Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
Að eiga en mega ekki tryggja
fötluðum lögskipaða þjónustu
eftirSturlu
Kristjánsson
Þingmenn Alþýðuflokks og
Bandalags jafnaðarmanna lögðu á
síðasta þingi fram fyrirspurn í 16
liðum um framkvæmd reglugerðar
um sérkennslu.
Síðasta spumingin hljóðar svo:
„Telur menntamálaráðherra þörf á
endurskoðun reglugerðar um sér-
kennslu? Ef svo er, hverjar eru þá
meginhugmyndir ráðherrans varð-
andi þá endurskoðun?“
Svan
„Skólamálaskrifstofa ráðuneytisins
hefur endurskoðaða reglugerð til-
búna og hefur hún verið í athugun
í fjármálaskrifstofu frá því í byijun
febrúar 1986."
Athygli skal vakin á þvi að þetta
er skrifað að vori 1987.
Reglugerð um sérkennslu nr.
270/1977 er sett samkvæmt heimild
í 52. gr. laga nr. 63/1974 um grunn-
skóla, lögum nr. 131/1962 um
heymleysingjaskóla og 7. gr. laga
nr. 53/1967 um fávitastofnanir.
Segja má að tvö grundvallaratriði
einkenni reglugerðina:
1. „Meginstefnan skal verasú, að sem
flestir nemendur stundi nám í al-
mennum gmnnskóla sem veiti þeim
sérkennslu og uppeldislega með-
ferð við þeirra hæfí í sem nánustu
tengslum við aðra kennslu og al-
mennt skólastarf."
2. Þá er það ánnað að úthlutun
stunda til sérkennslu er byggð á
greiningu á þroska eða fötlun hvers
einstaklings, greiningu sem unnin
er af löggiltum sérfræðingum. Sér-
kennsluna má því skoða sem eins
konar bætur, örorkubætur til
þeirra þroskaheftu og fötluðu nem-
enda sem vegna varanlegrar eða
tímabundinnar fötlunar geta ekki
nýtt sér reglulega kennslu.
Greiningarkrafan er tekin upp f 2.
gr. reglugerðarinnar efnislega
samhljóða 57. gr. grunnskólalag-
anna. Þriðji kafli reglugerðarinnar
fjallar sfðan um kennslumagn til
handa hveijum og einum fötluðum
nemanda, allt eftir niðurstöðu
greiningar og skulu magnákvæðin
koma til fullra framkvæmda innan
flögurra ára frá setningu reglu-
rðarinnar eða eigi síðar en 1981.
lögum um málefni fatlaðra segir
svo í annarri grein:
„Orðið fatlaður í þessum lögum
merkir þá sem eru andlega eða
líkamlega hamlaðir."
Lög þessi tóku gildi 1. janúar 1984
og leystu þá af hólmi lög um aðstoð
við þroskahefta frá 1979. f þriðju
grein laganna segir m.a. að málefni
fatlaðra falli undir þijú ráðuneyti og
heyra þá „fræðslu- og uppeldismál
undir menntamálaráðuneytið." Þá
segir og í sömu grein:
„Félagsmálaráðuneytið skal annast
málefni fatlaðra samkvæmt lögum
þessum."
Ýmis atriði í lögum um málefni
fatlaðra s.s. kaflinn um Greiningar-
og ráðgjafarstöð ríkisins gerðu það
að verkum að reglugerð um sér-
kennslu frá 1977 varð að nokkru
leyti misvísandi er tók til breytinga
og úrræða er nýju lögin boðuðu.
Endurskoðun og aðlögun reglugerð-
arinnar að lögum um málefni fatl-
aðra var því nauðsynleg.
Menntamálaráðuneytið brást að
sjálfsögðu við og í byijun desember
1985 sendi ráðuneytið fræðslustjór-
um endurskoðaða gerð reglugerðar
nr. 270/1977 um sérkennslu til um-
sagnar. Þó svo endurskoðuninni væri
ætluð aðlögun að lögum um málefni
fatlaðra fyrst og fremst og jafnvel
eingöngu þá nýttu fræðslustjórar
tækifærið til að koma á framfæri við
ráðuneytið einfaldari og markvissari
verklýsingu en í gildi er þar sem
engin áform voru uppi um stefnu-
eða áherslubreytingar.
Með bréfi dagsettu 20.12. ’85
svara fræðslustjórar ráðuneytinu.
Þar segir m.a.:
„Þeir fræðslustjórar sem gátu því
við komið komu saman til að ræða
endurskoðun reglugerðarinnar.
Hjálagt sendist sameiginleg tillaga
að reglugerð sem við Guðmundur
Ingi Leifsson, Helgi Jónasson, Pét-
ur Bjamason, Snorri Þorsteinsson,
Sturla Kristjánsson og Þráinn Guð-
mundsson leggjum til að komi í
stað núgildahdi reglugerðar. Skipt-
ar skoðanir voru um hvort rétt
væri að telja upp einstakar skóla-
stofnanir eins og gert er í 6. grein.
Að öðru leyti vorum við sammála
um tillöguna."
Ekki verður tillaga fræðslustjór-
anna rakin hér en geta má þess til
marks um einföldun að gildandi
reglugerð er í 25 greinum en tillaga
fræðslustjóra að reglugerð er í 16
greinum.
Þann 31. janúar 1986 sendir
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur at-
hugasemdir og breytingartillögur
vegna umræddrar endurskoðunar,
unnar af fræðslustjóra og sérfræð-
ingum hans. Samkvæmt svari
ráðuneytisins í þingskjali 841.við 16.
spumingu þá hefur skólamálaskrif-
stofa gengið frá handriti nýrrar
reglugerðar upp úr þessu eða í febr-
úar 1986. Umrætt handrit hefur
síðan þá verið t athugun hjá fjármála-
skrifstofu sama ráðuneytis, eða (tæp
tvö ár.
Ekki er öllum ljóst hvers vegna
skólamálaskrifstofa, fagskrifstofa
ráðuneytisins, leggur verklýsingar
sSnar til formlegrar athugunar Qár-
málaskrifstofu eða jafnvel úrskurðar
svo sem ráða má af framangreindu
svari, slst af öllu þar eð þær breyting-
artillögur sem hér hefur verið getið
um boða engin frávik frá gildandi
ákvæðum um þjónustu til aukins
kostnaðar.
1. Meginstefnan um nám fatlaðra í
almennum grunnskólum er sam-
eiginleg í gildandi reglugerð og
öllum þeim endurskoðunartillög-
um sem vitað er um, lögum
samkvæmt.
2. Að sjálfsögðu eru og allir sam-
mála um nauðsyn lögboðinna
greininga á sérkennsluþörf hvers
fatlaðs nemanda og í gildandi
reglugerð sem og öllum hér um-
ræddum tillögum er nemendum
síðan ætlaður stundafjöldi til sér-
kennslu eftir greiningu fötlunar.
í þessum grundvallaratriðum er
því ekki ástæða til að ætla að tilbúin
reglugerð skólamálaskrifstofu feli í
sér neina þá stefnu- eða áherslu-
breytingu er standa ætti í fjármála-
skrifstofunni í tæp tvö ár.
Hins vegar er ljóst, að fjármála-
skrifstofan hefur á undanfömum
árum hindrað framkvæmd sér-
kennslu skv. nefndum grundvallarat-
riðum ío einstökum umdæmum amk.
og gerir enn.
Skrifstofan hefur gert tillögur til
hagsýslu án nokkurs tillits til ákvæða
laga og reglugerða eða lögboðins
undirbúnings sérfræðinga. Raunasa-
ga fatlaðra nemenda í Norðurlands-
umdæmi eystra er svo lygileg að
hingað til hafa fáir trúað henni að
því er best verður séð og reynt.
1. Fyrir skólaárið 1984-1985 höfðu
sérfræðingar fræðsluskrifstofu
greint 62 nemendur sem samkv.
greiningu og skömmtunarreglu
reglugerðarinnar áttu rétt á 449
vikustundum í sérkennslu (utan
sérstofnana). Fræðslustjóri gerði
samhljóða tillögu til fjárlaga
1985. Fjármálaskrifstofa ráðu-
neytisins gerir tillögu til hagsýslu
um 145,5 vikustundir vegna 25
nemenda.
2. Fyrir skólaárið 1986—1986 voru
greindir 89 nemendur og stunda-
fjöldi þeirra skv. reglugerð 700
vikustundir. Tillaga fræðslustjóra
vegna fjárlaga 1986 samhljóða
greiningum. Tillaga fjármála-
skrifstofu til hagsýslu er um
145,5 vikustundir til 25 nemenda
en sótt um ákveðna fjárhæð sem
sett verður á lið grunnskóla al-
mennt og átti að skiptast síðar
(en það var aldrei gert).
3. Fyrir skólaárið 1986—1987 voru
greindir 100 nemendur og stunda-
flöldi þeirra ætlaður 850 viku-
stundir. Tillaga fræðslustjóra
vegna fjárlaga 1987 samhljóða
greiningum og reglugerðaraf-
lestri. Tillaga flármálaskrifstofu
til hagsýslu er um 200 vikustund-
ir til 44 nemenda.
4. Fyrir skólaárið 1987—1988 voru
greindir 118 nemendur og stunda-
Qöldi þeirra ætlaður 830 viku-
stundir. Fræðslustjóri gerir tillögu
til fjárlaga 1988 samhljóða. Til-
laga Qármálaskrifstofu til hag-
sýslu hljóðar upp á 495
vikustundir til sérkennslu en nem-
endafjöldi ótakmarkaður. Það að
skilgreina ekki nemendafjölda á
sér skýringu og verður hún gefin
hér á eftir.
Þrátt fyrir ákvæði reglugerðar um
lögboðna greiningu fötlunar nem-
enda sem forsendur fyrir sérkennslu
og samstöðu umsagnaraðila endur-
skoðunar um ðbreytt ákvæði þar að
lútandi, þá bregður Qármálaskrif-
stofa ráðuneytisins nú út af fyrir-
mælum reglugerðar og skólamála-
skrifstofa samþykkir.
Þetta kemur fram í bréfí ráðuneyt-
isins til fræðslustjóra N.eystra frá
6. ágúst 1987, að gefnu tilefni. Bréf-
ið er samið af deildarstjóra tölvu-
deildar flármálaskrifstofu og staðfest
f.h.r. af skrifstofustjóra skólamála-
skrifstofu. í bréfinu segir m.a.:
„Við fjá’rlagagerð vegna ársins
1988 ákvað ráðuneytið að beita sér
fyrir stórátaki í að auka sérkennslu
fyrir grunnskólanemendur. Það
hefur reyndar verið reynt áður
m.a. við fjárlagagerð ársins
1986, en ekki náð fram að ganga
hjá fjárveitingavaldinu. Akvörð-
un ráðuneytisins nú er m.a.
byggð á þeirri skoðun að meiri
vilji sé hjá fjárveitingavaldinu
nú en oft áður til að auka fjár-
veitingar til sérkennslu. Tillögur
ráðuneytisins til fjárlaga 1988 um
stuðnings- og sérkennslu miða við
það, að veitt verði heildarupphæð,
sem nemur 0,22 vikustundum á
nemanda í umdæminu miðað við
heildamemendafjölda." (Leturbr.
gr.höf.)
Þessi texti bréfsins er rétt eins
og lög og reglugerðir séu ekki til um
sérkennslu, gangur mála ráðist af
ákvörðunum ráðuneytis sem hveiju
sinni byggjast á skoðunum einstakra
starfsmanna þar á því hvort fjárveit-
ingavaldið muni láta þá komast upp
með það að fótum troða rétt fatlaðra
eða hvort upplýsingar, sem ráðuneyt-
ið ætlaði að halda leyndum, hafi
borist þingmönnum með öðrum leið-
um.
Um þá fullyrðingu, að ráðuneytið
hafi beitt sér fyrir stórátaki í sér-
kennslu við fjárlagagerð 1986, vísast
til upplýsinga hér að framan um
greinda þörf umdæmisins og tillögur
ráðuneytis til hagsýslu.
Um kvótaregluna, sem nú er sleg-
ið fram, er það að segja að með
henni eru greiningar gerðar óþarfar
og réttur einstaklingsins í hættu sem
og ákvæði reglugerðar um kennslu-
magn í sérkennslu.
N .eystra kemur þessi reikniregla
svona út:
Nem. 4.751 X 0,22 = 1.045
Stuðningsk. 6% af H 458
Bröttuhlíðarek. 60
Löngumýrarek. 32 1.045 550
Mism.sérk. 495 1.045 1.045
Eftir stendur að sérfræðingar
fræðsluskrifstofu umdæmisins hafa
greint 118 sérkennslunemendur sem
samkvæmt reglugerð, sem enn á að
Söfnun Móður Ter-
esu á síðastliðnu ári
eftir Torfa Ólafsson
Hér á landi starfar lítill hópur
alþjóðasamtakanna „Samverka-
menn Móður Teresu". Þeim samtök-
um var formlega hrundið af stað
1969 og er markmið félaganna að
reyna að lifa I anda Móður Teresu,
sýna öllum mönnum kærleika og
vera jafnan reiðubúnir að bera vott
um hann í verki, jafnt ( smáu sem
stóru. Meðal verkefha samtakanna
er að veita viðtöku gjöfum og áheit-
um á Móður Teresu og koma
söfnunarfénu áleiðis til systrahúss
Kærleiksboðberanna (reglu Móður
Teresu) í Róm sem siðan miðlar því
þangað sem þörfin er mest. Slíkar
gjafír má leggja inn á gíróreikning
Söfnunar Móður Teresu, nr.
23900-3, eða senda þær ( pósthólf
747, 121 Reykjavík. Hver eyrir þess
sem safnast er sendur til systranna
og má ekki veija neinu af söfnunar-
fénu til annars en hjálpar við starf-
semi Móður Teresu og reglu hennar.
Á siðastliðnu ári safnaðist meira
en nokkru sinni áður, eða rúmar
267.000 kr. Kr. 76.000 (d. kr.
3.000), af því fé var sent til Dan-
merkur, til kaupa á mjólkurdufti
handa indverekum bömum en kr.
192.500 (3.000 sterlingspund) voru
sendar til systranna í Róm.
Þá var gefin út á síðastliðnu
hausti bókin „Betlidrengurinn Jugga
finnur Móður Teresu" eftir Kireten
Bang. 6% af bókhlöðuverði seldra
eintaka af þeirri bók hvort sem hún
skilar hagnaði eða ekki, renna í sam-
Móðir Teresa
eiginlegan hjálparajóð Samverka-
manna Móður Teresu og „Aktion
Bomehjæip" í Kaupmannahöfn og
er því fé varið á sama hátt og fyrr-
nefndu söfnunarfé SamVerkamann-
anna, en verði hagnaður af sölu
bókarinnar, rennur hann aliur til
líknaretarfs Móður Teresu þegar
útgáfukostnaður hefur verið greidd-
ur. Því miður virðist sala þessarar
bókar ekki hafa gengið eins vel og
vonir góðu til, þrátt fyrir þá góðu
dóma sem hún fékk í Morgunblaðinu
og Þjóðviljanum, en hún verður
áfram til sölu (bókabúðum svo vinir
Móður Teresu hafa ennþá tækifæri
til að leggja henni lið og afla um
leið sér og bömum sínum góðrar
bókar.
Samverkamenn Móður Teresu
starfa nú í 50 löndum en um saman-
lagðan fjölda þeirra veit enginn með
neinni vissu því Móðir Teresa telur
alla þá samverkamenn sína sem
reyna að lifa ( anda hennar, anda
kærieikans, og styðja þá sem helst
þarfnast hjálpar.
Höfundur er formaður Félags
kaþólskra leikmanna & tslandi.
Sturla Kristjánsson
„Norðurlandsumdæmi
eystra virðist nú loksins
ná þvi langþráða marki
að „góð nýting“ al-
menna kvótans gefur
„svigrúm“ til stórauk-
innar sérkennslu og í
heild er allt útlit fyrir
að umdæminu takist
ekki að halda uppi
þeirri þjónustu sem
„heimild er fyrir á fjár-
lögum“.“
vera í gildi, líka í Norðurlandsum-
dæmi eystra, eiga rétt á 830 viku-
stunda kennslu, en fagráðuneytið
afgreiðir málið með þvi að skella á
kvótakerfí, sem ákvarðar heildartölu
til stuðnings- og sérkennslu umdæm-
isins en ólík kennslustig og skólaform
éta síðan hvort af öðru.
Hlutur sérkennslu verður sem fyrr
segir 495/830 eða 59,6% af greindri
þörf.
Hitt er svo annað mál,-að vegna
almennra báginda i skólamálum þá
mun nú svo komið hér í umdæminu
að ekki er unnt að halda uppi lög-
boðinni þjónustu í almennri kennslu
og eru þar hundruð vikustunda ónot-
uð. Slíkt hefur ekki geret á undanf-
örnum árum og getur umdæmið því
fært af almennum kennslukvóta yfir
á sérkennslu samkv. heimild í ráð:
herrabréfí frá 16. oktöoer 1986. í
þvi bréfí segir einnig m.a.:
„Ráðuneytinu hefur verið ljóst að
með góðri nýtingu almenns
kennslukvóta hefur einstökum
fræðslustjórum tekist að færa af
þeim lið yfir á stuðnings- og hjálp-
arkennslu." (Þarna mun átt við
sérkennslu. S.K.).
Nú er sem sagt N.eystra komið í
gæðaflokkinn, kennarar hafa ekki
fengist til starfa, umdæmið situr
uppi með ónotaðan kvóta sem bjarg-
ar sékennslunni og gefur væntanlega
einnig afgang þar þvi varla verða
kennarar til sérkennslu kallaðir fyrir-
varalaust til starfa þegar kennsla er
hafin og I ljós kemur að stundir til
almennrar kennslu verða ekki full-
nýttar.
Norðurlandsumdæmi eystra virð-
ist nú loksins ná því langþráða marki
að „góð nýting" almenna kvótans
gefur „svigrúm" til stóraukinnar sér-
kennslu og i heild er allt útlit fyrir
að umdæminu takist ekki að halda
uppi þeirri þjónustu sem „heimild er
fyrir á flárlögum." Ráðdeild og
spamaður er þetta víst kallað, skól-
amir veita þá þjónustu sem þeir
megna og ráðuneytið lætur allt „óta-
lið meðan heildar kennslukostnaður
er innan marka fjárlaga." (sbr. ráð-
herrabréf frá 16. okt. 1986).
Að lokum: í svari ráðherra til Al-
þingis við 6. sp. fyrirepumarinnar
ægir að ekki sé annað vitað en að
farið sé að fullu eftir magnákvæðum
reglugerðar um sérkennslu á skóla-
árinu 1986—1987. Þá kann einhver
að spyija, til hves ráðuneytið sé þá
að beita sér fyrir stórátaki í að auka
sérkennslu fyrir grunnskólanemend-
ur við fjárlagagerð vegna áreins
1988?
Höfundur er fyrrverandi frœðslu-
sljórí & Norðurlandi eystra.