Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 13
stjóri, 1932—1938, Friðrik V. Ólafsson, skólastjóri, 1938—1940, Guðbjartur Ólafsson, hafnsögumað- ur, 1940—1960, Gunnar Friðriksson, forstjóri 1960—1982 og undirritaður frá 1982. Fyrstu verkefnin I fyrstu lögum Slysavarnafélags Islands segir svo um tilgang félags- ins: „Tilgangur félagsins er að sporna við sjóslysum, drukknunum og öðr- um slysum og vinna að því, að hjálp sé fyrir hendi handa þeim, sem lenda í sjávarháska. Félagið gerir sér allt far um að auka þekkingu almenn- ings á orsökuim sjóslysa og helstu ráðum til að afstýra þeim. Það vill að komið verði upp björgunartækj- um á sjó og landi og almenningur fræddur um nytsemi þeirra og notk- un. Það vill auka öryggi skipa og herða á eftirliti með þeim. Það vill hvetja þing, stjóm og almenning til þess að styðja þessi bjargráð með fjárframlögum. Það vill fá lög lands- ins bætt, þau er hér að lúta.“ í ljósi þess, sem hér að framan hefur verið rakið, er það auðskilið að fyrstu verkefni hins nýstofnaða félags skyldu verða á sviði sjóbjörg- unarmála. Hafíst var handa um kaup á búnaði til sjóbjörgunar, fyrst og fremst fluglínutækjum til að bjarga mönnum úr skipum í háska. Einnig var hugað að björgunarbátum til notkunar við ströndina. Stofnaðar voru deildir víðs vegar um landið og menn þjálfaðir til að fara með hin nýju tæki. Fyrsta deildin var stofnuð í Sandgerði 1928 og þar var sett á fót fyrsta björgunarstöðin. A árinu 1931 gerðist sá merki atburður í sögu félagsins, að slysavarnasveitin Þorbjörn í Grindavík bjargaði 38 skipbrotsmönnum úr franska togar- anum „Cap Fagnet“ í stórviðri og brimi og var þetta í fýrsta sinn að fluglínutækin voru notuð hér við björgun. Frá þeim tíma hafa sveitir SVFI bjargað vel á þriðja þúsund manns, innlendum og erlendum, með slíkum tækjum úr skipum í sjávar- háska, oft við mjög erfiðar aðstæður. Hafa þar mjög frækileg afrek verið unnin, sem spurst hafa víða, en fræ- gust varð björgunin við Látrabjarg í desember 1947. Björgunarmiðstöð í Reykjavík Jafnhliða því að félagið kom upp björgunarstöðvum hringinn í kring- um landið þróuðust mál svo, að í höfuðstöðvum þess í Reykjavík varð til björgunarmiðstöð, sem almennt var leitað til í neyðartilvikum, bæði af hálfu opinberra aðila, sem og útgerðar- og sjómanna og almenn- ings. Hefur hún starfað fram á þennan dag og var í raun lengi eina slíka miðstöðin hér á landi. Hefur þúsundum neyðarkalla verið sinnt í þessari miðstöð og þaðan hafist handa um aðgerðir til björgunar, bæði á sjó og landi. Eru þá kallaðir til þeir aðilar, sem hverju sinni eru líklegastir til að geta komið til bjarg- ar og í reynd hefur þar oftast verið um að ræða björgunarsveitirnar, skip eða flugvélar Landhelgisgæsl- unnar og skip og báta íslenska flotans. A þessu 60 ára tímabili hef- ur stjórn þessarar björgunarmið- stijðvar að mestu verið á höndum þriggja manna, sem hafa verið til- búnir jafnt á nóttu sem degi til að taka við neyðarbeiðnum. Þetta eru þeir Jón E. Bergsveinsson, erind- reki, sem var fyrsti starfsmaður félagsins, Henry A. Hálfdansson, sem ráðinn var skrifstofustjóri fé- lagsins 1944 og gegndi því til dauðadags 1972, en síðan hefur Hannes Þ. Hafstein, nú forstjóri fé- lagsins, lengst af gegnt þessu þýðingarmikla hlutverki. Björgunar- miðstöðin og starf hennar er þáttur, sem e.t.v. hefur ekki verið gefinn gaumur sem skyldi, en hún hefur haft geysimikla þýðingu fyrir félagið og stuðlaði mjög að því að það hefur verið jafnan verið í góðum tengslum við útgerðina og sjómenn og þannig fylgst mjög vel með því hvar skórinn kreppir helst að í öryggismálum sjó- manna. Fyrirbyggjandi aðgerðir Samhliða uppbyggingu björgun- arstarfs beitti SVFI sér frá upphafi fyrir margs konar forvarnarstarfi. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 13 Skýlaferð á Skeiðarársand en þar voru fyrstu skipbrotsmannaskýlin byggð. Glæsileg félagsmiðstöð SVFÍ á Ólafsfirði en slysavarnadeildir og sveit- ir félagsins hafa eða eru að koma sér upp slíkri aðstöðu um land allt. Barátta fyrir aukinni sundkunnáttu var snar þáttur í starfi félagsins og deilda þess fyrstu árin. Fræðsla og kynning á nýjum tækjum og bún- aði, einkum meðal sjómanna, hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfinu. Barist var fyrir meira og betra eftirliti með skipum, lögleið- ingu nýrra björgunartækja, auknum öryggisbúnaði við hafnir, betri vita- jjónustu og þannig mætti áfram telja. Þá hefur félagið ætíð lagt mikla áherslu á öryggisþjónustu fyr- ir skipaflota landsmanna. Það lét smíða björgunarskip, Sæbjörgu, sem kom til landsins 1938 og fram til 1946 var skipið notað til aðstoðar- og björgunarstarfa á Faxaflóa á vetrarvertíðum, en var leigt til ýmissa verkefna á sumrin. Síðar var skipið rekið af ríkinu, sem eitt af björgunar- og varðskipum þess. Þess er og að geta að félagið og deildir þess beittu sér fyrir fjársöfnunum til að kosta smíði á björgunarskipum fyrir Vestfirði og Norðurland og var það fé lagt til skipanna Maríu Júlíu og Alberts, sem lengi voru í flota landhelgisgæslunnar ásamt Sæ- björgu. Einnig var safnað í björgun- arskútusjóð Austurlands, en sá sjóður var síðar lagður til þyrlu- kaupa. Slysavarnir á landi Félagið fór fljótlega að huga að slysavörnum á landi og var í fyrstu einkum lögð áhersla á umferðarmál og eldvamir. A árinu 1937 var ráð- inn sérstakur starfsmaður, Jón Oddgeir Jónsson, til að sinna þessum málum. Var m.a. efnt til umferðar- fræðslu fyrir börn og unglinga og þess má geta, að fyrsta íslenska fræðslukvikmyndin um umferðarmál var gerð á vegum félagsins. Hafa margar deildir félagsins jafnan lagt mikla áherslu á aðgerðir í umferðar- málum í sínum heimabyggðum. Þegar breytt var yfir í hægri umferð 1968 tók SVFÍ að sér að beiðni fram- kvæmdanefndar hægri umferðar, að stofna umferðaröryggisnefndir um allt land. Gegndu þær þýðingarmiklu hlutverki í því starfi, sem þá var unnið og störfuðu nokkrar þeirra áfram eftir breytinguna. Kom vel fram í starfi þessara nefnda að gott samstarf opinberra aðila og ftjálsra félagasamtaka getur skilað miklum árangri. Félagið hefur og staðið að margs konar útgáfu- og fræðslustarfi, t.d. um skyndihjálp varðandi slys i heimahúsum, eldvamir o.fl. Sér- staklega skal hér minnt á útgáfu félagsins 1985 á fræðslu- og hand- bók um hættuleg efni í heimahúsum, en bókinni var dreift ókeypis inn á öll heimili landsins. Einnig má nefna að félagið hefur löngum lagt mikla áherslu á forvarnarstarf varðandi ferðir í óbyggðum og við ár og vötn landsins. Frumkvæði í þyrlumálum SVFÍ hefur alla tíð lagt áherslu á kynningu nýs búnaðar og tækja til leitar- og björgunarstarfa og fylgst vel með þessum málum á al- þjóðavettvangi. Þegar á árinu 1948 fékk félagið t.d. þyrlu hingað til lands með það í huga að hún yrði keypt til leitar- og björgunarstarfa og sjúkraflutninga. Ekki tójcst þá að fá fé til kaupanna. Síðar lagði félagið fram verulegar fjárhæðir til þyrlukaupa og átti það helming í fyrstu þyrlunum, sem ríkið keypti og Landhelgisgæslan rak. Hefur fé- lagið alla tíð síðan talið þennan þátt mikilvægan fyrir leitar- og björgun- arstarfið í landinu og einkum hefur það lagt áherslu á þýðingu þessa þáttar eftir að björgunar- ög varð- skipunum fækkaði. Er það baráttu- mál félagsins að við eignumst fleiri þyrlur til að sinna öryggisþjónustu fýrir landsmenn, bæði á sjó og landi. Hér skal einnig nefnt að félagið átti um árabil hlut í flugvélum á móti Birni Pálssyni, sem lengi ann- aðist sjúkraflug af miklu öryggi til hinna dreifðu byggða. Þá áttu félag- ið og deildir þess á Norðurlandi, einkum kvennadeildin á Akureyri, stóran þátt í upphafi sjúkraflugs í þeim landsfjórðungi. Skipbrotsmanna- og fjallaskýlin Mikilvægur þáttur í starfi félags- ins hefur verið bygging og rekstur Tímamót urðu er Slysavarnafé- lagið eignaðist varðskipið Þór sem nú gengur undir hinu fallega nafni Sæbjörg. Þar um borð er starfræktur slysavarnaskóli sjó- manna og sýnir myndin sjómenn á æfingu. „Þrátt fyrir aukið for- varnarstarf á mörgum sviðum af hálfu hins opinbera, t.d. varðandi öryggi á vinnustöðum, slysavarnir í umferð- inni o.fl., er ljóst að frjáls félagasamtök eins og Slysavarnafélag íslands hafa miklu hlut- verki að gegna í þjóð- félagi okkar, ekki síður en var fyrir 60 árum.“ skipbrotsmanna- og fjallaskýla og á félagið nú alls um 80 slík skýli. Eru þau búin ýmsum búnaði og tækjum, m.a. fjarskiptatækjum. Vegna breyt- inga á alþjóðareglum um fjarskipti er nauðsynlegt að skipta að miklum hluta um talstöðvar í skýlunum og er það verkefni, sem nú er unnið að, en það kostar mikið fé. Jafn- framt eru hugmyndir uppi um fjölgun skýla, einkum á fjallvegum og í óbyggðum, þar sem ferðalög hafa aukist mjög. Tilkynningaskylda íslenskra skipa í upphafi sjöunda áratugarins hóf félagið baráttu fyrir því að komið yrði á fót tilkynningaskyldu skipa. Þetta náði fram að ganga 1986 þeg- ar Tilkynningaskylda íslenskra skipa tók til starfa. Er þar um að ræða einstætt framtak, sem vekur mikla athygli erlendis. Var félaginu falin umsjá og stjórn Tilkynningaskyl- dunnar og hefur verið svo síðan, en ríkið kostar reksturinn. Á Tilkynn- ingaskyldunni er vakt allan sólar- hringinn og tengist hún beint björgunarmiðstöð félagsins þar sem ávallt er bakvakt. Tilkynningaskyld- an starfar og í náinni samvinnu við strandarstöðvar Pósts og síma, sem gegna mjög þýðingarmiklu hlutverki varðandi framkvæmd þessa máls svo óg í allri neyðarþjónustu. Á tvítugs- afmæli Tilkynningaskyldunnar verður þeim langþráða áfanga náð að tölva verður tekin í notkun við móttöku og úrvinnslu tilkynninga og á það að auka öryggi hennar. Jafnframt er unnið á vegum raunví- sindadeildar Háskóla íslands að þróun sjálfvirks tilkynningakerfis, sem myndi marka stórt spor í þágu aukins öryggis. Félagseiningarnar Slysavamadeildir og sveitir eru grunneiningar Slysavamafélags ís- lands. Deildimar vinna að ýmsum verkefnum til að sinna hinu tvíþætta markmiði samtakanna, þ.e. forvam- arstarf og starf í þágu björgunar- mála. Einnig vinna þær að fjáröflun og fer hluti af því fé er þær afla til heildarsamtakanna. Kvennadeildirn- ar hafa hér gegnt þýðingarmiklu hlutverki fyrir félagið og reynst því drjúgar í sambandi við fjáraflanir til þeirra margvíslegu verkefna, sem það hefur haft með höndum. Á síðari ámm hefur mjög verið unnið að því að efla björgunarsveitir félagsins til alhliða björgunar- og leitarstarfa. Víða hafa verið byggð myndarleg slysavamahús, sem eru allt í senn, tækjageymslur fyrir sveitirnar, björgunarmiðstöðvar í staðbundnum aðgerðum og félags- heimili slysavamafólks til funda- halda og fræðslustarfs. Að meðtöldum þeim húsum, sem nú em í byggingu, lætur nærri að slík hús séu 50 talsins, víðs vegar um landið. Allra síðustu árin hefur verið lögð sérstök áhersla á bættan búnað til sjóbjörgunarstarfa, ekki síst stærri, sterkari og hraðskreiðari björgunar- báta til notkunar á gmnnslóð. Þar er mikið verkefni framundan. Slysavarnaskóli sjómanna Stærsta verkefni SVFÍ á síðustu ámm hefur verið uppbygging Slysa- vamaskóla sjómanna. Félagið hefur frá upphafi lagt áherslu á fræðslu- starf meðal sjómanna og sjómanns- efna og starfsmenn þess hafa alla tíð heimsótt sjómannaskólana og verstöðvar með slíka fræðslu. Fyrir nokkmm ámm ákvað félagið hins vegar að beita sér fyrir skipulögðu námskeiðahaldi meðal sjómanna og var vel undir það tekið af hálfu sam- taka sjómanna og útgerðarmanna. Öryggismálanefnd sjómanna, sem starfaði á ámnum 1984—1986, gerði )að og að tillögu sinni að slíkt starf yrði eflt og hefur ríkið lagt nokkurt fé til þessa starfs síðustu 3 árin. Á árinu 1985 eignaðist SVFÍ varðskip- ið Þór, sem hafði verið lagt, og er miðstöð slysavamaskólans þar um borð, en skipið ber nú nafnið Sæ- björg. Á þriðja þúsund sjómanna hefur sótt námskeið og æfingar hjá slysavamaskólanum, en þar er lögð áhersla á fræðslu um slysavamir og aðferðir til björgunar, og kennd er meðferð margvíslegra tækja, sem nú em um borð í skipum. Félagið leggur talsvert af almennum tekjum sínum, er það safnar með happ- drætti og öðmm hætti meðal almennings, til þessa starfs, en vegna fjárskorts hefur það ekki megnað að sigla Sæbjörgu nema mjög takmarkað til hafna úti á landi ennþá. Hins vegar hafa leiðbeinend- ur skólans haldið námskeið víðs vegar um landið, en einnig hafa áhafnir komið til Reykjavíkur og sótt námskeið um borð í Sæbjörgu og fengið þar aðstöðu til gistingar. Félagið leggur mikla áherslu á, að þetta starf verði eflt og fest í sessi. Er það skoðun félagsins að skylda eigi alla sjómenn, jafnt yfir- menn sem undirmenn, til að sækja námskeið Slysavamaskóla sjómanna í framtíðinni. Mikið hefur áunnist Hér' hefur verið stiklað á nokkmm þáttum í starfi og sögu Slysavama- . félags íslands. Auðvitað hefur margt orðið útundan, sem einnig verðskuld- ar athygli, en ekki er unnt að gera skil í grein sem þessari. Ég held, að engum geti blandast hugur um að stofnun SVFI fyrir 60 ámm hafi verið gæfuspor og að mikið hafi áunnist vegna starfs fé- lagsins. Á vettvangi þess hefur hafist umræða um mörg brýn og þörf öryggismál, bæði á sjó og landi. Félagið hefur alla tíð haft áhrif, bæði gagnvart almenningi og yfir- völdum og því borið gæfu til að fylgja mörgum góðum málum eftir til sigurs, oft I góðri samvinnu við aðra aðila. Viðhorf til slysavama og björgunarmála hafa gjörbreyst og sést það ekki síst á sviði öryggis- mála sjömanna. Slysum á sjó hefur þrátt fyrir allt fækkað stómm og má hiklaust fullyrða, að þar eigi starf SVFÍ að slysavömum og björg- unarmálum stóran hlut. Engum er samt betur ljóst en félaginu að þar þarf enn að gera stór átök. Framtíðin Þrátt fyrir aukið forvamarstarf á mörgum sviðum af hálfu hins opin- bera, t.d. varðandi öryggi á vinnu- stöðum, slysavamir í umferðinni o.fl., er ljóst að fijáls félagasamtök eins og Slysavamafélag íslands hafa miklu hlutverki að gegna í þjóð- félagi okkar, ekki síður en var fyrir 60 ámm. Nægir þar að minna á hið mikilvæga hlutverk björgunarsveit- anna, en á vegum félagsins starfa 94 slíkar sveitir, skipaðar sjálfboða- liðum. Þau verkefni, sem stjóm SVFI telur brýnt að.leysa á næst- unni, em t.d. að festa Slysavama- skóla sjómanna í sessi og gera að skyldu að allir sjómenn sæki þar námskeið, að auka þjálfun björgun- arsveitamanna og bæta tækjabúnað sveitanna, ekki síst til sjóbjörgunar- starfa, að gera átak varðandi þjálfun og skipulagningu hjálparliðs til mðn- ings- og björgunarstarfa vegna samnings félagsins við Almanna- vamir ríkisins og að stórauka forvamarstarf vegna slysa í heima- húsum, í ferðalögum og frístundum. Öll þessi verkefni og mörg fleiri bíða úrlausnar félagsins, en árangur starfsins er mjög háður stuðningi almennings og yfirvalda. Um leið og landsmönnum er þakkaður sá góði stuðningur, sem þeir hafa frá upphafi veitt félaginu, er látin í ljós sú von að þeir muni áfram styrkja það til góðra verka og árangursríkr- ar baráttu gegn slysum. Höfundur er forseti Slysavarnafé- lags íslands. i J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.