Morgunblaðið - 17.01.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.01.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 Höfn: Frá höfninni á Höfn í Hornafirði. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Vertíðin fer róleffa af stað Höfn, Hornafirði. FYRSTA síldin barst til Hafnar í Hornafirði 12. jan- úar sl. þegar Signrður Ólafsson SF landaði um 100 tonnum og verður sá afli frystur. Ráðgert er að salta um 330 tonn af sfld hér í vetur og frysta 400-500 tonn. Fjórir bátar frá Höfn eru nú á sfldveiðum. Vertíðarbátar eru að undirbúa sig þessa dagana og togarinn Þórhallur Daníelsson SF 71 hefur farið eina veiðiferð á árinu. Aflinn var rýr enda veður válynd. Fiskimjölsverksmiðja Homafjarðar fékk 600 tonn af loðnu á sunnudaginn úr Húnaröst, en hún landaði svip- uðu magni skömmu fyrir jól. Um 18-20 tíma stím er nú af loðnumiðunum fyrir norðan hingað til Hafnar. - JGÍG BREYTTUR persónuafslátfur: Nú 14797 kr. fyrir hvem mánuð Persónuafsláttur í staðgreiðslu opin- berra gjalda hefur veríð ákveðinn 14.797 krónur fyrír hvem mánuð á tímabilinu jan,- júní 1988. Þessi breyting á persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin úttil þeirra sem fengu sín skattkort fyrir 28. des. sl., heldur ber launagreiðanda að hækka persónu- afsláttinn við útreikning staðgreiðslu. Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann persónuafslátt, sem fram kemur á þessum skattkortum og aukaskattkortum (öllum grænum og gulum kortum), um 8,745% (stuðull 1,08745). / J Mikilvægt er að launagreiðandi breyti ekki upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphæð á að standa óhreyfð til ársloka. Hins vegar ber að taka tillit til orðinnar hækkunar við útreikning staðgreiðslu. Launamaður má ekki heldur breyta upphæðinni sem fram kemur á skatt- korti hans. Hann afhendir launagreiðanda kort- ið óbreytt nema hann fái aukaskattkort. Skattkort sem gefin eru út 28. desember og síðar bera annan lit en þau skattkort sem gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið janúar-júní 1988 og þarf því ekki að hækka persónuafslátt þann sem þar kemur fram við útreikning staðgreiðslu. Heimilt er að millifæra 80% af ónotuðum persónuafslætti til maka. Þetta gildir bæði um hjón og sambúðarfólk, sem hefur heimild til samsköttunar. Launagreiðandi millifærír persónu- afsláttinn, þannig að hann tekur tillit til 80% þéirrar upphæðar sem fram kemur á skatt- korti og aukaskattkorti maka, hafi það verið afhenthonum. Launagreiðendur athugið að hœkka upphœð persónuatslátiar á eldrí skatikorfum úm 8,745% RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Guðmundur og Björn R. Einars- synir. Myndin er tekin um 1950. „Heiti potturinn“: Bjöm R. og tríóKrist- jáns Magnús- sonar TRÍÓ Kristjáns Magnússonar, ásamt Birni R. Einarssyni bás- únuleikara, leikur í Heita pottin- um í Duus- húsi í kvöld, sunnudaginn 17. janúar. Tónleik- arnir hefjast klukkan 21.30. Auk Kristjáns Magnússonar píanóleikara skipa tríóið Tómas R. Einarsson bassaleikari og Guð- mundur R. Einarsson trommuleik- , Þeir Guðmundur og Björn R. Einarssynir eru bræður og léku lengi saman í hljómsveit Bjöms og síðar einnig í Sinfóm'uhljómsveit íslands. Kristján lék lengi með KK-sextettinum en Tómas hefur meðal annars leikið með Djassófét- unum og Nýja- kompaníinú. Að Tómasi frátöldum hófu þeir félagar allir hljóðfæraleik á fímmta áratug- inum og hafa síðan verið í fremstu röð íslenskra djassleikara. Á efnis- skránni í kvöld verða gamlar og nýjar djassperlur. Lág flugfar- gjöld í Atlants- hafsfluginu ill nauðsyn í AUGLÝSINGU sem birtist ný- lega í bandarískum blöðum bjóða Flugleiðir ódýrar ferðir til Lúx- emborgar, fram og til baka á 358 doilara eða sem svarar um 13.000 krónum. „Samkeppnin i Atlants- hafsfluginu er glórulaus. Þessi flugfargjöld eru eins lág og mögulegt er. Þau eru ill nauð- syn, þetta er ekki það verð sem við hefðum viljað bjóða,“ sagði Steinn Logi Björnsson fulltrúi forstjóra Flugleiða. Að sögn Steins er lítið að gera í Atlantshafsfluginu í janúar og febrúar og er það ástæða hinna lágu fargjalda en þau gilda aðeins þessa tvo mánuði. Það sé einnig hvatinn að ódýnim Chicago-ferðum sem þeir bjóði íslendingum í janúar og febrúar. Þær kosta rúmar 21.000 krónur og er þá þriggja nótta gisting innifalin. Steinn sagði að fargjöldin sem lægju til grund- vallar þessum tveimur ferðum væru svipuð. Með ferðunum til Chicago reyndu Flugleiðir að vekja athygli hins almenna ferðamanns á Banda- ríkjunum utan háannatímans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.