Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
17
„Besta vatn
í heimi“
eftirPál
Gíslason
Við íslendingar þurfum yfírleitt
ekki að kvarta yfir því, að eiga
ekki gott drykkjarvatn. Reyk-
víkingar og nágrannabyggðir fá
vatn sitt frá hinum frægu Gvend-
arbrunnum og úr borholum í
Heiðmörk. Við köllum það stund-
um „besta vatn í heimi“, þegar
við komum heim frá útlöndum.
Aður fyrr var vatn fengið úr
allmörgum brunnum víðsvegar í
borginni, þar sem vatninu var
dælt upp í fötur, sem voru svo
bomar í hús. Maður getur ímynd-
að sér, að nokkur hætta var á því
að það mengaðist eða tapaði
ferskleika sínum. Þá komu líka
upp taugaveikifaraldrar, sem
mátti rekja til sýkts vatns.
Ein fyrsta stórframkvæmd,
sem Reykjavíkurborg stóð fyrir,
var lagning 'vatnsleiðslu frá
Gvendarbrunnum til borgarinnar
og síðan um allar götur og í hvert
hús. Þetta skeði á ámnum 1908
og 1909 og var kostnaður 500.000
kr. á þá-virði.
Geta allir ímyndað sér hver
áhrif þetta hefur haft á alla lifnað-
arhætti og hreinlæti á heimilum,
svo og að fá nú hreint, tært og
hressandi kalt vatn til drykkjar,
hvenær sem óskað var.
Þetta er nú talið svo sjálfsagt,
að menn gleyma hve mikils virði
það er.
Ég man það, þegar ég var að
læra heilbrigðisfræði hjá prófess-
or Júlíusi Sigurjónssyni, þá sagði
hann okkur, að rétt væri að áætla
afköst vatnsveitu 250 lítra á mann
á dag, þegar vatnsveita væri
hönnuð (eins og nú er sagt). Fer
þá mest af vatninu til hreinlætis
og þvotta, en tiitölulega lítið til
drykkjar — og svo undarlega vill
til við síðustu mælingar, að þá
nota Breiðholtsbúar, um 25 þús-
und, einmitt þetta vatnsmagn á
dag, en meðaltal vatnsnotkunar
alls á veitusvæði Vatnsveitu
Reykjavíkur er um 800 lítrar á
mann, svo að mikið fer að sjálf-
sögðu til atvinnurekstrar, en
all-nokkuð því miður til spillis.
Stendur til að bæta úr því eins
fljótt og hægt er.
Við, sem eldri emm, vomm alin
upp við að drekka vatn við þorsta
og með mat. Nú hefur borið allm-
Páll Gíslason
„Munum að við eigrim
„besta vatn í heimi“,
en það kemur ekki að
gagni nema að við
neytum þess daglega.“
ikið á því, að sykraðir drykkir
hafi tekið við því hlutverki.
Þegar við hugsum um, að við
flytjum inn sykur, sem svarar til
þess að hver Islendingur neyti um
65 kg af sykri á ári, þá fer ekki
hjá því að okkur detti í hug, að
þetta hafi ekki mjög góð áhrif á
ríflegt holdarfar okkar margra og
bágt ástand tanna.
Það hefur margt verið skrifað
um kúgun danskra einokunar-
kaupmanna á öldum áður, en eitt
má þó segja, sem jákvætt var
heilsufarslega, en það var stað-
reynd að ekki neyddu þeir sykri
upp í landsmenn, enda tann-
skemmdir litlar þá.
Ég held að okkur sé -ijóst, að
sykumeysla okkar er alltof mikil,
t.d. um helmingi meiri en frænda
okkar á Norðurlöndum og tann-
skemmdir miklu fátíðari þar.
Þetta er neysluvenja, sem við
höfum smám saman tamið okkur
og bömum okkar og þetta gífur-
lega magn af sykri, sem gefur
mikla orku (og oft fitusöfnun á
líkamann), er algjörlega snautt
af mikilvægum næringarefnum,
sem nauðsynleg em til að halda
góðri heilsu,
Eitt er þó ónefnt, sem er þó
ennþá verra, en það er hið mikla
át á sykri í fljótandi eða föstu
formi milli máltíða, þannig að
sykur er stöðugt í munnvatni. Það
eykur áhrif sýkla og ýmissa efna,
sem em hinn mikli orsakavaldur
tannskemmda. Á þetta sérstak-
lega við um böm og unglinga.
Nú er ég ekki að halda því fram
að við eigum að hætta að drekka
gosdrykki eða borða sælgæti,
heldur að við eigum að gæta hófs
eins og á fleiri sviðum.
Við gætum t.d. bundið sælgæt-
isát bama við helgamar, en lofað
tönnunum að hvílast á milli.
Við gætum líka dmkkið ískalt,
ferskt vatnið með matnum hvers-
dagslega, þó að við gerðum okkur
dagamun á hátíðum.
Munum að við eigum „besta
vatn S heimi“, en það kemur ekki
að gagni nema að við neytum
þess daglega.
Höfundur er yfirlæknir og fyrr-
verandi akátáhöfðingi.
(Frá HeUbrigðisráðuneytinu og
Bandalagi ísienskra skáta).
Ödýrt og endist
lengi,lengi!
viðþorsta!
YDDA F5.2/SIA
■1_" •' r»-. /■/. w R ' -
B ■ . jeae 1
pi