Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 7 Sýnishornafok^ffiafötum Skyrta m/bindi kr. ^ jgo,- Buxur D \rr 1 990,- Itakurjakki kr. 2.990,- llíS KARNABÆR f * barnadeild - Austurstræti 22 sem ekki gengu út síðasta laugardag, leggjast við 1. vinninginn núna. Morgunblaðið/RAX Arni Johnsen ásamt Matthiasi Bjarnasyni, alþingismanni, einum við- mælenda sinna. nFleiri kvistir“ eftir Áma Johnsen komin út ÚT ER komin bókin „Fleiri kvist- ir“ eftir Árna Johnsen, sem hefur að geyma viðtalsþætti við fólk úr ýmsum áttum. Það er bókaút- gáfan Örn og Örlygur sem gefur bókina út, en hún gaf einnig út fyrri bók Árna með samtalsþátt- um, „Kvistir í lífstrénu", árið 1982. Sum viðtalanna í bókinni hafa áður birst í Morgunblaðinu en önnur eru ný af nálinni, t.d. viðtöl við Matthías Bjamason, fyrrverandi ráð- herra, og Veturliða Gunnarsson, listmálara. Þá hafa sum viðtölin ver- ið endursamin og öðrum breytt verulega, t.d. við Ása í Bæ og Binna í Gröf. Um 120 ljósmyndir eru í bókinni, og eru flestar þeirra eftir Ragnar Axelsson, Sigurgeir Jónasson, og Árna sjálfan. í fréttatilkynningu frá Emi og Örlygi segir m.a.: „Ámi Johnsen hefiir einstakt lag á því að laða fram í fólki persónuleika þess og skila efninu þannig að viðmælandinn nýt- ur sín til fulls". Þeir sem Ámi tekur tali í bókinni em: Veturliði Gunnarsson, Aðalheið- ur Helgadóttir í Laugaseli, Jón Vigfússon í Holti, Ólafur og Sigríður í Forsæludal, Þorsteinn Jónsson, flugmaður, Ási í Bæ, Gunnar Gunn- arsson, skáld, Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, Lási kokkur, Dr. Kristján Eldjám, Elías á Sveinseyri í Dýrafirði, Matthías Bjamason, al- þingismaður, Þóra Borg, leikkona, Guðlaugur Friðþórsson, Grænlensk hjörtu, Jón Berg Halldórsson, Andrés Olsen, Páll í Þórlaugargerði, Agnar Koefod-Hansen, Jón Pálsson, dýra- læknir, Emil Thomsen í Færeyjum, aldís á Stokkahlöðum, Baddi í Vog- um, Bjöm í Bæ, og Binni í Gröf. „Fleiri kvistir“ eru settir og prent- aðir í prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Amarfelli hf. Kápu hannaði Ámi Jörgensen. Amnesty International: Hátíðardagskrá og listmunauppboð í TILEFNI af 10. desember, sem er alþjóðlegur mannréttindadag- ur Sameinuðu þjóðanna, munu samtökin Amnesty International gangast fyrir hátíðardagskrá og listmunauppboði á Hótel Borg. Dagskráin hefst kl. 20.30 og verð- ur sem hér segir: Formaður íslandsdeildar Amnesty Intemational, Ævar Kjartansson, setur dagskrána. Thor Vilhjálmsson, formaður Pen klúbbins, flytur ávarp. Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanóleik- ari, og Sigurður Bragason, barítón- söngvari, flytja valin lög. Gallerí Borg annast listmunauppboð. Uppboðs- haldari verður Úlfar Þormóðsson. Bubbi Morthens flytur lög af nýju plötunni sinni „Dögun". Á listmunauppboðinu verður að finna verk bestu listamanna þjóðar- innar, sem með framlagi sínu styðja starfsemi íslandsdeilarinnar af höfð- ingsskap. Sama gildir um þá lista- menn, sem koma fram. Þá heldur Gallerí Borg uppboðið samtökunum að kostnaðarlausu. Almenningi er bent á að listaverk- in verða til sýnis í Gallerí Borg 10. desember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.