Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Jóhanna situr ekki ríkis- stj órnarfundi Fundarseta hennar skilyrt því að frumvarp um húsnæðismál verði samþykkt fyrir jólaleyfi „FRUMVARP til laga um breyt- ingar á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins var lagt fram í upphafi þings og ríkisstjórnin samþykkti að afgreiðslu þess skyldi hraðað. Nú eru 10 dagar fram að jólaleyfi alþingismanna og ég hef engin merki séð um að það væri á forgangslista ríkis- Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, mælir fyrir tillögunni á þingfundi i gær. - Alþingi sendir leiðtogum stórveldanna heillaóskir: „ Viðræður sem nú hefjast stuðli að varanlegum friði“ Samkomulagið mikilvægur áfangi, segja for- sætisráðherra og utanríkisráðherra ALÞINGI samþykkti í gær með 49 samhljóða atkvæðum að senda leiðtogum stórveldanna heilla- óskir í tilefni samningsins um afvopnunarmál. í þingsályktun frá utanríkismálanefnd, sem Eyjólfur Konráð Jónsson for- maður nefndarinnar bar upp, segir: „Alþingi lætur í ljós þá von að áfanginn, sem náðist á fundi þeirra í Reykjavik, beri rfkuleg- an ávöxt í viðræðum þeim, sem nú eru að hefjast, og þær stuðli að varanlegum friði.“ „Ég tel að þetta samkomulag sé mikilvægur áfangi og get tekið undir ályktun Alþingis sem gerð var af þessu tilefni," sagði Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á undirritun samnings risa- veldanna um fækkun meðaldrægra kjamorkuflauga. Þorsteinn sagði það ljóst, að þessi niðurstaða væri fengin vegna staðfestu Atlantshafs- bandalagsins í afvopnunarmálum. „Það er núna komið á daginn, þótt það hafí verið umdeilt á sínum tíma, að það var rétt ákvörðun 1979 að ákveða uppsetningu meðal- drægra flauga í Evrópu, jafnframt því sem farið var fram á 'útrýmingu þessa vopnakerfís. Niðurstaðan er sú að þetta hefur leitt til að þessum mikilvæga áfanga er náð. Nú þarf að stíga ný skref á öðmm sviðum, varðandi langdrægar eldflaugar, hefðbundin vopn og efnavopn. Fyr- ir okkur íslendinga er það svo fagnaðarefni að fundur leiðtoga stórveldanna, sem haldinn var á sínum tíma í Reykjavík, markaði þáttaskil í þeirri þróun sem nú hef- ur skilað þessum árangri," Þorsteinn sagði aðspuiður að hann teldi ekki tímabært að vera með spádóma um þróun afvopnun- armála í kjölfar þessa samnings. „Vafalaust kunna menn að hafa óskir um hraðari þróun en á eftir að verða. Aðalatriðið er að menn em komnir af stað og það gmnd- vallarviðhorf hefur verið viðurkennt að þetta gerist með gagnkvæmum samningum en ekki eftir leið ein- hliða yfírlýsinga eða frystingar á ástandi. Það er nú komið á daginn að þær hugmyndir hafa orðið und- ir. Leið hinna gagnkvæmu samn- inga hefur skilað árangri og á þeim gmndvelli verðum við að vinna áfram," sagði Þorsteinn Pálsson. Mikilvæg'ast er að traust hefur aukist „Ég fagna þessu sem fyrsta áfanga í áframhaldandi samkomu- lagi um afopnun og fækkun kjam- orkuvopna én vil þó minna á að það sem þama er sámið um er aðeins brot af þeim kjamorkuvopnaforða sem til er,“ sagði Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra um afvopnunarsamning risaveldanna. Steingrímur sagðist ekki telja þá fækkun sem um var samið mikil- vægasta í þessu sambandi heldur það, að breytt hefði verið um stefnu, sem bæri vott um aukið traust milli stórveldanna. „Ég hef oft sagt að það sé fyrst og fremst skortur á trausti sem vandræðum veldur. Ég vil því vitna í gott íslenskt máltæki sem segir: Hálfnað er verk þá hafíð er,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist vera sannfærður um það að ákvörðun Atlants- hafsríkjanna um að mæta vopn- væðingu Sovétríkjanna’ með styrk hefði leitt til þessa samkomulags. „Samstaða Atlantshafsbandalags- ríkjanna og sú augljósa ákvörðun þeirra að mæta Sovétríkjunum með auknum styrk hefur sannfært Sov- étríkin um að sú braut væri ekki lengur fær,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist telja að næsti áfangi í afvopnunarmálum, eða samningar um fækkun lang- drægra eldflauga, yrði sínu erfíðari, þar sem eftirlitsþátturinn yrði mun viðkvæmari. Einnig taldi hann að mjög mikil áhersla yrði lögð á það af mörgum Evrópuríkjum að ná jafnvægi í hefðbundnum herbúnaði og mörg ríki vildu sennilega sjá árangur þar áður en stór skref yrðu tekín í átt að frekari fækkun kjam- orkuvopna. stjómarinnar til afgreiðslu nú. Þvi tók ég þá ákvörðun að sitja ekki ríkisstjórnarfundi nema frumvarpið verði samþykkt fyrir jól,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir, félagsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef í raun lítið um þetta að segja,“ sagði forsætisráðherra, Þor- steinn Pálsson, er Morgunblaðið bar ákvörðun Jóhönnu undir hann. „Þetta er í fyrsta skipti svo ég viti til, sem ráðherra fer í verkfall gagn- vart Alþingi. Ég vona að þetta sprell teQi ekki framgang málsins og vona að Alþingi láti það ekki hafa áhrif á störf sín þannig að frumvarpið verði afgreitt eins og ekkert hafi í skorizt. Hins vegar veit ég að mönnum er alveg ljóst, að ekki er hægt að samþykkja lög með afturvirkri gildistöku,“ sagði Þorsteinn. „Það liggur mikil alvara að baki þessari ákvörðun minni. Ég hef ákveðnum skyldum að gegna sem ráðherra húsnæðismála. Hús- næðislánakerfíð hefur verið lokað í 9 til 10 mánuði og Alþingi er ekki stætt á því að fara í jólaleyfi án þess að afgreiða frumvarpið, þannig að hægt verði að fara að ganga frá lánum til þeirra 6.000 lántakenda, sem bíða. Það er sérstök ástæða til að knýja á um samþykkt þessa frumvarps, sem í raun hefur fengið sömu meðferð og frumvarp frá stjómarandstöðu," sagði Jóhanna. Skipulagsstjóm og Kvosarskipulagið: Oslóartréð er komið á sinn stað OSLÓARTRÉÐ var sett upp á Austurvelli í gær og verða Ijós- in tendruð á þvi á sunnudag. Myndin er tekin í gærkvöldi er starfsmenn Reykjavikurborgar nnnu við að reisa tréð og ganga frá stögum. Frá vinstri eru Jón Stefánsson, Gunnsteinn Ol- geirsson og Vilhelm Þór Finnsson. Morgunblaðið/Bjami Fyrri samþykkt ítrekuð Formaður skipulagsstjórnar telur stjórnina hafa sam þykkt skipulagið með ráðhúsi borgarinnar i das. •« umwr Skór • I JUor0imblntiit> VIÐSKIPn AIVINNULÍr * . ,, BLAÐ B Skipulagsstjóm ríldsins sam- þykkti á fundi sinum í gær með tveimur atkvæðum gegn einu svör sín til félagsmálaráðherra vegna erindis eins stjórnar- manna varðandi afgreiðslu stjórnarinnar á skipulagi Kvos- arinnar. Fyrri samþykkt um skipulagið var ítrekuð þar. Tveir sátu hjá við afgreiðslu svaranna. Hér var um að ræða svör við einstökum efnisatriðum skipu- lagsins annars vegar og hins vegar svör við athugasemdum við mál8meðferð. Formaður skipulagsstjóraar, Hermann Guðjónsson, telur að skipulagið með ráðhúsi borgarinnar hafi þegar verið samþykkt i stjórainni og nú hafi stjórnarmenn aðeins verið að gefa ráðherra svar við athugasemdum eins stjórnar- manna. Ifyrir um mánuði síðan sam- þykkti skipulagsstjóm ríkisins skipulag Kvosarinnar með 4 at- kvæðum þeirra Hermanns Guðjóns- sonar, Sigurgeirs Sigurðssonar, Garðars Halldórssonar og Snæ- bjamar Jónassonar gegn atkvæði Guðrúnar Jónsdóttur. Skipulagið með ráðhúsi borgarinnar var síðan samþykkt með atkvæðum Sigur- geirs, Garðars og Snæbjamar gegn atkvæðum Guðrúnar og Hermanns. Guðrún Jónsdóttir sendi nokkru síðar sérstakt erindi til félagsmála- ráðherra, þar sem hún lagði til að ráðherrann staðfesti ekki skipulag- ið, heldur legði það fyrir skipulags- stjóm að nýju. Viðbrögð félags- málaráðherra vom þau, að hún óskaði eftir því að skipulagsstjóm gæfí ítarlega umsögn um einstaka liði í erindi Guðrúnar. Gangur mála í stjóminni í gær var á þá leið, að meirihlutinn, skip- aður Garðari, Sigurgeiri og Snæ- bimi gekk frá svöram, sem þeir undirrituðu og fengu ráðuneyti Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra fyrir fund stjómarinnar. í svöram þeirra var fyrri samþykkt rökstudd og ítrekuð. Snæbjöm mætti síðan ekki á fundinn, þar sem hann fór til útlanda en í hans stað kom Helgi Hallgrímsson. Við at- kvæðagreiðslu um svör þremenn- inganna sátu Hermann og Helgi hjá, Guðrún var á móti og vora svörin samþykkt með atkvæðum hinna tveggja. Jóhanna Sigurðardóttir féiags- málaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hún hefði ekki séð þetta svar þremenninganna. Hún hefði talið það skyldu sína að fá nánari umsögn skipulagsstjómar um erindi Guðrúnar Jónsdóttur og því sent beiðni þess efnis til stjóm- arinnar. Enn sem komið væri, hefði hún enga afstöðu tekið um það hvort hún staðfesti skipulagið eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.