Morgunblaðið - 20.01.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 20.01.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 5 Morgunblaðið/ól.K.M. Bilun í dælum veldur því að snjóbræðslukerf id í Austurstræti og á Lækjartorgi virkar ekki sem skyldi. Reykjavík: Bilun í snjóbræðslukerfi Tollalækkunin: Símtæki lækka minnst hjá Pósti og síma VIÐ tollalækkunina um áramótin lækkuðu símtæki um u.þ. b. 40% Morgunblaðið hafði samband við tvær verslanir sem selja símtæki og höfðu þær lækkað verð á þeim sem nam tollalækkuninni strax eftir áramótin. Póstur og sími hefur hins vegar aðeins lækkað þau tæki sem leyst hafa verið út eftir áramótin um 40%. Onnur símtæki, sem stofnunin átti á lager um áramótin, lækkuðu um 30%. Fyrirtæki, sem Morgunblaðið hafði samband við, lækkuðu hins vegar birgð- irnar iíka. BILUN í dælum sem dæla heitu af fallsvatni úr húsum við Austur- stræti og Lækjartorg, veldur því að snjóbræðslukerfið virkar ekki, að sögn Sigurðar Skarp- héðinssonar aðstoðar gatnamála- Austurstræti: • • Olvaður mað- ur réðst á full- orðna konu Tveir menn komu hon- um í hendur lögreglu ÖLVAÐUR maður réðst á full- orðna konu í Austurstræti síðdegis í gær. Konan hlaut ekki mikla áverka og tveir borgarar handtóku manninn og komu hon- um undir hendur lögreglu. Maðurinn, sem er útlendingur, gaf sig á tal við konuna í Austur- stræti. Af einhveijum ástæðum réðst hann á hana og skellti henm niður í götuna. í fallinu slóst hún utan í húsvegg og meiddist á höfði. Tveir menn, sem sáu atburðinn, tóku árásarmanninn á milli sín og leiddu hann á lögreglustöðina við Tryggvagötu, en hann var síðan fluttur í fangageymslur lögreglunn- ar. Að sögn varðstjóra á miðborgar- stöð þótti lögreglunni eink-ar ánægjulegt að borgarar skyldu taka málin í sínar hendur fyrst enginn lögregluþjónn var á staðnum. Konan var flutt á slysadeild, þar sem meiðsli hennar voru könnuð, en hún var nokkuð marin. Hún fékk að fara heim að lokinni skoðun. Tveir menn á slysadeild JEPPI og sendibifreið skullu harkalega saman á mótum Hjallabrautar og Herjólfsgötu í Hafnarfirði í gær. Ökumennirnir voru báðir fluttir á slysadeild. Areksturinn varð um kl. 7.30 og var svo harður að báðar bifreiðam- ar eru mjög illa farnar. Ökumenn- imir slösuðust báðir, en þó ekki alvarlega. stjóra. Sigurður sagði að hitalagnir væru undir öllu torginu og á milli húsanna í Austurstræti en þegar dælumar biluðu fyrir nokkrum dög- um þá fraus á kerfinu. „Við emm að beijast við að lagfæra þetta og þurfum að fá nokkra þíðviðrisdaga til að það geti gengið," sagði Sig- urður. Guðmundur Bjömsson aðstoðar póst- og símamálastjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið að stofnunin hefði átt talsverðar birgðir af símtækjum á lager fyrir áramótin. „Þessar birgðir eru til vegna þess að afgreiðslustaðir Pósts og síma á landinu eru milli 80 og 90 talsins- og ekki má þessa vöm vanta,“ sagði hann. „Við höfum lækkað þessi tæki um 30%, þannig að stofnunin tekur á sig tapið af því. En tæki sem við leysum út eftir áramót lækka um tæp 40%.“ Guðmundur sagði að oft hefði selst meira af símtækjum í desem- ber en aðra mánuði. Er hann var spurður að því hvort stofnunin hefði pantað fleiri tæki fyrir þessi jól en áður, sagðist hann ekki vilja kann- ast við það. „Þegar vömr hækka, til dæmis vegna gengisfellingar, seljum við þær alltaf á gamla verðinu þangað til þær em uppseldar. Nú göngum við langleiðina og lækkum verðið um 30% í stað 37—38% eins og tollalækkunin gefur tilefni til. Sem dæmi um það lækkuðu vinsæl tæki úr 6.600 krónum án söluskatts í 4.790 krónur án söluskatts," sagði Guðmundur Bjömsson. í Radíóbúðinni fengust þær upp- lýsingar að símtæki sem til sölu em hjá versluninni lækkuðu strax dag- inn eftir að tollalækkunin gekk í gildi um rúmlega 40%. Verslunin átti nokkrar birgðir, en ákveðið var að lækka öll tæki strax. Algeng símtæki kosta. ’t.d. ‘eftir lækkun 2.380 krónur, en kostuðu áður 3.980 krónur. Símkerfi fyrir fyrir- tæki með 5 línum fyrir 16 tæki kostaði áður 116.000 krónur, en kostar nú 66.000 krónur Heimilistæki hf. lækkuðu einnig símtæki sín strax eftir að tollalækk- unin gekk í gildi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá fyrir- tækinu lækkuðu tækin um 45%. Algeng tæki sem áður kostuðu um 4.650 krónur kosta eftir lækkunina um 2.555 krónur og önnur sem kostuðu 5.509 krónur kosta nú 3.030. Þar vom til einhveijar birgð- ir, en fyrirtækið reyndi að leysa tækin úr tolli jafnóðum og þau seld- ust. Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er sparneytin, 5 manna og sérlega léttog lipurí um- ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja. * LANCIA SKUTLA kostar kr. 312 þús.kr. stgr. Útborgun kr. 78.000, eftirstöövar greiðast á 30 mánuðum, kr. 9.860 pr. mánuð að viðbættum verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu Mátt þú sjá af 334 krónum á dag?* Ef svo er þá getur þú eignast splunkunýja LANCIA SKUTLU! er ekki innifalinn. joengisskr. isjm u BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99. Opið laugardaga frá kl. 1 - 5.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.