Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
St)örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri Gunnlaugur. Erindi
mitt varðar son minn sem er
tæplega 2ja ára gamall. Mig
langar mikið að vita hvaða
persónu hann gæti haft að
geyma og hvaða hæfileikum
hann er búinn, upp á seinni
tíma og uppeldið að gera.
Hann er kominn af fólki sem
er mjög listrænt (föðurættin)
á fleiri en einu sviði. Strákur-
inn er fæddur í Reykjavík
1.3. 1986 kl. 21.44. Með
bestu kveðjum."
Svan
Strákurinn hefur Sól, Merkúr
og Venus í Fiskum, Tungl í
Sporðdreka, Mars í Bog-
manni, Vog Rísandi og
Krabba á Miðhimni.
Nœmur og viðkvæmur
Það sem fyrst vekur athygli
við kort sonar þíns er vatnið,
eða margar plánetur í Fisk-
um og Sporðdreka. Það
táknar að hann er með næm-
ari mönnum, er tilfinninga-
ríkur og viðkvæmur.
Nœrgœtni íframkomu
Þú þarft þvi að fara vel að
honum, m.a. gera þér grein
fyrir því að hann skilur það
sem er ósagt og er viðkvæm-
ur fyrir minristu orðum,
svipbrigðum og hreyfingum.
Einlæg og hreinskilnisleg
framkoma er því nauðsynleg
gagnvart honum.
ímyndunarajl
Þessum merkjum fylgir einn-
ig annað, eða sterkt ímynd-
unarafl. Það getur birst á
tvennan hátt. Annars vegar
það að lifa í draumaheimi og
vera utan við sig og stundum
úti á þekju. Ef vel tekst til
getur hann aftur á móti orð-
ið maður skapandi ímyndun-
arafls, þ.e. listamaður eða
a.m.k. unnandi menningar
og fagurra lista. Ég tel því
mikilvægt að þú takist á við
þetta ímyndunarafl og reynir
að hjálpa honum að þroska
það inn á jákvæðar brautir
Listir
Þessar jákvæðu leiðir geta
verið þær að hvetja hann til
að nota ímyndunarafl sitt út
á við, td. í gegnum það að
teikna, mála o.s.frv., og gefa
honum kost á námskeiðum
og umræðu sem þroskar
myndskynjun og tóneyra.
Flestir Fiskar elska tónlist
og eru viðkvæmir fyrir háv-
aða. Það má skjóta því að
hér að æskilegt er að vera
mjúkur í máli við strákinn.
Skapstór
Að öðru jöfnu er sonur þinn
rólegur persónuleiki og ljúfur
í framkomu en Sól spenna
Mars milli Fiskamerkis og
Bogmanns táknar að hann á
til að vera uppstökkur og
verða æstur ef hann telur sér
á einhvern hátt misboðið. Það
má segja að hann hafí tölu-
vert keppnisskap sem hann
þarf hins vegar að læra að
koma frá sér án tilfínninga-
semi. Það þarf m.a. að koma
honum í skilning um að ekki
er verið að ráðast á hann þó
aðrir séu ekki sammála. Sat-
úmus í spennu við Sól táknar
einnig að hann á til að bæla
sjálfan sig niður og gera of
miklar kröfur til sín. Það er
því æskilegt að hvetja hann
til að opna sig, tjá sig og
framkvæma það sem hugur
hans stendur til.
Heilbrigðismál
Auk greinilegra listrænna
hæfileika bendir margt f
kortinu til áhuga á heilbrigð-
ismálum og því að hjálpa
öðrum. (Sól, Merkúr, Venus
í Fiskum í 6. húsi og Krabbi
á Miðhimni.) Læknisfræði
t.d. er því fag sem gæti átt
ágætlega við hann.
GARPUR
ER.UHERMEa/m (YlÍNIFZ 4D SÝWft
OrtNsePA 6efiJ4sr?kb/nrruv
Tfrru TU. AB HARBiTaYL L/yr/ TIL
-v, SKARHR SKR/&A/ '
HARÐJAXL ERELD-
SNÖGGOR #£>
&REYTA HAAJD-
L£GG 3/nOAI
/'.. .
UEfUÐ S<€L IR.MSNN
E TERNÍU HAREXTA XL LVSfí
VF/R AB þ/ÐMB3/D
/Vt/SSA y/CKUN..-
7
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
UOSKA
BlPPO APEIHS -
£6 ER NÆsrUM 6ÓINI
'C')
wÞ'
FERDINAND
2SÖ7
U'5 KAININ6..N0U) I P0N‘T mave to pav vou..
11 ‘lll 6-H Hj, />A A n « blí
SMAFOLK
IF I 00, YOU MAVE TO
6IVE MEARAINCMECK..
FTTT
te h" i L
m
ípS
P5VCMIATRI5T5 POM't
6IVE RAIN CHECK5'
Það rignir ... þá þarf ég Ef þú gerir það á ég heim- SÁLFRÆÐINGAR AF-
ekki að borga þér... sókn inni... LÝSA ENGU VEGNA
LYSA ENGU VEGNA
RIGNINGAR!
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
í bók Skotans Hugh Kelsey,
„Test Your Timing" (í réttri röð)
er að finna þetta skemmtilega
vandvirknisspil:
Norður gefur; allir á hættu.
Vestur
♦ 9654
VK1072
♦ 5
♦ G1083
Norður
♦ KDG1073
V4
♦ K1072
♦ ÁD
Austur
♦ 82
VD85
♦ D864
♦ K962
Suður
♦ Á
♦ ÁG963
♦ ÁG93
♦ 754
Vestur Norður Austur Suður
— 1 spaði Pass 2lyörtu
Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar
Pass 5 lauf Pass 5 spaðar
Pass Pass 6 tíglar Pass Pass
Vestur spilar út laufgosa.
Sú áætlun blasir við að drepa
á laufás, taka spaðaás og tvo
efstu í trompi, og spila svo spað-
anum fram á vor. Ef trompið
er 3—2 er spilið nokkuð örugg-
lega í höfn ef þessi leið er valin.
En við sjáum að tígullinn
brotnar 4—1. Er eitthvað við því
að gera? Ef vestur hefði átt fjór-
litinn væri lítil von, en það er
hægt að pína austur með því að
nota spaðana sem tromp.
Það eina sem þarf að gera
er að taka hjartaásinn áður en
ballið byijar! Drepa á laufás,
taka tígulás, spaðaás og hjarta-
ás. Spila svo tígli á kónginn.
Austur er þá vamarlaus þegar
spöðunum er spilað.
Ef hjartaásinn er ekki tekinn
fyrst getur austur fleygt hjört-
um og stungið hjarta þegar því
er spilað í lokin.
Umsjón Margeir
Pétursson
Hinir frægu stórmeistarar Jan
Timman og Ljubomir
Ljubojevic háðu sex skáka einvígi
i desembormánuði. Þessi staða
kom upp í fimmtu skákinni, sem
réði úrslitum. Timman hafði hvítt
og átti leik. Svartur lék síðast 23.
— Rg6-e5.
Sem sjá má er hvítur með mann
yfir fyrir þijú peð í stöðunni, en
Ljubojevie hefur líklega talið sig
vera að vinna manninn til baka.
Honum hafði yfírsézt sterkur leik-
ur: 24. Df5! og svartur gafst upp,
hví eftir 24. — Rxd3, 25. Rxf6
verður hann mát i fáum leikjum.
Svartur hefði hins vegar unnið
eftir 24. De2? - Rxd3, 25. Dxd3
— Dxd3, 26. Hxd3 — f5. Timman
sigraði með yfirburðum í einvíg-
inu, 4*/2— Ws. Hann vann fyrstu,
fimmtu og sjöttu skákimar, en
hinum lauk með jafntefli.