Morgunblaðið - 20.12.1987, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
Sátt í deilu við verk-
taka Fjölbrauta-
skóla Suðurlands
SeifoMÍ.
SAMKOMULAG hefur tekist
milli eignaraðila Fjölbrautaskóla
Suðurlands og Sigfúsar Kristins-
sonar, aðalverktaka nýbygging-
ar skólans, i deilu sem kom upp
milli þeirra á lokastigi bygging-
arinnar vegna aukareikninga,
tafa á verkinu, galla og óiokinna
verka.
Samkomulagið hljóðar upp á það,
að eignaraðilar greiði Sigfúsi Krist-
inssyni krónur 6,039,015,- vegna
aukaverka, vaxta og verðbóta og
geymslufjár. Sigfús greiðir aftur
vegna galla, ólokinna verka, dag-
sekta og annars kostnaðar krónur
3,288,312,-. Mismunurinn er krón-
ur 2,750,703,- sem eignaraðilar
greiða Sigfúsi og er verkinu þá lok-
ið af hans hálfú.
Þessi sátt var undirrituð 14. des-
ember af báðum aðilum með fyrir-
vara. Byggingamefnd skólans
samþykkti sáttina og hún var síðan
staðfest í skólanefnd með tveimur
mótatkvæðum og hjásetu eins full-
trúa.
Það var verktakinn, Sigfús Krist-
insson, sem bað um gerðardóm í
deilunni, en áður hafði verið reynt
að ná sáttum við hann á mörgum
fundum með hönnuðum, fulltrúa
byggingamefndar skólans og bygg-
ingarstjóra. Samkomulag náðist
ekki og eins og verksamningur
gerði ráð fyrir var skipaður gerðar-
dómur. í honum sátu Friðgeir
Bjömsson, Bjöm Ólafsson og Ragn-
ar Ingimarsson.
— Sig. Jóns.
Þegar afgreiðslu
Jólalögin sungin
unblaðið/Gunnar Lárusson
STARF barnakóra er aldrei líflegra en fyrir
jólin. Kór Bamaskólans í Mosfellssveit brá sér
í bæjarferð fyrir skömmu og söng jólalög fyrir
starfsfólk og viðskiptavini Múlaútibús Lands-
bankans við góðar undirtektir. Stjómandi
kórsins er Guðmundur Ómar Óskarsson.
ríkisfjármála lýkur á Alþingi:
Ríkisstjórnin þarf að grípa til
víðtækra efnahagsráðstafana
- segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra
JÓN Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra segir að í ljósi þess að
snögg umskipti hafi orðið til hins verra varðandi starfsskilyrði at-
vinnuveganna, og þá sérstaklega fiskvinnslu, undanfama 2 mánuði,
þurfi ríkisstjomin að taka á því máli þegar afgreiðslu ríkisfjármál-
anna lýkur á Alþingi. Einnig verði stjómin að taka á vandamálum
varðandi kjarasamninga og finna nýjar leiðir til stjómar peninga-
mála. Hann segir að þessar aðgerðir verði að miða að minnkun
þenslu og Ijóst sé að í komandi kjarasamningum verði þeir sem
notið hafa verulegs launaskriðs undanfama mánuði að taka á sig
meiri byrðar en aðrir.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Jólapottarn-
ir komnir upp
Jólapottar Hjálpræðishersins era
hluti af jólaundirbúningi höfuð-
staðarbúa svo langt aftur sem
elstu menn muna. Þá var vígorð
hjálpræðishermanna: Látið sjóða
í pottinum. Fyrir nokkra vora
þeir settir upp á nokkrum stöð-
um í bænum samkvæmt venju.
Hófst þá jafnframt sala jólablaðs
Hjálpræðishersins, Herópsins.
Hlutverk jólapottanna er hið
sama og í gamla daga að hjálpa
til að gleðja aðra um'jólin.
Fjármálaráðherra sagði í ræðu á
Alþingi aðfaranótt fimmtudags að
ástandið væri þannig nú að það
kallaði á umtalsverðar efnahagsað-
gerðir. Þegar Morgunblaðið spurði
fjármálaráðherra hvað hann ætti
við, sagði hann að síðan ákvarðanir
voru teknar á miðju sumri um til
dæmis að frysta hluta af uppsöfn-
uðum söluskatti vegna sjávarútvegs
hefði efnahagsástandið snúist til
hins verra og nú væri ljóst að bæta
þyrfti starfsskilyrði atvinnuveg-
anna og sérstaklega fískvinnslunn-
ar.
Jón Baldvin sagði að þáttur í
lausn þessa vanda væri traustur
ríkisfjárhagur, en einnig þyrfti að
koma böndum á fjármagnsmarkað-
inn og koma á hóflegum raunvöxt-
um. Ríkisstjómin gæti stuðlað að
því með því að afnema hallarekstur
Um er að ræða eina 450 fer-
metra hæð f Austurstræti 11 sem
var sameign Landsbankans og
Seðlabankans, og tvær 356 fer-
metra hæðir í Hafnarstræti 10-12
sem Landsbankinn átti fyrir, en
Seðlabankinn hafði afnot af. Að
sögn Karls B. Guðmundssonar, yfir-
manns skipuiagsdeildar Lands-
bankans, er það ýmis skrifstofu-
starfsemi sem mun flytja í hið nýja
húsnæði, einkum á flármálasviði og
í verðbréfaviðskiptum.
Landsbankinn er búinn að segja
ríkissjóðs. Einnig kæmi til greina
að hætta að binda ráðstöfunarfé
lífeyrissjóðanna í byggingarlána-
sjóðum ríkisins og ef það fé færi
án skuldbindinga á fjármagnsmark-
aðinn myndi framboð á lánsfé
aukast og vextir minnka. Hann
sagði síðan að endurskipuleggja
þyrfti verðbréfamarkaðinn sem nyti
ýmissa forréttinda umfram banka-
kerfið.
Jón Baldvin sagði að einnig yrði
að taka til endurskoðunar sjálf-
virkar vísitöluviðmiðanir, eins og
lánskjaravísitölu, og það hefði lengi
verið rætt að tímabært væri að af-
létta slíku af t.d. skammtímaskuld-
um og áhættufjármagni, þótt
verðtryggingin hefði verulegt gildi
þegar um væri að ræða vel tryggð-
ar langtímaskuldbindingar, t.d.
vegna fasteignakaupa.
Ríkisstjórnin var tilbúin til að
ræða endurgreiðslu uppsafnaðs
söluskatts í tengslum við kjara-
samningaviðræður í vetur. Þegar
Jón Baldvin var spurður hvort svig-
rúm ríkisstjómarinnar varðandi
kjarasamninga væri ekki að minnka
þar sem sjávarútvegurinn vildi nú
fá þennan söluskatt greiddan vegna
rekstrarerfiðleika, sagði hann að
svigrúmið væri e.t.v. lítið. Afstaða
ríkisstjómarinnar væri þó óbreytt
varðandi þátttöku í þríhliða viðræð-
um og menn yrðu að meta heildar-
myndina sameiginlega.
„Enn er svigrúm til að grípa til
ýmissa ráðstafana sem gætu komið
í veg fyrir kollsteypu sem myndi
kippa fótunum undan atvinnuveg-
unum og fóma þeim kaupmáttar-
ávinningi sem náðst hefur. En hefð-
bundin gengisfelling er ekki ein af
þeim,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson.
fbúöir aldraðra viö Víðilund:
Nefnd skipuð til að
hraða framkvæmdum
Landsbankinn
bætir við sig
1150 fermetrum
LANDSBANKI íslands hefur tekið við um 1150 fermetra húsnæði,
sem Seðlabanldnn hafði áður. Landsbankinn mun eitthvað minnka
við sig annað húsnæði, en þó er Ijóst að um mikla aukningu á heildar-
húsnæði bankans er. að ræða.
upp leiguhúsnæði sínu að Austur-
stræti 10, en að sögn Karls var
víða orðið þröngt um starfsemi
bankans, og hún orðin dreifð í leigu-
húsnæði hér og hvar. Það hefði
veríð iila búið að sumum deildum
bankans, og það væri mikil hagræð-
ing að því að færa þá starfsemi
undir eitt þak. Hann sagði að hið
nýja húsnæði yrði væntanlega tekið
að fullu í notkun í febrúar eða
mars á næsta ári, en endumýja
þyrfti raflagnir og fleira áður en
hægt væri að flytja inn.
EFTIR ýtarlegar umræður í bæj-
arráði og við Félag aldraðra
hefur bæjarstjóm Akureyrar
kosið nýja framkvæmdanefnd
sem hafa á umsjón með bygging-
um aldraðra á Víðilundarsyæð-
inu, en framkvæmdum þar hefur
seinkað mjög. Kosin var sex
manna nefnd, fimm fulltrúar
bæjarins og einn fulltrúi til-
nefndur af Félagi aldraðra.
Bæjarstjórn kaus Sigurð
Ringsted formann nefndarinnar.
Auk hans era í nefndinni: Sigurð-
ur Hannesson, Ingólfur Jónsson,
Stefán Jónsson og Heimir Ingi-
marsson. Félag aldraðra hefur
enn sem komið er ekki skipað
fulltrúa sinn i nefndina.
Sigurður J. Sjgurðsson bæjarfulf-
trúi sagði í samtali við Morgun-
blaðið að um þetta mál og um
hlutdeild Félags aldraðra í því hefðu
orðið miklar og heitar umræður og
bæjarstjóm sökuð um seinagang.
Með skipun nefndarinnar væri hins-
vegar komin fram pólitísk ábyrgð
bæjarstjómar á verkinu. Hann
sagði að hugsanlega hefði verið
hægt að hafa nefndina fimm eða
sjö manna, en þá hefði fulltrúi frá
Félagi aldraðra og minnihlutaflokk-
amir í bæjarstjóm getað haft
meirihluta í nefndinni, sem ekki
þótti góðs viti.
Þijátíu íbúðir hafa verið auglýst-
ar til sölu við Víðilund, en 45 manns
sóttu um. Sigurður sagði að næsta
skrefið í málinu værí að semja út-
hlutunarreglur og úthluta íbúðum
í fyrra húsinu af tveimur, en aðeins
hafa sökklar verið steyptir þar.
Hugmyndin er að ljúka fram-
kvæmdum að mestu við húsið á
einu ári og fá kaupendur af íbúðun-
um sem fyrst inn í myndina. Þá er
í bígerð að kanna áhuga manna á
að ráðast líka í framkvæmdir við
fjölbýlishús, sem rísa á við hliðina
á því sem nú er í byggingu þar sem
áhuginn virðist þetta mikill sem
raun ber vitni. „Bygging íbúða fyr-
ir aldraða við Víðilund hefur verið
f umræðunni í þijú til fjögur ár og
menn voru famir að missa trúna á
að nokkuð yrði gert. Því var hafist
handa við að grafa fyrir húsinu og
steypa sökkla til að sýna fólki fram
á að full alvara væri með þessu.
Það er ef til vill of mikil bjartsýni
að hægt sé að flytja inn í íbúðimar
að ári liðnu, en vorið 1989 held ég
að sé ekki fjarri lagi,“ sagði Sigurð-
ur.
Gjaldeyriskaup:
Lágmarkskostnaður 80 kr.
LÁGMARKSKOSTNAÐUR
vegna gjaldeyriskaupa af bönk-
um er 80 krónur en auk þess
rennur 1% andvirðis viðskipt-
anna til ríkissjóðs.
Þetta kom fram er könnuð var
gjaldskrá banka vegna gjaldeyris-
viðskipta, í framhaldi af frétt
blaðsins á föstudag, um viðskipti
ungs Reykvíkings sem keypti 1
bandaríkjadal í Búnaðarbankanum-
og þurfti að greiða, auk andvirðis
dalsins sem nam 36.30 krónum,
80.40 krónur f kostnað.
Landsbankinn og Búnaðarbank-
inn taka að jafnaði 1,5%, en þó
aldrei minna en 40 krónur, af sölu-
andvirði gjaldeyris í þóknun vegna
slíkra viðskipta við almenning. Auk
þess leggst 1% ofan á verðið og
rennur það gjald til ríkissjóðs. Þá
er fast gjald bæði Búnaðar- og
Landsbankans vegna kostnaðar við
gjaldeýrissölu 40 krónur.