Morgunblaðið - 29.01.1988, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
Merkileg tillaga
sem gleymdist
eftirJón Jónsson
Inngangur
Tilefni ritsmíðar þeirrar, sem hér
fer á eftir er grein er prófessor
Ams Noe-Nygaard reit í árbók jarð-
fræðingafélagsins danska (Dansk
geologisk Forenings Aarsskrift),
sem út kom í Kaupmannahöfn í
janúar 1976 og sem ber yfirskrift-
ina „Et forsög som slog fejl“. Þar
er greint frá málefni, sem mjög
varðar íslensk jarðvísindi og því
ekki óeðlilegt að á sé minnst nú
þegar okkar öld brátt rennur sitt
síðasta skeið.
Tillagan
Það var í lok nóvembermánaðar
á fyrsta ári þessarar aldar að þrír
merkir danskir jarðfræðingar sendu
frá sér tillögu um stofnun, sem
hafa skyldi með höndum rannsókn-
ir á jarðfræði íslands. Þá var
Kaupmannahöfn enn höfuðborg ís-
lands og aðsetur æðri menntunar.
Í Danmörku hafði þá verið sett á
stofn það, sem nefnt var Kommissi-
onen for Danmarks geologiske
Undersögelse, sem síðar fékk heitið
Danmarks Geologiske Undersög-
else (DGU), en samskonar stofnanir
voru þá þegar til á hinum Norður-
löndunum. Svo virðist sem höfundar
þessarar tillögu hafi hugsað sér
jarðfræðirannsóknir íslands (JRI)
sem eins konar deild úr DGU og
var það raunar eðlilegt frá sjónar-
miði þess tíma. í bréfinu er gerð
grein fyrir því hvernig höfundar
telja að rannsóknum á Islandi ætti
að haga og hvers vegna þær séu
æskilegar frá sjónarmiði danskra
og ekki síður almennra jarðvísinda.
Þeir benda jafnframt á að nauðsyn-
legt sé að fá til slíkra starfa íslenska
menn og nefna í því sambandi
Helga Péturss. Bréf þetta, sem
stílað var til Kommissionen for
Danmarks Geologiske Undersög-
else var undirritað af þrem forystu-
mönnum um jarðfræðirannsóknir í
Danmörku þeim Victor Madsen,
Axel Jessen og NV Ussing. Bréf
þeirra félaga er dagsett 9. nóvem-
ber og svar fengu þeir, sem dagsett
er 20. sama mánaðar. Mundi það
þykja skjót afgreiðsla frá opinberri
stofrun nú í dag.
Svarið er í orði kveðnu mjög já-
kvætt og sjónarmið höfunda viður-
kennd, en, og það var stórt en,
fjárhagurinn var bágborinn og
leyfði ekki neinar aðgerðir við ráð-
andi aðstæður. Svo virðist sem
Helgi Péturss hafi a.m.k. að nokkru
leyti út á þetta fengið styrk til jarð-
fræðirannsókna á íslandi um
nokkurt skeið. Svo fór um þessa
tilraun til að skapa stofnun, sem í
dag gæti heitið Jarðfræðirannsókn-
ir Islands (JRI) og væri farin að
nálgast 100 ára aldur.
Verkefni — verkefnaleysi
Um þessar mundir eru jarðfræði-
rannsóknir á Islandi í greinilegum
öldudal, eftir að um árabil hafa
verið á toppnum í sambandi við
virkjanir, bæði þær, sem komist
hafa í framkvæmd og hinar, sem
bíða síns tíma að ógleymdum þeim
sem skapast hafa í víðfeðmurh en
lítt raunsæjum huga og sem von-
andi aldrei komast til framkvæmda.
Nú heyrist talað um verkefnaleysi
og að á þeim grundvelli verði að
segja upp störfum í stórum stfl. Er
í raun um verkefnaskort að ræða?
Það voru danskir jarðfræðingar,
sem fyrir nær heilli öld gerðu sér
grein fyrir nauðsyn þess að koma
á fót stofnun, sem annaðist skipu-
lagðar rannsóknir á jarðfræði
íslands og þá fyrst og fremst jarð-
fræðilega kortlagningu landsins, en
slík kortlagning hlýtur óhjákvæmi-
lega að vera sá grundvöllur, sem
nákvæmar jarðfræðilegar rann-
sóknir, hvort heldur er með tilliti
til framkvæmda eða til hreint
vísindalegra, hvílir á. Það getur
vart talist ámælislaust að enn skuli
engin slík stofnun vera til á ís-
landi, því landi, sem sérstæðast er
allra Norðurlandanna, svo ekki sé
meira sagt. Einhver kann að segja
að til sé nú jarðfræðikort af landinu
öllu í 9 blöðum. Því er til að svara
að bæði er að þessi kort eru í
mælikvarða 1:250 000, gefa því
aðeins yfírlit, eru mjög mismunandi
að gæðum allt eftir þekkingu
manna á svæðinu og vandvirkni.
Auk þess, sem inn á sum þeirra
hefur slæðst nokkuð það, sem vart
verður kennt við annað en sérvisku,
svo ekki sé getum leitt að öðru.
Þessi kort eru dágóð fyrir ferða-
menn, sem ekki gera háar kröfur,
en eru engan veginn fullnægjandi
í sambandi við meiri háttar fram-
kvæmdir.
Jón Jónsson
*
Ætla Islendingar,
sem nú vaða í meira
peningaf lóði en nokkur
dæmi eru til úr sögu
þjóðarinnar, að verða
þeir aukvisar að svo líði
þessi öld að hvorki
verði hér komið á fót
myndarlegu náttúru-
gripasafni né heldur
því er nefna mætti
Jarðfræðirannsóknir
*
Islands?
Stórkostlegt menningarmál
Eins og áður er vikið að, er ís-
land nú eitt Norðurlandanna, sem
ekki á neina stofnun á borð við
DGU, NGU og SGU. Það er vissu-
lega illa farið, og tími til kominn
að bætt verði úr. Á þessu sviði
liggja fyrir gnægð verkefna, sem
nú þegar í upphafí væru meira en
nóg fyrir a.m.k. 20 manns. Það
Sjóræningjar eða
hetíur harsins
eftirBirgi
Stefánsson
Léleg fréttamennska
Nú nýverið var mikið í fréttum,
að Núpur ÞH var færður til hafnar
með valdi. Þykir mér Dagur á Akur-
eyri skýra illa frá málinu og því er
ég ansi hræddur um að allur al-
menningur geri sér ekki grein fyrir
um hvað málið snýst og hversu al-
varlegt það er í raun.
Eftir lestur greinar um lok máls-
ins spyija eflaust margir sem svo:
„Hvað gerði aumingja maðurinn af
sér?“ I greininni kemur skipstjórinn
fram eins og hvítur engill og segir
að skráning hafi verið í fína lagi
og svona hafí hann alltaf gert og
enginn hafí kvartað. Umrædda
grein prýddi mynd af 80 tn skip-
stjóra 30 tn stýrimanni á 180 tn
bát, svo ekkert vántaði nema geisla-
bauginn yfír höfðum þeirra.
Þáttur vondra manna
í heimabyggð er svo sagt að
vondir menn og illa innrættir hafi
klagað af illmennsku einni saman.
Þar liggja menn undir ámæli og
svívirðingum af hálfu útgerðar og
fólks sem ekki skilur máiið. Þeir
skitnir út hvað mest sem hvergi
komu nærri. En óskandi væri að
fleiri gerðu eins og sá/sú sem
kærði, því það er það eina rétta.
Að vísu ætti sá/sú að segja til sín
annarra vegna.
Lögskráning — hvað er nú það?
Fáein atriði
Hún er sönnun þess að skip sé
haffært þ.m.t. að öryggisatriði séu
í lagi.
Hún er sönnun þess að menn séu
slysa- og líftryggðir. Hún staðfestir
hveijir voru um borð ef skip ferst.
Hún á og að sanna að allir yfir-
menn hafi réttindi til síns starfa.
Við lögskráningu skal leggja
fram vottorð um haffæri, trygging-
ar svo og réttindaskírteini eða
starfsleyfí yfirmanna. Um áramót
skulu allir skrifa undir hjá lög-
skráningarstjóra í þar til gerða
bók, sem er í tvíriti og skal annað
eintakið vera um borð.
Þar lét skipstjóri kallana kvitta
og þóttist þar með hafa lögskráð.
En hvað sannar hún á hafsbotni?
Allir sjómenn ættu að kynna sér
lög um lögskráningu og hvemig
hún skuli framkvæmd. Því miður
eru æði margir sem gera sér enga
grein fyrir því hvursu mikilvæg hún
er. Ólögskráður maður er ótryggður
og illa settur af hann slasast, þ.e.
réttlaus. Ég vil taka undir orð skip-
stjórans í lok greinarinnar. Þar
viðurkennir hann sök sína og segist
vona að menn geri ekki svona lag-
að. Hann hefði betur íhugað þetta
áður en hann fór út á sjó.
þarf að stofna Jarðfræðirannsóknir
Islands (JRI). Sem fyrsta og fram-
tíðarverkefni þeirrar stofnunar ætti
að vera jarðfræðileg kortlagning
landsins alls. Þau kort ætti að gefa
út í mælikvarða 1:50.000. Auk þess
ætti sérhvert jarðfræðilegt spurs-
mál, sem upp kann að koma t.d. í
sambandi við meiri háttar fram-
kvæmdir, sjálfvirkt að vera háð
umsögn og/eða eftirliti slíkrar
stofnunar. Jarðfræðirannsóknir á
Islandi eru enn í molum, enda þótt
mikið verk hafí verið og sé unnið
á því sviði í heild, þá er það í brot-
um og engin stofnun virðist hafa
haft hugsun á dirfsku eða dug til
þess að skeyta saman brotin og
skapa úr nothæfa heildarmynd. Svo
mikið er búið að kortleggja svæði
kringum Reykjavík, í Borgarfirði, á
Snæfellsnesi og austan ijalls að
tiltöulega litla viðbótarvinnu þarf
til að gera úr kort á mælikvarða
1:50.000 yfír þetta stóra svæði. —
Segja má að jarðfræðikortlagningu
verði í raun aldrei lokið, því með
aukinni þekkingu koma upp ný
spursmál. — Annað aðkaílandi
verkefni á þessu sviði er að gefa
út a.m.k. megin inmhald fjölda rit-
gerða um jarðfræði íslands, sem til
eru eftir bæði innlenda og erlenda
höfunda, en skrifaðar á ensku og
aðeins til í fjölrituðum eintökum og
í höndum örfárra manna.
Af þessari stuttu upptalningu
má ljóst vera að ekki vantar verk-
efni. Það vantar trausta, ábyrga
og víðsýna stjórn þessara mála í
heild og ákveðin markmið.
Viðhorf til rannsókna
Viðhorf almennings til jarðfræði-
rannsókna voru löngum harla
neikvætt. Það var að vísu viður-
kennt að í hópi skemmtiferðafólks
væri gaman að hafa með jarð-
fræðing, einkum ef hann eða hún
var hæfílega málgefín, en að jarð-
fræðings væri þörf við lausn fjöl-
þættra, hagnýtra verkefna, það var
fjarri huga fjöldans. Að á þessu
hefur orðið breyting til hins betra
einkum á 2—3 síðustu áratugum
er öðrum fremur að þakka Jakobi
Gíslasyni fyrrv. orkumálastjóra.
Segja má að bylting í jarðfræði-
rannáoknum á íslandi hafí orðið
með tilkomu rannsókna G.P.L.
Walkers á Austijörðum. Þá fyrst
eru dregin fram í dagsljósið nokkur
þau atriði, sem í raun eru megin-
þættir í jarðfræðilegri byggingu
landsins. Ekki er mér kunnugt um
að þessi maður hafí verið opinber-
lega heiðraður fyrir sitt mikla
framlag til íslenskra jarðvísinda, en
sannarlega er tími til þess löngu
kominn.
Hefði tilraunin tekist
Allar líkur eru til þess, að hefði
tillaga þremenninganna dönsku náð
Birgir Stefánsson
„Allir sjómenn ættu að
kynna sér lög um lög-
skráningu og hvernig
hún skuli framkvæmd.
Því miður eru æði
margir sem gera sér
enga grein fyrir því
hvursu mikilvæg hún
Eru réttindi óþörf?
En það er önnur hiið á þessu
máli og öllu ljótari. Þar á ég við
fram að ganga þá væri staða
íslenskra jarðvísinda nú önnur og
traustari en hún er, iheiri staða í
framkvæmdum rannsókna, meiri
ábyrgð á niðurstöðum. Þá væri
væntanlega, fremur en nú er gætt
hinnar gullnu reglu að í upphafi
skildi endirinn skoða. Kannski hefði
þá fremur verið hugað að því hvað
mörgum kynslóðum ýms kostnaðar-
söm fyrirtæki muni endast og meira
hugað að því heldur en að full-
nægja stundarlöngum pólitískum
metnaði eða duttlungum.
Landið okkar er ekki óumbreyt-
anlegt og sú siðferðislega skyída
hvílir á hverri kynslóð að „skila
bættu landi í barns síns hendur“
en til þess að svo megi verða er
þekking frumskilyrði. Það er ekki
nóg að byggja stórt og veglegt, það
á að byggja traust og svo að endist.
í annan máta væri stofnun sem
sú er þremenningamir vildu skapa
líkleg til þess að hafa bætandi áhrif
á skrif um þessi vísindi og stuðla
að raunsærri og heilbrigðari gagn-
lýni á þau, svo ekki sé hægt að
segja eins og gamli Káinn: „Allt
er birt og allt er hirt, engin þrot á
leirburðe". Það er ekki nóg að fá
að grípa á lofti hugmynd og nær
samstundis setja hana á blað og
telja til vísinda. Það verður að gera
fulla grein fyrir því á hvaða grund-
velli vísindaleg niðurstaða hvílir, en
á þessu hefur verið tilfinnanleg
vöntun í mörgu því er um íslenska
jarðfræði hefur verið ritað. „Varðar
mest til allra orða undirstaða rétt
sé fundin" kvað Eysteinn Ásgríms-
son forðum. Þau orð eru sígild enn
í dag. Fullyrðingar án rökstuðnings
eiga ekki rétt á sér í vísindalegu
gamhengi, og hljóta fyrr eða síðar
að dæma sig sjálfar til þagnar.
Þeim sem um vísindaleg málefni
fjalla og leggja fram ákveðnar skoð-
anir, hvort heldur er í ræðu eða
riti, má ekki gleymast að þeir eru
ekki bara einstaklingurinn heldur
jafnframt fulltrúi fyrir sína stofnun,
sinn starfshóp og fyrir íslensk
vísindi, en það þýðir að sjálfsögðu
að á honum eða henni hvílir ábyrgð.
Jafnan hefur sannleikurinn reynst
sagna bestur.
Við lok þessarar ritsmíðar verður
áleitin spumingin:
Ætla íslendingar, sem nú vaða
í meira peningaflóði en nokkur
dæmi em til úr sögu þjóðarinnar,
að verða þeir aukvisar að svo líði
þessi öld að hvorki verði hér komið
á fót myndarlegu náttúmgripasafni
né heldur því er nefna mætti Jarð-
fræðirannsóknir íslands?
Landið okkar er stórt og fullt af
undmm. Það er skylda okkur að
vemda það og rannsaka á þann
hátt sem hæfír dásemdum þess.
Höfundur erjnrðfræðingur.
hinn kostulega þátt undanþágu-
nefndar, en hún ákveður hver skuli
fá undanþágu og hver ekki. Nú um
áramót áttu að ganga í gildi mjög
hertar reglur um undanþáguveit-
ingar. Samkvæmt þeim átti að
skrúfa alveg fyrir þær eða svo gott
sem. Undanfarin ár hafa verið hald-
in svonefnd réttindanámskeið fyrir
rnehn á undanþágu. Fjölmargir
hafa sótt þau víða um land. Margir
hafa lagt mikið á sig bæði í fyrir-
höfn og íjármunum, vegna þess að
þeim var sagt að annað hvort næðu
þeir sér í réttindi eða fæm á dekk.
Undanþágur yrðu úr sögunni.
Þeir menn sem ég kynntist hér
á Dalvík tóku þetta alvarlega og
enga hef ég séð leggja eins hart
að sér í námi. Þama vom allt frá
mönnum með sæmilega menntun
upp í menn með 30 ára gamla
bamaskólagöngu.
Nú spyr ég: Hvers eiga þessir
menn að gjalda? Var ekki illa gert
að pína þá í skóla sem svo er e.t.v.
einskis virði? Nú horfa þeir uppá
þessa menn sem ég fullyrði að áttu
sömu möguleika og sumir aðrir að
fara í skóla, fá syndakvittun á silf-
urfati frá téðri nefnd.
Skyldi hafa verið auglýst eftir
mönnum á viðurkenndan hátt eins
og reglur segja fyrir um? Ekki rek-
ur mig minni til að svo hafí verið
gert. Og til hvers emm við að