Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 3E ADROTIINSWSI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Séra Kristján Valur Ingólfsson Byrjun starfsins og framhald Höldum byijun kvennaáratug- arins hátíðlega. Hátíðahöld og guðsþjónusta er ávöxturinn af samstarfi margs fólks, sem hefur barizt fyrir frelsun og breyting- um. Þótt dauði og vonleysi ógni getum við látið í ljós von okkar Kvennaáratugiir Alkirkju- ráðsins frá 1988 — 1998 Alkirkjuráðið, alheimssam- tök mótmælendakirkna, hefur boðað til kvennaáratugar frá 1988 til 1998. Stefnt er að 10 ára hnitmiðuðu starfi til að efla samtöðu kirkjunnar og kvenna. Yfírskrift þessa starfs er: Churches in Solidarity with Women, Kirkjumar standa með konum. Konur og kirkjur um heiminn allan taka þátt í þessu starfi og hér hjá okkur hefur þegar verið hafízt handa. Samstarfshópur um kvenna- guðfræði, sem í eru kvenprest- ar, kvenguðfræðingar og konur, sem nema guðfræði, hefur tekið að sér að koma skilaboðum til kvenna í íslenzku kirkjunni og Ecumenical Decade QlURCHES 1N gOLlDARlTY WUH^^OMEN 1988-1998 Anna Karin Hammar er í for- svari fyrir Kvennavettvang Alkirkjuráðsins, sem skipu- leggur kvennaáratuginn. Kvennaáratugur Alkirkjuráðs- ins. Kirkjur standa með konum 1988-1998. Hveijum er fijálst að skrifa eigin verkefnalista og kjósa hvað verður þar í efstu sætum. En Al- kirkjuráðið leggur til að þetta verði efst á lista: ★ Full þátttaka kvenna í kirkj- unni og þjóðfélaginu. ★ Sjónarmið kvenna í réttlætinu, friði og vemdun sköpunar- verksins. ★ Guðfræðistörf kvenna og miðlun andlegs lífs. Full þátttaka kvenna í kirkju og þjóðf élagi Hvatning kvennaáratugarins er að konur sýni þátttöku sína, hvað þær eru að gera og hvemig þær gera það, og að þær kynni sögu kvenna í kirkjum sínum og lönd- um. Konur eru hvattar til að finna nýjar leiðir til að nota völd, og að konur og karlar deili þeim jafnt. Spumingin um völdin er lykil- spuming af því að það er undir því komið hvemig valdinu er skipt hvort konur geta tekið fullan þátt í því, sem gerist. Þess vegna þarf að spyija þessara spuminga: ★ Eru til nýjar leiðir til að nota völd? ★ Geta karlar unnið hefðbundin kvennastörf jafnt og konur og sinnt þeim hlutverkum, sem hafa verið ætluð konum? ★ Hafa konur og karlar ein- hveija haldbæra reynslu af svona skiptingu valdsins? Hver er þá sú reynsla? Sjónarmið kvenna í réttlæti, friði og verndun sköpunarinn- ar Milljónir kvenna eru kúgaðar vegna þess að þær eru konur. Þeim er ýtt til hliðar. Það bælir þær og skerðir möguleika þeirra. En ekki þeirra einna. Fjölskyldur og þjóðfélög eru nefnilega háð konum. Þess vegna skerðir bæling kvenna bæði fjölskyldur og sam- félög. Þess vegna skulum við spyija: ★ Hver er reynsla kvenna í þjóð- félagi þínu af hemaði, fátækt, efnahagsórétti, kynþáttamis- rétti, feðraveldisforsjá, þ.e. yfirráðum karla. ★ Umhverfisskemmdum og mis- rétti í notkun landsins. Sífelld þörf á baráttu En þarf raunverulega að veita konum þessa athygli? Var t.d. ekki nóg að halda kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna frá 1975—1985? Mörg okkar vonuðu að hann myndi færa konum var- anlegar bætur í lífskjörum. Staðreyndin er hins vegar sú að flestar konur búa við verri kjör en þær gerðu fyrir 15—20 árum. Aukinn kostnaður af hermálum og óréttlát efnahagskerfi hafa haft slæm áhrif á stöðu kvenna. Yfírráð karla um heiminn allan, þ.e. patríarkaveldið, feðraveldið, er enn „eðlilegt" í augum flestra, bæði karla og kvenna. Alkirkjuráðið sendi eftirfarandi skilaboð til þings Sameinuðu þjóð- anna, sem haldið var í Nairobi 1985, en þau skyldu kynnt stjóm- völdum, kirkjum og hreyfingum. ★ Þegar fjárhagur versnar missa konur vinnuna fyrstar. ★ Iðnverkakonur eru oft óvern- daðar og njóta lægstra launa bæði heima og hjá alþjóðafyr- irtækjum. ★ Sveitakonur njóta minnstrar athygli þegar hugað er að framförum og um þarfir þeirra er ekki spurt. ★ Konur eru meðal fómarlamba kjamorkutilrauna eins og kemur fram í auknum fósturl- átum. ★ Kynþáttamisrétti bitnar oft tvöfalt eða þrefalt meira á safna þeim saman til ráðagerða og starfa. Vænzt er samstarfs hinna ýmsu kirkjudeilda og þess verð- ur að sjálfsögðu líka leitað hér. Alkirkjuráðið hefur ráðgert að hefja starfíð með guðsþjón- ustum um páskana og það er líka ætlunin hér á landi. Við flytjum ykkur nánari fregnir af heimaslóðum innan tíðar kynnum ykkur í dag ýms- ar upplýsingar, sém Alkirkjur- áðið hefur sent kirkjunum. Efst á verkefnalista ★ Friði og vemdun sköpunar- verksins. Störf kvenna að griðfræði og miðlun andlegs lífs Víðsvegar um heiminn eru kon- ur að lesa Biblíuna á nýjan máta í ljósi kúgunar sinnar og vonar. Við skulum spyija: ★ Hvemig láta konur í hinum ýmsu kvennahópum í ljós trú sína og andlegt líf? ★ Hvemig endurskoða konur skilning sinn á helgimyndum og táknum? Skapa konur ný tákn? Víða í kirkjunni eru konur að endurmeta hlutverk Maríu í frels- unarverki Guðs og frelsun heims- ins. í grískorþódoxu kirkjunni er María t.d. kölluð Móðir Guðs. ★ Hveijum augum líta konur í þinni kirkju á þá hefð? Konur í ýmsum trúarbrögðum eru að endurmeta feðraveldis- hefðina út frá trú sinni. ★ Hvaða nýja hugsanir og vonir hafa konur fundið í þinni kirkju varðandi þetta? Markmiðið ★ að efla konur svo að þær geti risið upp á móti því skipulagi, sem kúgar þær, hvort sem er á alþjóðavett- vangi, í heimalandinu eða heimakirkjunni, ★ að staðfesta — með því að deila með sér stjóm og ákvörðunum, guðfræði og andlegu lífi — hvað skerfur kvenna til kirkju og þjóð- félags er þýðingarmikill, ★ að láta í ljós sjónarmið kvenna í réttlæti, friði og vemdun sköpunarverksins og kynna störf þeirra að þessum málum, ★ að efla kirkjuna til að losna undan mismunum kyn- þátta, kynja og stétta og leggja niður kenningar og framkvæmdir, sem mismuna konum. og vissu um líf með því að halda guðsþjónustu. Sérstakt guðsþjón- ustuform verður sent til - allra aðildarkirkna Alkirkjuráðsins til nota í upphafsguðsþjónustum kvennaáratugarins um páskana 1988. Ef páskamir eru ekki hent- ugur tími til að hefja starfíð geta þau, sem vilja, valið annan tíma, t.d. aðra merkisdaga í lífí kirkj- unnar eða þjóðfélagsins. Alþjóð- legur bænadagur kvenna, hinn 8. marz, er t.d. ágætur dagur. Og hér fylgja nokkur ráð um framhaldið eftir fyrstu hátíða- höldin: ★ Ræðið saman um markmið kvennaáratugarins og það, sem þið setjið efst á lista. ★ Vinnið að sérstökum leiðum til að breyta því, sem þarf í uppbyggingu, framkvæmdum og kenningum, til þess að tryggja jafnrétti kvenna og karla. ★ Hafið sambannd við aðra kvennahópa á heimavelli, sem vinna að þessum málum, og athugið um möguleika á sam- starfí. ★ Hafíð samband milli hópa, sem vinna hver á sínum stað, við þær, sem hafa forgöngu um landsstarfið, og fáið upp- lýsingar um starfíð annars staðar í heiminum. ★ Ráðgerið og útbúið efni til notkunar á kvennaáratugn- um. Það gæti verið þetta: ★ Almanak kvennaáratugarins, sem sýndi kvennabaráttuna í landinu og legði áherzlu á mikilvægustu atburðina. ★ Biblíulesefni og guðfræðium- ijöllun kvenna, sem byggist á reynzlu þeirra af kynjamis- rétti, kynþáttamisrétti, stétta- skiptingu og annarri undirokun, rannsókn biblíu- texta, sem byggist á lífsreynzlu kvenna. ★ Sálmar, söngvar og guðsþjón- ustuform, sem konur hafa samið með skírskotun til rétt- lætis, friðar og vemdunar sköpunarverksins. ★ Sendið fréttir af starfi ykkar til Kvennavettvangs Alkirkj- uráðsins svo að við getum birt það f blaði okkar „Decade Link“. Efni frá Alkirkjuráðinu Starfsnefndin í Alkirkjuráðinu er skrifíð pantanir til okkar: ti) taks ef ykkur skortir eitthvað af því efni, sem þið hyggist nota, t.d. biblíulestra, upplýsingar um kynþáttamisrétti, flóttakonur o.s.frv. Hafíð samband við þær, sem hafa forgöngu um landsstarfíð eða World Council of Churches Sub-unit on Women in Church and Society P.O. Box 66 CH-1211 Geneva 20 Switzerland Framkvæmdir konum en körlum, vegna þess að það bitnar bæði á þeim sem konum, undirokuðum kyn- þætti og fátæklingum. Hungursneyð og verkföll koma harðast niður á konum vegna þess að þær bera þyngsta ábyrgð á fjölskyldum sínum. Þegar efnahags- og þjóðfé- lagsástand versnar og firring karla vex eykst að sama skapi kynferðisiegt ofbeldi gegn konum. Vaxandi fátækt, fleiri her- stöðvar og ferðalög karla til að stunda kynlíf, hafa aukið vændi kvenna og útbreitt það meðal æ yngri stúlkna. Kvennaáratugurinn er ekki bundinn við ákvarðanir og fram- kvæmdir Alkirkjuráðsins heldur munu samstarfshópar í hveiju landi fyrir sig og í nálægum lönd- um starfa saman, halda ráðstefn- ur og hvetja á ýmsan máta til starfa. Þörf er á víðtækri þátttöku kvenna og karla og þess vegna er þessum hópum sérstaklega boðið til samstarfs. ★ Kirkjum, kvenfélögum og samtökum á hveijum stað, guðfræðingum, kirkjuleið- togum og öllu kirkjustarfs- fólki. Samkirkjuhópum kvenna hvort sem er heima fyrir, á stærri svæðum, í öllu landinu, í samstarfí nokkurra landa eða á alþjóðavettvangi. Kvennahreyfingum, æsku- Iýðshreyfíngum og stúdenta- hreyfingum, félögum og klúbbum og konum frá mis- munandi trúarsamfélögum. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: Mánudagur: Þriðjudagur: Miðvikudagur: Fimmtudagur: Föstudagur: Laugardagur: Jak. 1.2—4: Raunireruugleðiefni. Jak. 1.5: Guð gefur vizku. Jak. 1.9: Ber höfuðið hátt. Jak. 1.12: Standizt freistingar. 1.16—18: Allt gott er frá Guði. 1.19: Að heyra ogtala. 1.22: Verið gjörendur orðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.