Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 54

Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 SigurðurE. Óla- son hæstaréttarlög- maður — Minning Ég man ekki hvenær það gerð- ist. Eg get ékki heldur gert mér grein fyrir því hvort ég hafði sjálfur aflað mér fróðleiks um tákn hinnar eldfomu helgiathafnar eða hann var veittur mér að nafna mínum. En ég var sannfærður um að við hefð- um þá í einu og öllu farið að fyrirmælum guðanna þvi við skrið- um báðir með ærinni fyrirhöfn undir torfu og hörkuðum af okkur sárs- aukann þegar við blönduðum blóði. Upp frá því vorum við óvéfengjan- lega orðnir fóstbræður. Minnis- stæðast er mér enn frá þessum atburði hve rígmontinn ég var yfír því að þessi stóri leikbróðir minn frá Gröf skyldi vera svo ljúfur og lítillátur að hefla hinn fimm árum yngri smástrák frá Miklaholti til svo mikillar vegsemdar. Enda þótt ýmislegt eftirminnilegt væri brallað á þessum árum þá hefur athöfti fóstbræðralagsins orð- ið mér minnisstæðust af hinum furðulegu uppátækjum okkar og sígilt tákn þakkarskuldar við æsku- félaga minn og ævilangan leik- bróður. En þótt hefndarskyldan hafí efíaust verið ofarlega í hugum okkar um þessar mundir þá er mér nú ljúft að minnast þess að hana hef ég aldrei þurft að rækja þar sem ég veit ekki betur en þó að fóst- bróðir minn yrði stöku sinnum að láta undan síga um stundarsakir þá auðnaðist honum jaftian að ganga að lokum ósigraður frá hveij- um þeim leik er hann háði. Hins vegar er mér nú bæði Ijúft og skylt að rækja þá bróðurskyldu að færa honum innilegar þakkir frá mér og öllum öðrum sem fengu að njóta samvista við hann á löngum og litríkum æviferli sem lauk með líknsemd dauðans eftir að þjáning ein ríkti þar sem áður var unaður lífsins. Enda þótt alllöng hlé yrðu á dag- legum samskiptum okkar eftir að lauk búsetu á æskustöðvum þá efld- ist vinátta okkar á ný eftir að við vorum báðir komnir til starfa hér í Reykjavík. Að henni var ekki ein- ungis hiúð með tíðum samfundum hjá ijölskyldum okkar. Hún var einnig nærð í félagsskap okkar íjórtán fyrrum Snæfellinga og Hnappdæla, þá búsettra Reyk- víkinga, nú allra horfínna héðan að þeim eina undanskildum sem harm- ar nú alla fallna félaga með innileg- um þökkum fyrir unaðslega samfylgd í okkar gamla og góða „Hnappi". Við nafnar fórum einnig stundum á fíakk saman bæði hér heima og einnig til Ástralíu og Asíu. Ég er ekki að rifja þetta upp hér til þess að miklast af því að Sigurður skyldi velja mig að vini enda þótt mér sé engin launug á að ég var og er hreykinn af því. Ég minnist þessa bæði vegna þess hve rík mér er nú í huga þakkar- skuldin við þennan fomvin minn og eigi síður að löng og náin kynni leiði til þess að mér verði trúað þegar ég fullyrði að með Sigurði Ólasyni sé nú fallinn einn ágætasti samtíðarmaður okkar, frábærlega vel úr garði gerðpr, ágætlega menntaður og sfleitandi aukinnar þekkingar, sérstæður og ógleyman- legur öllum sem honum kynntust, mest metinn af þeim sem þekktu hann best. Enda þótt ég hafí nú, þrátt fyrir ákvörðun um að láta kapítula minn- ingargreina lokið í lífí mínu, talið mér skylt að þakka vini mínum með nokkrum orðum við þessi leiðarlok þá mun ég einungis stikla á stóru við uppriíjun á æviferli hans einkum þar sem ég geri ráð fyrir að ein- hveijir úr hópi samverkamanna hans muni riQ'a það upp sem hæst er talið bera í lögfræði- og embætt- isstörfum hans. Sigurður Ellert fæddist hinn 19. janúar 1907 að Stakkhamri á Snæ- fellsnesi og skorti þess vegna einn sólarhring til þess að lifa 81. af- mælisdag sinn. Faðir hans, sveitar- höfðinginn Óli Jón, bjó þá að Stakkhamri. Móðir Sigurðar var Þórunn Sigurðardóttir. Hún var af góðkunnum ættum að norðan, veiktist á leið til Ameríku, ætlaði sér einungis að eiga áningarstað á Snæfellsnesi en iauk þar í áfanga- stað langri og farsælli ævi. Þórunn gerðist bústýra Halldórs Bjamasonar að Gröf í Miklaholts- hreppi og síðar eiginkona hans og fóstra þeirra bama er fyrir vom í búi hans við komu hennar. Sigurður bættist við bamahópinn að Gröf og síðar Unnur dóttir þeirra Þórunnar og Halldórs. Heimilið að Gröf var jafnan í fremstu röð enda Halldór einn fyrir- manna byggðarlagsins og Þórunn annáluð sæmdarkona. Er mér í bamsminni sú mikia vinátta sem jafnan var með foreldmm mínum og Grafarhjónunum og sú frábæra gestrisni er allir nutu sem sóttu heim hjónin að Gröf. Sigurður hóf ungur langskóla- nám. Til þess naut hann áreiðanlega nokkurs styrks frá hálfbræðmm sínum, kaupmönnunum óla Jóni og Tómasi, sem báðir vom öðlings- menn og þá komnir til sæmilegra bjargálna hér í bæ. Sjálfur reyndist Sigurður fljótlega hinn mesti dugn- aðarmaður og aflakló. Allt renndi þetta stoðum undir óslitinn náms- feril sem lauk með embættisprófí í lögfræði árið 1933. Á námsámnum komst Sigurður fljótlega í sviðsljósið vegna forystu- hæfíleika sinna. Formaður Stúd- entaráðs varð hann síðasta háskólaár sitt og síðar formaður Stúdentafélags Reykjavíkur. Nokkmm mánuðum eftir að Sig- urður lýkur lögfræðiprófí gerist hann fulltrúi hjá ríkisféhirði og síðar í fj ármálaráðuneytinu. Þar var hann alla tíð síðan, oftast í hálfu starfi, þangað til hámarksaldri var náð. Jafnhliða embættisstörfum opnaði Sigurður lögfræðiskrifstofu árið 1935 og rak hana alla tíð síðan. Hæstaréttarlögmaður varð hann árið 1941. Sigurður gegndi margvíslegum trúnaðar- og virðingarstörfum á ferli sínum. Hann annaðist skjala- vörslu Alþingis árið 1932, var í fyrsta haþpdrættisráði Háskóla ís- lands, sat í milliþinganefndum við úrlausn ýmissa vandamála, t.d. end- urheimt íslenskra handrita úr erlendum söfnum. Hann var skipað- ur í landsnefnd lýðveldiskosning- anna 1944. Er hér einungis getið fárra trúnaðarstarfa af þeim mörgu, sem honum vom falin. Öll rækti hann þau með ágætum og hefði áreiðanlega getað hlaðið sig ábyrgðarmiklum embættum ef hug- ur hans hefði staðið til meiri mannvirðinga en þeirra sem hann kærði síg um. Alkunna er það sem forðum var sagt um biskup þann sem talið var að jafn listilega hefði getað gegnt þrem ólíkum trúnaðarstörfum. Ekki veit ég hve mörg störf Sigurður hefði getað rækt með miklum ágæt- um en áreiðanlegt er það að fleiri strengir vom á hans hörpu en þeir sem hann lék á sér til nauðþurfta. Ég er t.d. sannfærður um að ef Sigurður hefði kosið að feta í fót- spor forfeðra sinna hefði hann orðið frábær búhöldur á Snæfellsnesi. Um það vitnar ótal margt í fari hans sem of langt mál yrði nú upp að telja. Þeir sem hlýddu á er Sig- urður lék á hin margvíslegustu hljóðfæri og vissu að bak við það tómstundagaman var sjálfsnám eitt, sannfærðust um að þar hefði skikkja hæstaréttarlögmannsins sveipast um hinn ágætasta tónlist- armann. Einni fræðigrein mun þó öðmm fremur eftirsjá í þvi að Sigurður helgaði ekki henni einni allra starfs- ævi sína. Það er sagnfræði. En hún varð einungis tómstundagaman sem jók honum lífsnautn og færði öðmm aukinn fróðleik og ný við- horf til margvíslegra vandamála. Um þau fræði ritaði hann fjölda greina í blöð og tímarit auk bókar- innar YFIR ALDA HAF, sem út kom fyrir um tveim áratugum. Fjöl- breytnin í efnisvali er því til vitnis- burðar hve áhugamál Sigurðar vom fjölbreytileg og fjarlæg hinu dag- lega brauðstriti hans. Það virðist freista margra sem hefjast frá ókynni og fátækt til menntunar, mikilla mannvirðinga og æskilegrar afkomu að gadd- ftjósa í ímyndaðri hátign og ein- angra sig með stertimennsku frá alþýðunni sem ól þá. Ekkert var flarlægara Sigurði Ólasyni. Hann var í rauninni alla ævi sami ágæti sveitamaðurinn og allir þeir forfeð- ur hans sem urðu fyrst og fremst eftirminnilegir vegna hinna miklu mannkosta sinna. Sléttmáll en flug- háll broddborgarinn var algjör andstaða hans. Hann kaus jafnan að koma til dyra eins og hann var klæddur og lét sig engu skipta hver það var sem á þær knúði. Það læt- ur að líkum um jafn margslunginn mann og Sigurður var að hann virt- ist ekki alltaf jafn prúðbúinn. En við nánari kynni reyndist sá búnað- ur einmitt það sem gerði hann nógu sérkennilegan þá stundina til þess að næstu samfimdir yrðu mikið til- hlökkunarefni. Bráðfyndin og markviss tilsvör hans, sem mörg urðu þjóðfræg, óþrotlegur fróðleiksbrunnur, ríkt ímyndunarafl, ævintýralegt hugar- flug, mikil hjartahlýja og veitinga- gleði ollu þvf að enginn var honum eftirsóknarverðari þegar eftit var til fagnaðar ljúfu lífí. Einnig þar var hann fágætur afburðamaður, ógleymanlegur og ákjósanlegur lagsbróðir og sáiufélagi. Við geng- um raunar líka í stúku saman. Þó að sú dvöl yrði skemmri en í önd- verðu var fyrirhugað þá varð hún nógu löng til að sannfæra mig um að Sigurður hefði áreiðanlega á skömmum tíma getað orðið einn af máttarstólpum stórstúkunnar ef hann hefði talið það eftirsóknarvert. Enda þótt mikill fagnaður í hópi margra góðra vina virtust löngum vera Sigurði hugstæðust mannlegra samskipta þá fer því fjarri að það einkenndi allra sfðustu ár æviferils hans. Þá þótti honum gott að ger- ast einfari, draga sig inn í skelina til þess að njóta næðisstunda. Hvers vegna það var vissi ég aldrei örugg- lega. Hugsanlegt er að í venjulegu Qölskyldulífí, flölbreytilegu amstri daganna, grúski fomra fræða eða háværum veislufagnaði hátíða- stunda hafí Sigurður ekki fundið sjalfan sig og af þeim sökum tekið til við að leita sín í einsemd kyrrðar- innar. Ég veit það ekki en þar var hann þegar hann veiktist nú á síðastliðnu hausti. Eftir það var hann fluttur í Borgarspítalann þar sem hann naut frábærrar umönnun- ar þar til yfír lauk. Sigurður þótti á yngri árum mik- ið kvennagull og naut alla tíð eigi síður hylli kvenna en annarra sam- ferðamanna. Hann kvæntist árið 1934 Ragnhildi kjördóttur Ásgeirs prófasts að Hvammi í Dölum. Eigi áttu þau skap saman og skildu því eftir stutta sambúð. Aftur kvæntist Sigurður hinn 6. mars 1943 hinni ágætu konu, Unni kennara, dóttur Kolbeins skálds og bónda að Kolla- fírði og konu hans Guðrúnar Jóhannsdóttur kennara. Ung að árum bjó Unnur Sigurði fagurt og hlýlegt heimili og ól honum sex böm. Þau hjón nutu fágæts bama- láns. Bömin em Kolbeinn flugstjóri, búsettur í Lúxemborg, Þómnn leik- stjóri og rithöfundur, Jón skólastjóri að Bifröst, Guðbjartur prentfræð- ingur, Guðrún sem enn er við nám í talmeinafræði á Ítalíu og Katrín myndlistamemi. Hafa bömin öll augljóslega notið góðrar heiman- fylgju frá þeim ágætu stofnum sem þau em vaxin af. Ég rifjaði það áðan upp hve hreykinn ég var af að eignast í bamæsku vináttu hins gamla og góða leikbróður míns. Ég man enn hve hugkvæmur, snjall og úrræða- góður hann var og hve ljúft mér var að fylgja forystu hans. Löngu síðar varð mér ljóst að það vom einmitt þessir sömu eiginleikar sem ollu því hve þjóðkunnur og vinsæll hann varð. Én nú er ég einnig hreykinn af því að það skyldi hafa verið mín kæra ættbyggð sem ól Reykjavík þennan frábæra fóstur- son. Þótt það kunni e.t.v. að hljóma grimmilega verð ég að játa að and- látsfregn hans varð mér fagnaðar- -----,----------•• V AXW----- Í3% ttl i6% verðlœkknn á símtœkjum Þessi fallegi sími með 11 númera minni, sem hannaður er afhinu rómaða fyrir- tæki Bang og Olufsen lækkar í verði um 43% vegna tollalækkana, úr 8.260 kr. ÍU.681 kr. Samsvarandi lækkun ereinnigá öðrum tegundum símtækja. T.d. lækkar Modu- lophone handsími úr kr. 2.990 kr. í 1.666 kr. og Comét memo með 10 núm- era minniúr 5.978 kr. í 3.236 kr. PÓSTUR OG SÍMI Símarnireru seldir í söludeildum Pósts ogsíma íKringlunni, Kirkjustræti og á póst- ogsímstöðvum um allt land.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.