Morgunblaðið - 29.01.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
3
Áskriftargjöld Stöðvar 2:
Hækkun um 31,4%
á 4 mánaða tímabili
Gjöldin munu framvegis fylgja framfærsluvísi-
tölu, segir Sighvatur Blöndal, markaðsstjóri
hækkun verður því 1.
FASTEIGNAVERÐIBUÐAI FJOLBYLISHUSUM
MIÐAÐ VIÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU 1980-87
Janúar 1984 er settur á 100
1980
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
Fjölbýlishús í Reykjavík:
Raunverð íbúða hef-
ui’ hækkað um 15-18%
SÖLUVERÐ íbúða i fjölbýlis-
húsum í Reykjavík hækkaði að
meðaltali lítillega umfram
lánskjaravísitölu á milli annars
og þriðja ársfjórðungs sfðasta
árs, samkvæmt upplýsingum
sem fram koma f Markaðs-
Bergþór KE 5:
Minningar-
athöfn um
skipveijana
Minningarathöfn um skip-
veijana tvo, Magnús Geir
Þórarinsson skipstjóra og
Elfar Þór Jónsson háseta, sem
fórust með mb. Bergþóri KE 5
föstudaginn 8. janúar sl., fer
fram f Keflavíkurkirkju á
morgun, laugardag, kl. 14:00.
Séra Ólafur Oddur Jónsson,
sóknarprestur í Keflavík, og séra
Þorvaldur Karl Helgason, sóknar-
prestur í Njarðvík, þjóna við
athöfnina. Kirkjukórar Keflavík-
urkirkju og Ytri-Njarðvíkurkirkju
syngja og Haraldur Haraldsson
leikur á básúnu. Söngstjórar verða
Gróa Hreinsdóttir og Siguróli
Geirsson.
Reiknað er með fjölmenni og
verður hægt að hlýða á minningar-
athöfnina í safnaðarheimilinu
Kirkjulundi og í tveimur lang-
ferðabifreiðum sem verða stað-
settar við kirkjuna.
- BB
Leikfélag
Reykjavíkur
sýnir Hamlet
um páskana
HAMLET eftir William Shake-
speare, f útfærslu Kjartans
Ragnarssonar, verður sýnt hjá
Leikfélagi Reykjavíkur um
næstu páska. Samlestur á verk-
inu hófst fyrir nokkru.
Að sögn Kjartans hafði hann
velt því lengi fyrir sér að gera eig-
in útfærslu á verkinu. Með helstu
hlutverk fara Þröstur Leó Gunn-
arsson, sem leikur Hamlet, Sigrún
Edda Bjömsdóttir leikur. Ófelíu,
Guðrún Ásmundsdóttir Geirþrúði,
Sigurður Karlsson Kládíus og
Eggert Þorleifsson Hóras. Kjartan
leikstýrir verkinu sjálfur.
fréttum Fasteignamats rfkis-
ins. Þegar söluverð íbúðanna
er borið saman við þriðja árs-
fjórðung 1986 kemur hins
vegar f ljós að á þessu ári hef-
ur verð fbúða hækkað um
36,1% á sama tíma og lán-
skjaravísitalan hefur hækkað
um 18,5%, þannig að raunverð
íbúða hefur hækkað um
15—18% á einu ári.
Raunverð Qölbýlishúsaíbúða
miðað við lánskjaravísitölu var á
ársfjórðungnum orðið álíka hátt
og á íjórða ársfjórðungi 1984.
Fækkun kaupsamninga gefur til
kynna minni umsvif á fasteigna-
markaði en á sama ársijórðungi
árið áður. Útborgunarhlutfall helst
enn hátt, samkvæmt upplýsingum
Fasteignamatsins, og óverðtryggð
lán sem hlutfall af söluverði lækka
jafnframt.
Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs
var meðalverð á íbúð 3.083 þúsund
krónur, á móti 2.364 þúsund kr.
á sama tíma árið áður. Söluverð
á fermetra hækkaði frá fyrra ári
úr 28.204 krónur í 38.373 kr.
Útborgunarhlutfall hækkaði úr
73,7% í 77,4%.
Söluverð á fermetra var á þriðja
ársfjórðungi orðið hæst í þriggja
herbergja íbúðum, sem er óvenju-
legt. Verð á fermetra í 1—2
herbergja íbúðum var 39.362
krónur að meðaltali, 40.047 kr. í
3 herbergja íbúðum, 37.775 í 4
herbergja íbúðum og 34.460 í
stærri íbúðum.
Áskriftargjöld á Stöð 2
hækka þann 1. febrúar næst-
komandi um 10,4% og verða
1380 krónur. Hækkun áskrift-
argjalda stöðvarinnar nemur
um 31,4% frá þvf um mánaða-
mót september og október á
sfðasta ári.
Er stöðin hóf rekstur sinn var
áskriftargjaldið 950 krónur. í
millitíðinni hefur gjaldið hækkað
tvisvar, í 1050 í maí og í 1250
krónur í október síðastliðnum.
Sighvatur Blöndahl, markaðs-
stjóri Stöðvar 2 sagðist ekki telja
hækkunina frá því í september
óeðlilega mikla þó að hún væri í
hærri kantinum miðað við hversu
stuttan tíma væri um að ræða.
„Við erum að rétta af verðskrána
sem við teljum hafa verið of lága.
Nú álítum við okkur vera komna
með eðlilega verðskrá og stefnan
er sú að láta áskriftargjöldin héðan
í frá fylgja framfærsluvísitölu. Það
teljum við eðlilegast en það þýðir
að gjöldin munu hækka á fjögurra
mánaða fresti héðan í frá,“ sagði
Sighvatur Blöndahl.
Næsta
júní.
Hugmyndir
refanefndar
hjá ráðherra
STARFSHÓPUR sem landbúnað-
arráðherra skipaði nýlega til að
skoða vandamál refabænda átti
fund með Jóni Helgasyni á mið-
vikudag og lagði þar fram
hugmyndir sfnar. Ekki fæst upp-
gefið f hveiju tiUögur starfs-
hópsins eru fólgnar.
Sveinbjöm Eyjólfsson, fulltrúi í
landbúnaðarráðuneytinu, segir að
hugmyndir starfshópsins séu nú tii
skoðunar í ráðuneytinu. Starfs-
hópurinn var skipaður vegna
langvarandi halla af refabúskap
sem leitt hefur til þess að hópur
refabænda hefur hætt og margir
standa frammi fyrir ákvörðun um
slíkt hið saman.
Sæbólsland:
Erfðaleign sagt upp verði
héraðsdómur staðfestur
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur
samþykkt að segja upp erfða-
leigusamningi útgefnum af
landbúnaðarráðherra árið 1937
til Þórðar Þorsteinssonar um
Nýbýlaland, svonefnt Sæbólsland.
Skal uppsögn þessi koma til fram-
kvæmda ef niðurstaða héraðs-
dóms verður staðfest f Hæstarétti.
Að sögn Krisljáns Guðmundsson-
ar bæjarstjóra var seinna gerður
sérstakur erfðaleigusamningur milli
bæjaryfírvalda og Þórðar Þorsteins-
sonar, vegna bóta fyrir mannvirki
og ræktun, en samningurinn var
dæmdur ógildur í héraðsdómi. „Úr
þvi samningurinn er ekki lengur til
staðar viljum við segja upp fyrri
erfðaleigusamningi," sagði Kristján.
í samþykkt bæjarráðs kemur .
fram að samningnum sé sagt upp
vegna vanefnda erfðaleiguhafa á
ákvæðum 1. gr., 2. gr., 3. gr., 4.
gr. og 8. gr. erfðaleigusamningsins.
„Skal uppsögn þessi koma til fram-
kvæmda ef niðurstaða héraðsdóms-
ins verður staðfest í Hæstarétti og
verðmæti þau, sem afhent hafa ver-
ið á grundvelli uppgjörssamnings um
Sæbólsland, endurheimt frá hlutað-
eigendum."
Þá segir og: „Bæjarráð sam-
þykkir jafnframt að fella úr gildi
með sama hætti þá lóðarleigusamn-
inga, sem erfðaleiguhafí umrædds
lands hafði stofnað til án samþykkis
landeiganda."
Tillagan var samþykkt í bæjarráði
með þremur atkvaeðum en Richard
Björgvinsson og Bragi Michaeisson
létu bóka: „Við teljum fráleitt, að
gera þessa samþykkt á þessum tíma
sem er skilyrt um niðurstöðu máls,
sem nú er rekið fyrir Hæstarétti,
og sitjum hjá við þessa afgreiðslu."
. Morgunblaðið/Þorkell
Keppendumir frá Akureyri, þeir Hermann Snorri, Hallgrfmur, Einar Þór og Hlynur.
Sjö keppendur
um titilinn
Herra Island
FYRSTA fegurðarsamkeppni karla um titil-
inn „Herra Island“ verður haldin í veitinga-
húsinu Zebra þann 13. febrúar nk., og hafa
sjö keppendur verið valdir til þátttöku.
Aðstandendur hennar eru Hljóðbylgjan,
Zebra og Sljörnusól, allt fyrirtæki á Akur-
eyri.
Frá Akureyri eru fjórir keppendanna, þeir
Hermann Snorri Jónsson, 17 ára símsmiður,
Hallgrímur óskarsson, 20 ára nemi við MA,
Einar Þór Karlsson, 18 ára nemi við MA og
Hlynur Jónsson, 20 ára starfsmaður á veitinga-
staðnum Uppanum á Akureyri. Frá Reykjavík
koma tveir keppendur þeir Ivar Hauksson, 22
ára starfsmaður hjá tæknideild Morgunblaðs-
ins, og Amór Diego, 18 ára nemi við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti. Einn Garðbæingur tekur
þátt í keppninni, Edwin Ámason, 22 ára sölu-
maður.
Kynnir á úrslitakvöldinu verður Bryndís
Schram og dómnefnina skipa Anna Margrét
Jónsdóttir Ungfrú ísland 1987, formaður, Bima
Friðriksdóttir, snyrtifræðingur hjá snyrtistof-
unni Evu við Ráðhústorg, Kristjana Geirsdóttir
veitingamaður í Reylq'avfk, Ragnar Sverrisson,
kaupmaður í JMJ á Akureyri, og Krislján Kristj-
ánsson, veitingamaður í Zebra.