Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 12

Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Messías á hljómleikum, hljómplötum og geisladiskum 30 ára starfsafmælis Pólýfónkórsins minnst með jólatónleikum í Hallgrímskirkj u Pólýfónkórinn á tónleikum i HallgTÍmskirkju. og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 VESTURBÆR Fomaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd SELTJNES Hrólfsskálavör UTHVERFI Kirkjuteigur MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Pólýfónkórnum: Það er skammt stórra högga á milli hjá Pólýfónkómum. Messías Hándels hljómaði í fyrsta sinn í Hallgrímskirkju, nývígðri, í des- ember í fyrra í flutningi Sinfóníu- hljómsveitar íslands, frægra einsöngvara og Pólýfónkórsins undir stjóm Ingólfs Guðbrands- sonar við fádæma hrifningu áheyrenda. Fyrstu íslensku geisla- diskarnir með klass- ískri tónlist Messías var hljóðritaður á þessum hljómleikum og er nú kominn út í heild á fyrstu klassísku geisladiskunum, sem gefnir em út með íslenskum flytj- endum. Útgáfan er í tilefni 30 ára starfs Pólýfónkórsins, fram- leidd hjá fyrirtækinu Disctronics í Bretlandi. Einsöngvarar vom Maureen Brathwaite, sópran, Sigríður Ella Magnúsdóttir, altó, Jón Þórsteinsson og Ian Partridge, tenór og Peter Cole- man-Wright, bassi. Pólýfónkórinn gaf út hljóðritun af Messíasi í styttri gerð árið 1977, en sú útgáfa er uppseld. Nýja útgáfan á geisladiskum tek- ur hinni langt fram að tóngæðum. Hún er gerð á kostnað og ábyrgð Pólýfónkórsins og hefði verið óframkvæmanleg nema fyrir vel- vild flytjenda, sem gáfu flutnings- rétt sinn. Upplag er lítið, aðeins 1000 sett og þrátt fyrir mikinn útgáfukostnað, er útsöluverði stillt í hóf. Þessir fyrstu geisladiskar kórs- ins verða safngripir er fram líða tímar, og em því tilvalin gjöf. Jafnhliða þessari útgáfu koma valdir kaflar verksins út á einni stereo-hljómplötu handa þeim, sem enn eiga ekki geislaspilara. Messías ætti að vera til í plötu- safni hvers heimilis. Messías fluttur í Hall- grímskirkju laugar- daginn 12. desember Messías er vinsælasta jólatón- list allra tíma. í vestrænum löndum er Messías fluttur í flest- um borgum í desembermánuði og þykir ómissandi þáttur jólanna. Fá verk hafa haft jafnsterk áhrif vegna fegurðar sinnar og þar með mótað góðan tónlistarsmekk. Messías er endalaus uppspretta lagrænnar fegurðar og öllum auð- skilinn. Það telst til tíðinda að þrír ungir einsöngvarar, íslenskir, þreyta nú fmmraun sína í flutn- ingi stórverks með Pólýfónkóm- um. Þeir em: Inga Backman, sópran, Sigríður Elliðadóttir, altó og Gunnar Guðbjömsson, tenór. Allt em þetta ferskar raddir, sem miklar vonir era bundnar við og vekja forvitni hlustenda. Eina tækifærið til að hlýða á þau í þessum hlutverkum verður á laugardaginn kemur, því ekki verður unnt að endurtaka hljóm- leikana. Hljómsveitina skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands, konsertmeist- ari er Simon Kúran. Aðgöngumið- ar em seldir hjá Sævari Karli í Bankastræti og Kringlunni og hjá Útsýn. Bókin „í ljósi líðandi stundar“ 30 ára starf Pólýfónkórsins er rakið í máli og myndum í 120 blaðsíðna bók, sem ber þennan titil. Þar senda 18 landsþekktir greinarhöfundar kómum kveðju sína eða umsögn um starf hans. Jón Ásgeirsson skrifar stórmerka grein um íslensk söngmál. í um- fjöllun 18 íslenskra gagmýnenda, um flutning kórsins á fjölda kór- verka í 30 ár, kennir margra grasa og er fróðlegt til glöggvun- ar mörgum ámm síðar. Auk þess er vitnað í umsagnir fjölda er- lendra gagnrýnenda frá hljóm- leikaferðum kórsins. Þá em ferðasögubrot og fjöldi mynda, þar af 36 litmyndir. Birtar em myndir a 45 einsöngvuram með kómum á þessu tímabili, íslensk- um og erlendum, auk 14 undir- leikara og aðstoðarfólks við æfíngar. í bókarlok er skrá um öll verk, sem Pólýfónkórinn hefur flutt frá upphafí, um 200 talsins, eftir 70 höfunda og loks nafna- skrá allra þeirra, sem sungið hafa á hljómleikum kórsins frá upp- hafí, alls á níunda hundrað manns. Bókin geymir margar sögur um Ingólf Guðbrandsson og Pólý- fónkórinn og em sum ummælin býsna rætin. Bókin er falleg og vönduð að allri gerð og merk heimild. Lesandinn verður spenntur, og hans er að svara spumingunni í bókarlok, hver til- gangur Ingólfs var; átti hann erindi við íslenskt þjóðfélag, hver em laun hans, og hefur hann „keypt sér sess með listamönn- um“, eins og einn gagnrýnandi komst að orði? VERSLU N ARH ÚSNÆÐI Til afhendingar strax Til sölu 200-400 fm eftir samkomulagi á besta stað við Grensásveg. Hentar vel fyrir hvers kyns verslunar- eða veitingarekstur. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Vesturbær - 3ja herb. m. bílskúr Vorum að fá í sölu nýlega og vandaða 3ja herb. íb. í nýlegu húsi í Vesturbænum. Innb. bílsk. á jarðhæð. Ákv. sala. Laus nú þegar. Ingólfsstræti 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson. Heimasími 77789 (Eggert). EIGNA8ALAM REYKJAVIK Dugguvogur Vorum að fá til sölu iðnaöar- og verslunarhúsnæði 2 x 140 fm á tveimur hæðum. Góðar innkeyrsludyr auk rishæðar sem hefur möguleika á stækkun. Hagstæð lán. Góðir greiösluskil- málar. Upplýsingar á skrifsstofunni. Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson hs: 77410. Valur J. Ólafsson hs: 73869. T^öminog fuglalífið FUGLALÍFIÐ á Tjörmnni og Tjörnin er á dagskrá á fræðslu- fundi Fuglaverndarfélags íslands sem haldinn verður í kvöld, í Norræna húsinu og er sem aðrir fræðslufundir félags- ins öllum opinn. Frummælendur verða tveir, þeir Ólafur Nielsen og Jóhann Oli Hilmarsson. Þetta er annar fræðslufundur félagsins á vetrinum. Hin fyrri var vel sóttur, en þá fjallaði Kristinn Skarphéðinsson líffræðingur um Þórshanann, sem er orðinn sjald- séður fugl, og rannsóknir á útbreiðslu hans hérlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.