Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Slysavamir
í 60ár
Haraldur Henrysson, forseti
Slysavamafélags íslands,
ritar grein í Morgunblaðið í dag
í tilefni af því að sextíu ár eru
liðin frá stofnun félagsins. Hann
vitnar til orða Guðmundar
Bjömssonar, landlæknis og
fyrsta forseta félagsins, á stofn-
ftindi þess. Þar kemur fram að
á árabilinu 1901 til 1910 „misstu
íslendingar um 550 fiskimenn í
sjóinn eða til jafnaðar 12 af
hverjum 1.000 fískimönnum á
ári“. Manntjón á íslenzkum físki-
skipum á þessum ámm var tífalt
meira — hlutfallslega — en á
norskum fískiskipum. Það var
því ærin ástæða til stofnunar
samtaka, sem hefðu þann
tvíþætta tilgang, að starfa að
fyrirbyggjandi slysavömum og
hafa á hendi björgunarstörf þeg-
ar sjómenn lentu í sjávarháska.
í dag vinnur Slysavamafélagið
að alhliða slysavömum og neyð-
arhjálp. Það er byggt upp af
félagsdeildum, sem starfa
víðsvegar um íandið og hafa skil-
að frábæm starfí og unnið ýmis
björgunarafrek. Starfsstöðvar
þessara deilda, sem sinna leitar
og björgunarstörfum, em um 50
talsins. Að auki hefur félagið og
deildir þess komið upp 80 skip-
brotsmanna- og Qallaskýlum
með ýmsum búnaði, meðal ann-
ars fjarskiptatækjum. Björgun-
armiðstöð félagsins er í
Reykjavík og til hennar er leitað
í neyðartilvikum af hálfu opin7
berra aðila, útgerðaraðila og
almennings. Slysavamafélagið
hefur barizt og beitt sér íyrir
margþættum fyrirbyggjandi að-
gerðum: Útgáfu- og fræðslu-
starfí, eftirliti með skipum,
bifreiðum og vinnutælgum, ör-
yggisbúnaði við haftiir, lögleið-
ingu björgunartækja, Slysa-
vamaskóla sjómanna,
námskeiðum um slysavamir og
neyðarhjálp, kaupum og viðhaldi
öryggistækja, björgunartækja og
búnaðar. Tilkjmningaskylda
íslenzkra skipa, sem tók til starfa
1968, og er í umsjá félagsins en
kostuð af ríkinu, gegnir og mikil-
vægu hlutverki. Slysavamafé-
lagið starfrækti og umferðarör-
yggisnefndir um land allt þegar
breytt var yfír í hægri umferð
hér á landi árið 1968. Enn er
fjölmargt ótalið úr starfssögu
félagsins.
Þörfín fyrir starfsemi af því
tagi, sem Slysavamafélag Is-
lands annast, fer vaxandi, þótt
margt hafí breytzt og flest til
hins betra í sextíu ára sögu fé-
lagsins. Árið 1986 lést 71 Islend-
ingur af slysförum, þar af 26 í
sjóslysum og drukknunum og 24
í umferðarslysum. Það segir sína
sögu að þetta ár vóm á milli 7
og 8 þúsund umferðaróhöpp hér
á landi, sem leiddu til meiðsla
og/eða skemmda á bifreiðum, en
bifreiðum hefur fjölgað úr
45.000 þá er hægri umferð var
upp tekin 1968 í um 135.000
ökutæki 1987. Slysin gera ekki
boð á undan sér. Þau geta orðið
nánast hvar sem er, á sjó, í lofti
og á landi; á vinnustöðum, á
heimilum, í skólum — eða á ferð
milli þessara viðverustaða mann-
fólksins.
Haraldur Henryssort, forseti
Slysavamafélagsins, segir í
Morgunblaðinu í dag:
„Þrátt fyrir aukið forvamar-
starf á mörgum sviðum af hálfu
hins opinbera, til dæmis varðandi
öryggi á vinnustöðum, slysavam-
ir í umferðinni og fleira, er ljóst,
að frjáls félagasamtök eins og
Slysavamafélag íslands hafa
miklu hlutverki að gegna í þjóð-
félagi okkar, ekki síður en fyrir
60 árum. Nægir þar að minna á
hið mikilvæga hlutverk björgun-
arsveitanna, en á vegum félags-
ins starfa 94 slíkar sveitir,
skipaðar sjálfboðaliðum. Þau
verkefni, sem stjóm SVFÍ telur
brýnt að leysa á næstunni, eru
til dæmis að festa Slysavama-
skóla sjómanna í sessi og gera
að skyldu að allir sjómenn sæki
þar námskeið, að auka þjálfun
björgunarsveitarmanna og bæta
útbúnað sveitanna, ekki sízt til
sjóbjörgunarstarfa, að gera átak
varðandi þjálfun og skipulagn-
ingu hjálparliðs til mðnings- og
björgunarstarfa vegna samnings
félagsins við Almannavamir
ríkisins, og að stórauka forvam-
arstarf vegna slysa í heimahús-
um, í ferðalögum og frístund-
um.“
Morgunblaðið tekur undir
þessi orð, þakkar Slysavamafé-
laginu mikil og góð störf í þágu
samfélagsins, ámar því framtíð-
arheilla á 60 ára starfsafmæli
og hvetur ríkisvald, sveitar-
stjómir, fyrirtæki, félagasamtök
og einstaklinga til að leggja því
lið. Blaðið hefur um langt skeið
haft mjög gott samstarf við SVFÍ
og þakkar það sérstaklega.
Vegna þessa samstarfs ekki sízt
hefur blaðið getað sinnt upplýs-
ingastarfí sínu um slysavamamál
og flutt réttar fréttir um ýmis
viðkvæm atriði, sem snerta þetta
starf, svo sem slys og önnur sorg-
leg tíðindi. Er sérstök ástæða til
að þakka Hannesi Hafstein,
framkvæmdastjóra SVFI, þá
miklu aðstoð, sem hann hefiir
ávallt verið boðinn og búinn að
veita á öllum tímum sólarhrings-
ins.
Gjald fyrir veiðil
stað gengisfellii
eftir Gylfa Þ. Gíslason og Þorkel Helgason
I,
í kjölfar einhvers mesta góðær-
is, sem íslensk þjóð hefur notið,
blasa nú við erfíðleikar í íslenzkum
efnahagsmálum. Eins og við má
búast eru menn ekki á einu máli
um, hvemig við þeim eigi að snú-
ast. Það er tilgangur okkar með
þessari grein að vekja athygli á
einum tilteknum þætti þessara erf-
iðleika og hvemig vinna mætti bug
á þeim vanda, sem þar er um að
raeða.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að ástand mála í tveim meg-
ingreinum íslenzks sjávarútvegs,
veiðum og vinnslu, er mjög ólíkt.
Fiskvinnslan stendur höllum fæti,
einkum frystihúsin. Þau era sem
heild talin rekin með tapi, sem
metið er sem svarar 7—8% af tekj-
um að dómi Þjóðhagsstofnunar.
Þar era ekki á döfínni áform um
mikla fjárfestingu. Fiskveiðamar
skila hins vegar hagnaði. Þar era
laun miklu hærri en í fískvinnsl-
unni. Mikil fíárfesting á sér stað
í skipum, ekki fyrst og fremst
kaupum nýrra skipa í stað gam-
alla, heldur í breytingu skipa til
þess að gera þau afkastameiri.
Tengist þetta að sjálfsögðu gild-
andi lögum um fískveiðistjóm.
Nýjum skipum er ekki úthlutað
veiðileyfum nema skip hverfí úr
flotanum í staðinn.
n.
Við, sem skrifum þessa grein,
höfum báðir nýlega birt greinar
hér í blaðinu um, að það mundi
auka hagkvæmni í íslenzkum sjáv-
arútvegi að afhenda veiðileyfí ekki
ókeypis, heldur láta leyfíshafa
greiða gjald fyrir þau í sameigin-
legan sjóð, enda séu þá litlar eða
engar hömlur á viðskipti með leyf-
in. Ástæðulaust er að endurtaka
röksemdafærsluna hér.
Kjami málsins er ofur einfaldur.
Ef ekki væri höfð stjóm á sókn í
fiskstofnana, sem era helzta auð-
lind íslendinga, mundu þeir skerð-
ast og virði auðlindarinnar minnka.
Ríkisvaldið eitt hefur aðstöðu til
þess að takmarka heildarsóknina.
Og þjóðin í heild á þessa auðlind.
Það hefur raunar nú verið tekið
fram í hinum nýju lögum um físk-
veiðistjómun, sem sett vora í
byijun þessa árs.
Takmörkun heildarsóknar eykur
afla þeirra fískiskipa, sem veiði-
leyfín hljóta, þegar til lengdar
lætur, miðað við það, sem átt hef-
ur sér stað við meiri sókn. Þessi
aukni afli, sem siglir í kjölfar sókn-
artakmörkunarinnar, hefur það
auðvitað í for með sér, að veiðileyf-
in era verðmæt. Verðmæt réttindi
eiga menn ekki að fá ókeypis. Þá
er verið að mismuna þegnunum.
Fyrir veiðiréttindin á að greiða eig-
anda auðlindarinnar, þjóðinni allri.
Síðan farið var að takmarka
heildarsókn hér við land með veiði-
leyfum hefur það auðvitað komið
í ljós á ýmsan hátt, að veiðileyfín
era verðmæt. Eigendur veiðiskipa
hafa mátt afhenda eigendum ann-
arra skipa rétt þann, sem veiðileyf-
ið veitir. Hafa þeir þá tekið gjald
fyrir leyfíð og hefur í raun og vera
myndast markaður fyrir einstakar
tegundir veiðileyfa.
Þá hefur það komið í ljós við
sölu fískiskipa, að veiðileyfí þau,
sem fylgt hafa skipinu, hafa hækk-
að mjög verð þess, enda telur
kaupandinn sig vera að afla sér
aðgangs að veiðum og varanlegra
aflaréttinda.
í sjálfu sér þarf engum að koma
á óvart, þótt framsal veiðileyfa
leiði til fjárgreiðslu og að veiðileyfí
skipa hækki verð þeina. Það er
aðeins vitnisburður um, að veiði-
leyfín era verðmæt og þá um leið
staðfesting á því, að rangt er af
eiganda auðlindarinnar að afhenda
þau ókeypis.
m.
Þegar sóknargeta veiðiflotans
er orðin meiri en svarar til afrakst-
ursgetu fískstofnanna, er nauðsyn-
legt að takmarka heildarsókn. Það
er meginstaðreynd þess máls, sem
hér er um að ræða. Sóknina má
takmarka á ýmsan hátt. Um skeið
var hún takmörkuð með „skrap-
dagakerfínu" svonefnda, þ.e. fyrst
og fremst með takmörkun á veið-
itíma. Á sú aðferð enn stuðnings-
menn.
Samkvæmt þeim lögum, sem
gilt hafa undanfarin ár og eiga að
gilda næstu þijú ár, er sóknin tak-
mörkuð með úthlutun ókeypis leyfa
til einstakra veiðiskipa. Era þau
ýmist í formi aflamarks, þ.e. heim-
ildar til að draga tiltekinn afla á
land, eða sóknarmarks, þ.e. heim-
ildar til að halda skipi til veiða
tiltekinn tima.
Við teljum veiðileyfaaðferðina,
og þá einkum aflamarksgerð henn-
ar, miklu heppilegri e:n „skrap-
dagakerfíð". En f greinum þeim,
sem við skrifuðum fyrir skömmu
hér í blaðið, rökstuddum við, að
innheimta ætti gjald fyrir leyfín,
en þau síðan að vera framseljan-
leg. Annars vegar myndi það hafa
í för með sér hagkvæmari sókn,
þar sem veiðin myndi smám saman
komast í hendur þeirra, sem hefðu
hagkvæmastan rekstur. Hins veg-
ar væri komið f veg fyrir það
þjóðfélagslega ranglæti, sem í því
felst að afhenda einstaklingum eða
félögum verðmæti ókeypis og
svipta eiganda þannig afrakstri af
eign sinni.
Viljum við í þessu sambandi
benda á ákvæði til bráðabirgða við
nýsett lög um stjóm fískveiða. Við
endurskoðun laganna skal sam-
kvæmt þessum ákvæðum m.a.
kanna fyrirkomulag, sem byggist
á veiðiheimildum án þess að þær
séu bundnar við skip.
Algengustu rökin gegn gjaldi
fyrir veiðileyfí era þau, að með því
væri verið að skattleggja sjávarút-
veginn. Það sé ranglátt að skatt-
leggja undirstöðuatvinnuveg
þjóðarinnar. Og þá er komið að
meginefni þessarar greinar.
IV.
Að framan var á það bent, að
einn sérkennilegasti þáttur þess
efnahagsvanda, sem nú er við að
glfma hér á landi, er fólginn í því,
hve aðstæður era gerólíkar í tveim
megingreinum sjávarútvegsins,
fískveiðunum og fískvinnslunni.
Frystihúsin sérstaklega eiga við
tvímælalausan vanda að stríða.
Rætt hefur verið um að bæta hag
þeirra með ýmsum hætti, t.d. end-
urgreiðslu söluskatts og afnámi
launaskatts. Ýmsir hafa jafnvel
talið gengislækkun nauðsynlega.
Burtséð frá deilum um aðferðir við
sóknartakmörkunina virðast eig-
endur veiðiskipa una hag sínum
vel. Þannig virðist umtalsverður
Gylfi Þ. Gíslason
hagnaður hafa verið af botnfísk-
veiðum á sfðastliðnu ári, og er
hann að mati Þjóðhagsstofnunar
talinn hafa numið um 5—8% af
tekjum. Auknar takmarkanir á
veiðum á þessu ári kunna að vísu
að draga nokkuð úr þessum hagn-
aði. Telur Þjóðhagsstofnunin, að
nú standi afkoma þessara veiða í
jámum.
Fiskverð var fijálst mest allt
síðastliðið ár og er það í reynd,
enda þótt nú sé aftur tekið að
ákveða lágmarksverð. Því kann að
virðast einkennilegt, að skipta-
vandinn innan sjávarútvegsins
leysist ekki með lækkun fískverðs,
þegar svo árar sem verið hefur.
Eina helztu skýringu á því, að
þetta hefur ekki gerst, er að fínna
í útflutningi ferskfísks. íslenzk
fískvinnsla þarf að keppa við er-
Ienda fískkaupendur um.hráefni.
Þessi samkeppni hefur úrslitaáhrif
á fískverðið. En fslenskur útvegur
nýtur þess að hafa ókeypis aðgang
að gjöfulum fískimiðum. Sjómenn
í helstu markaðslöndum okkar
þurfa að vísu ekki heldur að greiða
fyrir aðgang að sínum miðum, en
þau era í flestum tilvikum mun
síðri. Þannig nýtur útvegurinn einn
þess sérstaka auðs, sem felst í
fískimiðunum við ísland.
Hér er rétt að geta þess, að af
hálfu fískvinnslunnar hefur verið
stungið upp á því, að fískvinnslu-
fyrirtækjum verði úthlutað veiði-
leyfum ásamt skipum. Að baki
þeirri ósk liggur auðvitað skilning-
ur á því, hvað hér er í raun og
vera að gerast. Á slíku leyfakerfí
væra hins vegar miklir annmark-
ar, þótt ekki verði nánar ijallað
um það hér. Aðalatriðið er, að
unnt er að ráða bót á þeim vanda,
sem hér er á ferðinni, með einfald-
ari hætti.
V.
Það era í sjálfu sér skiljanleg
viðbrögð, að ménn séu andstæðir
því, sem menn telja skattlagningu
á aðalatvinnuveg þjóðarinnar.
Hvaða vit getur verið í því að
„skattleggja" aðalbjargræðisveg-
inn, segja menn. En hér gleymist
það, að sóknartakmörkunin, sem
felst í úthlutun veiðileyfa, eykur
aflann og þar með þjóðartekjum-
ar. Þessi aukning þjóðartekna á
ekki að lenda í höndum veiðileyfa-
hafanna einna. Gjald fyrir veiði-
leyfí er alls ekki „skattur" á
sjávarútveginn, heldur aðeins end-
urgreiðsla á því verðmæti, sem í
veiðileyfínu felst. Þess vegna er
orðið „auðlindaskattur" rangnefni
á gjaldi fyrir veiðileyfí.