Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 BLAÐ JLÞ
ENGJAKAFFI
olíumálverk 1940-1942 122x142
Krístm Jónsdóttir,
listmálarí, 1888-1988
Amorgun, þann 25. janúar, eru 100 ár
liðin síðan Kristín Jónsdóttir, listmálari,
fæddist að Amamesi við Eyjafjörð, en
hún var fyrst íslenskra kvenna til að
helga sig myndlist að fullu og öllu. í
tilefni af aldarafmæli Kristínar hefur
bókaútgáfan Þjóðsaga nýlega gefíð út
bókina „Kristín Jónsdóttir — Listakona
í gróandanum" eftir Aðalstein Ingólfsson, listfræðing, og
seinna á þessu ári mun Listasafn Islands heiðra minningu
Kristínar með sýningu á nokkrum völdum málverkum
eftir hana.
í formála að bók sinni um listakonuna segir Aðalsteinn
Ingólfsson:
„Kristín var tæplega brautryðjandi í sama skilningi og
Asgrímur Jónsson, Kjarval eða Þorvaldur Skúlason, það
er, hún hafði ekki úrslitaáhrif á það hvemig myndlistin
í landinu þróaðist, formrænt og hugmyndalega.
Hún tók hins vegar upp ýmis sigild viðfangsefni sem
brautryðjendumir leiddu hjá sér eða fjölluðu lauslega um,
til dæmis atvinnulífið, uppstillingar og táknræna umfjöllun
um samband manns og náttúru, og þróaði á áhrifameiri
hátt en gert hefur verið til þessa.
Raunar má segja að Kristín hafi sett mark sitt á allt það
sem hún tók sér fyrir hendur, jafnvel á sviði
landslagstúlkunar, þar sem aðrir listamenn lögðu mest
að mörkum. Sérkenni Kristínar er helst að fínna í
litameðferðinni, kvikum pensildráttum hennar og
blæbrigðaríku litrófi, en með því tókst henni að bregða
sérstakri birtu á allt það sem hún málaði.
En framlag Kristínar til íslenskrar myndlistar verður
ekki einvörðungu talið í málverkum. Hún var óþreytandi
í baráttu sinni fyrir réttindum listamanna, efnahagslegum
og siðferðilegum, án þess að draga úr ábyrgð þeirra.
Margir yngri starfsbræður Kristínar búa enn að uppörvun
hennar og stuðningi, óopinberum sem opinberum."
Við þetta má bæta að í gegnum mann sinn, Valtý
Stefánsson, ritstjóra, tengdist Kristín Morgunblaðinu
nánum böndum og viðraði einatt skoðanir sínar á myndlist
og öðrum menningarmálum á síðum þess. Um þessi skrif
Kristínar segir Aðalsteinn: „í þeirri menningarpólitísku
orrahríð með tilheyrandi flokkadráttum og upphlaupum,
sem litaði alla umræðu um listir hér á landi mestan part
sjötta áratugarins, er rödd Kristínar eins og frískandi
andblær skynsemi og hleypidómaleysis."
Hér á eftir fer kafli úr bók Aðalsteins, þar sem sérstaklega
er fjallað um fyrsta meiri háttar málverk Kristínar,
Piskstökkun við Eyjafjörð (1914), og listræn tengsl þeirra
Kristínar og Muggs, en þau voru samtímis á danska
Akademíinu á árunum 1911—1915.
SJÁ BLS. 18B-19B.