Morgunblaðið - 29.01.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
43
Oskar Sæmunds-
son áttræður
^ Stykkishólmi.
ÓSKAR Sæmundsson í Grundar-
firði átti áttræðisafmæli föstu-
daginn 22. janúar og var þess
minnst með veglegu samsæti í
safnaðarheimilinu i Grundarfirði
þann dag. Bar hann upp á sama
dag og eldri borgarar Grundar-
fjarðar halda sína vikulegu
upplyftingu með spilum, hann-
yrðum o.fl.
Vinir komu til að taka í hönd
afmælisbamsins og þakka honum
alúðlega fylgd, en ’Oskar er með
bestu borgurum Grundarfjarðar,
kemur alls staðar fram til góðs.
Lengi var hann í starfí meðal þeirra,
en nú hefír hann hægt á ferðinni.
Hann hefír ekki gifst. Kirkjurækinn
er hann með afbrigðum og gefur
þar öðrum gott eftirdæmi og hann
keppist að fara eftir því sem Guðs
orð og góðir siðir leggja honum á
herðar.
Undirritaður talaði til hans og
flutti honum drápu undir lagi sem
viðstaddir tóku undir og sóknar-
presturinn Jón Þorsteinsson minnt-
ist Óskars sem síns góða
sóknarbams og las heillaskeyti sem
honum bárust í tilefni dagsins.
Margar gjafir bárust og blóm sem
Breytt hlut-
verkaskipan í
„Djöflaeyjunniu
SÝNINGAR á leikritinu „Þar
sem Djöflaeyjan rís“, leikgerð
Kjartans Ragnarsson á skáldsög-
um Einars Kárasonar, eru nú
komnar á annað hundrað. Þær
breytingar hafa orðið á hlut-
verkaskipan í „Djöflaeyjunni“ að
Ingrid Jónsdóttir hefur tekið við
hlutverki Dolliar af Eddu Heiðr-
únu Backman.
Ingrid lauk námi frá Leiklistar-
skóla íslands sl. vor og er þetta
hennar fyrsta hlutverk hjá atvinnu-
leikhúsi. í skólanum lék Ingrid 5
sýningum Nemendaleikhússins á
„Leikslokum í Smymu" eftir Horst
Laube, „Þrettándakvöldi" Sha-
kespeares og „Rúnari og Kyllikki"
eftir fínnska leikskáldið Jussy Kyl-
litasku. Þá var Ingrid og í þeim
hópi Leiklistarskólans (3. bekkur
1985-86) er setti upp fyrstu leik-
gerð Kjartans af „Djöflaeyjunni" í
Landsmiðjuhúsinu v/Sölvhólsgötu
Óskar Sæmundsson.
sýndi að Óskar á marga og góða
vini.
Óskar er fæddur í Ámabotni í
Helgafellssveit. Sonur Elínar
Bjamadóttur og Sæmundur Guð-
mundssonar sem þar bjuggu um
23 ár eða til 1921 er bærinn fór í
eyði. Alls urðu böm þeirra hjóna
10. Erfíð lífsbarátta var þar háð,
en gleðin og dugnaðurinn sigraði
allt. Fjölskyldan flutti síðan að
Hraunhálsi í sömu sveit, en um það
bil 'að Sæmundur lést flutti Óskar
í Gmndarfjörð og hefír átt þar
heima síðan. Ámi
Ingrid Jónsdóttir i hlutverki
Dollíar í „Djöflaeyjunni" sem
sýnt er i Leikskemmu Leikfélags
Reykjavikur.
og þar lék Ingrid einmitt hlutverk
Dollíar.
Hamborgarahæðin
sýnd í Bíóborginni
BÍÓBORGIN hefur hafið sýning-
ar á myndinni Hamborgarahæð-
in sem gerð er af John Irvin og
framleidd af Marcia Nasatir.
Með aðalhlutverk í myndinni
fara m.a. Anthony Barrile, Mic-
hael Boatman og Don Cheadle.
Myndin gerist árið 1969 í Víet-
nam þar sem fámenn sveit her-
manna er send af stað og ætlunin
er að ná hæð einni sem kölluð er
Hæð 973. í hersveitinni em bæði
gamalreyndir hermenn og nýliðar.
Myndin Qallar um baráttu þessarar
hersveitar við að ná yfírráðum yfír
hæðinni og hvemig þvi lýkur síðan.
Úr myndinni Hamborgarahæðin sem Bióborgin sýnir.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁSGEIR SVERRISSON
Deilur um herstöðvar auka
á vanda Bandaríkjahers
Ráðamenn i bandariska vamarmálaráðuneytinu hafa af þvi
verulegar áhyggjur að kröfur um að Bandaríkjamenn loki
herstöðvum sínum viða um heim komi til með að gerast háværar
á næstunni. Svo sem kunnugt er af fréttum hafa stjómvöld á Spáni
þröngvað Bandaríkjamönnum til að loka herstöðinni í Torrejón og
verða 72 bandariskar omstuþotur fluttar úr landi eftir að nýr
varaarsamningur hefur verið undirritaður. Á sama tima velta
bandariskir herforingjar því fyrir sér hvaða afleiðingar niðurskurð-
ur framlaga til vamarmála muni hafa. Ljóst er að fækka þarf
hermönnum, hætt verður við ákveðin verkefni svo sem þróun og
smiði nýrra hergagna og hugsanlega verða einhveijar herstöðvar
lagðar niður. Þetta era váleg tiðindi ekki síst í ljósi þess að mikil-
vægi herstöðva Bandaríkjamanna viða um heim eykst í réttu
hlutfalli við fækktm kjamorkuvopna, en risaveldin leggja nú ofur-
kapp á að ná fram frekari afvopnunarsamningum eftir að hafa
samið um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjamorkueldflauga.
Ef fram fer sem horfír verður
ekki betur séð en að það kerfí sem
herafli Bandaríkjamanna hefur
stuðst við allt frá lokum síðari
heimsstyijaldarinnar riði til falls.
Undanfarinn áratug hafa efa-
semdir um gildi vamarsamvinnu
við Bandaríkin náð að skjótum
rótum meðal nokkurra banda-
manna þeirra. Samfara þessu
hefur þjóðemishyggja farið vax-
andi í tilteknum ríkjum auk þess
sem þær raddir að kreíja beri
Bandaríkjamenn um sffellt aukna
efnahagsaðstoð í skiptum fyrir
land undir heretöðvar hafa víða
fengið hljómgrunn. Sú skoðun að
vamarhagsmunir Bandaríkjanna
og bandamanna þeirra fari saman
á undir högg að sækja.
Bandaríkjastjóm á nú í deilum
um áframhaldandi vamarsam-
vinnu við stjómvöld í Portúgal,
Tyrklandi, Grikklandi, á Spáni og
á Filippseyjum. Svo kann einnig
að fara að dregið verði stórlega
úr viðbúnaði Bandaríkjahers í
Hondúras verði fríðaráætlun Osc-
ars Arias, forseta Costa Rica, að
vemleika. Heretöðvar í ríkjum
þessum em allar mikilvægar ætli
Bandaríkjamenn að veija hags-
muni sína í Evrópu, Asíu og í
Miðausturlöndum.
Öryggi og efnahagur
Segja má að þessarar þróunar
hafi fyrst orðið vart er Andreas
Papandreou, forsætisráðherra
Grikklands, lýsti yfír því í kosn-
ingabaráttunni árið 1981 að hann
hygðist beita sér fyrir því flota-
stöð Bandaríkjamanna í Iandinu
yrði lokað. Papandreou skipti
síðan um skoðun tveimur ámm
síðar er heretöðvarsamningurinn
var framlengdur um fímm ár eft-
ir að Bandaríkjamenn höfðu
skuldbundið sig til að auka stór-
lega efnahagsaðstoð við Grikk-
land. Nú em aftur hafnar
viðræður um framtfð bandarískra
heretöðva f Grikklandi og nýlega
gerði Papandreou heyrinkunnugt
að Bandaríkjamenn yrðu að leggja
fram sannanir fyrir því að slík
samvinna þjónaði hagsmunum
Grikkja. Samtfmis þessu sagði
foreætisráðherrann mikilvægt að
efnahagsleg afkoma þjóðarinnar
yrði tryggð og sýna þau orð ljós-
lega hvaða hugafar býr að baki í
viðræðum þessum. Ráðamenn á
Filippseyjum hafa undanfarið ár
þráfaldlega lýst því yfir að til
greiná komi að segja herstöðva-
samningum við Bandaríkjamenn
upp. Þar ræður mestu vaxandi
þjóðemishyggja og líta margir svo
á að vera bandarískra hermanna
þar beri keim af nýlendustefnu
fyrri tíma. Deilumar við stjóm-
völd í Portúgal eru hins vegar
tilkomnar vegna minnkandi efna-
hagsaðstoðar Bandaríkjamanna.
Embættismenn í bandaríska
vamarmálaráðuneytinu hafa
kannað hvort unnt yrði að taka
nýjar herstöðvar í notkun í stað
þeirra sem kann að verða lokað
en mörg ljón eru í veginum. Þann-
ig hefur verið bent á að reisa
mætti heretöðvar í Marokkó í stað
þeirra sem kynni að verða lokað
á Spáni en hæpið þykir að stjóm-
völd þar myndu samþykkja slíkt
þar eð beita mætti þeim herafla
gegn arabaríkjum í Miðaustur-
löndum og til vamar ísraels. Á
sama hátt kynni að reynast unnt
að staðsetja herafla á Taiwan f
stað Filippseyja en slíkt myndi að
lfkindum ekki mælast vel fyrir í
Kína.
Fjárlagahalli
Embættismenn innan Banda-
ríkjaflota telja að snúast beri gegn
þessari þróun með þvf að stórefla
flotann þar sem augljóslega verði
aukin þörf á flugmóðurekipum og
birgðaskipum til að flytja vopn,
eldsneyti og vistir verði einhveij-
um heretöðvanna lokað. Vandinn
er hins vegar sá að stjómvöld og
Bandaríkjaþing hafa náð sam-
komulagi um leiðir til að draga
úr Qárlagahalla Bandaríkjanna. Á
næsta fjárlagaári er gert ráð fyr-
ir að framlög til vamarmála verði
minnkuð um 33 milljarða dollara,
sem jafngildir tíu prósenta niður-
skurði, og er áformað að draga
enn frekar úr fjárveitingum til
þessa málaflokks á næstu árum.
Ákveðið hefur verið að fresta
smíði tiltekinna skipa og kafbáta
auk þess sem mannafla verður
fækkað. Ráðamenn innan flotans
em ekki sáttir við þessa þróun
mála og nýlega lagði James Webb
flotamáiaráðherra til að dregið
yrði úr herafla Bandaríkjamanna
í Evrópu, Asíu og Mið-Ámeríku.
Mun þessi tillaga hafa vakið tak-
markaða hrifningu í Hvíta húsinu.
Frank Carlucci vamarmálaráð-
herra sagði á dögunum að ákveðin
áhætta væri samfara því að skera
niður herafla Bandaríkjamanna
þar sem vamarskuldbindingar
þeirra yrðu hinar sömu eftir sem
áður. Sagði Carlucci að hernað-
arsérfræðingar Bandaríkjastjóm-
ar kæmu til með að standa frammi
fyrir erfiðum ákvörðunum og til-
tók sérstaklega að svo kynni að
fara að ákveðnar herstöðvar yrðu
lagðar niður.
Niðurskurður og
framvarnir
Sérfræðingar hafa bent á að
mikilvægi hins hefðbundna her-
afla komi til með aukast til muna
er risaveldin hafa uppfyllt ákvæði
sáttmálans sem þeir Ronald Reag-
an Bandaríkjaforseti og Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétleiðtogi undirrit-
uðu í Washington í desember um
upprætingu meðal- og skamm-
drægra kjamorkuflauga. Þykir
sýnt að bijótist út átök muni miklu
skipta að geta fært til bæði menn
og hergögn og á sama hátt blasir
við að slíkt verður erfiðara en ella
hafí tilteknar herstöðvar verið
lagðar niður. Þá hafa menn bent
á að þessi þróun verði síst til að
styrkja stöðu Bandaríkjamanna í
afvopnunarviðræðum við ráða-
menn í Sovétríkjunum þar sem
Kremlveijar geti einfaldlega
treyst á að niðurskurðurinn þjóni
hagsmunum Sovétríkjanna.
Þegar hafa komið fram tillögur
um að Bandaríkin efli hinn hefð-
bundna herafla og segir í nýlegri
skýrelu, sem unnin var á vegum
sérfræðinga í vamarmálum, að
of mikil áherela hafi verið lögð á
fælingarmátt kjamorkuvopna.
Leggja þeir til að þróuð verði ný
og nákvæmari vopn t.d langdræg-
ar stýriflaugar og telja margir að
á þennan hátt megi bæta að
nokkm fyrir óhjákvæmilegan nið-
urekurð heraflans. Aðrir benda á
að slíkt myndi hafa í för með sér
brotthvarf frá grundvallarkenn-
ingu Bandaríkjahers og sérfræð-
inga Atlantshafsbandalagsins um
framvamir. „Frá herfræðilegu
sjónarmiði koma framvamir einar
að notum ætli menn að veija
hendur sínar,“ sagði Caspar Wein-
berger, fyrrum vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, er hann var
beðinn um að leggja mat á hug-
myndir þessar.
Ýmsum þykir sýnt að mikilvægi Bandaríkjaflota muni aukast til
muna verði bandarískar herstöðvar Iagðar niður víða um heim.
Myndin sýnir bandarískar orustuþotur um borð i flugmóðurskip-
inu Saratoga.