Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 7 Sýnishornafok^ffiafötum Skyrta m/bindi kr. ^ jgo,- Buxur D \rr 1 990,- Itakurjakki kr. 2.990,- llíS KARNABÆR f * barnadeild - Austurstræti 22 sem ekki gengu út síðasta laugardag, leggjast við 1. vinninginn núna. Morgunblaðið/RAX Arni Johnsen ásamt Matthiasi Bjarnasyni, alþingismanni, einum við- mælenda sinna. nFleiri kvistir“ eftir Áma Johnsen komin út ÚT ER komin bókin „Fleiri kvist- ir“ eftir Árna Johnsen, sem hefur að geyma viðtalsþætti við fólk úr ýmsum áttum. Það er bókaút- gáfan Örn og Örlygur sem gefur bókina út, en hún gaf einnig út fyrri bók Árna með samtalsþátt- um, „Kvistir í lífstrénu", árið 1982. Sum viðtalanna í bókinni hafa áður birst í Morgunblaðinu en önnur eru ný af nálinni, t.d. viðtöl við Matthías Bjamason, fyrrverandi ráð- herra, og Veturliða Gunnarsson, listmálara. Þá hafa sum viðtölin ver- ið endursamin og öðrum breytt verulega, t.d. við Ása í Bæ og Binna í Gröf. Um 120 ljósmyndir eru í bókinni, og eru flestar þeirra eftir Ragnar Axelsson, Sigurgeir Jónasson, og Árna sjálfan. í fréttatilkynningu frá Emi og Örlygi segir m.a.: „Ámi Johnsen hefiir einstakt lag á því að laða fram í fólki persónuleika þess og skila efninu þannig að viðmælandinn nýt- ur sín til fulls". Þeir sem Ámi tekur tali í bókinni em: Veturliði Gunnarsson, Aðalheið- ur Helgadóttir í Laugaseli, Jón Vigfússon í Holti, Ólafur og Sigríður í Forsæludal, Þorsteinn Jónsson, flugmaður, Ási í Bæ, Gunnar Gunn- arsson, skáld, Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, Lási kokkur, Dr. Kristján Eldjám, Elías á Sveinseyri í Dýrafirði, Matthías Bjamason, al- þingismaður, Þóra Borg, leikkona, Guðlaugur Friðþórsson, Grænlensk hjörtu, Jón Berg Halldórsson, Andrés Olsen, Páll í Þórlaugargerði, Agnar Koefod-Hansen, Jón Pálsson, dýra- læknir, Emil Thomsen í Færeyjum, aldís á Stokkahlöðum, Baddi í Vog- um, Bjöm í Bæ, og Binni í Gröf. „Fleiri kvistir“ eru settir og prent- aðir í prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Amarfelli hf. Kápu hannaði Ámi Jörgensen. Amnesty International: Hátíðardagskrá og listmunauppboð í TILEFNI af 10. desember, sem er alþjóðlegur mannréttindadag- ur Sameinuðu þjóðanna, munu samtökin Amnesty International gangast fyrir hátíðardagskrá og listmunauppboði á Hótel Borg. Dagskráin hefst kl. 20.30 og verð- ur sem hér segir: Formaður íslandsdeildar Amnesty Intemational, Ævar Kjartansson, setur dagskrána. Thor Vilhjálmsson, formaður Pen klúbbins, flytur ávarp. Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanóleik- ari, og Sigurður Bragason, barítón- söngvari, flytja valin lög. Gallerí Borg annast listmunauppboð. Uppboðs- haldari verður Úlfar Þormóðsson. Bubbi Morthens flytur lög af nýju plötunni sinni „Dögun". Á listmunauppboðinu verður að finna verk bestu listamanna þjóðar- innar, sem með framlagi sínu styðja starfsemi íslandsdeilarinnar af höfð- ingsskap. Sama gildir um þá lista- menn, sem koma fram. Þá heldur Gallerí Borg uppboðið samtökunum að kostnaðarlausu. Almenningi er bent á að listaverk- in verða til sýnis í Gallerí Borg 10. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.