Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
9
ÍRNiaS
Stuðningur við samninga
Fréttir fré Vestfjörðum herma, að í verkalýðs-
félögum þar séu nýgerðir kjarasamningar
samþykktir. Er Ijóst að álit þeirra, sem þar
eiga hlut að máli, gengur þvert á þau sjónar-
mið sem hafa sett mestan svip á Þjóðviljann
frá því að samningarnir voru gerðir. Hefur
blaðið, væntanlega í nafni Alþýðubandalags-
ins, haft allt á hornum sér vegna samning-
anna, eins og myndin, sem hér fylgir, ber með
sór. Þá hafa forystumenn Verkamannasam-
bandsins einnig agnúast út í samninginn, þó
hefur Karvel Pálmason, varaformaður þess,
ekki sagt álit sitt sérstaklega á honum, enda
eru það umbjóðendur hans sem alþingis-
manns, kjósendur á Vestfjörðum, sem nú eru
að samþykkja samninginn, en Karvel er þing-
maður fyrir Alþýðuflokkinn frá Vestfjöröum,
þótt hann fari ekki alltaf hátt með það.
Þjóðviljinn
önugnr
Forystugrein Þjóðvifj-
ans á miðvikudag ber
yfirskriftina: Afleitir
krataaamningar. Með
henni er vfsað til þess,
sem samið var um á Vest-
fjörðum, en verkalýðs-
félögin þar eru i óða önn
að samþykkja samning-
inn. Af viðbrögðum
Þjóðvifjans við Vest-
fjarðasamningnum og
samningi Sóknar á dög-
unum má ráða, að ekkert
fari meira i pólitiskar
taugar blaðsins nú um
stundir en að kjaradeilur
séu til lykta leiddar. Virð-
ist samkomulag á milli
launþega og' vinnuveit-
enda ekki vera það, sem
alþýðubandalagsmenn
tejja æskilegast fyrir sig
J stöðunni", svo að notað
sé málfar þeirra, sem lita
á sljómmál sem einskon-
ar kappleik. I fyrr-
nefndri forystugrein
Þjóðvifjans segir meðal
annars:
„Vestfirðir eru í
mörgu tillitd sérstæðir og
Vestfirðingar hafa áður
farið eigin leiðir i kjara-
málum. Það verður þó
ekki séð hvaða sérað-
stæður knýja forvfgis-
menn verkalýðsfélag-
anna fyrir vestan til að
sen\ja um kjaraskerðing-
ar, og undarlegt að þurfa
að sitja sólarhringum
saman yfir slíku verki.
Enda bendir margt til
þess að helstu forkólfar
vestra hafi látið undan
annarlegum þrýstingi
samflokksmanna sinna f
ráðherrasætum syðra,
þeim sömu og hafa und-
anfarið sett á ræður um
„nöldur", „sífranda",
„heimtufrekju" og „dek-
ur“ þegar minnst er á
verðhækkanir og kjara-
rýmun.“
í fyrri hluta hinna tíl-
vitnuðu orða kemur fram
næsta hrokafuU afstaða
til þeirra, sem stóðu að
Rftinningiiniim 4 Vest-
fjörðum. Er sá skipunar-
tónn sem gætir i
leiðaranum er líklega i
samræmi við viðhorf
nýrrar forystu Alþýðu-
bandalagsins tíl verka-
lýðsfélaganna. í seinni
hluta tilvitnunarinnar er
hins vegar látíð i veðri
vaka að það séu félagar
f Alþýðuflokknum, sem
hafi staðið að einhvers
konar samsæri gegn
vestfirskum launþegum
með samningnum, kem-
ur sú kenning heim og
saman við forsfðufyrir-
sögn Þjóðvijjans daginn
eftir að Vestfirðingar
sömdu. Loks kemur ekki
á óvart að Þjóðviþ'inn
taki til sfn og sinna
manna það sem Alþýðu-
blaðið hafði að segja á
dögunum um kvartíð og
kveinið i þjóðfélaginu.
Eins og kunnugt er vijja
alþýðubandalagsmenn
jafnan vera einskonar
samviska þeirra, sem
kveina mest.
íhugunarefni
Afstaða Þjóðvifjans og
Alþýðubandalagsins
ræðst af pólitísku stöðu-
matí. Er það sfður en svo
nýtt, að sjá jafn flokks-
pólitíska afstöðu tíl
ltjarasamninga í leiðara
ÞjóðvSjjans og vitnað er
til hér að ofan. Þannig
hefur blaðið jafnan hag-
að sér, þótt þess á milli
þykist það taka „fag-
mannlega" afstöðu til
verkalýðsbaráttunnar.
Þetta hefur ekki breyst
með nýrri forystu i Al-
þýðubandalaginu.
Á forsfðu Þjóðviþ'ans
er f gær birt mynd af
þeim Guðmundi J. Guð-
mundssyni, formanni
Verkamannasambands-
ins, Karvel Pálmasyni,
varaformanni þess, og
Bimi Grétari Sveinssyni,
formanni vekalýðsfé-
lagsins Jökuls á Höfn f
Homafirði, sem er ný-
kjörinn tíl æðstu starfa f
Álþýðubandalaginu.
Undir myndinni stendur:
„Rýnt f Vestfjarðasamn-
ingana á framkvæmda-
stjómarfundi Verka-
mannasambandsina f
gær. Guðmundur J. og
Björa Grétar Sveinsson
frá Höfn hafa báðir lýst
yfir efasemdum um gildi
samningsins. Karvel
Pálmason varaformaður
VMSÍ og Alþýðusam-
bands Vestfjarða hefur
ekki enn gert opinber-
lega upp hug sinn til
samningsins."
Þeir Guðmundur J.
Guðmundsson og Karvel
Pálmason hafa verið á
ferðalagi um landið að
undanfömu f þeim yfir-
lýsta tílgangi að sameina
landið allt f kröfugerð
vegna kjarasamning-
anna. Þetta ferðalag
hefur greinilega ekki
borið mikinn árangur á
Vestfjörðum úr þvf að
Guðmundur J. snýst
gegn samningum þar
sem verkafólkið sam-
þykkir og Karvel velur
þann óveqjulega kost að
liggja á skoðun sinni.
Hlýtur það að vera fhug-
unarefni fyrir þessa
forystumenn f verkalýðs-
hreyfingunni hveraig
sambandi þeirra við um-
bjóðenduma er háttað,
þegar þeir fá fréttír af
niðurstöðum funda . f
verkalýðsfélögunum á
Vestfjörðum.
Þegar kjarasamningar
em á döfinni er eina og
Framsóknarflokkurinn
hættí að vera hlutí af
fslenskum stjómmálum.
Á hinn bóginn veltir
Tfminn þvf fyrir sér f
gær, hvort Verkamanna-
sambandið sé að leita sér
að nýjum pólitfskum far-
vegi og til verði verka-
mannaflokkur f kringum
Guðmund J. Kannski er
það sá boðskapur sem
þeir Guðmundur J. og
Karvel hafa verið að
flytja á fundum sfnum?
Tollalækkun - verðlækkun
ASIMMETRIA matar- og kaffistell
frá Rosenthal.
Glös og hnífapör í sama stíl.
Hönnun: Björn Wiinblad, Danmörk.
(D % y
studiohúsið
A HORNI LAUGAVEGS OG SNORRABRAUTAR
SIMI 18400