Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Stj órnarfrumvarp í efri deild: A Utflutningsleyfi og málefni Utflutningsráðs í hönd- um utanríkisráðuneytisins Deilt um frjálsan fiskútflutning HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, sem nú gegnir starfi utanrikisráðherra í fjar- veru Steingríms Hermannssonar mælti í efri deild í gær fyrir stjómarfrumvörpum til laga um útflutningsleyfi og um breytingu á lögum um Útflutningsráð Is- lands. í fyrra frumvarpinu er gert ráð fyrir því að utanríkis- ráðuneytið geti bannað sölu eða flutning vara til útlanda, en í því síðara er orðið „utanríkisráð- herra“ alls staðar sett i stað orðsins „viðskiptaráðherra". All snarpar deilur urðu um þessi frumvörp; annars vegar um það hvort rétt væri að flytja utanrík- isverslunina til utanríksráðu- neytisins og hins vegar hvort Upphæð sjúkradagpen- inga of lág Heilbrigðis- og trygginga- nefnd hefur sent frá sér álit vegna framvarps um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 67/1971, sem nokkrir þing- menn Alþýðubandalags og Kvennalista lögðu fram. I þvi frumvarpi var gert ráð fyrir að fullir dagpeningar skv. 4.mgr. 45.gr. laganna jafngiltu lág- markslaunum ófaglærðs verka- manns fyrir átta stunda vinnuviku, eins og þau era á hveijum tíma. í áliti nefndarinnar segir að hún sé sammála um að grunnupphæð sjúkradagpeninga sé allt of lág. „í trausti þess að ráðrúm gefíst til að stíga skref til hækkunar og mark- mið frumvarpsins náist í áföngum, leggur nefndin til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjómarinnar." rétt væri að láta útflutning vera háðan leyfum. Kvað HaJldór frumvarpið vera eðlilegt fram-- hald hinnar breyttu skipan ráðuneyta í rikisstjórninni. Svavar Gestsson, (Abl.-Rvík.) rakti sögu viðskiptaráðuneytisins og hvemig það hefði í áranna rás unnið að viðskiptamálum landsins. Færði hann rök fyrir því, að rétt væri að innanlands- og utanríkisvið- skipti væru í sama ráðuneytinu, en taldi engin sjáanleg rök með flutn- ingnum. Taldi hann að með þessari breytingu væru nánast engin verk- efni eftir hjá viðskiptaráðuneytinu. Júlíus Sólnes, (B.-Rn.) taldi hæpið að utanríkisráðherra gæti annað öllu fleiri verkefnum og dró í efa að rétt væri að hafa innan- lands- og utanríkisverslun í sitt hvom ráðuneytinu. Að öðru leyti taldi hann þetta mál ekki það brýnt, að það væri sett á dagskrá, þegar dagskrá þingsins dagana fyrir jól væri jafn þétt. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði að vissulega mætti um þetta mál deila, en gild stjóm- málaleg rök lægju því að baki að utanríkisviðskiptin væm færð yfír til utanríkisráðuneytisins. Hann kvaðst ekki vera sammála því að engin verkefni yrðu eftir hjá við- skiptaráðuneytinu og taldi upp mörg málefni, sem það kaemi til með að hafa með höndum. Frelsi í útflutningi Július Sólnes, (B.-Rn.) hafði á fundi efri deildar athugasemdir fram að færa varðandi þá máls- grein í lögunum um útflutnings- leyfí, að af orðalagi hennar mætti ráð þá afstöðu, að útflutningur væri af hinu vonda. Júlíus taldi frá- leitt að útflutningur væri háður leyfum en innflutningur ekki; á sama tíma og innflutningur blómstraði væri útflutningur bund- inn á klafa. Sagði hann það stefnu Borgaraflokksins að gefa útflutn- ingsverslun fijálsa, þar á meðal fískútflutning, en eftir sem áður yrði að fylgja reglum um gæðamat. „Spumingin er sú, hvort menn skilja nútímann, eða kjósa að lifa í fortíðinnij" sagði Júlíus. Hann þakkaði Olafí Thors hin sterku sölu- samtök í fískiðnaði og hefðu þau að unnið gott starf. Þau hefðu hins vegar verið svar við því ástandi, sem rikt hefði fyrir 50—60 árum, þegar þjóðin hefði verið að skríða út úr moldarkofunum og enginn hefði kunnað nokkuð í erlendum tungum. „Fyrir fískverkanda nútímans, í beinu tölvusambandi við fískkaup- endur erlendis eru stór sölusamtök óþörf" og áréttaði hann að þessi stefna flokksins væri ekki til höfuðs sölusamtökunum, enda væri eitt- hvað meira en lítið að hjá þeim ef þau óttuðust bjástur lítilla fískverk- enda. „Ég hef setið marga lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem samþykkt hefur verið frelsi í út- flutningi, en þessi boðskapur virðist ekki hafa náð eyrum þingmanna flokksins.“ Guðmundur H. Garðarsson, (S.-Rvík.) kvað það vera greinilegt að Júlíus Sólnes hefði ekki kynnt Fyrirspurmr Guðrún Agnarsdóttir og Málm- fríður Sigurðardóttir, þingmenn Samtaka um kvennalista, spyija dómsmálaráðherra: Hve . margir starfsmenn vinna við ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar, hve mörg mál hafí borizt deildinni, hvort starfsmenn hafi annað öllum verk- efnum, hver meðalvinnutími starfs- manna sé, hver sé tækjakostur deildarinnar og hve mikið af fíkni- efnum hafí verið gert upptækt á sl. ári. ★ ★ ★ Ragnar Arnalds, þingmaður Slj órnarfrumvarp um Brunamálastofnun: Fái 0,04%o af vátryggingafjár- hæðum fasteigna og lausafjár JÓHANNA Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra mælti á fundi neðri deildar alþingis i gær fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um branavarnir og brunamál, nr. 74/1982. Fram- varpið gerir ráð fyrir að 0,40%o (prómill) af vátryggingarfjár- hæðum fasteigna og lausafjár, svo og samsettra trygginga, sem hafa að geyma branatryggingu eða 24 milljónir renni til Brana- málastofnunar. í framsögu félagsmálaráðherra kom m.a. fram að nýverið skilaði nefnd á vegum ráðuneytisins áliti, þar sem talið var að efla þyrfti til muna alla aðstöðu til fræðslustarfs og þjálfunar og stuðla að menntun leiðbeinenda fyrir slökkviliðsmenn. Brunamálastofnun hefur með höndum fræðslu og þjálfun slökkvi- liðsmanna og kom það fram í ræðu Jóhönnu að fjárhagur stofnunarinn- ar hefði versnað mjög hin síðari ár og áætlað væri að skuld stofnunar- innar við ríkissjóð nemi um 14 milljónum króna við þessi áramót. Samkvæmt núgildandi lögum er tekjustofn stofnunarinnar 1,75% iðgjaldá brunatrygginga og sam- settra trygginga, en brunatrygg- ingar hafa lækkað mikið undanfarin ár. Jóhanna sagði að frumvarp þetta væri í samræmi við tillögur stjórnar Brunamálastofnunar og að hér væri ekki um háar upphæðir að ræða; brunavamargjald yrði miðað við fasteign metna á 5 milljónir 200 krónur. „Þegar svo mestur vandi stofnunarinnar er leystur, vonandi á næstu þremur árum, það er þegar skuld stofnunarinnar við ríkissjóð verður að fullu greidd, ætti að vera hægt að lækka gjaldið, án þess að dregið verði úr þjónustunni." Það kom einnig fram hjá Jóhönnu að frumvarp þetta væri í anda starfsáætlunar ríkisstjómarinnar, þar sem gert væri ráð fyrir að auka sjálfræði og rekstrarábyrgð ríkis- stofnana og notendur þjónustu þeirra greiði fyrir hana í auknum mæli. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) taldi stofnunina ekki vera ofhaldna af þessum 25 milljón- um og varpaði fram þeirr spumingu hvort ekki væri ástæða til þess að ríkissjóður gæfí eftir skuld stofnun- arinnar við.sig. Ellert Eiríksson, (S.-Rn.) taldi frumvarp þetta þarft, enda væri brýn þörf á að efla stofnunina. Taldi hann að miðað við umfang þeirra brunatjóna, sem undanfarið hefðu átt sér stað, væru umsvif Július Sólnes sér hvemig útflutningsverlsun væri háttað. Taldi hann alrangt að segja að ekki ríkti frelsi í útflutningi, þegar um 400 aðilar stunduðu út- flutningsverslun. Guðmundur var þeirrar skoðunar að stjómvöld ættu að koma við sögu þegar um væri að ræða útflutning á jafn viðkvæm- um og veigamiklum vöruflokki og fískurinn væri. Taldi hann eðlilegt að í þessum útflutningi væru tveir til þrír aðilar, sem þannig fengju hæfílegt aðhald. Benti hann á að SH og Sambandið hefðu sett geysi- legar fjárhæðir 4 gæðaeftirlit, en samt sem áður væm til menn sem vildu frelsi til handa þeim sem vildu flytja út það sem þeir vildu og háð þeim gæðum sem þeir eða kaupend- umir vildu. „í Bandaríkjunum hefur náðst góð samstaða tveggja til þriggja íslenskra fyrirtækja á Bandaríkja- markaði, sem að miklu leyti geta ráðið markaðsverði á frystum fisk- flökum. Vegna þessa má ekki hlaða of mörgum að, því þá riðlast sam- staðan, offramboð verður og lægra verð,“ sagði Guðmundur. Alþýðubandaíags, spyr samgöngu- ráðherra og félagsmálaráðherra um ábyrgð af tjóni þegar ljósleiðari er slitinn í gáleysi. Þingmaðurinn spyr, hvort ekki sé nauðsynlegt að setja sérstök ákvæði í lög um merkingar á legu ljósleiðara sem og hvort úr- skurður félagsmálaráðuneytis, dagsettur 4. ágúst 1987, varðandi samskipti Landssímans og skipu- lagsyfírvalda um lagningu ljósleið- ar, kalli ekki á breytingu á gildandi skipulagslögum. ★ ★ ★ Guðrún Agnarsdóttir og Málm- fríður Sigurðardóttir spyija félagsmálaráðherra hvort hann viti til þess að settar hafí verið á fót hérlendis sérstakar ráðningarstofur eða hvort einhver aðili hafi tekið Guðmundur H. Garðarsson Svavar Gestsson, (Abl.-Rvík.) taldi það furðu sæta að ráðherra frá jafnaðarmannaflokki fram- kvæmdi „stuttbuxnafræði" Sjálf- stæðisflokksins. Mönnum ætti að vera það ljóst að í fisksölumálum væri ekki áðeins um hagsmuni SH eða Sambandsins að ræða heldur allrar þjóðarinnar, því ef einhveijir aðilar seldu fisk, sem væri slæm vara kæmi það óorði á alla aðra íslenska fiskframleiðslu. „Vegna afstöðu núverandi viðskiptaráð- herra gæti ég hugsað mér að færa utanríkisviðskiptin til hvaða annars ráðuneytis sem er,“ sagði Svavar.- Vegna slælegrar mætingar þing- manna var afgreiðslu frumvarpsins frestað til næsta fundar. MMiMil að sér að auglýsa eftir erlendu starfsfólki til vinnu hér á landi. I hvaða löndum hefur helzt verið auglýst? Hafa slíkir aðilar fengið vilyrði hjá ráðuneytinu fyrir veit- ingu atvinnuleyfa fyrir erlent starfsfólk? Hve margir erlendir menn hafa komið til starfa á ís- landi á árinu 1987, skipt eftir mánuðum? ★ ★ ★ Guðrún Agnarsdóttir spyr fjár- málaráðherra hvernig nýlegar ráðstafanir í ríkisfjármálum, þ.e. breytingar á söluskatti og tollum af matvælum, samræmist manneld- ismarkmiðum íslenzkrar heilbrigð- isáætlunar sem lögð var fram á síðasta þingi og ætlað er að leggja fram á því þingi sem nú situr? Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra. stofnunarinna lítil. Hann taldi og ástæðu til þess að stofna sérstaka rannsóknardeild við stofnunina. Stefán Valgeirsson, (Sl.-Ne.) lýsti yfír stuðningi við frumvarpið, enda hefði hörmulega að stofnun- inni verið staðið. Það var samþykkt með 24 sam- hljóða atkvæðum í neðri deild að vísa frumvarpinu til annarrar um- ræðu og félagsmálanefndar. Ólafur G. Einarsson: Stj órnarflokkarnir hafa náð saman um flest ágreining’smál Niðurlag viðtals við Ólaf G. Einarsson, formann þingflokks sjálfstæðismanna, sem birtist á þingsíðu Morgunblaðsins í gær, féll niður. Niðurlag viðtalsins fer hér á eftir: Verðlagsþróun? Kjarasamning- ar? Fastgengisstefna? Þetta er erfið þrenning sem þú spyrð um, sagði þingflokksform- aðurinn. Verðlagsáhrif lagabreyt- inga, sem ríkisstjómin beitir sér fyrir, eru þessar: * 1) Framfærsluvísitalan breytist ekki. * 2) Byggingarvísitala lækkar um 2,3%. * 3) Lánskjaravísitala lækkar um tæp 0.8%. * 4) Að auki koma hækkanir á bamabótum og lífeyristrygging- um, sem ekki mælast í þessum bótum. * 5) Bamabætur verða greiddar út fyrirfram á þriggja mánaða fresti. 600 m.kr. verður varið til hækkúnar á bótum lífeyristrygg- inga og barnabóta. * 6) Niðurgreiðslur búvöru hækka um 1.250 m.kr. Það er von mín að þessar að- gerðir greiði fyrir gerð raunhæfra kjarasamninga. Gangi það eftir verður verðlagsþróun næsta árs hófsamari og viðráðanlegri og meiri líkur á því að fastgengis- stefnan haldi velli, sem er mikil- vægt. Allt kapp verður að leggja á það að víxlhækkunarverðbólgan verði ekki leyst úr böndum. Sama gildir um aðila vinnu- markaðarins þegar þeir ganga frá samningum á hinum almenna vinnumarkaði. Þar verða heildar- hagsmunir að ráða ferð og mál að leysast innan þess ramma sem efnahagslegar staðreyndir þjóðar- búsins setja þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.