Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988
45
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Birgðabókhald
Óskum að ráða nú þegar starfskraft til tölvu-
færslu birgðabókhalds.
Skilyrði eru nákvæmni í meðferð talna og
reynsla í tölvunotkun.
Upplýsingar veitir Arinbjörn Sigurgeirsson,
Aðalstræti 16, kl. 14-16 þriðjudag og mið-
vikudag eða eftir samkomulagi.
Lögfræðingar
Skatteftirlit
- Skattrannsóknir
Rannsóknardeild ríkisskattstjóra óskar að
ráða lögfræðing til starfa strax. Starfið felst
í úrskurðum rannsóknardeildarmála, skýrslu-
tökum og lögfræðilegum álitsgerðum. Starf
þetta mun veita réttum aðila góða innsýn í
túlkun og framkvæmd skattalaga svo og
tækifæri til að kynnast bókhaldi og reiknings-
skilum fyrirtækja. Þessu til viðbótar er boðið
upp á góða starfsaðstöðu, tölvunámskeið,
ferðir út á land og laun samkvæmt launa-
kerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist: Rannsóknardeild ríkisskatt-
stjóra Laugavegi 166, 150 Reykjavík, fyrir
25. janúar 1988. Einnig eru veittar upplýsing-
ar í síma 623300. (Oddur).
RSK,
Rannsóknardeiid.
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHALD
Barna- og unglingadeild,
Dalbraut 12
Fóstra og þroskaþjálfi óskast á dagdeild
barna. Vinnutími frá kl. 08.00-16.00, frí um
helgar.
Upplýsingar hjá hjúkrunardeildarstjóra eða
hjúkrunarframkvæmdastjóra, sími 84611.
Þvottahús ríkisspítala, Tunguhálsi
Starfsmenn óskast í almenn störf, af-
greiðslu og ræstingar (50%) í þvottahúsi
ríkisspítala. Hlutastörf koma til greina. Góð
vinnuaðstaða, ódýrt fæði, fríar ferðir frá
Hlemmi. Vinnutími getur yerið breytilegur.
Nánari upplýsingar um ofangreind störf veit-
ir forstöðukona, Þórhildur Salómonsdóttir,
sími 671677.
Vífilsstaðaspítali
Sjúkraliða vantar nú þegar á næturvaktir á
hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala, 60% vinna.
Starfsmenn vantar nú þegar í 75% starf og
100% starf.
Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, sími 42800.
Vífilsstaðaspítali - eldhús
Starfsmenn óskast í eldhús Vífilsstaðaspítala.
Upplýsingar gefur yfirmatráðskona, sími
42800.
Öldrunarlækningadeild, Hátúni
Starfsmaður óskast nú þegar til afleysinga
á dagspítala í 2 mánuði. Dagvinna.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri öldrunarlækningadeildar, sími
29000-582.
Reykjavík, 17. janúar 1988.
Mfl s Mm
Barónsstíg 2.
Starfsfólk vantar
Óskum eftir að ráða fólk til almennra verk-
smiðjustarfa. Hlunnindi í boði.
Upplýsingar aðeins veittar á staðnum milli
kl. 9 og 16.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJÁVÍKURBORGAR
Vonarstræti 4 — Sími 25500
Unglingaathvarf,
T ryggvagötu 12
Auglýst er eftir starfskrafti í 46% kvöldstarf.
Hér er um að ræða mjög fjölbreytt og gef-
andi starf með unglingum á aldrinum 13-16
ára. Lítill og samheldinn starfshópur, þar
sem góður starfsandi ríkir. Æskilegt er að
umsækjendur hafi kennara- eða háskóla-
menntun í uppeldis-, félags- og/eða sálar-
fræði.
Umsóknareyðublöð fást á staðnum eða hjá
Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Póst-
hússtræti 9.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 20606 eftir hádegi virka daga.
Saumastörf
Við óskum að ráða starfsfólk til saumastarfa
sem allra fyrst. Störfin felast í saum á fjöl-
breyttum vinnu- og hlífðarfatnaði í hæsta
gæðaflokki. Ber þar hæst Pollux, Vír og Títan
vinnufötin.
Hjá okkur er nóg að gera, enda er vöruvönd-
un og gæði aðalsmerki fyrirtækjanna.
Öll okkar starfsemi er nú í MAX-húsinu,
Skeifunni 15 (einum besta stað í bænum
t.d. vegna strætisvagna).
Umsóknareyðublöð eru á staðnum, en nán-
ari upplýsingar gefur Sólbjört, verkstjóri.
MAX HF.,
VINNUFATAGERÐIN
OG BELGJAGERÐIN.
Leiðandi fataframleiðendur í Skeifunni 15,
sími 685222.
Viðskiptafræðingar
Skatteftirlit
- Skattrannsóknir
Rannsóknardeild ríkisskattstjóra óskar að
ráða viðskiptafræðing. Starfið felst í rann-
sóknum og eftirliti með bókhaldi og skattskil-
um fyrirtækja. Starf þetta veitir góða innsýn
í túlkun og framkvæmd skattalaga svo og
haldgóða reynslu í bókhalds- uppgjörsmál-
um. I boði er krefjandi og áhugavert starf,
góð starfsaðstaða, ferðir út á land, tölvunám-
skeið og laun samkvæmt launakerfi opin-
berra starfsmanna.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist: Rannsóknardeild ríkisskatt-
stjóra, Laugavegi, 166, 150 Reykjavík, fyrir
25. janúar 1988.
Upplýsingar veittar í síma 623300 (Ragnar).
RSK,
Rannsóknardeiid.
Rafvirkjar
Vanur maður óskast, mikil vinna.
Upplýsingar í símum 40140 og 32733.
Rafvirkinn sf.
Afgreiðsla - bækur
Óskum eftir að ráða sem fyrst starfskraft til
afgreiðslustarfa í íslensku bókadeildinni.
Upplýsingar á skrifstofunni (ekki í síma).
BÓKAVERZLUN
S1CFÚSAR EYHUNDSSONAR
Austurstræti 18.
fD
mroskahjá/p
NÓA TÚNI17. 105 REYKJA VlK. SlMI 29901
Framkvæmdastjóri
Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa lausa
stöðu framkvæmdastjóra. Starfið felst m.a.
í kynningu á málefnum fatlaðra gagnvart al-
menningi og opinberum aðilum, fjáröflun,
skipulagningu ráðstefna og funda, erlendum
samskiptum og umsjón með daglegum
rekstri samtakanna a.ö.l. Æskilegt er að við-
komandi hafi þekkingu á málefnum fatlaðra,
ásamt nokkurri reynslu af stjórnun.
Umsókn fylgi greinagóðar upplýsingar um
menntun og fyrri störf og berist skrifstofu
Þroskahjálpar, Nóatúni 17, Reykjavík, fyrir
15. febrúar nk. Starfið veitist frá 1. apríl.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Þroskahjálp-
ar, sími 29901.
Hitaveita
Reykjavíkur
Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða
járniðnaðarmann vanan pípusuðu. Vinnan
felst í almennu viðhaldi dreifikerfis. Krafist
er hæfnisvottorðs í pípusuðu, rafsuðu og
logsuðu frá Rannsóknarstofu iðnaðarins.
Upplýsingar um starfið veitir Örn Jensson í
bækistöð H.R., Grensásvegi 1.
Sendilsstarf
Óskum eftir að ráða sendil í varahlutaverslun
okkar á Nýbýlavegi 8, Kópavogi.
Starfið er fólgið í eftirfarandi:
1. Akstri
2. Tiltekt og pökkun á vörum
3. Útfyllingu pappíra
Skilyrði fyrir ráðningu eru:
1. Bílpróf
2. Góð og örugg framkoma
3. Samstarfsvilji
4. Reglusemi og góð umgengni
5. Meðmæli
Vinnutími er frá kl. 09.00-18.00 alla virka
daga.
Skriflegar umsóknir óskast sendar fyrir 22.
jan. nk. á Nýbýlaveg 8, 200 Kópavogi, merkt-
ar: „Starfsumsókn - sendilsstarf1.
Öllum umsóknum verður svarað.
TOYOTA
Nýbýlavegi 8,
200 Kópavogur.