Morgunblaðið - 29.01.1988, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
Skíðaráð Akureyrar:
Hermannsmótið
haldíð um helgina
Skíðagöngumót í Kjarnaskógi
SKÍÐARÁÐ Akureyrar heldur
Hermannsmótið svokallaða um
helgina i HliðarfjaUi. í kvöld kl.
21.00 verður fararstjórafundur,
en á morgun hefst mótið sjálft.
Stórsvigsbrautin verður opnuð til
skoðunar kl. 10.30 og klukkutíma
síðar verður svigbrautin opnuð.
Jafnframt hefst fyrri ferð í stórs-
vigi karla og kl. 12.30 fer kvenna-
flokkurinn af stað í fyrri svigferð
sína. Seinni umferð hefst síðan
laust eftir hádegið eða kl. 13.15 í
karlaflokki og kl. 13.45 í svigi
kvenna.
Á sunnudag verða það kven-
mennimir sem keppa í stórsvigi og
karlar í svigi á sama tíma. Verð-
launaafhending og mótsslit fara
fram við Skíðastaði kl. 15.00.
Þá fara fram skíðagöngumót KA
og Þórs um helgina í Kjamaskógi.
KA-mótið verður á iaugardag og
Þórsmótið á sunnudag og hefjast
göngumar kl. 13.00 báða dagana.
Keppt verður f tíu flokkum og eru
vegalengdimar mismunandi eftir
flokkum. Flokkur 8 ára og yngri
gengur einn km, 9-10 ára 2 km,
11-12 ára 2,5 km, 13-14 ára 3,5
km., 15-16 ára 7 km., 17-19 ára
10,5 km, 20-34 ára 10,5 km, 35-44
ára 10,5 km, 45-54 ára 7 km og
55 ára og eldri ganga 3,5 km.
Helgar-og
viðskiptaferðir til
Reykjavíkur
Ótrúlega hagstætt verð
Verðfrákr. 6.859,-
Ferðaskrifstofa Akureyrar,
Ráðhústorgi 3, sími 25000.
Sigurður P. Sigmundsson, nýr framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar:
Sigurður P. Sigmundsson
ráðinn framkvæmdastjóri
„GAUKURAKUREYRAR“
1. flokks ma'tur
á teríuverði
EKTA PIZZUR
OpiÖ um helgar
frákl. 11.30-03.00
Virka daga
rrákl. 11.30-01.00
Fiskmarkaður Norðurlands hf. heyri
undir Iðnþróunarfélagið til reynslu
STJÓRN Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar samþykkti á fundi sínum
í vikunni að ráða Sigurð P. Sig-
mundsson hagfræðing fram-
kvæmdastjóra félagsins frá og
með 1. febrúar nk. Sigurður var
Rannsóknarlögreglan á Akureyri:
Málum fjölgaði um 200 í
fyrra frá því árinu áður
FJÖLDI mála hjá rannsóknarlög-
reglunni á Akureyri hefur vaxið
ár frá ári frá því skráning þeirra
hófst árið 1984. Þá komu 1.355
mál til rannsóknarlögreglunnar.
Árið 1985 fór tala þeirra upp í
1.509 og í 1.596 árið 1986. í fyrra
> fjölgaði málum um 200 frá árinu
áður og komu ails 1.796 mál inn
á borð rannsóknarlögreglu-
manna. Tekist hefur að upplýsa
81,5% þeirra. Frá þvi að skráning
hófst fyrir fjórum árum hefur
málum því fjölgað um 441.
Fjölgunin á nýliðnu ári hefur
mest verið í árekstrum og umferð-
arslysum eða 88 árekstrar og 26
umferðarslys. Skemmdarverkum
fjölgaði um 56 frá árinu áður, ölv-
unarakstursmálum um 24, vinnu-
slysum um 18, málum sem flokkast
undir „skemmdir og tjón“ um 23
og líkamsárásum um 13 talsins.
Ragna Róbertsdóttir textíi- og skúlptúrlistamaður.
Ragna Róbertsdóttir
sýnir í Glugganum
RAGNA Róbertsdóttir opnar
sýningu i Glugganum galleríi i
kvöld klukkan 21.00. Ragna
fæddist í Reykjavík árið 1945.
Hún útskrifaðist úr Myndlista-
og handiðaskóla íslands 1970 og
stundaði framhaldsnám við
Konstfac i Stokkhólmi 1970 til
1971.
Ragna hefur alla tíð fengist við
textíl, í fyrstu á hefðbundinn hátt
en nú í seinni tíð hefur hún getið
sér gott orð fyrir nýstárlega skúlp-
túra, segir í fréttatilkjmningu um
sýninguna. Ragna hefur sýnt
reglulega frá árinu 1975 bæði hér
heima og erlendis. Hún var valinn
borgarlistamaður Reykjavíkur-
borgar árið 1987.
Glugginn er til húsa við Gierár-
götu 34 á Akureyri og stendur
sýning Rögnu tii sunnudagsins 7.
febrúar. Glugginn er opinn daglega
frá kl. 14.00 til 18.00, en lokað er
á mánudögum.
Samdráttur varð mestur í tékka-
svikum og kemur það til vegna
ábyrgðar bankanna á tékkum upp
að vissri upphæð, sem nú mun vera
um 10.000 krónur, að sögn Daníels
Snorrasonar lögreglufulltrúa. Á
móti koma kærur frá bönkunum
þar sem margir tékkar á sama
reikningshafa eru sendir inn í einum
pakka, sem þá er skráður sem eitt
mál. Fækkun verður í flokknum
„ýmisleg mál“, en hún kemur að
mestu til af nákvæmari skráningu
og jafnast að einhverju leyti út á
hina ýmsu málaflokka. Auk þess
sem málum hefur Qölgað, þá hefur
umfang margra mála aukist til
muna og á árinu komu upp mál er
þörfnuðust mikillar rannsóknar, að
sögn Daníels.
42 eldsvoðar komu til kasta rann-
sóknarlögreglunnar, þar af voru sex
þeirra meiriháttar brunar. Þann 10.
maí brann hlaða á bænum Helga-
stöðum, 22. júní brann verbúð í
Sandgerðisbót og eyðilagðist í eld-
inum, 5. ágúst kom upp eldur í
þaki Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri, 2. nóvember brann fískverk-
unarhús KEA í Grímsey til kaldra
kola, 21. desember stórskemmdist
íbúðarhús í Kringlumýri 4 á Akur-
eyri og á jólanótt brunnu útihús á
Tjömum í Saurbæjarhreppi.
Daníel sagði að fyrst hefði farið
að bera á fíkniefnum á Akureyri
1974 og allt til ársins 1983 hefði
verið upplýst eitt og eitt fíkniefna-
brot. Síðustu árin hefði þeim fjölgað
lítillega. „Við teljum að hér á Akur-
eyri séu fíkniefni til staðar, en
álítum að þeirra sé neytt í lokuðum
hópum. Þess vegna teljum við stöð-
una í þeim málaflokki vera betri
en á mörgum smærri stöðunum.
Skýringuna teljum við vera að fínna
í stöðugri atvinnu hér, en fíkniefni
virðast loða heldur við smærri ver-
tíðarstaðina," sagði Daníel.
valinn úr hópi fimm umsækj-
enda. Fráfarandi framkvæmda-
stjóri er Ingi Bjömsson sem lét
af störfum um áramót.
Jafnframt var samþykkt frá
sama tíma að félagið tæki að sér
að hafa umsjón með rekstri Fisk-
markaðs Norðurlands hf. í þijá
mánuði, en að loknum þeim tíma
yrði það fyrirkomulag endurskoðað.
Samningur Iðnþróunarfélagsins og
Fiskmarkaðsins verður með svipuðu
sniði og samningar um rekstur á
þeim fyrirtæk jum sem Iðnþróunar-
félagið hefur haft umsjón með, til
dæmis Fiskeldi Eyjaflæðar, segir í
fréttatilkynningu frá Iðnþróunarfé-
lagi EyjæQarðar.
Sigurður var í upphafi ráðinn til
að byggja starfsemina upp. Þar sem
starfsemin er nú komin í fastar
skorður er ekki talin þörf á fram-
kvæmdastjóra f fullu starfí við
óbreyttar aðstæður. Rekstur Fisk-
markaðs Norðurlands hf. verður að
öðru leyti með sama sniði. Stefnt
verður áfram að því að styrkja og
efla starfsemina, segir í fréttatil-
kynningu frá Fiskmarkaði Norður-
lands hf.
Skrifstofan er opin daglega milli
kl. 9.00 og 16.00. Uppboð fara fram
milli kl. 12.00 og 15.00.
15. sýning föstudaginn
29. janúarkl. 20.30
16. sýning laugardaginn
30. janúarkl. 20.30.
17. sýning sunnudaginn
31. janúarkl. 16.00.
IÁ
MHDASALA
96-24073
laKFáAS AKUBEYRAR
VtSA*
ÞORRA-
HLAÐBORÐ
á hverjum
degi
JANUARTILBOÐ
Tilboö sem
bragö er aö
Til þess að létta þunga nýja matarskattsins höfum
við ákveðið að koma til móts við ykkur með glæsi-
legu janúartilboði.
1_. Hamborgari m/frönskum kartöflum og gosglasi
Örfáar 185,-kr.
2. Barnahamborgari m/frönskum kartöflum og gosglasi
Litlar 135,- kr.
3. Grænmetispíta m/frönskum kartöflum og gos-
glasi
Aðeins 225,- kr.
Vinsamlega biöjiö um tilboö til þess aö koma í veg
fyrir misskilning.
AKUREYRI
SKIPAGÖTU 12, AKUREYRI
Besti bitinn i bœnum aÖ sjálfsögöu.