Morgunblaðið - 20.12.1987, Qupperneq 48
PyklwakejM
Þar vex sem vel er sáð!
SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
VEM) í LAUSASÖLU 55 KR.
Magnús Jónsson
veðurfræðingur:
Mestar lík-
urágræn-
um jólum
Frostlaus desember
í fyrsta sinn síðan
mælingar hófust
MAGNÚS Jónsson, veðurfræð-
ingur, sagði í samtali við
Morgunblaðið að mestar líkur
væru á grænum jólum sunnan-
lands.
„Jólin verða að öllum líkindum
hvorki rauð né hvít, heldur græn,“
sagði Magnús. „Það er víða farið
að grænka sunnanlands, þar sem
á annað borð hefur náð að sölna.
Það hefur verið frostlaust í
Reykjavík allan þennan mánuð og
það hefur ekki gerst síðan mæling-
ar hófust hér fyrir rúmlega einni
öld. Það hefur heldur ekki komið
frost niður við jörð síðan aðfara-
nótt 1. desember sl. og það er
mjög óvenjulegt. Það er tveggja
til fímm stiga hiti um sunnanvert
landið og tveggja til fímm stiga
hiti fyrir norðan," sagði Magnús.
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
Björgunarsveitafélagar standa við kerti og blómaskreytingar á bjargbrúninni fyrir ofan Flauganef í Látrabjargi til að minnast af-
reksins sem þar var unnið fyrir 40 árum. Standandi, þriðji frá vinstri, er Bjarni Sigurbjörnsson frá Hænuvík en sá skeggjaði er
Ásgeir Erlendsson vitavörður á Látrum.
Látrabjarg:
Minningarathöfn um björgunarafrek
Látrabjargi, frá blaðamanni Morgunblaðsins, Huga Ólafssyni.
FÉLAGAR úr björgunarsveit-
um við Patreksfjörð minntust
í gær björgunarafreksins við
Látrabjarg fyrir 40 árum með
athöfn á bjargbrúninni þaðan
sem sigið var niður eftir skip-
brotsmönnum af enska togar-
anum Doon.
Kveikt var á 12 kertum til að
minnast skipbrotsmannanna 12
sem komust af og 12 björgunar-
manna sem sigu niður eftir þeim
á Flauganef í miðju Látrabjargi.
Þá var einnig komið fyrir þremur
blómaskreytingum á bjargbrún-
inni til að minnast skipveijanna
þriggja sem fórust með Doon.
Það voru félagar úr björgunar-
sveitinni Blakki frá Patreksfírði,
slysavarnadeild Unnar á Patreks-
fírði og Bræðrabandinu í Rauða-
sandshreppi sem stóðu að þessari
athöfn, en félagar úr síðastnefndu
sveitinni tóku þátt í björguninni
við Látrabjarg á sínum tíma. Tveir
björgunarmanna tóku þátt í at-
höfninni, þeir Ásgeir Erlendsson,
vitavörður á Látrum, og Bjami
Sigurbjömsson frá Hænuvík, en
hann er einn eftirlifandi af þeim
flómm sem fóm niður í §öm að
enska togaranum. t
Flugleiðir:
Eldsneytískostnaður
hækkaði um 35—40% í ár
KOSTNAÐUR Flugleiða vegna eldsneytis hefur hækkað verulega
á þessu ári. 1 október síðastliðnum var hann 35—40% hærri en á
sama tíma í fyrra. Hlutfall eldsneytiskostnaðar af heildarútgjöld-
um Flugleiða í október var 15%, en var 12% i október i fyrra.
Eldsneyti er einn helsti einstaki kostnaðarliðurinn hjá fyrirtækinu
og hefur mikil áhrif á rekstur þess.
Sigurður Helgason forstjóri
Flugleiða sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þrátt fyrir að verð á
eldsneyti hafí lækkað aðeins
síðustu vikumar væri ekki víst
hvert framhaldið yrði. Flugleiða-
menn vonuðust til að lækkunin
yrði til þess að eldsneytisverð yrði
það sama og fyrir ári.
Flugleiðir fluttu 275.000 far-
þega á Norður-Atlantshafsleiðinni
frá síðustu áramótum til 12. des-
ember síðastliðnum eða 12% fleiri
en á sama tíma í fyrra. Félagið
flutti 302.000 farþega í Evrópu-
fluginu, sem er 21,8% aukning, og
264.708 farþega innanlands, eða
6,4% fleiri en í fyrra. Umtalsverð
aukning var einnig í leiguflugi og
ber þar hæst Grænlandsflugið.
Heildarfjöldi farþega Flugleiða frá
áramótum til 12. desember var
yfír 800.000.
Ekki sagði Sigurður Helgason
að afkoma félagsins væri í sam-
ræmi við farþegaaukninguna. Um
30% hækkun á kostnaði innanlands
og hækkun ísiensku krónunar
gagnvart bandaríkjadollar hefðu
haft veruleg áhrif á afkomu félags-
ins.
Fjögur nefndarálit um .kvótafrumvarpið:
Líkur á að gildis-
tíminn verði 3 ár
Sjávarútvegsnefnd efri deildar Alþingis skilaði fjórum nefndarálit-
um um kvótafrumvarpið svokallaða, sem afgreitt var úr nefndinni
í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mynduðu
meirihluta en fulltrúar Alþýðuflokksins, Alþýðubandalags og
Kvennalista skiluðu séráliti. Fundi meirihluta nefndarinnar Iauk um
klukkan 14 í gær og í áliti hans er gert ráð fyrir að gildistími frum-
varpsins verði 3 ár í stað 2 eða 4 ára.
Formlegum fundi nefndarinnar
lauk um hádegisbilið í gær og ski-
luðu þá Karvel Pálmason Alþýðu-
flokki, Skúli Alexandersson
Alþýðubandalagi og Danfríður
Skarphéðinsdóttir séráliti. Karvel,
sem jafnframt var formaður nefnd-
arinnar, sagði að hans álit yrði í
meginatriðum samhljóða þeim
breytingartillögum sem hann og
Matthías Bjamason formaður sjáv-
arútvegsnefndar neðri deildar lögðu
fram í nefndunum. Meirihluta
nefndarinnar skipuðu Guðmundur
H. Garðarsson og Halldór Blöndal
frá Sjálfstæðisflokki og Jóhann Ein-
varðsson og Stefán Guðmundsson
frá Framsóknarflokki.
Búist var við að kvótafrumvarpið
yrði tekið fyrir á fundi efri deildar
Mikil ölvun í borgmni
LÖGREGLAN í Reykjavík átti
annríkt aðfaranótt laugardags-
ins. Ölvun var mikil í heimahús-
um en ástandið í miðborginni var
gott borið saman við undanfarn-
ar helgar, að sögn Sigurbjörns
Ásgeirssonar varðstjóra.
10 rúður voru brotnar víðs vegar
um borgina, þar af 3 í Fellaskóla,
ein í Austurstræti 20 og ein í íkom-
anum í Aðalstræti. Sigurbjöm sagði
að alls hefðu 40 manns gist fanga-
geymslumar og er útilokað að hýsa
fleiri.
í gær. Skúli Alexandersson hafði
boðað breytingartillögu við frum-
varpið, sem gerir ráð fyrir að
skiptingu milli norður- og suður-
svæðis verði breytt og Breiðaflörður
verði tekinn með í norðursvæði.
Alþingi:
Húsnæðislög-
in samþykkt
NEÐRI deild Alþingis afgreiddi
síðdegis í gær sem lög frumvarp
um Húsnæðisstofnun ríkisins.
Frumvarpið var samþykkt með
26 samhljóða atkvæðum en þing-
menn Borgaraflokks sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Neðri deild hafði áður afgreitt
málið úr deildinni en vegna prent-
villu sem slæðst hafði inn í þingskjal
við vinnslu þurfti frumvarpið að
fara til neðri deildar á ný til einnar
umræðu eftir afgreiðslu efri deild-
ar.