Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 2

Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 A fullriferð Hnokkinn á myndinni renndi sér á fullri ferð niður brekkuna í Hamragili og skeytti engu um þó hinir fullorðnu hefðu áhyggj- ur af hraðanum. Hann virtist líka hafa gott vald á farkosti sinum. Morgunblaðið/Helena Tæplega 7 0 þús- und einstaklingar fá 547 milljónir BARNABÆTUR fyrsta ársfjórð- ungs hafa verið reiknaðar út og ávisanir sendar innheimtumönn- um ríkisSjóðs og gjaldheimtum til dreifingar til rétthafa. Heiidarflárhæð bamabóta fyrsta árs^órðungs er rúmlega 547 millj. kr. sem dreifist á 69.059 móttak- endur. Þeir skiptast þannig. Hjón, 50.838 einstaklingar, bæt- ur alls 354 millj. kr. eða um 13.940 kr. á hvert hjóna að meðaltali. Sambýlisfólk 10.962 einstakling- ar, bætur alls 75 millj. kr. eða um 13.720 kr. á hvert par að meðaltali. Einstæðir foreldrar, 5.909, bætur alls 111 millj. kr., eða um 18.770 kr. að meðaltali. Aðrir 1.350, bætur alls 7 millj. kr. eða um 4.961 kr. að meðaltali. Fyrirframgreiðsla bamabóta- auka verður afgreidd á næstu dögum og mun verða nálægt 100 millj. kr. Aætlað er, að bamabætur greiddar 1988 verði alls um 2.250 millj. kr. og bamabótaauki um 550 millj. kr. eða alls um 2.800 millj. kr. A síðasta ári vom greiddar bamabætur 1.547 millj. kr. og bamabótaauki 379 millj. kr. eða alls 1.926 millj. kr. og hækka því um 874 millj. kr. milli ára. Greiðsla bamabóta í hveijum ársflórðungi verður miðuð við fram- færendur skv. þjóðskrá í lok næsta ársfjórðungs á undan. Áríðandi er að rétthafar bamabóta sjái til þess að fjölskylduaðstæður, hjúskapar- staða, böm á framfæri og heimilis- fang sé rétt skráð hveiju sinni. Rétthafar bóta, sem ekki fá þær greiddar á næstu dögum, verða að snúa sér til viðkomandi skattstofu. Kemur ekki til greina að baruia endumvjim flotans - segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdasljóri LÍÚ „ÞÆR upplýsingar, sem fram hafa komið um innflutning á skipum, gefa að mínu mati ekki neina mynd af því hvað verða muni. Þetta er óskalisti, sem ekki nema að mjög takmörkuðu leyti uppfyllir þær reglur, sem gilda og þau skilyrði, sem sett eru fyrir eigin fjármagni. Ég tel því að úr þessum umsóknum eigi að vinna með eðlilegum hætti og halda áfram þeirri endurnýjun flotans, sem ákveðið var i fyrra að hefja. Hún hafði verið bönnuð f nokkur ár. Mér finnst ekki koma til greina að fara að banna endumýjun á ný vegna þess að flotinn gengur úr sér og þarfnast enduraýjunar,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. „Endumýjun flotans á að ganga leyti til, að um fá skip sé að ræða fynr sig með eðlilegum hætti að því á hveiju ári, en ekki holskeflur eins og þegar síldarflotinn var byggður milli 1960 og 1970 og skuttogaram- ir milli 1970 til 1980. Þetta verður að gerast jafnt og þétt og það munu ekki verða mörg skip, sem þannig verða samþykkt núna. Þau skip munu ekki koma fyrr en á næsta ári og þar næsta, sem nú yrði sam- þykkt að kæmu í stað annarra, sem féllu úr rekstri eða yrðil seld úr landi. Hlutimir em svo orðnir anzi öfugsnúnir, ef þeir, sem gjaldeyris- ins afla, fá ekki að nota hann til þess að gera við skipin sín. Fari svo mun eitthvað eiga eftir að ganga á og við höft á viðgerðir og viðhald erlendis verður aldrei unað. Hins vegar er það undir mjög ströngum reglum hvað mönnum leyfíst að gera í þeim eftium og mestu endurbæt- umar standa yfir nú eða um þær hefur verið samið, svo sem á sex skuttogurum í Póllandi. Það verkefni er í gangi og verður ekki slakað á því. Nú eru ekki uppi nein stór áform um endurbætur á skipum. Svo slæma reynslu sem við höfum af íslenzkum skipasmíðastöðvum á síðasta ári með hliðsjón af mikilli hækkun þeirra á útseldri vinnu, þá myndi því aldrei verða unað að lejrfí til lagfærínga á skipum erlendis yrðu takmörkuð. Viðgerðir og viðhald skipa hlýtur að eiga sér stað bæði hér heima og erlendis eftir því hvað er hagstæðara fyrir útgerðarmenn," sagði Krístján Ragnarsson. Flugu út til að sækja sendi er var á heimleið Fáskrúðsfirði HÚN varð dýr og til einskis ferðin sem nokkrir forráða- menn Útvarpsfélags Austur- lands fóru til Þýskalands, til að sækja sendi svo þeir gætu hafið útsendingar á Austur- landi. Afgreiðsia tækisins hafði dreg- ist úr hömlu og þar kom að forráðamenn útvarpsfélagsins misstu þolinmæðina. Einn þeirra tilkynnti i svæðisútvarpinu að þeir ætluðu að leigja flugvél fi-á Flugfélagi Austurlands og sækja gripinn til Hannover í Þýzkalandi. Ifyrr í þessari viku hófst ferðin á Egilsstöðum og eftir sjö klukku- stunda flug með einkavél var lent í Hannover. Þá kom í ljós að send- irinn góði hafði verið fluttur til Hamboigar. Þegar málið var kannað nánar reyndist sendirinn vera kominn um borð í flugvél frá Amarflugi, sem flaug með hann beint til Keflavíkur. Albert Ríkisstjórnin: Efnahags- og kjaramálrædd EFNAHAGS- og kjaramál voru rætt almennt á ríkisstjóraar- fundi í gær. Engar ákvarðanir voru teknar um aðgerðir þar sem engar tillögur lágu fyrir í því efni, að sögn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra. í dag JHorsunblabib Jfiorcunhlntiib VIKUNA 30. JANÚAR — 5. FCBRÚAR BREYTT DAGSKRÁ BLAÐ B _x.*. BLAD C „Sá Kortsjnoj fyrir mér beija í borðið“ - segir Jónína Ingvadóttir, eiginkona Jóhanns Hjartarsonar „ÉG hoppaði í stólnum. Maður trú- ir þessu varla ennþá þetta var svo spennandi. Ég sá eiginlega Kortsjnoj fyrir mér beija f borðið, þegar hann sá að hann var fallinn á tima og hann var það sem betur fer. Þetta var svo tvfsýnt og IftUl umhugsunartími eftir. Jói átti líka mjög lítinn tíma eftir, þannig að það gat allt gerst,“ sagði Jónfna Ingvadóttir eiginkona Jóhanns Hjartarsonar. Hún dvelur þjá föður a(nnm á Selfossi á meðan bóndi henn- ar teflir f Kanada. „Ég er búin að komast að þvf að maður getur aldrei verið viss og það er von á öllu,“ sagði hún þegar hún var spurð hvort hún hefði átt von á þessum góða árangri Jóhanns. „Við bjuggumst ekki við miklu í fyrrasumar þegar hann fór til Szirak á millisvæðamótið. Þá kom árangurinn skemmtilega á óvart og aftur núna, en samt ekki. Það eru jafnmargir taflmenn á borðinu báðum megin og hann er búinn að undirbúa sig vel og er í góðu jafnvægi. Af hveiju ekki? Auðvit- að er sigurinn ekki alveg í höfii, en virðist blasa við,“ sagði Jónfna. Jónína Ingvadóttir, kona Jóhanns Hjartarsonar, með tæplega fimm mánaða son þeirra, Hjört Ingva.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.