Morgunblaðið - 24.01.1988, Page 27

Morgunblaðið - 24.01.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 B 27 Kunningjakona Van Goghs að eru ekki margir núlifandi manna sem geta státað af því að hafa þekkt hollenska málarann Vincent Van Gogh í eigin persónu, en minning hans er ennþá skýr í huga Jeanne Clement. Hún heldur upp á 113. afmælisdaginn í næsta mánuði. Hún kynntist Van Gogh þegar hún vann í verslun föðurs síns, en þangaðp vandi málarinn komur sjnar til að kaupa pensla og striga. Á myndinni er Jeanne Cle- ment ásamt mynd af dóttur hennar. BJARNI ARASON PLATA í APRÍL Bjami Arason, söngvarinn ungi sem fannst í leit Stuðmanna ■ að týnda látúnsbarkanum, undirrit- aði sl. þriðjudag hljómplötusamning við Skífuna hf. Samkvæmt samn- ingnum mun Bjami syngja inn á þijár plötur sem gefnar verða út af Skífunni og er áætlað að upptök- ur á fyrstu hljómplötunni fari fram í febrúar nk. Mun Jakob Magnússon stjóma upptökum á henni. Að sögn Hjalta Þorsteinssonar, umboðsmanns Bjama, liggur ekki ljóst fyrir hveijir munu annast und- irleik á plötunni en einhver drög hafa verið gerð að lagavali. Eitt lag með Bjama komst áfram í undan- keppni Ríkissjónvarpsins fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, en Bjami sendi þijú lög í keppnina. Lagið sem komst áfram heitir „Aftur og aftur" og er það samið af Jakobi Magnússyni. Verð- ur það að finna á væntanlegri plötu. Ljósm./Guðm. Öm Ingvason. Bjarni og Jón Ólafsson i Skífunni undirrita samninginn. (SLENSKA ÓPERAN Frumsýning á Akranesi 30. janúar 1988 LITLI SÓTARINN eftir BENJAMIN BRITTEN Hljómsveitarstjóri JÓN STEFÁNSSON Leikstjóri ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR Leikmynd UNA COLLINS Sýningar í íslensku óperunni í febrúar 3/2 kl. 1700, 4/2 kl. 1700, 6/2 kl. 1600, 7/2 kl. 1600, 9/2 kl. 1700, 10/2 kl. 1700, 20/2 kl. 1600, 21/2 kl. 1600 22/2 kl. 1700, 24/2 kl. 1700, 27/2 kl. 1600, 28/2 kl. 1600 Frá og með 25. janúar verður tekið við miðapöntunum i í síma 621077 alla daga frá kl. 15.00-19.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.