Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Messías á hljómleikum, hljómplötum og geisladiskum 30 ára starfsafmælis Pólýfónkórsins minnst með jólatónleikum í Hallgrímskirkj u Pólýfónkórinn á tónleikum i HallgTÍmskirkju. og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 VESTURBÆR Fomaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd SELTJNES Hrólfsskálavör UTHVERFI Kirkjuteigur MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Pólýfónkórnum: Það er skammt stórra högga á milli hjá Pólýfónkómum. Messías Hándels hljómaði í fyrsta sinn í Hallgrímskirkju, nývígðri, í des- ember í fyrra í flutningi Sinfóníu- hljómsveitar íslands, frægra einsöngvara og Pólýfónkórsins undir stjóm Ingólfs Guðbrands- sonar við fádæma hrifningu áheyrenda. Fyrstu íslensku geisla- diskarnir með klass- ískri tónlist Messías var hljóðritaður á þessum hljómleikum og er nú kominn út í heild á fyrstu klassísku geisladiskunum, sem gefnir em út með íslenskum flytj- endum. Útgáfan er í tilefni 30 ára starfs Pólýfónkórsins, fram- leidd hjá fyrirtækinu Disctronics í Bretlandi. Einsöngvarar vom Maureen Brathwaite, sópran, Sigríður Ella Magnúsdóttir, altó, Jón Þórsteinsson og Ian Partridge, tenór og Peter Cole- man-Wright, bassi. Pólýfónkórinn gaf út hljóðritun af Messíasi í styttri gerð árið 1977, en sú útgáfa er uppseld. Nýja útgáfan á geisladiskum tek- ur hinni langt fram að tóngæðum. Hún er gerð á kostnað og ábyrgð Pólýfónkórsins og hefði verið óframkvæmanleg nema fyrir vel- vild flytjenda, sem gáfu flutnings- rétt sinn. Upplag er lítið, aðeins 1000 sett og þrátt fyrir mikinn útgáfukostnað, er útsöluverði stillt í hóf. Þessir fyrstu geisladiskar kórs- ins verða safngripir er fram líða tímar, og em því tilvalin gjöf. Jafnhliða þessari útgáfu koma valdir kaflar verksins út á einni stereo-hljómplötu handa þeim, sem enn eiga ekki geislaspilara. Messías ætti að vera til í plötu- safni hvers heimilis. Messías fluttur í Hall- grímskirkju laugar- daginn 12. desember Messías er vinsælasta jólatón- list allra tíma. í vestrænum löndum er Messías fluttur í flest- um borgum í desembermánuði og þykir ómissandi þáttur jólanna. Fá verk hafa haft jafnsterk áhrif vegna fegurðar sinnar og þar með mótað góðan tónlistarsmekk. Messías er endalaus uppspretta lagrænnar fegurðar og öllum auð- skilinn. Það telst til tíðinda að þrír ungir einsöngvarar, íslenskir, þreyta nú fmmraun sína í flutn- ingi stórverks með Pólýfónkóm- um. Þeir em: Inga Backman, sópran, Sigríður Elliðadóttir, altó og Gunnar Guðbjömsson, tenór. Allt em þetta ferskar raddir, sem miklar vonir era bundnar við og vekja forvitni hlustenda. Eina tækifærið til að hlýða á þau í þessum hlutverkum verður á laugardaginn kemur, því ekki verður unnt að endurtaka hljóm- leikana. Hljómsveitina skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands, konsertmeist- ari er Simon Kúran. Aðgöngumið- ar em seldir hjá Sævari Karli í Bankastræti og Kringlunni og hjá Útsýn. Bókin „í ljósi líðandi stundar“ 30 ára starf Pólýfónkórsins er rakið í máli og myndum í 120 blaðsíðna bók, sem ber þennan titil. Þar senda 18 landsþekktir greinarhöfundar kómum kveðju sína eða umsögn um starf hans. Jón Ásgeirsson skrifar stórmerka grein um íslensk söngmál. í um- fjöllun 18 íslenskra gagmýnenda, um flutning kórsins á fjölda kór- verka í 30 ár, kennir margra grasa og er fróðlegt til glöggvun- ar mörgum ámm síðar. Auk þess er vitnað í umsagnir fjölda er- lendra gagnrýnenda frá hljóm- leikaferðum kórsins. Þá em ferðasögubrot og fjöldi mynda, þar af 36 litmyndir. Birtar em myndir a 45 einsöngvuram með kómum á þessu tímabili, íslensk- um og erlendum, auk 14 undir- leikara og aðstoðarfólks við æfíngar. í bókarlok er skrá um öll verk, sem Pólýfónkórinn hefur flutt frá upphafí, um 200 talsins, eftir 70 höfunda og loks nafna- skrá allra þeirra, sem sungið hafa á hljómleikum kórsins frá upp- hafí, alls á níunda hundrað manns. Bókin geymir margar sögur um Ingólf Guðbrandsson og Pólý- fónkórinn og em sum ummælin býsna rætin. Bókin er falleg og vönduð að allri gerð og merk heimild. Lesandinn verður spenntur, og hans er að svara spumingunni í bókarlok, hver til- gangur Ingólfs var; átti hann erindi við íslenskt þjóðfélag, hver em laun hans, og hefur hann „keypt sér sess með listamönn- um“, eins og einn gagnrýnandi komst að orði? VERSLU N ARH ÚSNÆÐI Til afhendingar strax Til sölu 200-400 fm eftir samkomulagi á besta stað við Grensásveg. Hentar vel fyrir hvers kyns verslunar- eða veitingarekstur. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Vesturbær - 3ja herb. m. bílskúr Vorum að fá í sölu nýlega og vandaða 3ja herb. íb. í nýlegu húsi í Vesturbænum. Innb. bílsk. á jarðhæð. Ákv. sala. Laus nú þegar. Ingólfsstræti 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson. Heimasími 77789 (Eggert). EIGNA8ALAM REYKJAVIK Dugguvogur Vorum að fá til sölu iðnaöar- og verslunarhúsnæði 2 x 140 fm á tveimur hæðum. Góðar innkeyrsludyr auk rishæðar sem hefur möguleika á stækkun. Hagstæð lán. Góðir greiösluskil- málar. Upplýsingar á skrifsstofunni. Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson hs: 77410. Valur J. Ólafsson hs: 73869. T^öminog fuglalífið FUGLALÍFIÐ á Tjörmnni og Tjörnin er á dagskrá á fræðslu- fundi Fuglaverndarfélags íslands sem haldinn verður í kvöld, í Norræna húsinu og er sem aðrir fræðslufundir félags- ins öllum opinn. Frummælendur verða tveir, þeir Ólafur Nielsen og Jóhann Oli Hilmarsson. Þetta er annar fræðslufundur félagsins á vetrinum. Hin fyrri var vel sóttur, en þá fjallaði Kristinn Skarphéðinsson líffræðingur um Þórshanann, sem er orðinn sjald- séður fugl, og rannsóknir á útbreiðslu hans hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.