Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 58
58
" MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
Minning:
*
Frímann A. Jónas
son fv. skólasijóri
Fæddur 30. nóvember 1901
Dáinn 16. janúar 1988
Frímann Ágúst Jónasson, eins
og hann hét fullu nafni, var fæddur
30. nóvember 1901 að Fremrikotum
í Norðurárdal í Skagafirði, sonur
Jónasar Hallgrímssonar og Þóreyj-
ar Magnúsdóttur sem þar bjuggu.
Hann nam bókband á Akureyri
1916—17; það mun hafa verið hjá
Oddi Bjömssyni. Hann gekk í Kenn-
araskóla íslands og lauk þaðan prófi
1923. Síðan kenndi hann tvo vetur
á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp og
var kennari við bamaskólann á
Akranesi átta ár. Árið 1933 tók
hann við nýreistum heimavistar-
skóla á Strönd á Rangárvöllum og
stýrði honum í sextán ár, en 1949
gerðist hann skólastjóri við Kópa-
vogsskóla (bamaskóla) og gegndi
því starfi til 1964. Síðan fékkst
hann við bókband um hríð, hafði
fengið sveinspróf í iðninni 1947.
Frímann fór tvívegis utan til að
afla sér aukinnar menntunar, var í
lýðháskólanum í Askov sumarið
1936 og fór námsferðir til Noregs
og Danmerkur 1947—48.
Auk kennslu sinnti hann ýmsum
félagsmálum, sat í stjómum kenn-
arafélaga og ungmennafélaga þar
sem hann var kennari, einnig í
stjóm Norræna félagsins í Kópa-
vogi og Rotaryklúbbs Kópavogs.
Lengi starfaði hann í Góðtemplara-
reglunni, var einn aðalstofnandi
stúkunnar á Rangárvöllum og lengi
æðstitemplari hennar. Hann var á
Akranesárum sínum í stjóm bóka-
safnsins þar, en á Rangárvöllum
sá hann um bækur lestrarfélagsins
og í Kópavogi var hann í stjóm
bókasafnsins. Hann var lengi í
sljóm Sambands íslenskra bama-
kennara og mun hafa verið einn
þremenninganna sem á sínum tíma
stofnuðu Kennarafélag Rangæinga.
BREYTTUR
persónuafslóttun
Nú14.797 kr.
fyrir hvem mánuð
Persónuafsláttur í staðgreiðslu opin-
berra gjaida hefur verið ákveðinn 14.797
krónur fyrír hvem mánuð á tímabilinu jan.-
júní 1988.
Þessi breyting á persónuafslætti hefur
ekki íförmeðséraðnýskattkortverðigefinúttil
þeirra sem fengu sín skattkort fyrir 28. des. sl.,
heldur ber launagreiðanda að hækka persónu-
afsláttinn við útreikning staðgreiðslu.
Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín
útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts
afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann
persónuafslátt, sem fram kemur á þessum
skattkortum og aukaskattkortum (öllum
grænum og gulum kortum), um 8,745%
(stuðull 1,08745).
í S* 9
Mikilvægt er að launagreiðandi breyti ekki
upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphasð á
að standa óhreyfð til ársloka. Hins vegar ber að
taka tillit til orðinnar hækkunar við útreikning
staðgreiðslu. Launamaður má ekki heldur
breyta upphæðinni sem fram kemur á skatt-
korti hans. Hann afhendir launagreiðanda kort-
ið óbreytt nema hann fái aukaskattkort.
Skattkort sem gefin eru út 28. desember
og síöar bera annan lit en þau skattkort sem
gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort
munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið
janúar-júní 1988 og þarf því ekki að hækka
persónuafslátt þann sem þar kemur fram við
útreikning staðgreiðslu.
Heimilt er að millrfæra 80% af ónotuðum
persónuafslætti til maka. Þetta gildir bæði um
hjón og sambúðarfólk, sem hefur heimild til
samsköttunar.
Launagreiðandi millifærir persónu-
afsláttinn, þannig að hann tekur tillit til 80%
þeiirar upphæðar sem fram kemur á skatt-
korti og aukaskattkorti maka, hafi það veríð
afhent honum.
Launagreiðendur aihugið
að hœkka upphœð persónuafsláitar
á eldri skallkortum um 8,745%
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
t Ct»tl til f • (II f K i *•
...
I
5
S
Hinir voru Sigfús Sigurðsson í
Hvolsskóla og Halldór Sölvason í
Fljótshlíðarskóla. Félagið átti lítinn
fjölrita (sprittfjölrita) sem gekk
milli manna því að vitanlega höfðu
skólamir ekki ráð á slíku tæki, en
félaginu mun hafa verið ætlað að
styrkja skólastarfið.
Frímann skrifaði nokkrar bækur
handa bömum og unglingum: Hve
glöð er vor æska (1944). Þegar sól
vermir jörð (1950). Valdi villist í
Reykjavík (1980). Landið okkar,
lesbók um landafræði íslands
(1969). Auk þess skrifaði hann
nokkrar frásagnir og minningar-
greinar í blöð og flutti útvarpser-
indi.
Kona hans var Málfríður Bjöms-
dóttir kennari frá Innstavogi við
Akranes, fædd 1893, dáin 1977.
Böm þeirra eru þijú, Ragnheiður
Þórey hjúkrunarfræðingur, gift Ove
Krebs verkfræðingi í Philadelphiu
í Bandaríkjunum, þau eiga tvö böm.
Bima Sesselja kennari í Hvera-
gerði, gift Trúmanni Kristiansen
skólastjóra, eiga fjögur böm og
fimm bamaböm. Jónas bygginga-
verkfræðingur í Kópavogi, kvæntur
Margréti Loftsdóttur bóksafns-
fræðingi, eiga þrjú böm.
Allt þetta og miklu fleira er auð-
fundið í skrám og heimildarritum.
En hér er skylt að heyrist rödd úr -
hópi þeirra sem áttu í bemsku at-
hvarf hjá Frímanni og Málfríði á
Strönd. Mörgu baminu fannst þau
koma næst foreldrunum. Um það
vorum við stundum ófeimin að tala
hvert við annað. Frá mörgum bæj-
um var löng leið í skólann, og það
tók meginhluta dagsins að fara með
bamið í heimavistina þar sem það
skyldi vera fjórar vikur í einu, en
hinn mánuðinn átti það að lesa
heima. Vitanlega var farið ríðandi,
skólabækur, rúmföt og föt til skipt-
anna í einn mánuði haft með í poka
eða tösku. Þá voru böm skólaskyld
10—13 ára. Þá var kreppa í landi N
og víða var litið svo á að vorverk
og háustverk á bæjum væru þarf-
legri en skólavist. Það þótti slæmt
hversu snemma hálfvaxin böm voru
tekin frá haustverkum og sluppu
seint heim í vorverk. Slík viðhorf
vom þó að mildast, ekki síst fyrir
starfsemi manna eins og Frímanns.
Bömin fluttu áhrifin heim á af-
skekktustu bæi.
Það voru mikil umskipti fyrir
þann sem hafði alltaf verið í for-
eidrahúsum, þekkti fáa jafnaldra
og ekki önnur húsakynni en gamal-
dags baðstofu, að koma í heimavist
með heilum tug annarra krakka í
tveggja hæða steinhúsi með renn-
andi vatni í krönum. Sumir voru
illa læsir þegar þeir komu tíu ára
í skólann, en aðrir höfðu lesið mik-
ið, svo sem íslendingasögur,
Almanak Þjóðvinafélagsins og blöð-
in sem komu út vikulega, jafnvel
oftar. Á fæstum bæjum var þá út-
varpsviðtæki, en þau voru að
breiðast út, enda hafði Ríkisútvarp-
ið tekið til starfa 1930. Með því
lögðust niður kvöldvökur með
gamla sniðinu, þar sem einn las
fyrir alla eða kvað rímur. En á
Strönd var útvarp, að vísu í eigu
hjónanna inni í íbúð þeirra. Þar
voru nemendur skólans velkomnir
til að hlusta á bamatímann á sunnu-
Btómastofa
Friófinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- éinnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
(tikils
■ »• ••• ■ * * *'+ :s -i. Tl -