Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
Kortið sýnir staðsetningu stöðva og rásafjölda. Þau svœði sem Póstur og simi telur sig ná dl eru
skyggð en engin ábyrgð er þó tekin á þvi vegna breytilegra aðstæðna.
Farsimakerfið eflt samfara
mikilli fjölgun notenda
FARSÍMAKERFI Pósts og sima var eflt mjög á siðasta ári og er
nú minna um að notendur nái ekki sambandi vegna þess að all-
ar rásir séu uppteknar. Undanteknar eru þær stöðvar sem þjóna
togurunum á Vestfjarðamiðum og loðnuflotanum undan Aust-
fjörðum, en þar hefur ástandið verið mjög slæmt að undanfömu,
að sögn Magnúsar Waage, verkfræðings hjá Pósti og sima. „Við
reynum að halda í við notendafjölda, en notendum farsímakerfis-
ins hefur fjölgað mun meira cn menn áttu von á þegar þvi var
komið á laggiraar fyrir einu og háifu ári,“ sagði hann.
Farsímanotendur um síðustu
áramót voru 5008 og hafði þá
fjölgað um 137%, móðurstöðvum
hefur fjölgaö úr 29 í 38 (31%) og
rásir eru um 210 talsins, hefur
ijölgað um 123%. Þá var farsíma-
stöðin stækkuð í byijun ársins.
Teknar hafa verið í notkun móður-
stöðvar á Háöxl í öræfum,
Stórholti á Holtavörðuheiði, Tjöm
á Skaga, Viðarfialli við Þistilfjörð,
Húsavíkurfjalli, Grænnípu við
FáskrúðsflÖrð, Gildruholt austan
Helissands, Hænuvíkurháls sunn-
anvert við Patreksflörð og Grímu,
sunnanvert við Reyðarflörð.
Á þessu ári er áætlað að taka
rúmlega 100 rásir í notkun auk
Qölda móðurstöðva, fáist fjárveit-
ing til. Enn eru ’ótengdar móður-
stöðvar á Hátungum á
Steingrímsfjarðarheiði og á
Rjúpnahæð í Reykjavík en vonir
standa til að hægt verði að tengja
þær í næstu viku. Að sögn Magn-
úsar hafa tafír á tengingu þessara
stöðva ekki komið að sök.
Farsímanotendur hringja að
meðaltali 3 samtöl á dag og tala
að meðaltali í 3 mínútur og er
þetta mun meiri notkun en hjá
nágrannalöndunum. Séu ársljórð-
ungs- og mfnútugjöid á Norðurl-
öndum borinn saman, kemur í ijós
að lægst eru þau hér á landi; árs-
flórðungsgjaldið hér er 1.062,50
en hæst í Finnlandi, 4.053 kr.
Mínútugjaldið hér er 12,95 en
hæst í Svíþjóð, 21,10 að degi til.
Stofngjald fyrir farsíma er aftur
á móti hæst hérlendis, en það er
það sama og fyrir almennan síma,
9.125 kr.
Póstur og sími bjóða farsíma-
notendum nú upp á nýja þjónustu
þeim að kostnaðarlausu; samtals-
flutning ef ekki svarar (*61). Sé
sfminn f sambandi, hringir þrisvar
áður en samtal flyst, en sé hann
tekinn úr sambandi fíyst samtalið
þegar. Þá er vonast til að með
vorinu verði hægt að samtengja
íslenska farsímakerfið samsvar-
andi kerfum á hinum Norðurlönd-
unum.
Magnús vildi taka það fram,
að sögusagnir um að jafndýrt
væri að hringja til útlanda og inn-
anlands úr farsímum, væru
algerlega úr lausu lofti gripnar.
Jafndýrt væri að hringja til út-
landa og úr venjulegum símtælq-
um.
Breytt umferðarlög;
Lögregla aðeins
kölluð á vett-
vang verði slys
Sérstök eyðublöð send öllum bíleigendum
MEÐ nýjum umferðarlögum, sem taka gildi 1. mars, verða meðal
annars gerðar þær breytingar að ekki þarf að gera lögreglu við-
vart um umferðaróhöpp nema meiðsli verði á fólki eða ókunnugt
sé um tjónvald eða -þola. Þetta hefur f för með sér að ökumenn eiga
að jafnaði sjálfir að skrá niður upplýsingar um tjón og aðdraganda
óhapps og koma þeim upplýsingum f hendur tryggingafélaga sinna.
Tryggingaf élög og lögregluyfirvöld eru nú að undirbúa þær ráðstaf-
anir sem þessum breytingum fylgja.
Nú er unnið á vegum trygginga- um alls ekki skerðd öryggi manna
félaganna að hönnun og prentun
eyðublaða, svokallaðra tjónstil-
kynninga, sem eftir 1. mars eiga
að vera til í öllum skráðum ökutækj-
um. Eyðublöðin og leiðbeiningar um
notkun þeirra verða, að sögn Sig-
mars Ármannssonar framkvæmda-
stjóra Sambands íslenskra
tryggingafélaga, tilbúin fyrri hluta
febrúar og er stefnt að því að senda
þau til bíleigenda um leið og gíró-
seðla vegna greiðslu iðgjalda fyrir
nýtt tryggingaár, sem hefst eins
og kunnugt er 1. mars.
„Við viljum að lögreglan hjálpi
fólki að læra á þessi blöð og verði
til aðstoðar meðan fólk er að læra
á þetta nýja kerfí," sagði Hjalti
Zóphóníasson skrifstofustjóri dóms-
málaráðuneytisins þegar hann var
spurður að því hvort lögreglan
mundi ekki koma á árekstrarstað
eftir 1. mars nema um meiðsli eða
verulegt eignatjón væri að ræða.
. „Það er ekki hægt að klippa á þessi
afskipti fyrirvaralaust."
Að sögn Hjalta er um þessar
mundir verið að senda bréf til allra
lögregluembætta þar sem greint er
frá hvemig bregðast skuli við þess-
ari ákveðnu breytingu. „t bréfínu
stendur meðal annars: Sú breyting
verður einnig á að framvegis skal
gera skýrslu um öll umferðarslys
og -óhöpp sem lögreglunni berast
tilkynningar um og hún fer á vett-
vang. Það er að segja nú skal einnig
gera skýrslur um svokölluð salt-
mál. Hins vegar á ekki að vera
þörf á að gera afstöðuteikningu
nema vátryggingarfélög kalli eftir
henni. Því er nauðsynlegt að gögn
um fjarlægðir, afstöðu og fleira í
slfkum óhöppum verði geymd með
öruggum hætti í ákveðinn tfma,“
sagði Hjalti Zóphónfasson. „Við vilj-
að þessu leyti en hins vegar teljum
við að það sé ekki lögreglumál þótt
menn verði fyrir þvf að nudda stuð-
ara á næsta bíl,“ sagði Hjalti.
í samræmi við þessa breytingu
mun lögreglan einnig taka í notkun
nýja tegund af skýrslueyðublöðum
fyrir umferðaróhöpp 1. mars, þar
sem öll skráning upplýsinga um
þessi fjón verður með einfaldari
hætti en áður.
Magnús Gústafsson forstjórí Coldwater:
Vona að verð á íslenska
gæðafísknum haldist hátt
„VIÐ ERUM með litlar birgðir af þorski og ýsu eins og stendur
en vel settír með karfa- og ufsabirgðir," sagði Magnús Gústafs-
son, forstjóri Coldwater, þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um
birgðastöðuna á Bandaríkjamarkaði. Magnús taldi birgðir ekki
vera óveiyulega miklar miðað við það að bestí sölutími ársins,
fastan, væri að ganga i garð. Hann vildi ekki tjá sig um verðþróun
á Bandaríkjamarkaði en sagðist vona að verð á íslenska gæðafiskn-
um myndi haldast hátt.
ekki að valda miklum vandræðum.
Samkeppnin er þó mjög hörð á
þessum viðkvæma markaði og
spumingin sem menn velta fyrir
sér þessa stundina er hvort að
heildameyslan fari minnkandi:
Einar Halldórsson
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Kringlunnar
NÝR framkvæmdastjóri hefur
verið ráðinn að Kringlunni í
Reykjavík. Hann er Einar Hall-
dórsson, 40 ára að aldri. Einar
tekur við af Ragnari Atla Guð-
mundssyni sem var fram-
kvæmdastjóri byggingafram-
kvæmda fyrir Hagkaup og
gegndi framkvæmdastj órastöðu
hússins timabundið.
Einar lauk stúdentsprófí frá
Verslunarskóla íslands 1968 og
lauk embættisprófí í lögfræði 1974.
Að námi loknu starfaði hann hjá
Tryggingu hf. í fimm ár en þá varð
hann bæjarstjóri í Hafnarfirði tvö
kjörtímabil. Undanfarið hefur Einar
unnið að ýmsum verkefnum, aðal-
lega fyrir fjármálaráðuneytið.
Eiginkona Einars er Ásta B. Jón-
asdóttir og eiga þau tvö böm.
Magnús sagði Kanadamenn
hafa lækkað verð á sínum fiski
töluvert að undanfömu og væri
nú mikið af ódýrum flökum á
markaðinum. Hægt væri að kaupa
flök á 1,70-1,75 dollara pundið en
íslensku flökin kostuðu 2,60 doll-
ara. Þetta væri þó alls ekki hægt
að bera saman, sagði Magnús, þar
sem ekki væri um sambærileg
gæði að ræða. Þó að mikið væri
af þessum flökum í dreifíkerfínu
núna líkaði ekki öllum alls kostar
við þau. Hann taldi líklegt að þeir
sem hefðu keypt flök af öðrum í
bili myndu snúa sér aftur að
íslenska físknum þegar hægt yrði
að anna eftirspum á ný.
„Fisksala hefur almennt verið
dræm hjá okkur undafarið en við
vonum að það fari að lifna yfír
henni aftur eftir mánaðamót þegar
líða tekur að föstu," sagði Magnús.
Sem dæmi um birgðir á Banda-
ríkjamarkaði má nefna að heildar-
birgðir af þorskflökum og blokkum
eru nú áætlaðar tæplegar 60 millj-
ónir punda og þykja mönnum þær
miklar. Til samanburðar má geta
þess að heildameysla hefur verið
um 400 milljónir punda árlega.
Þegar síðan er tekið mið af hinum
miklu sveiflum sem geta verið á
fískframboði ættu þessar birgðir
130 kindum slátr-
að vegna riðuveiki
Björk, Mývatnssveit.
RIÐU varð vart á einum bæ í
Mývatnssveit fyrir skömmu.
Varð það tíl þess að öllu fé
bóndans, 130—140 fjár, var
slátrað í sláturhúsinu á
Húsavík í vikunni.
Riðuveiki mun fyrst hafa orðið
vart hér í sveit fyrir 1970. Árið
1980 var gripið til þess ráðs að
skera niður fjárstofn eins bón-
dans í Álftagerði. Árið 1982 var
skorið niður á Helluvaði um 300
§ár og einnig hjá einum bónda
í Álftagerði. Haustið 1985 fengu
bændumir á Helluvaði nýjan
Qárstofn og virðist allt vera í
lagi þar.
Fyrir skömmu varð yart við
riðu í einni á hjá Pétri Gauta
Péturssyni bónda á Gautlöndum.
Var henni slátrað og sýni sent
suður að Keldum og greindist
riða svo óyggjandi er. Var öllu
fé bóndans slátrað á Húsavík
síðastliðinn miðvikudag.
Kristján