Morgunblaðið - 17.01.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 17.01.1988, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 Htargi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Matvæli og eftirlit Allmörg undanfarin ár hafa verið umræður í Bandaríkjunum um þá hættu, sem stafar af margvíslegum efnum, sem sett eru í mat til þess að auka geymsluþol eða til að halda ákveðnum lit o.sv. frv. Einn kunnasti framtíð- arspámaður þar í landi, John Naisbitt, sem er þekktastur fyrir bók sína, Megatrends, sagði fyrír nokkrum árum, að eitt helzta vandamálið á næstu árum og kannski ára- tugum yrði mengaður matur. I Morgunblaðinu í gær birt- ist stórathyglisverð grein eftir Margréti Þorvaldsdóttur, sem skrifar reglulega þætti í blað- ið. í grein þessari ræðir Margrét um matvælafram- leiðslu hér og stöðu neytand- ans gagnvart svikinni vöru. Margrét Þorvaldsdóttir segir m.a.: „Fyrir nokkru var keypt hakkað nautakjöt í einni stærstu matvöruverzlun bæj- arins. Kjötið stóð í kæli óinnpakkað í 12 tíma og breytti ekki um lit, eins og eðlilegt hefði verið, heldur hélzt það fallega rautt. Það var síðan geymt í kæli í 5 daga og breytti ekki lit. Þar sem þessi litur gat þýtt, að hakkið væri blandað saltpétri var hringt til Heilbrigðis-eft- irlits Reykjavíkur og síðan til Hollustuvemdar með rann- sókn og vísaði hvor á annan. Þar sem engar slíkar rann- sóknir voru fyrirhugaðar, en saltpétursrannsóknir eru dýr- ar, fékkst kjötið rannsakað með öðru í Rannsóknastofu landbúnaðarins. Kjötið reynd- ist innihalda saltpétur en ekki yfír hættumörkum. Sam- kvæmt reglugerð má ekki setja saltpétur í kjöt, hakkað kjöt, eða lg'ötfars eða annað slíkt kjötmeti, sem haft er á boðstólum, sem nýtt.“ Margrét Þorvaldsdóttir bendir síðan á, að mikil breyt- ing hafí orðið á matvælafi-am- leiðslu hér síðustu árin, meira sé framleitt af tilbúnum og hálftilbúnum mat en áður. Síðan segir hún: „í þessar matvörur er notað mun meira af íblöndunarefnum en áður var gert. Þetta eru litarefni, bragðefni, bindiefni, myglu- vamarefni, þráavamarefni og rotvamarefni o.fl. Þessi efni hafa þann tilgang að gera matvöruna lystugri, girnilegri og auka geymsluþolið. Flest eru þessi efni skaðlaus neyt- endum séu þau notuð rétt og í hæfilegu magni, þó er of- næmi eða óþol gegn mörgum þeirra vaxandi vandamál. En séu sum þessara efna eins og rotvamarefni (saltpétur) not- að í of miklu magni getur það umbreyst í krabbameins- valda. Skaðlegir gerlar, hættulegir heilsu manna, hafa einnig tilhneigingu til að komast inn í matvælin, bæði í framleiðslu þeirra og við matargerð. í því sambandi má minna á hinar mörgu salmonellusýkingar, sem komið hafa upp hér á landi að undanförnu. Röng notkun sterkra hreinsiefna i mat- vælaiðnaði geta ekki síður verið afdrifarík fyrir neytend- ur komist þau í matvælin. Það er t.d. ekki traustvekjandi að koma inn i matvöruverzlun, eins og fiskverzlun, þar sem loftið er mettað klór.“ ■ Greinarhöfundur fjallar loks um stöðu neytenda gagnvart framleiðendum og seljendum matvæla og bendir á, að hér tíðkist að framleiðendur hafi eftirlit með sjálfum sér. Þetta þýði, að staða neytandans sé nánast vonlaus. „Beri neyt- endur fram kvartariir þá er það fellt undir óskammfeilni, en kvarti þeir ekki, eru þeir sakaðir um áhugaleysi og kæruleysi í eigin málum,“ segir Margrét í grein sinni. Hér er . hreyft stórmáli. Hingað til hafa neytendur á íslandi staðið í þeirri trú, að allt eftirlit með matvælafram- leiðslu hér væri mjög fullkom- ið og nánast útilokað að alvarleg mistök gætu orðið. Smátt og smátt hefur komið í ljós, að ástandið er ekki eins óaðfínnanlegt og fólk hefur haldið, þótt það sé vafalaust betra en víða annars staðar. Það er orðið tímabært að fjalla um það, hvernig hægt er að bæta eftirlit með fram- leiðslu matvæla og tryggja rétt neytandans og að skýrt komi fram hver ábyrgð fram- leiðanda og seljanda er. Þetta er eitt þeirra mála, sem Al- þingi þarf að fjalla um á þessum vetri. Sífellt berast okkur spádóm- ar um það, sem við eigum í vændum. íslenska þjóðar- búinu er að nokkru leyti stýrt á grundvelli hug- mynda hagfræðinga og samstarfsmanna þeirra um hugsanlega framvindu mála hér heima og í útlöndum. Fiskifræð- ingamir okkar leggja sig fram um að hafa tiltækar sem ítarlegastar upplýsingar um væntanlegan fjölda fiska í sjónum. Hart er tekist á um leiðir til að tryggja, að hvölum verði ekki eytt í heimshöfunum. Oflug samtök almennings vinna að því að vemda umhverfið til að koma í veg fyrir að það verði eyðilagt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir komandi kynslóðir. Fyrir- hyggja hefur löngum verið talin til dyggða og ástæðulaust annað en mæla henni bót. Á hinn bóginn kennir reynslan okkur einn- ig, að ekki er ávallt ástæða til að fara í einu og öllu eftir því, sem glöggir framtíð- arspámenn telja rétt og skynsamlegt. Til marks um misvísandi spár má vitna í samtal við Gunnar Guðbjartsson, fráfar- andi framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag. Þar segir Gunnar meðal annars, þegar hann skýrir ástæðumar fyr- ir offramleiðslu á landbúnaðarafurðum: „Á fundi norrænu bændasamtakanna í Malmö árið 1965 var til umræðu hungurs- neyðin í heiminum, þá hafði verið mikill mannfellir í Indlandi og Kína og í sumum Afríkulöndum. Á fundinn kom Gunnar Myrdal hagfræðiprófessor, sem þá var starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hann var mikill áhugamaður um að bæta og jafna lífskjörin í heiminum og að allir þegn- ar í heiminum hefðu nægan mat. Hann flutti erindi á fundinum og hvatti allar þjóðir til að auka matvælaframleiðslu sína því markaðurinn væri nægur. Hann taldi að ef ekki yrði brugðist mjög hart við og framleiðsla aukin þá myndu tveir milljarð- ar manna af sex milljörðum í heiminum svelta árið 2000. Það eru 22 ár síðan hann flutti þetta erindi. Það liðu ekki nema sex til sjö ár frá því hann flutti erindið þar til búið var að metta Asíuþjóðimar og forða þeim frá árvissri hungursneyð. Þar kom til hin svokallaða græna bylting. Kyn- bætur á komi og aukin þekking á komrækt sem breiddist út frá merkum vísinda- manni. Maður þessi hér Norman Borlaug, hann var norskur að uppmna en starfaði mest í Mexíkó. Hann fékk Nóbelsverðlaun fyrir afrek sín. Enn er þó matarskortur í Áfríku þó ástandið hafí batnað þar frá því sem var á þessum árum.“ Gunnar Guðbjartsson gefur til kynna, að þessi spádómur Gunnars Myrdals hafí haft áhrif á sig og aðra forvígismenn íslenskra bænda og leitt til andvaraleysis hjá þeim eða að minnsta kosti dregið úr áhyggjum þeirra vegna offramleiðslu; þeir hafí vænst varanlegs heimshallæris, þar sem ávallt væri þörf fyrir góðar land- búnaðarafurðir. Á þessum árum andmæltu margir þeirri landbúnaðarstefnu, sem mið- aði að framleiðslu umfram innanlands- neyslu og má til dæmis nefna úr þeim hópi Gunnar Bjamason, hrossaræktar- ráðunaut, sem ritaði mikið um málið hér í blaðið. Skorturinn og sósíalisminn Orð Gunnars Guðbjartssonar minna á umræðumar, sem urðu fyrir tveimur ára- tugum, þegar hagfræðispámenn og frétta- skýrendur ræddu um það, sem vinstrisinn- inn Gunnar Myrdal kallaði „harmleikinn i Asíu“ og flestir töldu óumflýjanlegan. Þá töldu menn hins vegar að Afríku myndi vegna tiltölulega vel. Nokkrum árum á eftir Myrdal kynnti Rómarklúbburinn svo- nefndi svipuð viðhorf og hann. Árið 1969 kom út skýrsla á vegum Pearson-nefndar- innar (sem starfaði á vegum Alþjóðabank- ans þegar Robert McNamara var bankastjóri), en þar var komist að þeirri niðurstöðu að. Suður-Kóreumenn væru dæmdir til þess að vérða háðir efnahagsað- stoð frá útlöndum og engar líkur væru á því, að þeir gætu sjálfír aukið hagvöxt hjá sér. Þegar litið er á fjölda Suður-Kóreu- manna, en þeir eru 43 milljónir, á landi, sem er jafnstórt og ísland og rýrt af nátt- úruauðlindum, er auðvelt að komast að sömu niðurstöðu og Pearson-nefndin. En reynslan hefur leitt annað í ljós. Fimm árum eftir að skýrsla nefndarinnar kom út hafði hagvöxtur í Suður-Kóreu komist á flug og varð 5-10% á ári og stundum meiri. Þrátt fyrir spennu í suður-kóreskum stjómmálum og ótrúlegt þéttbýli hefur tekist að halda þannig á stjórn efnahags- mála þar, að landsmenn hafa stokkið eins og alskapaðir inn í hátæknina og fram- leiðslu í hennar þágu. Nú er svo komið, að Indveijar hafa sam- ið um það við Sovétmenn og Rúmena að selja þeim korn. Thailendingar selja hrísgijón til Kína og næg matvæli eru í Indónesíu. í Suðaustur-Asíu er nú aðeins stöðugur skortur á matvælum í Víetnam og Kambódiu og af og til í Bangladesh. Á tuttugu árum hefur íbúum í Asíu fjölgað um 50% og matvælaframleiðsla á hvem mann aukist um 20%. í löndum svertingja í Afríku hefur það hins vegar gerst, að matvælaframleiðsla hefur minnkað. um 20% á mann á síðustu 15 ámm. Meðal þeirra, sem hafa velt því fyrir sér, hvemig á því stendur, að jafn mikill munur er á þróuninni í Asíu og Afríku er franski blaðamaðurinn Jean-Francois Rev- el. Hann segir, að þurrkar í Afríku séu hluti af svarinu. Þá verði einnig að líta á grimmileg og blóðug átök í mörgum Afr- íkulöndum, svo sem Eþíópíu, Angólu, Mósambík, Madagaskar, Úganda, Guineu og Súdan. Þá sé einnig ástæða til að skella stómm hluta af skuldinni á mistök í hagstjóm, en í Afríku hafi sósíalísk mið- stjóm víða þótt lausnarorðið, til dæmis í Tansaníu. Sósíalismi í Tansaníu felst til dæmis í því að skipa bændum að flytja af jörðum sínum í samyrkjubú. Þeir sem sýndu mót- þróa vom settir í fangabúðir og býli þeirra þurrkuð út með jarðýtum. Framleiðslan dróst að sjálfsögðu saman, hún minnkaði um 27% á nokkmm ámm. Sérfræðingur Alþjóðabankans hefur komist þannig að orði um Afríku: „Álfan hijáist vegna mis- taka í landbúnaði. Ríkisbú em ráðningar- stofur í stað þess að framleiða matvæli." Öll sala á landbúnaðarafurðum í Afríku er í höndum ríkisfyrirtækja, sem einoka markaðinn. Þessi fyrirtæki hafa orðið skrifræði og spillingu að bráð og bændur vilja komast hjá því að eiga við þau við- skipti. Segir Revel, að 1985 hafi efnahags- málaráðherrar Afríkuríkja viðurkennt á fundi, að þörf væri á einhvers konar fijáls- ræði í efnahagslífi Afríku. Málum er þannig háttað, að frá því að þau hlutu sjálfstæði hefur framleiðsla aukist dálítið í þeim löndum blökkumanna í Afríku, þar sem forsjárhyggjan hefur verið minnst og markaðsöflin hafa fengið að láta meira að sér kveða en annars staðar; á Fílabeins- ströndinni, í Kenýu og Kamerún. Telur Revel það dálitla huggun að komast að þeirri niðurstöðu, að vandi Afríku sé frem- ur af mannavöldum en náttúmnnar, því að fræðilega séð að minnsta kosti sé auð- veldara að leiðrétta mannleg mistök en hrófla við höfuðskepnunum. Friðarríki Tansanía, sem hér er nefnd til marks um Afríkuríki, þar sem sósíalismi og sam- yrkjubúskapur hefur gert þjóðina fátækari, er eitt þeirra sex ríkja, sem vilja að litið sé á sig sem sérstök friðarríki og hafa tekið að sér að verða einskonar þriðja afl á milli austurs og vesturs. Hin ríkin em: Mexíkó, Argentína, Indland, Grikkland og Svíþjóð. Hafa þau orðið betur kunn hér á landi fyrir friðarfmmkvæði sitt en víðast annars staðar vegna tengsla við Samtök þingmanna um alheimsátak (Parliament- arians for Global Action), þar sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt for- mennsku. Þegar litið er á þessi sex ríki og stöðu þeirra, kemur í ljós, að stjómendur þeirra allra glíma við erfið viðfangsefni, sem rista djúpt í þjóðlífíð og er jafnvel brýnna að MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 33 REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 16. janúar Morgunblaðifl/Öl. K. M. leysa úr en að byggja brú á milli austurs og vesturs. í Argentínu hefur alls ekki verið búið þannig um hnúta að tryggðir séu lýðræðis- legir stjómarhættir. ítök hersins em enn svo mikil í stjóm Alfonsíns forseta, að erfítt hefur reynst að kalla þá herforingja til ábyrgðar, sem vom við völd þegar þús- undir manna hurfu sporlaust. Á þessu ári rennur út sex ára kjörtíma- bil forseta Mexíkó, Miguels de la Madrids. Arftaki hans hefur þegar verið útnefndur, en í Mexíkó er forseta bannað að sitja lengur en eitt kjörtímabil. Hins vegar hef- ur frambjóðandi sama flokksins, Bylting- arsinnaða stofnunarflokksins (PRI), unnið allar forsetakosningar síðan 1934. Flokk- urinn hefur einnig unnið allar landstjóra- kosningar og hlotið 95% af öllum þingmönnum og sveitarstjómamönnum síðan 1934. Engum sem þekkir til að- stæðna í Mexíkó dettur í hug að kenna stjómarfar þar við lýðræði í sömu merk- ingu og við leggjum almennt í það orð. Stjómarhættir í landinu einkennast af for- sjárhyggju og efnahagur þess er í kalda- koli. Valdhafamir þora ekki að slaka á klónni af ótta við að missa völdin. Svíar takast á við alvarleg vandamál af öðmm toga en Mexíkanar. Efnahagur Svía stendur traustum fótum. Þrátt fyrir stjóm jafnaðarmanna í áratugi em sænsk fyrirtæki í einkaeign og forvígismenn þeirra hafa sýnt árvekni og dugnað á al- þjóðlegum mörkuðum. Hins vegar er skuggi yfír sænsku þjóðlífí vegna þess að ekki hefur verið upplýst hver eða hveijir myrtu forsætisráðherra landsins, Olof Palme, fyrir tæpum tveimur ámm. Þá hefur Svíum ekki tekist að varpa ljósi á það, hveijir ögra þeim með því að senda kafbáta inn í lögsögu þeirra. í raun er hér um aðför að sænsku hlutleysi að ræða og sumir telja, að sænska ríkið eigi í höggi við andstæðing, sem stundi hemað gegn því í undirdjúpunum. Hvemig myndu menn líta á málið, ef erlendir skriðdrekar væm alltaf að laumast inn fyrir landamæri Svía? Undir stjóm George Papandreous em Grikkir taldir næsta óáreiðanlegir, bæði innan Atlantshafsbandalagsins og Evrópu- bandalagsins. Sveiflast forsætisráðherr- ann í afstöðu sinni til manna og málefna út á við, en heima fyrir sætir stjóm hans vaxandi gagnrýni vegna þess að hún ræð- ur ekki við efnahagsmálin. Gandhi í vanda Öllum sem fjalla um Indland kemur saman um, að þar standi stjómvöld frammi fyrir gífurlegum vanda við það eitt að halda þessari 800 milljón manna þjóð sam- an innan eins ríkis, þar sem tölu'ð em 16 megintungumál og íbúamir iðka 6 höfuð- trúarbrögð. Ekki bætir úr skák, að forsætisráðherra landsins, Rajiv Gandhi, sætir vaxandi ámæli fyrir getuleysi og spillingu. Edward Behr, blaðamaður, segir í síðasta hefti breska tímaritsins Encounter, að nú séu aðrir tímar fyrir Rajiv Gandhi og hina fögm ítölsku konu hans, Sonju, en þegar miklar vonir vom bundnar við þau og þeim líkt við John F. Kennedy og Jackie. „Nú er hann að beijast fyrir pólitísku lífí sínu,“ segir Behr. „Innan stjórnarflokksins, Kongress (Indira)- flokksins, ríkir uppreisnar- og upplausnar- ástand, fimm fyrrum nánustu ráðgjafar hans em staðráðnir i að bola honum frá völdum. Nýleg skoðanakönnun sýndi, að 40% allra Indveija trúa því, að hann hafi persónulega hagnast á vopnakaupunum frá Bofors, 1,3 milljarða dollara samningn- um um sprengjuvörpur og fallbyssur, sem leiddi til slíkra deilna, að Rajiv varð að fara fyrir þingið og þola þá niðurlægingu að verða einskonar nýr Nixon í leikþætti, þar sem hann sagðist ekki vera skúrkur- inn.“ í greininni segir, að andstæðingar ind- verska forsætisráðherrans kalli hann lygara og pólitískan undirmálsmann, er hafí erft slægð móður sinnar (Indiru for- sætisráðherra er féll fyrir launmorðingjum sikka í október 1984) og hroka afa síns Jawaharlals Nehms. Sjálfur telur Behr, að undirrótin að vanda Rajivs sé ekki pólitískur heldur sálrænn, hinn 43 ára gamli forsætisráðherra hafi ekki fundið sjálfan sig og sé mjög öryggislaus vegna menningarlegs og félagslegs uppmna síns. Til marks um að Rajiv, sem var flugmað- ur, hafí alls ekki verið undir það búinn að verða forsætisráðherra, nefnir Behr, að hann hafi ráðið Satish Sharma, aðstoð- arflugmann hjá Indian Airlines, sem yfírmann einkaskrifstofu sinnar í forsætis- ráðuneytinu og þar með veitt honum gífurleg völd, þar sem hann réð miklu um það, hveijir fengu að hitta forsætisráð- herrann. Þeir hafí flogið saman og báðir haft áhuga á bílum og auk þess báðir verið kvæntir erlendum konum. Sharma hefur síðan verið lækkaður í tign og gerð- ur að kosningastjóra í kjördæmi Rajivs, eftir að blöðin tóku til við að velta því fyrir sér, hvernig Sharma hefði efni á að flytja inn ógrynni af ítölskum flísum í einkasundlaug við hús sitt. Ef lýsingarnar í greininni í Encounter em réttar, ríkir kreppa í æðstu stjórn Ind- lands undir forystu Rajivs. Hann, kona hans og tvö börn þeirra á unglingsaldri búa í einskonar herkví í bústað sínum, sem er varinn af 1400 manna sérþjálfaðri víkingasveit. Eiga- hermennimir að sjá til þess, að sikkum takist ekki að myrða þau. Hermennimir geta hins vegar ekki varið þau gegn andrúmslofti morðsins. Flestar sögumar em um fégræðgi forsætisráð- herrahjónanna. Raunar segir Behr frá því, að slíkar sögusagnir um fjölskyldu Rajivs hafí komist á kreik á meðan móðir hans var á lífi. Grein Edwards Behrs um Rajiv Gandhi og vandræði hans er næsta ótrúleg. Stang- ast lýsingar hans á við hina almennu, alþjóðlegu ímynd, sem Indveijar hafa dreg- ið upp af landi sínu og stjómarfarinu þar og á lítið skylt við hugmyndir okkar um indverska heimspeki svo að ekki sé minnst á meinlætalifnað. Hvað sem einkamálum og pólitískum vandræðum forsætisráð- herra þessa annars fjölmennasta ríkis heims líður, er ljóst, að innan þess og í næsta nágrenni á Sri Lanka á indverski herinn í útistöðum við skæraliða, sem alls ekki em á því að gefast upp og svífast einskis. Þar fyrir utan em Indveijar mjög á varðbergi gagnvart nágrönnum sínum, Pakistönum og Kínveijum. Hafa Indveijar lagt höfuðkapp á að rækta vináttu við Sovétmenn og hafa ítök þeirra í Indlandi aukist mikið hin síðari ár. Með vísan til þess, sem sagði í upphafi þessa bréfs, skal engu spáð um framtíð Indlands og kannski er það rétt hjá Edward Behr, að það sé ekki á færi neins nema manns af Nehm-höfðingjaættinni, þótt skuggi hvíli yfír henni, að halda Indlandi saman undir einni stjórn enn um nokkurt skeið. „Sífellt berast okkur spádómar um það, sem við eigum í vændum. íslenska þjóðar- búinu er að nokkru leyti stýrt á grundvelli hug- mynda hagfræð- inga og sam- starfsmanna þeirra um hugs- anlega framvindu mála hér heima og í útlöndum ... Fyrirhyggja hef- ur löngum verið talin til dyggða og ástæðulaust ann- að enmæla henni bót. A hinn bóg- inn kennir reynsl- an okkur einnig, að ekki er ávallt ástæða til að fara í einu og öllu eftir því, sem glöggir framtíðarspá- menn telja rétt og skynsamlegt.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.