggist þrýsta á um að
upplýsingar þessar verði birtar þar
sem þær geti tæpast talist til hemað-
arleyndarmála lengur og er hugsan-
legt að Reagan forseti fyrirskipi að
þær verði gerðar opinberar.
Fyrstu viðræðufundir Reagans og Gorbatsjovs:
Fækkun langdrægra vopna
og mannréttindi til umræðu
Talið fullvíst að Reagan fari til Moskvu á næsta ári
Washington, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
Útflutningur gyðinga frá Sovétríkjunum
Hér gefur að líta þann fjölda gyðinga, sem fengið hefur að flytja frá
Sovétríkjunum frá árinu 1971. Áhugi á brottflutningi þaðan glæddist
árið 1967 eftir að ísraelar unnu Sex-dagastríðið. Um fjórðungur þeirra,
sem þegar hafa farið frá Sovétrikjunum búa nú í ísrael, en þorri þeirra,
sem eftir eru dveljast í Bandaríkjunum. Af þeim tveimur milljónum gyð-
inga, sem búa í Sovétríkjunum er talið að um 280.000 vilji fá að flytja
úr landi.
60
50
40
30
20
10
0
'71 '73 '75 '77 '79 '81 '83 '85 '87*
*Pann 30. nóv. 1987
JUDY TREIBLE/Knight-Ridder Graphics Networb
Annað sem vakið hefur athygli
vestrænna fréttamanna er það
hversu viljugir sovésku fréttamenn-
imir em að veita starfssystkinum
sínum á Vesturlöndum viðtöl. Segja
margir vestrænu fréttamannanna
hér, að þessi nýja stefna Sovétmann-
anna hafí hafíst á leiðtogafundinum
í Reykjavík í fyrra, en hún sé einfald-
lega enn meira áberandi núna.
Sovéskir fréttamenn em um eitt
hundrað talsins hér í Washington nú,
og þar af em um 40 frá sovéska
sjónvarpinu og útvarpinu. Öll helstu
dagblöð Sovétríkjanna og fréttastof-
ur hafa sent hingað yfirmenn sína,
svo og sjónvarpið.
Sovésku fréttamennimir dveljast
flestir, e'f ekki allir, á Vista-hótelinu
en sovéskir sendinefndarmenn í för
með Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkj-
anna, em flestir á Madison hótelinu.
í gær og fyrradag heyrðust ýmsar
Sfjórnmálamenn, fréttaskýr-
endur og fjölmiðlar í austri sem
vestri fögnuðu í gær samkomu-
lagi stórveldanna um að
uppræta meðaldrægar kjarn-
orkuflaugar.
í Moskvu sagði Pravda, að hin
nýja stefna Sovétstjórnarinnar
hefði rutt brautina fýrir þessum
sögulega samningi og var helmingi
blaðsins, þremur síðum af sex,
varið undir fréttir frá Washington.
Ræður þeirra Ronalds Reagan og
Míkhaíls Gorbatsjov vom birtar
óstyttar í öllum helstu dagblöðun-
um í Sovétríkjunum.
í Kína var samkomulaginu fagn-
að en þó minnt á um leið, að langt
væri í frá, að vígbúnaðarkapp-
hlaupið hefði verið stöðvað. The
Times ofLondon mælti fyrir munn
margra þegar það sagði í leiðara,
að með samkomulagi væri mtt úr
vegi ágreiningsefni, sem hefði eitr-
að samskipti austurs og vesturs í
áratug, en minnti jafnframt á, að
nú yrðu Vesturlandabúar að huga
skemmtisögur á meðal vestrænna
fréttamanna um Sovétmennina.
Ein fleyg var á þá leið að Sovét-
mennimir hefðu kæst heldur betur,
er þeir komu á Madison hótelið og
uppgötvuðu smábari, svonefnda
„míníbari", i herbergjum sínum.
Herma vestrænar heimildir að Sovét-
mennimir hafi verið iðnir við kolann
að tæma smáflöskur úr ísskápunum,
í þeirri góðu trú að veigamar væm
þeim að kostnaðarlausu og heyrðu
undir sjálfsagða og góða þjónustu
hótelsins. Sömu heimildir herma að
Sovétmennimir hafí orðið heldur
framlágir, er þeir fengu upplýsingar
um verðlag veiganna.
Sömuleiðis hefur það vakið at-
hygli hér vestra, hversu snemma
sovéskir fjölmiðlar byijuðu að út-
varpa, sjónvarpa og rita um undir-
búning fundarins hér í Washington,
en frá 1. desember sl. hafa sovéskir
að framtíðarskipan varnarmála
sinna. Hollensk blöð tóku í svipað-
an streng en veltu því líka fyrir
sér hvort samningurinn leiddi í
raun til bættra samskipta og meiri
frelsis í austurvegi.
Fjölmiðlar í Austur-Evrópu gáfu
allir Gorbatsjov dýrðina og sögðu,
að vegna frumkvæðis hans hefðu
þeir Reagan byijað á nýjum kafla
í mannkynssögunni.
í Frakklandi kveður við dálítið
annan tón í umsögnum manna um
samkomulagið. „Einu sinni enn
hefur gamall og illa staddur
Bandaríkjaforseti talið sjálfum sér
trú um, að sovésku heimsvalda-
sinnamir geisli af góðvild. Er hann
tilbúinn tij að sjá á bak hinum
helmingi Evrópu?" sagði Alain
Peyrefitte, fyrrum dómsmálaráð-
herra, í blaðagrein. Jacques Chirac
forsætisráðherra sagði, að vissu-
lega mætti kalla það sögulegt að
hafa náð samkomulagi um kjarn-
orkuvopn. Á hinn bóginn yki það
ekki öryggi Vestur-Evrópu.
LEIÐTOGAR risaveldanna hétu
því báðir á þriðjudag að vinna að
frekari afvopnunarsáttmálum og
traustari samskiptum ríkjanna er
þeir undirrituðu samninginn um
útrýmingu meðal- og skamm-
drægra kjarnorkueldflauga.
Greinilegt er að þeir Reagan og
Gorbatsjov hafa orðið ásáttir um
að stefna að fækkun langdrægra
kjarnorkuvopna þó svo að ekki
sé búist við að slíkur samningur
verði tilbúinn á fundinum hér í
Washington. Hins vegar má telja
öruggt að Reagan forseti eigi
fund með Gorbatsjov í Moskvu á
næsta ári, líklega í mars eða apríl.
Leiðtogamir undirrituðu sáttmál-
ann í Austur-herbergi Hvíta hússins
við skrifborð Abrahams Lincoln. í
ávarpi að lokinni athöfninni sagði
Reagan meðal annars, að menn hlytu
að vona, að þessi sögulegi sáttmáli
yrði ekki lokaáfangi heldur upphaf
samvinnu sem geri þjóðunum tveim-
ur kleift að leysa þau aðkallandi
vandamál sem við þeim blasa. Nefndi
Reagan einkum fækkun langdrægra
kjamorkuvopna, niðurskurð hins
hefðbundna herafla i Evrópu og
mannréttindamál. Gorbatsjov sagði í
ræðu sinni við þetta tækifæri að risa-
veldunum bæri að líta á sáttmálann
sem sögulegt skref í átt til mun
víðtækari afvopnunar.
Engar óvæntar tillögur
Að aflokinni undirritun samnings-
ins áttu leiðtogamir lokaðan fund.
Marlin Fitzwater, talsmaður Reag-
ans forseta, sagði að umræðumar
hefðu einkum snúist um fækkun
langdrægra kjamorkuvopna og önn-
ur svið vígbúnaðarmála. Bandariska
dagblaðið The Washington Post hafði
í gær eftir ónafngreindum heimildar-
manni að Gorbatsjov hefði ekki lagt
fram neinar nýjar eða óvæntar tillög-
ur. Orðrómur hafði verið á kreiki um
að Gorbatsjov hygðist kynna nýjar
hugmyndir ýmist á sviði mannrétt-
inda eða vigbúnaðarmála og hafa
sovéskir embættismenn sfst reynt að
draga úr þeim sögusögnum.
Leiðtogamir hafa orðið ásáttir um
að skýra ekki frá gangi viðræðna
fyrr en að fundunum loknum en
bandariskir embættismenn sögðu að
á fyrsta fundinum, sem hófst á
þriðjudagsmorgun, hefðu mannrétt-
indamál einkum verið tekið til
umræðu. Reagan hefði rætt um hlut-
skipti þeirra gyðinga í Sovétríkjun-
um, sem neitað hefði verið um
brottfararleyfi og aðskilnað fjöl-
skyldna en Gorbatsjov svarað fyrir
sig með þvi að saka Bandarikjamenn
um mannréttindabrot. Hefði hann
einkum nefnt atvinnuleysi og refsi-
löggjöf í tilteknum rikjum Banda-
ríkjanna.
Vestrænir fréttamenn eru almennt
sannfærðir um að leiðtogamir feli
samningamönnum risaveldanna í
Genf að leysa ágreining ríkjanna
varðandi fækkun langdrægra kjam-
orkuvopna. Þvi megi ganga að því
sem vfsu að Reagan muni sækja
Sovétríkin heim , hugsanlega í mars
eða apríl. Max Kampelman, aðal-
samningamaður Bandaríkjastjómar
í Genf, sagði í viðtali á dögunum,
að hann teldi allgóðar líkur á því að
slíkur samningur gæti verið tilbúinn
til undirritunar næsta vor. Marlin
Fitzwater sagði hins vegar á blaða-
mannafundi á mánudag að það væri
ekki skilyrði fyrir þvi að Reagan
færi til Moskvu að þess háttar sátt-
máli yrði tilbúinn til undirritunar.
Sammngniim fagnað
víðs vegar um heim
I Frakklandi gætir þó nokkurrar
vantrúar á ágæti hans
London. Reuter.