Morgunblaðið - 20.12.1987, Page 9
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
9
Hver ertu?
eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON
4. sd. í aðventu
Jóh.: 19.-28.
Svona spumingu svörum við
með því að segja til hafns, greina
frá foreldrum, segja frá hvaðan
maður sé og ef enn frekar er
spurt, þá er sagt frá ættinni.
í þetta sinn er ekki verið að
spyija um nafn þitt, nafnnúmer,
stöðu, heimkynni eða ætt heldur
um það sem mestu skiptir: Hver
ertu? Hver er hugur þinn að baki
orðanna, vilji þinn, andardráttur,
ósjálfráð hreyfíng, hjartsláttur-
inn, taugaboðin og starfsemin öll
sem er að baki því lífsundri sem
þú ert? Getur þú svarað mér? Ég
veit ekki um neinn sem getur
svarað þessari spumingu sem í
dag á síðasta sunnudegi aðvent-
unnar er borin upp.
Framundan er hin mikla hátíð
jólanna, hátíð fæðingarinnar,
hátíð þess upphafs, sem allt okkar
líf tengist. Hvaðan kemur þú þá,
hver varstu og hver er á bak við
þetta mikla lffskraftaverk, sem
fæðing þín er?
Jólin eru svar við þessari spum-
ingu. Boðskapur englanna, stjarn-
an sem lýsir vitringunum, ljósið
sem við kveikjum, sem hrekur
myrkrið á braut, jólatréð, sem er
svo Æérstakt og öðruvísi en öll
önnur tré, gjafímar sem gleðja
og bamshugurinn sem tekur alltaf
eins á móti jólum.
Gagnvart komu jólanna erum
við öll eins, böm í stórum heimi
með óskiljanleg lögmál rafmagns
og ljóss, krafta og sameinda, tíma
og hraða, Qarlægðar og nálægð-
ar, allt innan okkar sólkerfís sem
er svo óskiljanleg vídd en jafn-
framt einnig að sólkerfunum
fjölgar eftir því sem sjónaukar
stækka og þekking eykst.
Gagpvart allri þessari óræðu
og óendanlegu stærð ertu í dag
spurður um hið smæsta, um þig.
Og það eru jafn óskiljanleg lög-
mál sem em þar einnig að verki,
sem eru að baki hugans og vilj-
ans, samvizkan, sem er þar einnig
að baki. Ogþú veizt ekkert svar.
Þegar við verðum að gefast upp
þá er svo yndislegt að verða bam
að nýju. Taka á móti jólunum
ívöfðum helgifrásögnum, sem þó
jafnframt staðfestir það óskiljan-
lega.
Til er gömul helgisaga um hin
fyrstu jól sem segir frá því að
Guð sendi fjóra engla til jarðarinn-
ar til að undirbúa hin fystu jól.
Það vom englar trúar, vonar,
kærleika og gleði. Englunum kom
saman um að færa jarðarbúum
einstakt tré, sem átti að vera
öðmvísi en öll önnur tré. Það átti
að bera með sér trúna, þannig að
það bæri á greinum sínum sigur-
merki hins nýfædda jólabams,
krossinn, tákn þjáningarinnar og
sigursins. Það átti að bera með
sér vonina, hinn sígræna lit og
fölna aldrei, sem væri tákn þess
lífs sem sigraði dauðann. Það átti
að bera með sér kærleikann með
þeim hætti að það gæti alltaf ver-
ið til skjóls og það átti að bera
með sér gleðina með þeim hætti
að einu sinni á ári um hver jól
átti það að gleðja hvem einasta
mann.
Tréð sem englamir færðu okk-
ur til jarðarinnar var grenitréð,
sem ber merki krossins, er
sígrænt, veitir skjól og gleður
okkur í stofunni heima svo óend-
anlega mikið.
Hver er lífsmátturinn á bak við
jólatréð, á bak við það smæsta í
náttúmnnar ríki. Áttu nokkuð
annað betra svar en að það séu
jólin? Fæðing manns og Guðs,
fæðing Jesú Krists.
í orðum Heilagrar ritningar
sem kirkjan okkar hefur valið til
umhugsunar á þessum degi er
sagt frá því þegar gyðingar sendu
presta og Levíta til að spyija Jó-'
hannes skírara: Hver ertu. Hann
var aftur og aftur spurður þessar-
ar spumingar „og hann játaði og
neitaði ekki, og hann játaði: Ekki
er ég hinn smurði.. . Þeir sögðu
þá við hann: Hver ert þú? — til
þess að við getum flutt svar þeim
er oss sendu. Hvað segir þú um
sjálfan þig? Hann sagði: Ég er
rödd manns, er hrópar í óbyggð-
inni: Gjörið beinan veg Drottins,
eins og Jesaja spámaður hefur
sagt... Og þeir spurðu hann og
sögðu við hann: Hví skírir þú þá
ef þú ert ekki hinn smuriði...
Jóhannes svaraði þeim og sagði:
Ég skíri með vatni;... hann sem
kemur eftir mig, og skóþveng
hans er ég ekki verður að leysa."
Síðar sagði Jóhannes: „Hann á
að vaxa, en ég að minnka."
Þetta var svar Jóhannesar
gagnvart spumingunni: Hver
ertu? Líttu til hans sem kemur til
þín á hveijum jólum, stendur við
dyr hjarta þíns og knýr þar á.
Og ljúkir þú upp þeim dymm verð-
ur líf þitt með öðmm hætti en
áður, því máttur hans, blessun og
handleiðsla vex, en eigingimi þín
minnkar.
Trúin, vonin, kærleikurinn og
gleðin er komin til þín í jólatrénu,
sem vill flytja þér boðskap engl-
anna um frið á jörðu. Gjafímar
sem þú hefur pakkað inn, jólakort-
in sem þú heftir sent og ljósin sem
þú hefur kveikt höfða til þess
sama: Hann á að vaxa en ég að
minnka.
Guð blessi þér komu hátíðar-
innar.
HÉR ERU UPPLÝSINGAR SEM SKILA HAGNAÐI
Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins hafa
ávallt kappkostað að gefa sem gleggstar upp-
lýsingar um alla möguleika varðandi
spamað.
Til marks um það höfum við gefið út marga
veglega bæklinga. í öllum þessum bækling-
um eru haldgóðar upplýsingar um sparnað-
arkosti sem skila þérhagnaði þegar á reynir.
FJARFESTINGARFELAGIÐ
Hafnarstræti 7 101 Reykjavík s: (91) 28566
Kringlunni 103 Reykjavík s: (91) 689700
Allt frá árinu 1976 hefur Fjárfestingarfélagið
verið í fararbroddi í öftugri upplýsingastarf-
semi og faglegri ráðgjöf. Komdu við á verð-
bréfamarkaði okkar í Kringlunni og Hafnar-
stræti 7 og ræddu við ráðgjafa okkar. Fáðu
þér upplýsingabæklinga í leiðinni.
Þú getur einnig hringt eða sent okkur svar-
seðilinn og við sendum þér bæklingana um
hæl.
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
Gengi: 18. des. 1987: Kjarabréf 2,518 - Tekjubréf 1,321 - - Markbréf 1,286 - Fjölþjóðabréf 1,140
SVARSEÐILL Vinsamlegast sendið mér neðangreinda bæklinga: Nafil:
Naftinr.:
□ Kjarabréf □ Verðbréfamarkaðurinn | □ Tekjubréf □ Fjármálareikningur < □ Markbréf □ Frjálsi lífeyrissjóðurinn Heimili:
Staður: