Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 43 Ríkissjónvarpið: Upptökum á ára- mótaskaupinu lokið Hafa gengið mjög vel TÖKUM á áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins lauk í gær, og- hafa þær gengið mjög vel að sögn leikstjórans, Sveins Einarssonar. Alls taka sextán leikarar þátt í skaupinu, en upptökustjóri er Andrés Ind- riðason. Höfundar áramótas- kaupsins að þessu sinni er hulduher, og verða nöfn þeirra ekki gerð opinber. „Við reynum að drepa á það sem hefur verið efst á baugi á árinu í léttum dúr,“ sagði Sveinn Einars- son í samtali við Morgunblaðið, „skaupið er í þessum hefðbundna revíustíl sem hefur mótast í gegn- um árin. Upptökur hafa gengið ótrúlega vel, enda einvalalið sem Leiðrétting: Heimkoman verður sýnd 6. janúar LEIKRITIÐ Heimkoman eftir Ha- rold Pinter, sem Pé-leikhópurinn hefur hafið æfingar á, verður frum- sýnt 6. janúar næstkomandi. Sýningar hófust því ekki 6. desem- ber eins og sagt var í Morgun- blaðinu í gær. Blaðið biður Pé-leikhópinn og lesendur velvirð- ingar á þessum mistökum. stendur að þessu, meðal annars nokkrir af þekktustu gamanleikur- um okkar.“ Sveinn vildi ekki gefa upp neitt um efni skaupsins, sagði að það yrði bara að koma í ljós. Leikarar í áramótaskaupi Sjón- varpsins eru: Amór Benónýsson, Bessi Bjarnason, Felix Bergsson, Gísli Snær Erlingsson, Gísli Halld- órsson, Guðlaug María Bjamadótt- ir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Kjartan Bjargmundsson, Margrét Ólafs- dóttir, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Þóra Friðriksdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Ævar Öm Jósepsson og Öm Ámason. Úr áramótaskaupi Sjónvarpsins, f.v. Þröstur Leó Gunnarsson, Gísli Snær Erlingsson, Ragnheiður Tryggvadóttir og Örn Árnason. Laugavegur: © INNLENT Ný verslunar- o g þj ónustumiðstöð NÝ verslunar- og þjónustumið- stöð að Laugavegi 91 verður formlega opnuð á morgun, föstu- Leiðrétting í GREIN um Samtök gegn hávaða, sem birtist í blaðinu sl. miðvikudag á blaðsíðu 60, var farið rangt með föðumafn Svanhildar Halldórsdótt- ur, sem kosin var í stjórn samtak- anna, en hún var sögð Konráðs- dóttir í greininni. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Blaðamannafélag íslands: AfmæKsfagnaður á Hótel Islandi BLAÐAMANNAFÉLAG ís- lands heldur 90 ára afmælis- fagnað sinn nk. laugardag, 12. desember, á Hótel Islandi, ný- reistu hóteli við Ármúla í Reykjavík. Þykir það vel við hæfi þar sem stofnfundur Blaðainannaf élagsins var hald- inn á gamla Hótel íslandi. Lúðvík Geirsson formaður BÍ sagði við Morgunblaðið að það væri sérstaklega gaman að geta haldið afmælishátiðina á þessum stað, en þetta verður fyrsta sam- koman í húsinu. Hefst samkoman í húsinu kl. 19 og að loknu borð- haldi verður ýmislegt til skemmt- unar. Aðgöngumiðar á afmælisfagn- aðinn em til sölu á ritstjórnum og fréttastofum fjölmiðlanna. Gamlir blaðamenn og aðrir sem vilja taka þátt í afmælishaldinu geta snúið sér til skrifstofu Blaða- mannafélags íslands til að fá miða. dag, kl. 19. í húsinu eru nú 7 verslanir, auk hársnyrtistofu og kaffistofu og munu 2 verslanir bætast við síðar. Fyrirtækin verða á þremur hæðum, en áður var verslunin Domus þarna til húsa. Breytingar á húsinu hafa staðið yfir síðan í október, en þá var því skipt niður í smærri einingar. Nú hafa 9 fyrirtæki komið sér þar fyrir en það era: Rafeind (sjónvörp, hljóm- tæki, símtæki ofl.), Barcelona (spænskur og franskur tískufatnað- ur), Taka tvö (herra- og dömutísku- fatnaður, ítalskir skór), Evrópa (hársnyrtistofa), Rýabúðin (hann- yrðavörar), Litla Glasgow (leikföng, skart, fatnaður, töskur ofl.), Þóra (handunnar gjafavörur og myndir), Nýborg (húsgögn) og Kafé Madrid (kaffistofa). Davíð Oddsson, borgarstjóri, opnar verslunar- og þjónustumiðstöðina formlega kl. 19 á morgun, föstudag. Þá verður haldin tískusýning og hár- greiðslusýning og jólasveinn kemur í heimsókn. Boðið verður upp á jóla- glögg og piparkökur, auk gosdrykkja og ávaxtasafa. Stöð 2 verður með beina útsendingu frá Laugavegi 91 í fréttaþættinum 19:19. Egghækka um 5-10% FÓÐURGJALD til eggjafram- leiðslu verður endurgreitt á sama hátt og fóðurgjald til fram- leiðslu svínakjöts og kjúklinga. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu undanfarna daga að egg muni hækka um 25% um áramót- - in vegna breytinga á tekjuöflun rikisins en rétt tala er 5—10% af teknu tilliti til framanritaðs. Einnig hefur verið hætt við að láta osta hækka um 25%. Ríkið mun auka niðurgreiðslur búvara til að verð þeirra haldist óbreytt eins og á öðrum mjólkurvöram. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar: Leiga á sorpílátum hækkar BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar um að hækka leigu á sorpílátum úr kr. 300 á ári í kr. 400 fyrir árið 1988. Sorpílát kosta í dag um kr. 2.400 og segir í bréfi Péturs Hannessonar deildarstjóra, að búast megi við auknum tilkostnaði á næsta ári og því er lagt til að tunnuleiga verði hækkuð. Leigugjaldið stendur undir kaupum á nýjum sorpílátum úr plasti sem reynst hafa vel og geta væntan- lega lækkað kostnað við sorphirð- ingu. Fræðslufund- ur hjá Sörla HESTAMANNAFÉLAGIÐ Sörli í Hafnarfirði heldur fræðslufund í íþróttahúsinu við Strandgötu i Hafnarfirði í kvöld, 10. desem- ber. Fundurinn hefst kl. 20.00. Á fundinum flytur Sigurbjöm Bárðarson erindi um fóðran og vetr- arþjálfun. Einnig verða sýnd myndbönd frá hestamótum. Kaffí- veitingar verða á staðnum. Morgunblaðið/BAR Frá æfingu jassballettflokksins á sýningunni Áfram veginn. Jassballettflokk- urinn sýnir í kvöld ÍSLENSKI jassballettflokkurinn var stofnaður fyrir tæpum þrem- ur mánuðum. Flokkinn skipa niu dansarar, átta karlar og ein kona. í kvöld, fimmtudag klukk- an 21, heldur flokkurinn sýningu á veitingahúsinu Broadway. Sýn- ingin heitir Áfram veginn. Markmið flokksins er að skapa íslensku dansfólki fleiri tækifæri til að vinna að listgreininni en nú bjóð- ast. í fréttatilkynningu segjast aðstandendur hans vonast til að íslenskt leikhússfólk geti haft not af dansflokknum í leikritum sínum og söngleikjum og aukið þannig fjölbreytni í efnisvali leikhúsanna. Þjálfari flokksins er Evrol Pue- kerin. Listdansstjórar eru Karl Barbee og María Gísladóttir. Stjóm flokksins skipa: Bára Magnúsdóttir skólastjóri JSB, Anna Nordal yfirkennari í JSB, María Gísladóttir ballerína, Hermann Ragnar Stefánsson formaður Dansráðs íslands, Magnús Kjart- ansson tónlistarmaður og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. FALLEGAR OG VANDAÐAR INNRÉTTINGAR í ALLA ÍBÚÐINA Innréttingarnar einkennast af góðri nútíma- legri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Þar sem góöu kaupin gerast. 2 Kópavogi 44444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.