Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 31

Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988__31 Slæmar horfur á sölu frystrar loðnu og loðnuhrogna: Mikið áfall fyrir Yestmannaeyjar Sala þessara afurða héðan nam 350 milljónum króna 1 fyrra, segir Signrður Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðva Vestmannaeyja eyfií tigar Þorkell Helgason „Við gerum hér ráð fyr- ir, að ríkisvaldið ákveði upphæð veiðileyfa- gjaldsins, að sjálfsögðu misháa eftir tegund leyfa. Æskileg framtíð- arlausn væri hins vegar sú, að verð leyfanna fengi að myndast á ein- hvers konar uppboðs- markaði. Með því móti einu yrði unnt að af- nema að fullu það skömmtunarkerfi, sem nú er óhjákvæmilegt að beita við úthlutun veiði- leyfa. Þá yrði um leið tryggt, að veiðar yrðu stundaðar af þeim, sem til þess eru hæfastir, og þannig stuðlað að hámarksframleiðni. “ Áætla má hvers virði þau veiði- leyfí séu, sem árlega eru gefín út. Má þar sumpart styðjast við það verð, sem myndast hefur þegar veiðileyfí hafa verið framseld, og sumpart við þá verðhækkun físki- skipa, sem komið hefur fram, þegar skip hafa verið seld. í fylgi- skjali með nýsamþykktu frumvarpi til laga um fiskveiðistjómun er lagt mat á markaðsverð afla- marks. Er þar talið, að leyfí til veiða á 1 kg af þorski hafí á liðnu ári verið virt á kr. 6,50—7,00 og er þá miðað við slægðan físk. Verð á rétti til veiða á öðrum botnfísk- tegundum er í samræmi við þetta. Á þessum grundvelli virðist megá telja, að verðmæti veiðileyfa við botnfískveiðar hafí á síðasta ári numið um 3—4 milljörðum kr. Ekki er til slíkt markaðsverð veiði- leyfa fyrir aðrar físktegundir, enda þótt nú séu nær allar veiðar lejrfis- bundnar. Ástæðan er einkum sú, að ekki er heimilt að framselja slík leyfí. Með hliðsjón af aflaverðmæti má þó ætla, að heildarmarkaðsverð veiðileyfa gæti verið á bilinu 4—5 milljarðar kr. á verðlagi síðastliðins árs. Auðvitað á þjóðarheildin þau verðmæti, sem skapast við stjóm veiðanna, en ekki eigendur físki- skipaflotans. En með hliðsjón af þeim sérstöku aðstæðum, sem nú er um að ræða í íslenzkum efna- hagsmálum og sérstaklega innan sjávarútvegsins, mætti þá ekki láta þessa aukningu þjóðartekna, sem sóknartakmörkunin hefur í för með sér og fram kemur í verðmæti veiðileyfanna, haldast innan sjáv- arútvegsins, þannig að með engu móti verði sagt, að gjald fyrir veiði- leyfi sé skattur á sjávarútveginn? Það mætti gera með því að láta gjaldið renna í sérstakan sjóð og ráðstafa honum í þágu fískvinnsl- unnar. Einfaldast væri að gera það með því að nota tekjur sjóðsins til þess að greiða_ bætur á útfluttar sjávarafurðir. Útflutningur þeirra nam á síðastliðnu ári um 40 mill- jörðum króna. Veiðileyfagjaldið, sem miðaðist við fullt markaðsverð aflamarks, gerði því kleift að greiða allt að 12% bætur á útflutt- ar sjávarafurðir. Fyrrgreindar upplýsingar um afkomu fískvinnsl- unnar benda þó til þess, að ekki sé þörf nema hálfra þeirra bóta til þess að rétta við afkomu hennar. Við þetta þarf þó ýmsu að bæta. Taka verður skýrt fram, að þetta er ekki æskileg framtíðarskipan. Hún er fólgin í því, að tekjur af veiðileyfagjaldi renni í sameigin- legan sjóð iandsmanna. Þá yrði að bæta stöðu fískvinnslunnar með beinni lækkun gengis. Jafnframt mundi skapast jafnræði milli þeirra útflutningsgreina, sem byggjast á sameiginlegum auðlindum sjávar- ins, og hinna, sem búið hafa við hátt gengi vegna þess, að þessar auðlindir hafa ekki verið verðlagð- ar. Ríkisvaldið gæti síðan notað tekjumar af veiðileyfasölunni til að vinna gegn verðbólguáhrifum gengisfellingar, t.d. með lækkun söluskatts. Þær lausnir, sem einkum hafa verið ræddar á vanda fískvinnsl- unnar nú, eru fyrst og fremst bráðabirgðalausnir. Sú lausn, sem hér hefur verið rædd, er auðvitað einnig bráðabirgðalausn, en hana ætti að athuga gaumgæfílega. Hún hefur þann kost, að með henni er stigið spor í rétta átt á sviði físk- veiðistjómar. Enginn, sem mælt hefur með innheimtu gjalds fyrir veiðilejrfí, hefur látið sér til hugar koma, að hægt væri að koma á slíku kerfí í einum áfanga. Allir hafa gert ráð fyrir þvf, að kerfís- breytingin yrði að gerast í áföng- um. Við gerum hér ráð fyrir, að ríkis- valdið ákveði upphæð veiðileyfa- gjaldsins, að sjálfsögðu misháa eftir tegund lejrfa. Æskileg framtí- ðarlausn væri hins vegar sú, að verð leyfanna fengi að myndast á einhvers konar uppboðsmarkaði. Með því móti einu yrði unnt áð afnema að fullu það skömmtunar- kerfí, sem nú er óhjákvæmilegt að beita við úthlutun veiðileyfa. Þá yrði um leið tryggt, að veiðar yrðu stundaðar af þeim, sem til þess em hæfastir,' og þannig stuðlað að hámarksframleiðni. Ástæðulaust væri að greiða bætur á annan sjávarvömútflutn- ing en útflutning unninna afurða, þ.e. ekki á ferskfiskútflutning, enda virðist þar ekki vera um rekstrarvandkvæði að ræða. Það er og beinlínis eitt af markmiðum þeirrar hugmyndar, sem hér er reifuð, að bæta samkeppnisaðstöðu fískvinnslu gagnvart erlendum ferskfískmörkuðum. Á hinn bóginn yrði nauðsynlegt að greiða bætur á útflutning iðnað- ar- og landbúnaðarafurða, svo sem uliarvöru, þar eð óeðlilegt misrétti skapaðist að öðmm kosti. Engar bætur ætti að greiða á útflutning áls eða jámblendis, enda byggist sá útflutningur ekki fyrst og fremst á hagnýtingu íslenzkra auð- linda. Útflutningsverðmæti ann- arrar iðnaðarframleiðslu og landbúnaðarafurða nam í fyrra um ijórum og hálfum milljarði króna. Svo vill til, að hér er nánast um sömu upphæð að ræða og verð- mæti útflutts ferskfísks. Þannig væri unnt að greiða hlutfallslega sömu útflutningsbætur á iðnaðar- og landbúnaðarvömr og á afurðir fískiðnaðar með því, sem sparast við að greiða ekki bætur á útflutn- ing óunninna sjávarafurða. Þær ráðstafanir, sem hér er stungið upp á, jafngilda ekki geng- islækkun. Engin brej^ting verður á verði innfluttrar vöm eða þjónustu og þá um leið engin verðhækkun á erlendum aðföngum veiða og vinnslu. Rætt hefur verið um allt að- 10% hækkun á gengi erlends gjaldeyris vegna rekstrarerfíðleika frystihúsanna. Ef slík gengislækk- un er talin rétta við hag frysti- húsanna, þótt hún yki að sjálfsögðu einnig erlend gjöld þeirra, ættu útflutningsbætur, er næmu allt að 2/a þessa hlutfalls eða 7%, ekki síður að rétta við hag þessara vinnslustöðva, þar sem erlendur kostnaður vinnslunnar hækkar ekki. Þannig virðist ekki þurfa að krefjast nema u.þ.b. hálfs markaðsverðs fyrir veiðilejrfi til þess að standa undir umræddum tilfærslum. Áður var bent á, að heildarafla- mark verður lækkað á þessu ári. Að óbreyttu er líklegast, að þetta leiði til almenns samdráttar í sókn. Á hinn bóginn væri hagkvæmast fyrir þjóðarbúið, að skipum yrði beinlínis fækkað, eða að dregið yrði úr sókn óhagkvæmustu ski- panna. Gjald fyrir veiðilejrfi em í raun og vem eina ieiðin til þess að tryggja að slíkt ætti sér stað. Þess vegna teljum við, að útgerðin geti staðið undir greiðslu slíks lágs veiðileyfagjalds, þrátt fyrri að af- koma hennar sé nú talin í jámum vegna minnkunar hámarksafla að mati Þjóðhagsstofnunar. Hag- kvæmni þeirra skipa, sem veiðam- ar stunduðu, mundi aukast. Þegar þetta er ritað mun standa fyrir dymm að úthluta veiðilejrfum fyrir þetta ár. Því kann að þykja að hugmynd okkar sé of seint á ferðinni. Við teljum þó, að enn- gefíst tóm til að nýta hana og komast þannig hjá gengisfellingu. Alþingi getur afturkallað veiði- leyfí, sem úthlutað hefur verið án endurgjalds. Mætti hugsa sér að láta núverandi fyrirkomulag gilda fyrsta ársfjórðung ársins, en síðan jrrði núverandi lejrfíshöfum gefínn kostur á að kaupa leyfí til veiða í þijá ársQórðunga. Svo kann að virðast, að sama tilgangi og hér er stefnt að, mætti ná með lögbundinni lækkun físk- verðs. En því er til að svara, að í fyrsta lagi er lögbinding hvers konar verðlags óæskileg, og í öðm lagi jrrði þá ekki stigið það spor til bættrar fískveiðistjómar, sem við geram ráð fyrir með hugmjmd- inni, sem hér hefur verið reifuð. VI. Það er augljóst, að til einhverra ráðstafana verður að grípa innan skamms til þess að tryggja rekstur útflutningsfyrirtækja, sérstaklega frystihúsa. Þær hugmyndir, sem settar hafa verið fram til þessa, hafa allar ýmis byggst á auknum tekjum þeim til handa úr ríkissjóði eða breytingu á gengi. Hér hefur þeirri hugmynd verið hreyft, að genginu verði haldið óbreyttu, en að hluti af þeim tekjum, sem veiði- flotanum em færðar með ókejrpis úthlutun veiðileyfa, verði látinn ganga til fískvinnslunnar. Þeim jrrði að mestu haldið innan sjávarútvegs- ins. Þetta virðist framkvæmanlegt um skeið. Jafnframt jrrði að vinna að því, að smám saman myndaðist slíkt jafnvægi f afkomu veiða og vinnslu, að veiðileyfagjaldið, afgjald þeirrar auðlindar, sem fólgin er í fískstofnunum við landið, geti gengið til eigenda þessarar auðlind- ar, þjóðarheildarinnar og hún notaði það til þess að hafa hemil á verð- bólgú og treysta efnahagslíf sitt. Gylfi P. Gíslaaon er prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla ís- lands. Þorkell Helgason erpró- fessor við raunvísindadeild Háskóla íslands. FRYST loðna og loðnuhrogn voru á síðasta ári flutt út til Jap- an fjrrir 971 milljón króna. Samningar um sölu þangað á þessu ári hafa ekki náðst. Talið er mögulegt að ná samningum um minna magn og á lægra verði en í fjrra. Veiðar á loðnu til þessarar vinnslu, vinnsla þeirra og laun við hana skilaði nokkrum stöðum á landinu verulegum tekjum og góðri afkomu á síðasta ári. Frá Vestmannaeyjum voru til dæmis seld loðnuhrogn og loðna fyrir 350 miiyónir króna, sem var náiægt 20% af tekjum frystihúsanna þar á síðasta ári. Heildasala heilfíystrar loðnu til Japan í fyrra nam 8.847 tonnum að verðmæti 375,5 milljónir króna. Þar af fóm um 2.700 tonn frá Eyjum. Eyjamenn seldu einnig um 2.700 tonn af hrognum, en heildar- útflutningurinn til Japan nam 6.417 tonnum að verðmæti 595,5 milljón- ir króna. Auk þessa fór smáræði af þessum afurðum til annarra landa svo sem Danmerkur og Kína. Árið 1986 vom flutt til Japan 2.233 tonn af heilfrystri loðnu að verð- - segir Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri SH „ÞAÐ er jjóst að um verulega verðlækkun á loðnuhrognum og heilfrystri loðnu verður að ræða, þegar og ef samið verður. Hægt var að ná málamyndasamningum fyrir takmarkað magn við smærri kaupendur í Japan, sem hefði engan veginn verið full- nægjandi fjrrir heildina. Stærri kaupendurnir voru ekki tilbúnir til að ganga að hugmyndum okk- ar um verð á þessum afurðum,“ sagði Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri hjá SH, í sam- tali við Morgunblaðið. Gylfí var á miðvikudag staddur í Kaupmannahöfn á leið til landsins frá Japan, en þar hefur hann ásamt mæti 74,1 milljón króna og 3.130 tonn af hrognum að verðmæti 233 milljónir króna á verðlagi þess árs. Hraðfrystistöð Vestmanaeyja framleiddi þessar afurðir á síðasta ári fyrir 125 milljónir króna. Sigurð- ur Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi framleiðsla hefði gefíð verkafólki, veiðum og vinnslu mjög vel og ver- ið vítanmínsprauta fyrir bæinn og þá, sem að þessu stóðu. Það væri því mikið áfall hve útlitið væri slæmt. Fyrirsjáanlegt væri að næð- ust samningar, yrðu þeir um mun minna magn og á lægra verði. Þá yrði það spumingin hvort magn og verð yrði það mikið að eftir ein- hveiju yrði að slægjast. Fullvíst væri að minnsta kosti, að afkoman yrði ekki jafngóð og í fyrra, næð- ust einhveijir samningar. Hraðfíystistöðin í Vestmanna- eyjum hefur á sinum snæmm fjögur loðnuskip, Heimæy VE, Gígju VE, Guðmund VE og Sigurð RE. Heimaey hefur ekki byijað veiðar. Kvóti þessara skipa samtals er um 82.000 tonn. Helga Þórhallssyni staðið í samn- ingaviðræðum við japanska kaup- endur í hálfan mánuð. Samningar hafa ekki náðst enn. „Við tilkynntum kaupendum í Japan að við teldum fullreynt í bili að hægt væri að ná samkomulagi um það verð og magn, sem fram- leiðendur á vegum SH hefðu í huga að framleiða á þessari vertíð, bæði hvað varðaði heilftysta loðnu og loðnuhrogn. Við töldum því eðlilegt að gefa framleiðendum hér heima og kaupendum eystra tíma til að hugsa málið í nokkra daga, en að sjálfsögðu verður haldið áfram að leita samninga. Ástæðan fyrir þess- um erfiðleikum núna er fyrst og fremst nokkrar birgðir í Japan, samkeppni við Kanada í heilfrystri loðnu og aukin framleiðsla á sfldar- hrognum, sem keppa um markaðinn við loðnuhrognin," sagði Gylfí Þór Magnússon. Uósí .mu JáL Loðnuhrogn og heilfryst loðna: Veruleg verðlækk- un er fyrirsjáanleg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.