Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 ga* Ileiðtogafundurinn í washington Ávarp Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta: Draumurínn um frið tengir þjóðirnar saman Hér birtist i heild ávarp, sem Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti flutti í Hvita húsinu á þriðju- dag eftir að hafa ritað undir samninginn um upprætingu skamm- og meðaldrægra eld- flauga. Bandaríski heimspekingurinn Ralph Waldo Emerson skrifaði eitt sinn: „Það er ekki til nein mannkyns- saga, aðeins persónusaga." Hann átti við, að það væri ekki nóg að tala um mannkynssöguna sem ein- falda rás viðburða. Mannkynssagan er, þegar allt kemur til alls, vitnis- burður um viljastyrk mannsins og djörfung, þrár manna og kvenna, sem Guð almáttugur hefur gefið ódauðlega sál og fijálsan vilja. í dag höfum við, aðalritarinn fyrir hönd Sovétríkjanna og ég fyrir hönd Bandaríkjanna, undirritað fyrsta samkomulag, sem nokkru sinni hefur verið gert um upprætingu heillar tegundar sovéskra og bandarískra kjamorkuvopna. Við höfum brotið blað í mannkynssögunni. Og þó spáðu því margir, sem kallaðir hafa verið vísir menn, að ógerlegt væri að ná þessu samkomulagi — of margt mælti á móti, að það gæti tekist. En við héldum áfram ótrauðir. Og ég vona, að aðalritarinn fyrirgefi mér, þó að ég segi frá því, að á dimm- ustu stundunum — þegar svo leit út sem útilokað væri að ná samkomuiagi — taldi ég í mig kjark með þvi að rifja upp orð rússneska stórskálds- ins Leo Tolstoij, sem skrifaði: „Hraustustu hermennimir eru þessir tveir — tími og þolinmæði." Á næstu dögum munum við ræða áframhaldandi afvopnun og önnur mál — og enn mun það kosta tíma og þolinmæði að ná samkomulagi. En við upphaf þessara viðræðna er rétt að hafa í huga, að friður og öryggi milli þjóða heims er óhugs- andi án þess að þjóðfélög séu opin, upplýsingafrelsi ríki, samviskufrelsi, tjáningarfrelsi og ferðafrelsi. Þannig munum við að sjálfsögðu ræða mann- réttindi og svæðisbundin átök, því að á því leikur enginn vafi, að framtíð okkar jarðarbama er undir þvi kom- in, að enginn láti sér neitt mannlegt óviðkomandi. Ég trúi því, að með tíma, þolinmæði og viljastyrk takist okkur að leysa þessi mál. Við verðum að gera það, ef takast á að tryggja réttlátan og varanlegan frið. Tími til að lifa Þó að þjóðfélagskerfi okkar séu eins ólík og raun ber vitni, tengir draumurinn um frið þjóðir Banda- rikjanna og Sovétríkjanna saman. Pyrir rúmum 40 árum börðumst við sem bandamenn í stórstyxjöld. Þegar fréttin um uppgjöf óvinarins barst til Moskvu, safnaðist mikill mann- fyöldi saman fyrir utan bandaríska sendiráðið. Fólkið fagnaði vináttu þjóðar — samheija í styijöldinni — sem sent hafði matvæli, vopn og bíla í því skyni að hjálpa þjóðum Sov- étríkjanna, sem barist höfðu af aðdáunarverðri hreysti og viljastyrk, að hrekja innrásarherinn á brott. Ungur bandarískur sendiráðsmaður sagði seinna frá sovéskum her- manni, sem var í mannþrönginni og hrópaði í sifellu: „Nú er tími til að lifa;“ Á þeim áratugum, sem liðnir eru, síðan hermanninn dreymdi drauminn — um tíma til að lifa — hefur honum of oft verið ýtt til hliðar, ?ð minnsta kosti hvað varðar raunverulegan frið á milli þjóða okkar. Við Bandaríkja- menn höfum samt aldrei hætt að biðja um frið í bænum okkar. Við viljum, að um allan heim verði nú tími til að lifa. Reuter Eftir að leiðtogarnir höfðu undirrítað samkomulag sitt um uppræt- ingu skamm- og meðaldrægra kjarnorkuflauga skiptust þeir á eintökum sáttmálans til marks um að nú værí hann fullfrágenginn af þeirra hálfu. Skömmu eftir það fluttu þeir ávörpin, sem birtast hér á síðunni. Trúfesti og- fjölskyldan Aðeins þeir, sem ekki þekkja til okkar., halda, að í Bandaríkjunum sé efnishyggjan allsráðandi. Hin eigin- legu Bandaríki eru ekki stórmarkaðir yfírfullir af kjöti, mjólk og ofgnótt allra hluta. Ekki hraðbrautir yfírfull- ar af bílum. Þau eru land trúfestinnar og flölskyldunnar. Það má fínna í kirkjunum okkar, bænahúsunum og moskunum, á heimilum okkar og skólum. Mikill rithöfundur komst þannig að orði: Bandaríkin eru vilj- inn, sem sprettur undan hjartarótum manna - allra manna, því að Banda- ríkjamenn eru komnir alls staðar að, einnig frá Sovétríkjunum. Við viljum frið, sem gerir að veruleika þann draum allra manna að geta alið upp bömin sín í frelsi og öryggi. Ég trúi því, að hafi þjóðir okkar beggja þor og þolinmæði til, munum við koma á slíkum friði. Á næstu tveimur mánuðum mun fólk um víða veröld fagna miklum trúarhátfðum — hanukkah og jólun- um. Önnur er minningarhátíð um frelsið, hin um frið á jörð og elsku til mannanna bama. Ég vona, að söguritarar vorra daga muni ekki láta þess ógetið, að við töldum þenn- an tíma best fallinn fyrir fundinn. Þökk fyrir og megi guð blessa ykkur. Ávarp Míkhaíls Gorbatsjov: Það sem nú hefur áunn- íst er einungís upphafið Hér fer á eftir í heild ávarp sem Reuter Leiðtogar rísaveldanna, þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi, skiptast hér á nennum eftir að undirrítun afvopnunarsáttmálans fór fram. Mfkhaíl Gorbatsjov , aðalrítan sovéska kommúnistaflokksins fiutti í Hvfta húsinu á þríðjudag, eftir undirrítun samningsins um upprætingu skamm- og meðal- drægra kjarnorkuflauga. Ég ávarpa hér landa mína, þegna Sovétríkjanna. Ég ávarpa bandarísku þjóðina. Við Reagan forseti höfum nú und- irritað samning sem í fyrsta sinni í sögunni krefst eyðingar tveggja teg- unda kjamorkuvopna undir ströngu eftirliti. Ég er viss um að þessi samn- ingur um algera upprætingu sov- éskra og bandarískra meðaldrægra og skammdrægra eldflauga á eftir að marka söguieg þáttaskil í ann- álum hinnar eilífu leitar mannsins að veröld án styijalda. Við þetta tækifæri vil ég leyfa mér að vitna eitt augnablik í sög- una. Það vita máske ekki allir Bandaríkjamenn að í hita heimsstyij- aidar, þegar fyrsta skrefíð var stigið til sovétlýðveldis í Rússlandi 1917, var formlega lýst yfír tilskipun um frið. Höfundur hennar, Vladimír Lenín, stofnandi ríkis okkar, sagði: „Við emm reiðubúnir til að athuga hveija tillögu sem kemur um frið á sanngjömum og traustum grund- velli." Þetta hefur alla tíð siðan verið homsteinn sovéskrar utanríkis- stefnu. Við minnum einnig á aðra hug- mynd um þetta — afvopnunina, heim án styijalda og ofbeldis. Það er hug- sjón okkar. Því miður er hættan af kjaraorkuvá enn fyrir hendi. Hún er enn ægileg. En við trúum á getu mannsins til að losa sig undan hætt- unni á sjálfstortfmingu. Það sem styður slíka trú okkar er hin vakandi árvekni i heiminum nú gagnvart þeirri hættu sem hefur vofað yfir mannkyninu og teflt sjálfri tilveru þess í tvfsýnu. Allir hafa rétt til lífs og hamingju Hinn heilagi réttur mannsins til lífsins hefur nú risið í nýjar hæðir. Og þetta verðum við alltaf að hafa í huga; umfram allt stjómmálamenn og þjóðarleiðtogar sem hafa á bak við sig vilja og völd fólks síns. Fólk- ið er engin ótiltekin þjóð. Það em einstaklingar og hver og einn þeirra á rétt á lífí og hamingju. Samningurinn sem nú er nýundir- ritaður f Washington markar mikil- væg vatnaskil f þróun alþjóðamála. Mikilvægi hans nær langt út fyrir það sem við raunverulega höfum samið um. Ganga okkar að þessum vatnaskilum hefur verið erfíð. Hún tók okkur langan tíma og kostaði miklar röksemdafærslur og kapp- ræður. Við þurftum að yfirvinna mikla tilfínningasemi og losa okkur við marga fordóma. Það _sem nú hefur áunnist er einungis upphafíð. Þetta er aðeins upphafið að kjam- orkuafvopnun, en eins og þið vitið hefst langt ferðalag ávallt á fyrsta skrefinu. Að leggja af stað frá þessari byij- un krefst áframhaldandi andlegrar einbeitingar og heiðarlegrar við- leitni. Það krefst viðleitni að leggja frá sér ýmsar hugmyndir um örygg- ismál sem hingað til hafa virst sjálfsagðar og hafna öllu því sem kyndir bál vígbúnaðarkapphlaupsins. í nóvember 1985 sögðum við í Genf, Reagan forseti og ég, að kjam- orkustyijöld gæti enginn unnið og að til hennar mætti aldrei koma. Við sögðum einnig, að hvorki Sovétríkin né Bandaríkin sæktust eftir lqam- orkuyfirburðum. Þetta fékk okkur til að stfga fyrstu skrefin til sameig- inlegrar gaumgæfíngar f málinu. Við treystum hinum bandarísku viðsemjendum okkar. í sameiningu höfum við öðlast reynslu sem mun hjálpa okkur til að leita lausna á jafnvel enn meira aðkallandi vanda- málum gagnkvæms og alþjóðlegs öryggis. Mikilvægast af öllu er að gera að veruleika svo fljótt sem unnt er sam- komulag um verulega fækkun langdrægra árásarvopna og að halda áfram að virða gagnflaugasamning- inn, enn fremur að semja um upprætingu eiturefnavopna og fækk- un hefðbundinna vopna. Um hvert og eitt þessara mála hafa Sovétríkin lagt fram ákveðnar tillögur. Við trú- um því að samkomulag um þau sé innan seilingar. Við emm vongóðir um að þegar forseti Bandaríkjanna endurgeldur þessa heimsókn á næsta ári, og kem- ur til Sovétríkjanna, takist okkur að semja um upprætingu helmings þess sem nú er til af langdrægum kjam- orkuvopnum. Þá er einnig möguleiki á vemlegri fækkun hefðbundinna vopna f Evrópu, en Qölgun þeirra hefur vakið réttmætar áhyggjur. Við getum vongóðir sagt að ein- hvemtíma náist árangur f því að gera heiminn ömggan bústað og að sú þróun verði óafturkallanleg. Upp- ræting gereyðingarvopna, afvopnun tii þróunar — þetta em grundvallar- atriði — og í raun eina færa leiðin til að leysa þau vandamál sem mann- kynið stendur frammi fyrir, nú þegar líður að lokum 20. aldarinnar. Um- hverfísvandamál, tilkoma nýrrar tæknibyltingar, orkumál, örbirgð, hungur og sjúkdómar fjölda þjóða, geysilegar erlendar skuldir, ójafn- vægi og hagsmunaárekstrar og skuldasöfnun rflqa og þjóða. Þetta em allt mál sem krefjast lausnar, og umfram allt að það þarf að nálg- ast þau á nýjan hátt, öll þessi málefni þjóðlegs og alþjóðlegs öryggis. Sigur heilbrigðrar skynsemi Ég veit að nú, þegar við höfum undirritað samninginn um meðal- drægar og skammdrægar eldflaugar, em sumir stjómmálamenn og frétta- menn að velta vöngum yfir því „hvor hafí haft betur". Ég hafiia slfkri umfjöllun. Hún er afturhvarf til gamla hugarfarsins. Heilbrigð skyn- semi hafði betur. Já, skynsemin sigraði. Rétt er það að þetta er ekki mjög mikill sigur, en pólitískt og sálfræðilega er hann mjög mikilvæg- ur. Hann uppfyllir vonir og þjónar hagsmunum hundmða milljóna fólks um heim allan. Fólk vill búa í heimi, sme ekki er þmnginn af ótta við kjamorkuvá. Þjóðimar vilja búa í heimi þar sem bandarísk og sovésk geimför mætast úti í geimnum til sameiginlegra ferða, en ekki til að heyja „stjöm; ustríð". Fólk vill lifa í heimi þar sem ekki er varið milljónum Bandaríkja- dala á degi hveijum í vopn, sem aðeins er hægt að nota gegn því sjálfu. Fólk vill lifa f heimi þar sem allir njóta réttarins til lffsins, til frels- is og hamingju, og auðvitað fjöl- margra mannréttinda annarra sem aðeins verða tryggð ef þjóðfélögin þróast á eðlilegan hátt — í heimi þar sem hagsæld hinna fáu er ekki feng- in á kostnað örbirgðar og þjáninga annarra. Fólk vill búa í heimi þar sem ríkir lýðræði og frelsi, þar sem ríkir jafnrétti allra, og þar sem hver þjóð hefur rétt til að móta sitt eigið val án utanaðkomandi íhlutunar. Fólk vill vita sannleikann hvert um annað og það vill finna að lokum hinn al- þjóðlega skyldleika þjóðanna, þjóð- ema, tungumála og menningar. Getum við byggt slfkan heim? Við í Sovétríkjunum erum sannfærð um að við getum það. Já, það er hægt, en það krefst hinnar róttækustu endurskipulagn- ingar á alþjóðlegum samskiptum. Við stefnum til móts við slfkan heim, heim sem hefur til að bera skapandi hugrekki, nýtt hugarfar og rétt mat á hagsmunum annarra þjóða, sem og rétt mat á efnahagslegum mögu- leikum okkar og hagsmunum. Til þess þarf pólitískan vilja og háþróaða ábyrgðartilfínningu. Við í Sovétríkj- unum höfum hafið endurmat á þvf sem við höfum áorkað, og við höfum gert nýja starfsáætlun, og við emm að framkvæma hana. Hún er það sem við köllum perestrojka. Árangnrsríkt starf framundan Við höfum tafarlaust hafíst handa, af því við vitum að þetta er krafa tfmans. Við höfum hafíst handa af því að við viljum upphefja þjóðfélag okkar, flýta þróun þess, við viljum bæta andlegt og efnislegt lff þjóðar okkar, við viljum gera þjóðfélagið opnara og lýðræðislegra, og auka og bæta alla möguleika þjóðarinnar. Trú okkar á framtfð lands okkar og sannfæring okkar um að hægt sé að byggja upp og betrumbæta sið- menninguna í heiminum, er í skipu- lögðum tengslum hvað við annað. Fyrir hönd sovésku ríkisstjómarinnar og allrar þjóðar okkar, lýsi ég því hér yfir, að í alþjóöamálum störfum við og munum ávallt starfa, af al- vöru og ábyrgð. Við vitum hveijir hagsmunir okkar eru og við reynum að samræma þá hagsmunum annarra og við er um reiðubúnir til að mæta öðrum á miðri leið sem jafningjar. Við, forsetinn og ég, eigum fram- undan þriggja daga mikið og áhugavert starf. Viðræður eru þegar hafnar. Við munum gera allt til að ná árangri, verulegum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.