Morgunblaðið - 10.12.1987, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 10.12.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 55 fágætir gripir. Um áratugaskeið leiddi Benedikt sönginn í Stafafells- kirkju og á stundum einnig organ- isti. Safnaðarfulltrúi um langt árabil. Hann sat í áratugi bænda- fundina gagnmerku, er haldnir eru árlega í A-Skaftafellssýslu, einnig fundi Búnaðarsambands sýslunnar. Ekki má gleyma langri for- mennsku í fulltrúaráði sjálfstæðis- félaganna í sýslunni. A sviði sýslumála kynntist ég Benedikt afar náið. Hann varð sýslunefndarmaður uppúr 1960, fyrst sem varamaður og frá 1968 til 1986 aðalmaður þeirra Lón- manna. Benedikt sat í áratugi í náttúruvemdamefnd sýslunnar og í ritnefnd Skaftfellings til 1985. Sýslunefndin í Austur-Skaftafells- sýslu var ákaflega virk og ég tel að hún hafi á stuttum tíma komið ótrúlega mörgu í verk, eða tíma- bilið 1974 til 1986. Var um að ræða ákaflega merkileg verkefni og stór. Þetta var hægt því að nefndin var samhent, áræðin og hafði mikinn metnað fyrir héraðið. Benedikt Stefánsson var þama ákaflega góður liðsmaður auk þess sem andrúmsloftið í kringum hann var svo létt og jákvætt. Hann var hnittinn, smástríðinn og alltaf grunnt á hlátrinum. Þama kom ákaflega vel fram hversu litríkur og skemmtilegur maður Benedikt er. Benedikt er mikill tilfinninga- maður, hjartað er heitt, enda maðurinn listhneigður, söngmaður afburðagóður og liðtækur organ- isti. Skalinn er breiður og endur- speglar hans mikli persónuleiki hin ýmsu hughrif. Fundir sýslunefndar Austur- Skaftafellssýslu vom góðar sam- komur. Andrúmsloftið var mjög hressilegt ekkert valdatafl eða pólitískt makk. Neftóbaksnautn var í heiðri höfð, hnittin tilsvör flugu um salinn og frammíköll af og til, hlátur heyrðist gjaman. Á stundum skiptist nefndin í tvo umræðu- og tóbaksklúbba. Ég vistaðist ávallt með þeim Benedikt á Hvalnesi og séra Fjalari á Kálfafellsstað. Ekki gleymast aðrir þó nöfn séu eigi nefiid, enda allt miklir hæfileika- menn. Já, nú er hún Snorrabúð stekk- ur, Hvalnes í Lóni eyðibýli, ótrúlegt og eigi geðfelld tilhugsun. Þetta var eitthvað mesta rausn- arheimili, sem ég hef kynnst og gestagangur mikill. Húsráðendur löðuðu að sér fólk sökum eðlis- lægrar og ljúfrar framkomu, líflegra umræðna og hlýrrar gestr- isni. Frú Valgerður Sigurðardóttir er húsfreyja með stómm staf. Myndarbragur mikill var þar á veit- ingum öllum og allt heimafengið. Mjólk og ijómi, reyktur silungur, hangið kjöt, sultur og súrmeti, bak- kelsi af ýmsum tegundum o.fl., o.fl., allt hinn besti kóstur. Húsa- kostur á Hvalnesi var ekki mikill né nýtískulegur. Húsráðendum tókst þó mætavel að gera vistlegt í stofum sínum, húsfreyjan enda listfeng, svo sem hún á kyn til, komin af því hagleiksfólki í Dilks- nesi, náinn ættingi Höskuldar málara og Eymundar völundar- smiðs, og þannig mætti áfram til telja. Strax er ég kom til Hafnar var mér tjáð að ég þyrfti að koma að Hvalnesi, þar væri margt að sjá og heyra. Fljótlega skundaði ég svo á vit Benedikts hreppstjóra, en því starfi gegndi hann frá 1961, tók við af föður sínum Stefáni á Hlíð. Fann ég fljótt hvað að mér snéri í þessu húsi og átti þangað tíðar ferð- ir og kom ég ævinlega glaður af þeim fundi. Margs er að minnast úr ferðum að Hvalnesi. Þar er náttúrufegurð mikil og stórfengleg. Fjallið gnæfir yfir bænum, einn mikill og hár klettaveggur, skörðóttur og nakinn efst. Hvalneshom er samsett m.a. úr gabbrói og granófyr, þar er nú margur „ætur steinninn" eins og Einar frá Hvalnesi tók til orða. Fyrir ströndinni hafnlausu liggur Lónbugtin, fengsæl fiskimið. Á sfldarvertíðinni voru reknetabátar svo tugum skipti þama uppí harð- landi, fyrir fáum árum. Krabbamið (humar) eru og þama út af í djúp- inu. Eitt sérkennilegt og fagurt náttúmfyrirbrigðið er lónið sjálft, en það er allbreitt og liggur land- megin við fjörukambinn allt frá Hvalnesi og vestur að Firði eða homanna á milli. Þama er mikið og gott forðabúr, og veiði góð. Þar má einkum nefna kola, eða lúru eins og hann nefnist eystra smákol- inn, silungur og áll. Þama var björgina að hafa á ámm áður, þeg- ar búin vom lítil og hungurvofan ávallt á næsta leyti. Það var gott að sitja við opinn glugga í bókaherbergi Hvalsnes- bóndans og heyra álftina kvaka í sólbráðinni á Lóninu, þegar ísa var að leysa. Já, það vom kyrrir dagar og góðir. Stórbrotin var sú sinfónia sem Benedikt bóndi lýsti þannig „þegar stormurinn stendur hér uppá tindana og það kveður sér ljóð saman, hvinurinn í tindaskörðunum og brimið við ströndina." Já svona mæla aðeins náttúmböm og lífskúnstnerar. Svo skemmtilega vill til að um þessar mundir eiga þau heiðurshjón bæði stórafmæli. Valgerður hús- freyja varð sextug þann 7. þ.m. og í dag er sá ábúðarmesti og höfðing- legasti hreppstjóri sem ég hef augum barið og átt kynni við, sjö- tugur, heiðursmaðurinn Benedikt frá Hvalnesi. Við Ingunn sendum ykkur hjón- um innilegar ámaðaróskir, þökkum órofa tryggð og allt sem vel var til okkar gert, en af miklu er að taka. Megið þið njóta langra og gæfu- ríkra lífdaga. Sjáumst heil, fyrr en síðar. Hvolsvelli í desember 1987. Fríðjón Guðröðarson. Kópavogur; Norræna félagið í minn- ist aldarfj órðungsafmælis NORRÆNA félagið í Kópavogi minnist aldarfjórðungsafmælis síns um þessar mundir. Það var stofnað 5. desember 1962. Fyrsti formaður þess var Hjálmar Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri, sem var einn af hvatamönnunum að stofnun þess. Siðar var Andrés Kristjánsson form- aður stuttan tima, uns Hjálmar tók við aftur og gegndi formennsku i félaginu til dauðadags. Allmörg siðustu árin var hann jafnframt formað- ur sambandsstjómar Norræna félágsins á íslandi. Við lát Hjálmars 1984 tók Hjörtur Pálsson við formennsku í félaginu. í tilefni aldarfjórðungsafmælisins efiiir félagið til samkomu í Kópavogs- kirkju nú á laugardaginn, 12. þ.m. og hefst hún kl. 17.00. Skólahljómsveit Kópavogs undir stjóm Bjöms Guðjónssonar leikur jólalög í upphafi samkomunnar. Þá flytur formaður félagsins ávarp, en að öðru leyti sér ungt fólk úr bænum að mestu um dagskrána. Lesin verða ljóð, einkum flutt tónlist. Ung söng- kona syngur einsöng við undirleik á nýtt hljóðfæri Kópavogskirkju sem tekið var í notkun um síðustu helgi, nemendur úr Tónlistarskóla Kópa- vogs Ieika á blokkflautu undir leið- sögn kennara síns, Kristínar Stefánsdóttur, og kór Kársnesskólans syngur undir stjóm Þórunnar Bjöms- dóttur tónmenntakennara. Félagsmenn eru nú töluvert á sjö- unda hundrað og er félagsdeildin hin fjölmennasta á landinu utan Reykjavíkur. Núverandi stjóm Norr- æna félagsins í Kópavogi skipa: Hjörtur Pálsson formaður, Elísabet Sveinsdóttir varaformaður, Ragn- heiður Tryggvadóttir ritari, Sólveig Runólfsdóttir gjaldkeri og Hanna Dóra Pétursdóttir meðstjómandi. í varastjóm eiga sæti: Aðalsteinn Daví- ðsson, Hermann Lundholm og Jóna Þ. Ingvarsdóttir. (Úr fréttatilkynningu) Biilips sjöiwörp 20” með þráðlausri fjarstýringu :sff£iK5SSS!«r skráning á skjá á öllum stillmgum, ofl. o . ytir. Svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR. 20” án fjarstýringar Frábærlega hagkvæm Kaup i urvalstækiT Mynd og tóngæði í sérflokki. 8 sta5va minri. Stafræn (digital) skránmg á skia á öllum stillingum, ofl. ofl. Litir: Hnota og grátt. VERÐ AÐEINS KR. 16” ferðasjónvarp an fjarstýringar Frábær mynd og tónn. 10 ^oövaminni. Stunga fyrir heymartól. Innbyggt loftnet, ofi. ofl. Litir: svartoggrátt. VERÐ AÐEINS KR. 14” ferðasjónvarp meö n í-traumhrevti í sumarbustaðinn straumbreyti jlí^tmeöstiaijmbreyti i 12 voltabilgeyme ofl. Litur: svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR. Verö eru miðuð við staðgreiðslu MEÐ SPI ennubreytiaðeinskr. 31.980.- (H) ® He|m!“sgeki.-W, l/ú) ^wosoetgjtui^ ‘ samútfwt BIRQIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.