Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 19

Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 19 Forsendur verðtrygg- ingar og hávaxta eftirMagna Guðmundsson Hækkun útlánsvaxta hefír tvenns konar tilgang í hagstjóm: Annars vegar er henni ætlað að draga úr eftirspum lána og þar með úr pehingaframboði og verð- þenslu. Hins vegar veitir hún svigrúm fýrir hækkun innláns- vaxta, sem að sínu leyti kynni að geta aukið spamað og þvi einnig minnkað verðþenslu. Við skulum byija á því að athuga fyrri forsend- una. Mun hækkun útlánsvaxta í reynd draga úr eftirspum lánsfjár? Það er ekki einhlítt. Hækkunin hefir því aðeins samdráttaráhrif, að vextimir séu virkir, sem svo er kallað. Til þess þarf að fullnægja ákveðnum skilyrðum. Þau felast öll í orðunum stjórn eftirspumar,* sem í stuttu máli tákna aðhald bæði í ríkisfjár- málum og peningaframboði. Nánar tiltekið þarf samræmdar aðgerðir á þessa iund: (i) Ríkisbúið verður að reka án halla, svo og stærri bæjarfélög. (ii) Skuldasöfnun ríkissjóðs og við- skiptabanka hjá Seðlabanka verður að stöðva. (iii) Eriendar lántökur umfram af- borganir af hendi ríkissjóðs, stofn- ana og einkaaðila verða að hætta. (iv) Fjárfestingu verður að tak- marka við spamað í landinu. (v) Peningaframboð verður að mið- ast við raun-þjóðartekjur. Ekkert þessara skilyrða eða að- eins fá þeirra hveiju sinni hafa verið fyrir hendi á íslandi um áratuga- skeið. Miðstýrð peningastjóm hefír því óhjákvæmilega verið máttvana. Af sömu ástæðu hafa beinar verð- lagshömlur ætíð verið .haldlausar. Og kjarasamningum hefír fylgt launaskríð. Við höfum haft verð- bólgu í hartnær hálfa öld. Hvemig er umhorfs núna? Fjár- lög hafa verið barin saman hallalaus í fyrsta sinn á löngu tímabili. Það er spor í rétta átt. Hins vegar veit enginn hvemig ríkisreikningur lítur út að ári liðnu. Fyrirhuguð fjárfest- ing er langt umfram eðlileg mörk hjá ríki og höfuðborg. Einstaklingar og fyrirtæki láta ekki sitt eftir liggja. Það er hins vegar venja í lýðfrjálsum löndum að láta einka- fjárfestingu afskiptalausa í lengstu lög. Þess vegna er opinbemm fram- kvæmdum hagað eftir ástandi markaðarins á hveijum tíma — dregið úr þeim sem mest má, þegar eftirspum vinnuafls er mikil. Erlend skuldasöfnun er enn í fullum gangi, og halli á utanríkisviðskiptum nem- ur milljörðum króna. Við slíkar aðstæður, þegar spenna og ofþensla ríkir, hefír hækkun útlánsvaxta ekki nein áhrif í þá átt að draga úr eftirspum láns- ijár. Við sjáum þetta fyrir okkur hvarvetna. Útlánsvextir innláns- stofnana tvöfölduðust og nokkm betur á 12 mánuðum frá okt. 1986 til okt. 1987 (hækkun 115%). Á sama tíma varð hátt í helmings- aukning á útlánunum sjálfum (43%). Forvaxtaprósenta Seðla- bankans (vextir hans af endur- keyptum víxlum) hefir verið óvirk með öllu. Hefir Seðlabankinn orðið að beita viðskiptabanka allt að 70% refsivöxtum. Á verðbréfamarkaðin- um næst 80% ávöxtun og þar yfír. Á svarta peningamarkaðinum þekkjast að sögn vextir frá 120% og allt að 300% á ári. Augljóst er, að gildandi útláns- vextir banka og sparisjóða, sem era kringum 40% p.a., em ekki jafn- vægisvextir, þar sem framboð lánsfjár og eftirspum þess mætast. Útlánsvextimir em einfaldlega settir við þessi mörk af viðskipta- bönkunum með þegjandi samþykki Seðlabanka og rflcisvalds. Þeir hafa ekki haft nein samdráttaráhrif á útlánin. En hefír hækkun útlánsvaxta engin önnur áhrif? Jú, hún hefír áhrif á verðlagið. Vextir em verð peninga, og hækkun þess verðs síast gegnum allt hagkerfíð. Ég gerði ítarlega könnun á þessu sviði Dr. Magni Guðmundsson „Við ríkjandi aðstæður megnar vaxtahækkun ekki að draga úr eftir- spurn lánsfjár og þar með úr peningafram- boði. Áhrifin eru þau ein að efla kostnaðar- verðbólgu í landinu.“ fyrir allmörgum ámm að tilhlutan viðskiptaráðherra og fjármálaráð- herra. Hún leiddi i ljós á ótvíræðan hátt, (i) að greiddir vextir í atvinnu- rekstri fóm gjaman fram úr greiddum vinnulaunum og (ii) að kostnaðarauki af völdum vaxta- hækkana kom fram í vöraverði bæði beint og óbeint. Eiga markaðsöflin enn eftir að verka, eins og sumir menn virðast halda? Vafalaust, en á annan veg en þeir ímynda sér. Þessir háu vext- ir, sem em a.m.k. fjóram sinnum hærri en í samkeppnislöndum okk- ar, þrengja að útvegi, bæði veiðum og vinnslu, ullariðnaði o.fl. útflutn- ingsgreinum, sem nú þarfnast gengislækkunar. Gengislækkun leiðir til alhliða hækkana á yerði innfluttra vara. Hávextir gera íbúð- arhúsæði dýrara bæði fyrir byggj- endur og leigjendur. Það herðir á kaupkröfum, sem aftur leiða til vömverðshækkana. Þannig knýr vaxtaskrúfan verðbólguhjólið. Við höfum dæmin fyrir okkur. Brasiiíu- menn, sem gáfu okkur fyrirmynd- ina að verðtryggingu fjárskuld- bindinga, náðu að leikslokum 860% verðbólgu. Þeir glötuðu efnahags- legu sjálfstæði og vom settir undir stjóm Alþjóðabankans 1985. Niðurstaðan er þessi: Við ríkjandi aðstæður megnar vaxtahækkun ekki að draga úr eftirspum lánsfjár og þar með úr peningaframboði. Ahrifin em þau ein að afla kostnað- arverðbólgu í landinu. Vera má, að einhveijum árangri megi ná með umfangsmiklum viðskiptum Seðla- banka með ríkisskuldabréf á opnum markaði. Eftir er að ræða seinni forsendu hávaxta, sem getið var í byrjun. Til þess þarf aðra grein af svipaðri stærð. * Á ensku máli „demand manage- ment“. Höfundur hefur doktorspróf I hagfræði og áratuga reynsJu við sérfræðistörf fyrir stjómardeildir heima og erlendis. TOYOTA Tovota áÁkureyri og í Keflmík Bflasýning á öllum tegundum Toyota verður nú um helgina í Bílasölunni Stórholt á Akureyri og Bílasölu Brynleifs í Keflavík. Laugardaginn 30. janúar kl. 10:00 til 17:00. Sunnudaginn 31. janúar kl. 13:00 til 17:00. Bílamir verða til sölu og afgreiðslu strax. Fjórhjóladrifinn Toyota Tercel verður einn sýningarbíla okkar. Hann er frábær í snjó, rúmgóður, eyðslugrannur og ...laglegur. TOYOTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.