Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 14
14_________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988_ Kópavogur: Hærra fasteignamat veld- ur hækkun fasteignagjalda Séð yfir hluta Sæbólslands i Kópavogi þar sem nýtt íbúðarhverfi hefur risið á siðustu árum. BÆJARSTJÓRN Kópavogs hef- ur ákveðið að fasteignagjöld verði 0,5% af fasteignamati fyrir árið 1988, en þau voru 0,425% árið 1987. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar bæjarstjóra stafar hHpltknnin milli ára meðal annars af 30% meðaltalshækkun á fasteignamati ibúðarhúsnæðis í Kópavogi, eftir að fasteignamat ríkisins hefur endurmetið eign- irnar. Fasteignamat á íbúðar- húsnæði hækkaði um 24% fyrir sérbýli og 34% á öðru húsnæði. Kristján sagði að bæjarstjóm hefði ákveðið að hækka sinn hlut f fasteignagjöldunum um 17%, þ.e. afsláttur var felldur niður af gjöld- unum. „Síðan verður töluvert meiri hækkun á ýmsu húsnæði umfram 17% en það er vegna endurmats á eigninni," sagði Kristján. „Eftir ítarlega skoðun á tekjum bæjarins, þá mátum við stöðuna svo, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga, að með því að vera með 6,7% út- svar í stað 10,2% áður, minnkuðu tekjur bæjarsjóðs um' liðlega 50 milljónir." Hann benti á að enginn vissi hvemig staðgreiðslukerfi skatta kæmi til með að virka, um það væri of fljótt að spá en sveitar- stjómir væm uggandi um sinn hag. Pólitísk ákvörðun „Þegar staðan var metin við gerð fjárhagsáætlunar í desember, kom í ljós að útgjöld bæjarfélagsins mundu hækka um 40% en tekjur um 25%,“ sagði Kristján. „Þetta gat ekki gengið upp svo að ákveðið var að hætta að veita afslátt af fasteignagjöldum og ná þannig um 40 milijónum í tekjur til bæjar- sjóðs. Þetta er auðvitað pólitísk ákvörðun en jafnframt lítum við svo á að það væri ábyrgðarleysi af okk- ur að gera það ekki, ef við ætluðum að veita líka eða jafti góða þjónustu og við höfum gert hingað til. Þess vegna urðum við að ná upp tekjum til að geta staðið undir nafni. Það er ýmis þjónusta sem talin er nauð- synleg og góð, sem önnur sveitarfé- lög hafa ekki rekstrargjöld af nema þá Reykjavík. Við höfum til dæmis um langan tíma rekið öfluga stræt- isvagnaþjónustu. Þrátt fyrir hækkun fasteigna- gjalda og þar með aukningu tekna bæjarsjóðs, þá eru tekjur Kópavogs mun lægri en í Reykjavík. Því tekju- aukning, án hækkunar, í Reykjavík er 34,7% en í Kópavogi 33,4% með þessum breytingum." Tíu gjalddagar Kristján sagði að þar sem um umtalsverða hækkun fasteigna- gjalda væri að ræða þá hefði verið ákveðið að fjölga gjalddögum í tíu, vaxtalaust út allt árið. Kópavogur veitir einnig ellilífeyrisþegum og öryrkjum verulegan afslátt. „Elli- lífeyrisþegi með 50.000 krónur í brúttótekjur á mánuði greiðir ekki fasteignaskatt í Kópavogi. Sam- bærilegt er með hjón, þau mega vera með 775.000 krónur í tekjur á ári og fá þá 100% afslátt. Þessi mörk eru mun hærri en ég veit til í öðrum sveitarfélögum," sagði Kristján. „Síðan fara fasteigna- gjöldin stighækkandi eftir tekjum en flestir ellilffeyrisþegar falla und- ir einhveijar ívilnanir." 15% staðgreiðslu- afsláttur Þá fá þeir 15% afslátt sem stað- greiða fasteignagjöldin fyrir 1. febrúar næstkomandi. Flestir kaup- staðir leggja fasteignagjöldin á án afsláttar eða með álagi og nefndi Kristján, Keflavík, Akranes og Ak- ureyri sem dæmi en nágrannasveit- arfélögin veita afslátt. „Það er ekki sanngjamt að bera sveitarfélög saman við Reykjavík vegna þeirrar sérstöðu sem borgin hefur," sagði Kristján. „í yfírliti yfír tekjur og gjöld sveitarfélaga frá árinu 1985 kemur fram að Reykjavík hefur 6.746 krónur í aðstöðugjöld fyrir hvem íbúa en Kópavogur 3.591 krónu. Auðvitað mun Reykjavík alltaf hafa yfírburði á þessu sviði sem við getum aldrei keppt við. Álagning fasteignagjalda í Garðabæ og Seltjamamesi er lægri en hjá okkur og meira að segja mjög lág en þá má ekki gleyma að fleiri fermetrar em að baki hvers íbúa en hjá okkur. Þannig að þrátt fyrir þann afslátt sem þeir veita er ekki mikill munur á þessum skatti og hjá okkur fyrir hvem íbúa.“ Rfkið skuldar bæjarsjóði Kristján sagði að ríkið skuldaði bæjarsjóði verulegar fjárhæðir vegna ýmissa sameiginlegra fram- kvæmda sem bæjarfélagið hefði lagt í og greitt hlut ríkisins til að flýta fyrir framkvæmdum. „Um síðustu áramót hafði bæjarsjóður lagt til rúmlega 30 milljónir króna í 50 metra sundlaug en á sama tíma var fjárveiting til laugarinnar úr ríkissjóði 10.000 krónur,“ sagði Kristján. „Við eigum inni á átjándu milljón hjá ríkissjóði vegna bygg- ingar dagvistarheimila. Ef dregið hefði verið úr framkvæmdahraða væri neyðarástand í dagvistarmál- um í Kópavogi, þess vegna var ákveðið að fara þessa leið.“ Að sögn Kristjáns má einnig rekja holræsaframkvæmdir sem nú standa yfír til hækkunar á fast- eignagjöldum. Framkvæmdir voru sérstaklega miklar á árunum 1986 og 1987 en það ár var 40 milljónum varið til þeirra og er allt útlit fyrir að sú upphæð verði ekki lægri á þessu ári. „Við förum að nálgast það takmark að tengja öll holræsi við hreinsistöð fremst á Kársnesi," sagði Kristján. Suðurlandssíldin: Söltun meiri en nokkru sinni fyrr SÖLTUN Suðurlandssíldar af síðustu vertíð er nú lokið og hefur aldrei verið saltað eins mikið og nú af SuðurlandssOdinni, samtals 289.640 tunnur. Mest af síldinni hefur verið selt til Sovétríkjanna, 200.000 tunnur, og næst mest til Svíþjóðar og Finnlands. í fyrra var saltað í 278.252 tunnur og var það þá metár. Nú var mest saltað á Eskifirði og hæsta einstaka söltunarstöðin var Fiskimjölsverksmiðja Hornafjarðar. Saltað var á 43 stöðvum á 19 stöðum frá Húsavík og austur um til Akraness.'Söltun hófst í byijun október og lauk í síðustu viku. Sölt- un var að mestu lokið í lok nóvember, en staðfesting Sovét- manna á kaupum á 30.000 tunnum í desember varð til þess að saltað var í janúar. Mest söltun á einni viku var 81.783 tunnur. Á Eskifírði var saltað í 49.987 tunnur, 36.238 á Homafírði, 30.432 á Reyðarfírði, 29.091 í Grindavík, 28.056 á Fá- skrúðsfírði og 26.142 á Seyðisfírði. Hér fer á eftir listi yfir söltun á hverri söltunarstöð og heildarsöltun síðustu árin. Upplýsingar þessar em fengnar frá Síldarútvegsnefnd. Tunnur (þar af flök) Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. 46 — Tangi hf., Vopnafírði 13.164 (758) Söltunarstöðin Borg, Borgarfírði eystra 3.007 — Norðursíld hf., Seyðisfírði 13.612 — Strandarsfld sf., Seyðisfírði 12.530 — Máni, Neskaupstað 1.474 — Sfldarvinnslan hf., Neskaupstað 6.244 (763) Askja hf., Eskifírði 4.239 — Eljan hf., Eskifírði 6.046 — Fiskv. Guðm. Axelssonar, Eskifírði 1.238 — Friðþjófur hf., Eskifirði 11.645 (187) Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., 14.360 (1.102) Sæberg hf., Eskifirði 6.979 — Þór hf., Eskifírði 5.480 — Austursfld hf., Reyðarfirði 6.174 — Bergsplan hf., Reyðarfírði 7.061 — Fiskverkun G.S.R. hf., Reyðarfírði 8.348 — Verktakar hf., Reyðarfírði 8.849 — Pólarsfld hf., Fáskrúðsfirði 20.172 — Pólarsær hf., Fáskrúðsfírði 3.640 (362) Sólborg hf., Fáskrúðsfírði 4.244 — Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar hf. 6.203 (134) Hraðfrystihús Breiðdælinga hf. 6.968 • — Búlandstindur hf., Djúpavogi 11.886 — Fiskimjölsverksmiðja Homafjarðar hf. 22.257 — KASK, Homafírði 701 (701) Skinney hf., Homafirði 13.280 (315)' Fiskiðjan hf., Vestmannaeyjum 4.535 (507) Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. 5.594 Klif sf., Vestmannaeyjum 147 — Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. 3.386 (360) Glettingur hf., Þorlákshöfn 6.256 — Suðurvör hf., Þorlákshöfn 4.207 (392) Fiskanes hf., Grindavík 8.535 (1.909) Gjögur hf., Grindavík 1.973 — Hóp hf., Grindavík 1.390 — Hópsnes hf., Grindavík 8.511 (2.254) Þorbjöm hf., Grindavík 8.682 (697) Keflavík hf., Keflavík 1.577 — Stafnes hf., Keflavík 1.816 — Hafnfírðingur hf., Hafnarfírði 969 — Ingimundur hf., Reykjavík 1.694 — Haraldur Böðvarsson hf., Akranesi 10.521 — 289.640 (10.441) Samtals tnr. 1987 289.640 (10.441) Samtalstnr. 1986 278.252 (10.571) Samtals tnr. 1985 258.698 (10.474) Samtals tnr. 1984 253.782 (6.098) Samtals tnr. 1983 245.552 (4.505) Samtals tnr. 1982 226.924 (13.141) Samtalstnr. 1981 183.701 (3.210) Samtals tnr. 1980 269.328 (10.345) Samtals tnr. 1979 190.546 (22.147)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.