Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 16

Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 Nauðsyn íslensks blaðamannaskóla eftir Svein Einarsson Á nýafstöðnu afmæii Blaða- mannafélags íslands vöknuðu ýmsar hugleiðingar hjá gömlum blaðamanni. Þetta merka félag er nú komið á virðulegan aldur. Þar hafa menn löngum viljað gera mikl- ar kröfur til sín, enda hafa í því félagi oft setið sumir bestu pennar þjóðarinnar, og svo er enn. Hinu er ekki að leyna, að í þeirri þenslu sem blaðamennska og fjölmiðlun nútímans hefur orðið fyrir, hafa fleiri verið kallaðir til starfa en áður og ekki allir fyllilega undir það búnir; minnir stundum á kálfa, sem er hleypt úr fjósi áður en þeir eru famir að standa í fætuma. Hversu oft hefur það ekki gerst á blaða- mannafundum á seinni árum, að ^gerðarlegt ungt fólk, sem er sent á slíka fundi, verður sér nánast til skammar vegna kunnáttu- og þekk- ingarleysis, það heilsar ekki, segir ekki til sín eða blaðs síns og spum- ingamar, sem það stamar upp úr sér em þess eðlis, að þeir sem sitja fyrir svörum gera ýmist að móðg- ast eða verða miður sín. Út yfir allan þjófabálk hefur þó tekið, eftir að allar útvarpsrásimar og sjón- varpsrásimar steyptust yfir okkur (ég leyfi mér að taka svo til orða, vegna þess að maður er ekki víða óhultur fyrir óvelkominni fjölmiðl- un, í verslunum, strætisvögnum, sundstöðum, leigubflum o.s.frv.), og svo virðist sem ýmsir séu ráðnir í hljóðstofur áður en gáð er að því hvort þeir eru talandi á íslenska tungu. En kannski þarf þess ekki leng- ur! Tilefni þess, að Blaðamannafé- lagsafmælið, merk saga félagsins og þær hugleiðingar, sem það vakti hjá mér fýrir áramótin, riíjuðust upp aftur, var lítíð atvik, sem kom fyrir mig fyrir nokkmm dögum. Mér varð gengið inn í eina ágæta matvörubúð í miðbænum, og það myndi hafa tekið mig um tíu mínút- ur að versla. Allan þann tíma var útvarp í gangi og svo hátt stillt, að ekki gat farið framhjá neinum. Samtalið var á ensku. Þetta þótti mér nýstárlegt og athyglisvert tímanna tákn,, svo að ég lagði við hlustimar. Þá kom í ljós, að ein- hver íslenskur útvarpsmaður var að eiga viðtal við danskan skemmti- kraft, Eddie Skoller — á ensku. Ekki var borið við, að þýða einn stafkrók, meðan ég heyrði til. Til fróðleiks má geta þess, að Skoller reyndist vel mæltur á enska tungu — ég get þess af því það er óvenju- legt um Dani — hinn íslensku spyrill að vísu sýnu verr. Eg verð að viður- kenna, að mig rak í rogastanz, svo mjög, að ég vék mér að stúlkunni, sem var að afgreiða mig og spurði, hvaða útvarpsfélag væri þarna á ferðinni. Hún kvað það heita Stjöm- una. Ég spurði, hvort hún vissi, að þama væri íslendingur að eiga við- tal við danskan mann á ensku. „Hvað segirðu," sagði hún og dám- aði ekki. „Mér fínnst nú það minnsta að við reynum að talast við á einhvers konar norrænu máli.“ Ég er sammála henni. Sannleikurinn er sá, að enska og ensk eða bandarísk áhrif vaða uppi samfara fjölmiðlaþenslunni í ríkara mæli en nokkm sinni fýrr, síðan okkur tókst að komast á það stig að vera ekki lengur hætta búin af dönsku og dönskum ítökum. Hins vegar er það átakanleg reynsla, ef nafn eða heiti kemur fyrir á öðru máli en ensku, jafnvel algengum málum nágrannaþjóða, þýsku, frönsku eða Norðurlandamálum. Annað hvort eru þau heiti borin fram á ensku (nokkrar undantekn- ingar eru þó til meðal reyndra og sómakærra fréttamanna og þula g.s.l.) ellegar heitið er afbakað og klæmst á því og síðan kannski klykkt út með fíflahlátri, eins og einn rásarþulurinn taldi sæmandi um daginn, af því hann gat ekki borið fram Ich liebe dich, eða hvað það nú var. Þetta með skort á málakunnáttu er að sjálfsögðu ekki það alvarlegasta, þó að í því felist ákveðið lágmenningareinkenni; hitt skiptir náttúrulega sköpum, hvem- ig menn umgangast sitt eigið tungumál. Þar eru dæmin mörg svo voveifleg, að furðu vekur, og skal ekki tíundað hér, enda hefur Morg- unblaðið skorið upp herör í þessu efni og önnur blöð reyndar líka. Það er gleðilegt, að fátt er meira rætt með almenningi. Dugmikið fólk hefur lagt út í nám í fjölmiðlafræðum til að mæta kröf- um nýs tíma. Það hefur þurft að nema fræði sín í útlöndum, þar sem fjölmiðlun hefur mótast af annars konar þjóðfélagsgerð, annars konar markaðssjónarmiðum, annars kon- ar hugsunarhætti og annars konar menningararfleifð. Ég hef ekki les- ið nýja bók Stefáns J. Hafstein, en mér skilst hann varpi einmitt fram þeirri spumingu, hvort við höfum tileinkað okkur þessa nýju miðla almenningstengsla út frá okkar eig- in forsendum. Ég get aðeins lýst því, hvað mig sjálfan snertir, að tilkoma allra þessara nýju rása í hljóðvarpi og sjónvaipi, hefur orðið til þess að ég hlusta minna á út- varp og horfi minna á sjónvarp. Einkum eftir að mér varð ljóst, að samkeppnin, sem ég hafði vænst nokkurs af, hefur ekki fætt af sér meiri fjölbreytni, mér liggur við að segja þvert á móti. Ég les þá reynd- ar meira, svo fátt er svo með öllu illt. En ekki veit ég hvort það gild- ir um allan þorrann af hinni sögufrægu bókaþjóð, og í jafn al- varlegum málum og hér eru gerð að umræðuefni, stoðar ekki að hugsa eingöngu um sjálfan sig. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvetju þetta sæti. Ein ástæðan er hygg ég sú, að áður var tiltölu- lega auðvelt að fylgjast með því, sem í útvarpi og sjónvarpi var á boðstólum og hafa eins konar yfir- sýn. Nú er aðeins hægt að hafa pata af því, sem þar fer fram með því að beita þeirri aðferð, sem mér skilst Bandaríkjamenn séu margir hveijir farnir að temja sér, að skipta um sjónvarpsstöð á fjögurra mínútna fresti og staðnæmast ekki nema við fréttir einar í útvarps- stöðvum. En ég stend mig sjálfan að því að missa áhugann að bíða eftir útvarpsviðtali, sem boðað er, ef ég þarf fyrst að hlusta á ijölda dægurlaga og aragrúa auglýsinga. Meira að segja nítjánnítján heldur mér ekki við efnið, þó að þar séu á ferðinni nokkrir góðir fréttamenn, vegna þess að mig brestur þolin- mæði af sömu ástæðum. Ég vil hlusta á fréttir, þegar ég vil hlusta á fréttir, dægurlög, þegar ég vil hlusta á dægurlög og auglýsingar þegar ég vil hlusta á auglýsingar, en ekki allt í einum hrærigraut. Og það er kannski hroki, en mér fullnægir ekki andlega að hlusta á síbylju dægurtónlistar dægrin löng, með þeirri tilbreytni einni að inn er skotið viðtölum óundirbúinna spyrla við óundirbúið fólk. Ég vil undirbúa dagskrá í útvarpi og sjón- varpi, vandlega unna af fag- mennsku og þekkingu þeirra, sem lagt sig hafa eftir því sem um er fjallað. Nýlega var ég staddur í Aust- urríki og horfði þar talsvert á sjónvarp mér til mikillar ánægju. Sveinn Einarsson „Við þurfum íslenskan blaðamannaskóla. Við þurfum námsbraut í blaðamennsku og fjöl- miðlun við Háskóla Islands. Hugmyndin er ekki ný og hefur oft verið hreyft áður, kannski er undirbún- ingur kominn eitthvað áleiðis. Vonandi, því að þörfin er brýn.“ Nú vil ég taka það skýrt fram, að mikið af efni ríkissjónvarpsins og einnig stöðvar tvö er mjög svo fram- bærilegt, oft er þar góð afþreying fyrir þá sem ánægju hafa af slíku og tíma, og stundum jafnvel það sem er umhugsunarvert. En hins vegar varð mér ljóst af þessum stuttu kynnum af austurríska sjón- varpinu, að á einu sviði er regin- munur á dagskránni. Innlend framleiðsla þeirra Alpamanna setur miklu meiri svip sinn á hana, nán- ast daglegir fræðsluþættir um eitthvað sem tengist menningu þeirra og sögu, staðarlýsingar, kirkjur skoðaðar og kastalar.tón- listarþættir, ferðir á skáldaslóðir o.s.frv. Innlend leikverk var að sjá að væru þar svotil vikulega, auk svo skemmtiþátta, sem mér virtust nú að vísu ekki taka fram „sveitó" spumingaþáttunum hans Omars Ragnarssonar. Og svo annað: Enska hljómaði þama ekki daginn út og daginn inn eins og í sumum stöðvum hér. Reyndar ganga*þeir svo langt í afstöðu sinni að Hump- hrey Bogart og Lee Marvin mæla á þýska tungu. Að vísu hefur mér aldrei þótt slíkar aðferðir til fyrir- myndar af listrænum ástæðum, því alltaf verður blæmunur. En hvað skal segja? Það er staðreynd, að mengun af erlendum málum er þar minni, bömin svara ekki á ensku eins og uppeldisfrömuðir segja, að hér eigi sér stað og rekja til áhrifa sjónvarps. Menning, sem einangrar sig, fær ekki sérlega góðan áburð, þó að hún dafni í góðri eigin mold. Þessi gamla spuming leitar á okkur um það, hvemig okkur eigi best að nýtast áhrif að utan (sem okkur eru svo sannarlega nauðsynleg og sennilega einnig óhjákvæmileg á þessum síðustu tímum), án þess við glötum niður þeim verðmætum, sem við höfum sjálf skapað hér við ystu hafsbrún í aldanna rás, þeim ein- kennum, sem við ein bemm, þeirri tungu, sem við ein tölum og sem hefur fætt af sér verðmæti, sem enginn annar en við getum ávaxt- að. Blaðamenn og fjölmiðlamenn bera þama mikla ábyrgð. Áhrifa- máttur íjölmiðlunar er miklu meiri í dag en marga óraði fýrir um mið- bik aldarinnar og við blasir nýr vandi, þegar gervihnettirnir fara að ausa yfir okkur áhrifagjarna víðseljanlegri framleiðslu miðstöðl- unarinnar. Ef okkur er annt um það, sem hefur gert þessar 250 þúsund hræður að þjóð, öðm vísi en aðrar þjóðir, er okkur þá eins vænt að horfast í augu hvernig við sjálf virðumst ætla að skila af okk- ur til þeirra sem eftir koma. Þekking og þjálfun ljölmiðlafólks og blaðamanna getur þama skipt sköpum. Þekking á sérkennum okk- ar, sögu og menningu, atvinnulífi, á öllu því, sem góður blaðamaður á að hafa á fingmm sér. Þekking, sem er miðuð við hugsunarhátt þessarar þjóðar, skilyrði hennar í þessu harðbýla og þó gjöfula landi. Við þurfum íslenskan blaða- mannaskóla. Við þurfum náms- braut í blaðamennsku og tíölmiðlun við Háskóla íslands. Hugmyndin er ekki ný og hefur oft verið hreyft áður, kannski er undirbúningur kominn eitthvað áleiðis. Vonandi, því að þörfin er brýn. Þarna þarf að kenna íslensku og framburð tungunnar, nokkur erlend mál og framburðarreglur annarra, íslenska stjómmálasögu, atvinnusögu og menningarsögu. Námið á að vera í senn bóklegt og verklegt. Það á ekki að kenna verðandi blaðamönn- um endilega fræðin til hlítar, heldur aðferðir til að nálgast hvert það mál, sem á fjörur þeirra rekur, tök- in á því að setja sig inn í hlutina á glöggan hátt á stuttum tíma. Mark- miðið á að vera, að skapa íslenska blaða- og fjölmiðlamenn. Og svo er líka kostur, ef íslensk- ir íjölmiðlamenn framtíðarinnar verða vel læsir. Höfundur er leikstjóri og rithöf- undur. Könnun á lestri tímaríta: Hlutdrægur undirbúningur eftir Sigurjón Valdimarsson Ég tek undir flest sem Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri segir í Morg- unblaðinu um klúðraða könnun á lestri tímarita. Auðvitað nær ekki nokkurri átt að hafa suma útgef- endur í harðri samkeppni um hylli auglýsenda í undirbúningsnefnd að könnun á þeirra eigin ágæti, en öðmm naumast sagt frá henni. Mig undrar ekki að undirbúningur könn- unarinnar tókst svo klaufalega til sem raun ber vitni, með slíkri upp- setningu á undirbúningsnefnd. Ekki verður annað séð en að í þessu dæmi hafí útkoman verið ákveðin fyrst, og síðan reiknað til að styðja þá útkomu. Ég tek heils hugar undir orð Herdísar: „Verst af öllu er þó að Háskólinn skuli hafa verið notaður í þessu skyni.“ Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs segir í viðtali við Moggann að útgefendur hafí verið boðaðir til fundar um þessa könnun í júní sl., og að á þeim fundi hafí verið lýst eftir mönnum í undirbúningsnefnd. Ekki veit ég hvort sérstaklega hefur ver- ið valið til þessa fundar eða að slys hefur valdið því að Sjómannblaðið Víkingi barst ekkert slíkt fundar- boð, og þá auðvitað ekki heldur boð um þátttöku í undirbúningsnefnd. Á hinn bóginn var hnngt til mín frá Verslunarráði nálægt mánaða- mótum sept./okt. og mér sagt frá að þessi könnun væri í bígerð og mér boðið að láta spyija sérstaklega Sigurjón Valdimarsson „Fljótlega barst mér til eyrna að tveir útgef- endur ættu sæti í undirbúningsnefnd og hefðu þar, ásamt öðr- um, lagt á ráðin um f ramkvæmdina. “ um Víkinginn, gegn átta þúsund króna gjaldi. Ég fagnaði þessum upplýsingum og tók tilboðinu, enda sýndist augljóst að nú skyldi gera hlutlausa könnun að undirlagi Verslunarráðs en framkvæma af Háskólanum, og með hagsmuni auglýsenda einna fyrir augum. Svo vel var meira að segja að verki stað- ið að við útgefendur fengum ekki að vita af könnuninni fyrr en hún var alveg að bresta á. En Adam var ekki lengi í Paradís. Fljótlega barst mér til eyma að tveir útgefendur ættu sæti í undir- búningsnefnd og hefðu þar, ásamt öðmm, lagt á ráðin um fram- kvæmdina. Annar þeirra gefur út þau tvö blöð sem helst keppa við Víkinginn á auglýsingamarkaðn- um. Eg hringdi strax í Verslunarráð og mótmælti þessu harðlega, en það var auðvitað orðið of seint. En þá rann líka upp fyrir mér skýring á því óhemju tilstandi sem keppinaut- urinn hafði í tilefni sjávarútvegs- sýningarinnar, sem þá var nýlokið í Laugardalshöll. Nokkrir auglýs- endur sögðu mér að annað blað þessa útgefanda um sjávarútvegs- mál yrði gefíð út í 35 þúsund eintökum og hitt í 25 þúsund ein- tökum fyrir sýninguna og báðum yrði dreift þar til allra sýningar- gesta úr sérstökum sýningarbás útgefandans. Annað þessara blaða var þama með síðasta tölublað sitt fyrir könnunina, og sérstaklega átti að spyija um hvort svarendur í könnuninni hefðu séð síðasta tölu- blað viðkomandi rits. Ég skal að vísu viðurkenna að mér fannst æði ótrúlegt að nokkur maður skyldi láta sér detta í hug að segja að ritin yrðu gefin út i svo stóru upplagi, og jafnvel fyndið að nokkur skyldi trúa því, og fráleitt að svo yrði í framkvæmd. En þetta var mér sagt. Það er raunar ekkert nýtt að við „minni“ spámenn í tímaritaútgáfu rekumst á veggi, sem þeir „stærri" virðast hafa byggt sér til skjóls. Ég hef rekist á þá hjá réttvísinni, á hinum „hlutlausu" fréttastofum ríkisíjölmiðla, auglýsingastofum og nú hjá Verslunarráði og sjálfum Háskólanum, þótt ég trúi ekki öðru en að sá síðastnefndi hafi ekki vitað betur en að hann væri að gera hlut- lausa könnun. Mér fannst þó kasta tólfunum, þegar ég heyrði þul í fréttatíma ríkisútvarpsins lesa: „Fiskifréttir segja að þjóðhags- stofnun segi..." Höfundur er ritstjóri Sjómanna- blaðsins Vikings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.