Morgunblaðið - 20.12.1987, Page 32

Morgunblaðið - 20.12.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 .» > Aukin fræðsla vænlegust til aðauka áhuga á varðveislu gamalla húsa segir Hjörleifur Stefánsson í spjalli um ný- útkomna bók þar sem fjallað er um byggingarsögu miðbæjarins í Reykjavík Horft suður Aðalstræti, líklega úr kvistg'lugga Bryggjuhússins um 1870. H Norðurhluti Tjarnarinnar árið 1885. ******-■■! Norðurhluti Tjarnarinnar skömmu síðar eða 1895. s »í I R 1 BJ Ljósmynd af Dómkirkjunni f niðurlægingu. Myndin líklega tekin skömmu áður en viðgerðir hófust árið 1878. Byggmgarsaga. mið- bæjarins: Kvosin Torfusamtökin hafa nýlega gefíð út mikla bók um byggingarsögu miðbæjar Reykjavíkur. Þetta hlýtur að teljast nokkuð sérstakur at- burður af ýmsum sökum. I fyrsta lagi hefur fátt eitt verið gefið út á bók um íslenska byggingarlist, í öðru lagi er hér fjallað í fyrsta sinn ítarlega um byggingarsögu mið- bæjar Reykjavíkur og í þriðja lagi má telja það forvitnilegt að áhuga- mannasamtök skuli ráðast í svo viðamikið verk sem skráning og útgáfa þessarar bókar hlýtur að vera. Hjörleifur Stefánsson arkitekt er ritstjóri bókarinnar og annar höfunda hennar, en auk hans tóku Guðný Gerður Gunnarsdóttir, þjóð- háttafræðingur, og Guðmundur Ingólfsson, ljósmyndari, þátt í gerð bókarinnar. Hér á eftir fer viðtal blaðamanns Morgunblaðsins við Hjörleif um bókina. Forvitnilegt væri í upphafi samtalsins að heyra um forsögu þessarar bókar, af hverju ráðist var í útgáfu hennar? Þá er ef til vill best að segja fyrst í stuttu máli frá efni hennar. Bókin greinir frá byggingarsögu miðbæjarins frá fyrstu tíð til okkar daga. Sagt er frá gamla Reykjavík- urbænum eftir því sem hægt er, gömlu sóknarkirkjunni í Reykjavík, fyrstu Innréttingahúsunum, hvem- ig þeim Qölgaði og þau breyttust og fyrstu verslunarhúsunum og hvemig fyrstu götur bæjarins mjmduðust. Rakin er byggingar- saga hverrar lóðar frá upphafi, hvenær og hvemig þar var fyrst byggt, hvemig húsin breyttust eða voru rifín og ný byggð í staðinn þar sem það á við. Helstu húsagerð- um er lýst, reynt eftir mætti að skýra uppmna og einkenni hverrar gerðar og skýra áhrif erlendra strauma í byggingarlist Reykjavík- ur. Akvörðun um að Torfusamtökin skyldu ráðast í það að gefa út bók um byggingarsögu miðbæjarins var tekin fyrir rúmum tveimur áram. Þá hafði verið unnið að undirbún- ingi slíks verks um nokkurra ára skeið í Árbæjarsafni, en vinna við verkið hafði fallið niður. Deiliskipulagstillaga að Kvosinni hafði verið lögð fram og gert var ráð fyrir því að allmörg gömul hús yrðu rifin. Um svipað leyti var efnt til samkeppni meðal arkitekta um nýbyggingu fyrir Alþingi þar sem ráðgert var að enn fleiri gömul hús yrðu látin víkja. Við, sem áttum sæti í stjóm Torfusamtakanna, töldum aukna fræðslu um byggingarsögu borgar- innar einna vænlegasta til að auka áhuga almennings og stjómenda borgarinnar á því að fleiri gömul hús yrðu varðveitt. Við einsettum okkur þess vegna að ganga í það að ljúka þyí verki sem byijað hafði verið á í Árbæjarsafni undir stjóm Nönnu Hermannsson, þáverandi borgarminj avarðar. Torfusamtökin hafa fengið fjár- styrki úr Húsafriðunarsjóði, Vísindasjóði og Borgarsjóði til að vinna að gerð bókarinnar og auk þess hafa stofnanir eins og Arbæj- arsafn, Þjóðminjasafn og Borgar- skipulag veitt okkur ýmiss konar aðstoð. Þessi bók er frábragðin fyrri rit- um um sama efni í mikilvægum atriðum. í fyrsta lagi byggist hún á öllum áður prentuðum ritum um byggingarsögu Reykjavíkur, bók- um, tímaritum og blöðum sem við höftim fundið við kerfisbundna leit. Einnig er byggt á ýmsum skjöl- um f Borgarskjalasafni og Þjóð- skjalasafni um hús fyrri tíma, en þar var að finna umtalsverðan fróð- leik sem ekki hafði áður komið fram Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. „Það er löngn orðið tímabært að miðbænum verði sýndur sá sómi sem hann á skilið og hann gerður fallegur, fróðlegur og skemmti- legurstaður . . .Það er með öðrum orðum mikil þörf á að sköpun- armætti okkar tíma verði beitt í miðbænum. An hans er hætt við að miðbærinn verði smám saman eyðingu að bráð eins og átt hefur sér stað um langan tíma.“ í dagsljósið. Jafnframt byggist hún á úrvali mjmda úr helstu ljósmynda- söfnum landsins. Vert er einnig að nefna að við höfum skoðað mörg húsanna náið og sum höfum við mælt og teiknað. Mörg húsanna mynduðust úr mörg- um byggingaráföngum og við höfum reynt að skýra byggingar- sögu þeirra með teikningum. Svo er enn einn mikilvægur þátt- ur sem vert er að nefna. Við höfum skráð alla helstu þætti í byggingar- sögu hverrar lóðar og nær hvers húss í miðbænum, jafnt húsa sem við teljum merkileg og þeirra sem við teljum ómerkari. Mat manna á mikilvægi ein- stakra húsa er brejdilegt eins og allir vita, það er einstaklingsbundið og breytist með tímanum í þokka- bót. Loks vil ég svo nefna enn einn þáttinn sem gerir bók okkar frá- bragðna eldri ritum um sama efni. Öll hús miðbæjarins voru ljósmynd- uð á skipulagðan hátt og útlit þeirra og ástand á 200 ára afmæli borgar- innar skráð á fílmu. í bókinni era margar þessara mynda og til út- skýringar og samanburðar höfum við birt eldri ljósmyndir eftir því sem við hefur átt. Því hefur oft verið haldið fram í umræðunni um varðveislu eða verndun gamalla húsa að þið, húsvemdunarsinnar, viljið láta varðveita hvera kofa og skúr, engu megi breyta og allt eigi að standa í stað. Er þessi bók um byggingarsögu miðbæjarins mál- svari slíkrar húsverndunar- stefnu? Nei, það er hún svo sannarlega ekki. Við settum þessa bók saman í þeim tilgangi að það kunni að stuðla að því að fleiri hús verði varðveitt í miðbænum en horfur era á, það höfum við ekki farið dult með. Hins vegar höfum við forðast að leggja mat á varðveislugildi ein-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.