Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
Staða kennara í
nútímasamfélagí
eftir Auði
Aðalsteinsdóttur
Kaupmaðurinn minn á horn-
inu á Wagnersvej og Ross-
inivej í Kaupmannahöfn
horfði á mig skelfdum aug-
um þegar ég sagðist starfa
við að skrifa um skólamál
hér í Danmörku — og ég teldi
íslendinga eiga við sömu
vandamál að stríða og Danir
íþeim efnum. „Þeir uppeldis-
fræðingar sem ég þekki,"
sagði hann ábúðarfullur og
snýtti rauðvínslitað nefið,
„er fólk sem borðar mikið
af grænmeti og hvítlauk,
drekkur mikið af rauðvíni
og talar of mikið um ekki
neitt. “
Skólaganga bama fer fram við
aðstæður sem ekki hafa breyst í
50—100 ár. Hins vegar hefur hlut-
verk kennarans tekið miklum
stakkaskiptum og samfélagið tekið
stórstígum breytingum á þessum
tíma.
Ef litið er inn í skólastofu í dag,
er þar einn kennari fyrir framan hóp
17—27 bama sem hann á að kenna
ákveðið námsefni. Hann á helst að
vera skemmtilegur og láta alla taka
þátt í því sem fram fer. Hann á að
ala upp, setja reglur og sjá um að
þær séu haldnar og vera dómari í
deilumálum sem upp kunna að koma.
Hann á að ganga nemendum í for-
eldrastað — oft foðurstað og helst á
hann að vera gott fordæmi. Hann
þarf að hafa góða yfírsýn og vita
helst hvemigþessum 17—27 bömum
líður hveiju sinni. Fáir gera sér grein
fyrir því hvaða kröfur til kennara
hafa vaxið gífurlega á síðustu ámm
og því kannski eðlilegt að ekki sé
alltaf gott í þeim hljóðið í fjölmiðl-
um, þegar þeir mæta svo litlum
skilningi á erfiðu starfí sínu.
Það er auðvitað margt sem gerir
starfíð áhugavert og lifandi, en erf-
itt er fyrir skólamenn að setja það
á oddinn í skrifum sínum þegar þeir
eru að beijast fyrir launamálum
sínum og gegn spamaðarstefnu yfir-
valda.
Það var því kannski ekki undar-
legt að eftirfarandi áfrýjunarorð
kæmu frá A. Tanzig Christensen í
nóvember 1984, en hann var þá
formaður Landssambands skóla og
samfélags í Danmörku.
„Kennarar eru alltaf kvartandi og
kveinandi. Hvemig á að vera hægt
að hafa jákvæðar hugmyndir um
skólastarf, þegar ekkert heyrist
nema víl og væl? Kvartanir yfir lé-
legri vinnuaðstöðu, lágum launum,
spamaði o.s.frv.
Kennarar, setjið í öllum bænum
aðra plötu á fóninn!"
í útvarpsþætti frá 1985 í Dan-
marks Radio fjölluðu þátttakendur
um afstöðu almennings til kennara
og uppeldisfræðinga og af hveiju
margir litu þá homauga.
Þátttakendur f umræðunum voru
þau Jörgen Schleimann, Ritt Bjerre-
gaard þáverandi menntamálaráð-
herra og Klaus Rifbjerg rithöfundur.
Jörgen Schleimann talaði um kenn-
ara og reynslu sína af þeim út frá
sjónarhóli hins almenna borgara.
Hann kvaðst hafa sætt illri meðferð
í skóla og það hefði tekið hann
mörg ár að venjast því að vera í
sama herbergi og kennari!
Hann taldi að ástandið hefði
breyst mikið til hins betra eftir að
kennarar væru famir að taka meiri
þátt í uppeldi bamanna en varaði
jafnframt við því að margir kennar-
ar teldu sig betur til þess fallna en
foreldramir!
Jörgen Schleimann kvað kennara
ekki öfundsverða af launum sínum
með tilliti til þess hvað kennslan
hlyti að vera erfítt og krefjandi starf.
„Kennarar eru oft í
vafa um hvort þeir eru
að gera rétt og því
þurfa þeir að finna að
fylgst sé með því sem
þeir eru að gera. Hrós
og lifandi eftirtekt yfir-
manns hvetur kennara
til að leggja enn meira
af mörkum.“
Klaus Rifbjerg sagði að margir
teldu uppeldisfræðinga vera vinstri
sinnað „pakk“ og sagði það rétt að
margir þeirra væru vinstri sinnaðir
af góðri og gildri ástæðu, því margt
af því sem fjallað væri um í uppeld-
is- og sálarfræði — að reyna að
opna hugi fólks og vinna með hug-
myndir og þróa þær — væri í eðli
sínu vinstri sinna fyrirbæri. Hann
benti líka á að fijálslegt uppeldi
hefði meira örvandi áhrif á böm en
uppeldi í krafti valdbeitingar og
aga. Þeir sem hlynntir væru ströngu
uppeldi, litu hinar nýju aðferðir óblí-
ðum augum og teldu þær jafnvel
ógnun við sig.
Hann sagði ennfremur að önnur
ástæða þess að mörgum væri í nöp
við uppeldisfræðinga væri sú að fólki
er illa við að láta segja sér til og
lítur á það sem árás á sig ef það
þarf að hlusta á skoðanir uppeldis-
fræðinga. Mönnum fyndist auðmýkj-
andi að hlusta á að þeir eigi að gera
hlutina svona en ekki hinsegin.
Klaus Rifbjerg áleit að margir
hefðu minnimáttarkennd gagnvart
kennaranum, sem væri þó sá aöili
sem væri ráðinn til að ala upp böm
þeirra og hlyti samkvæmt öllum
skilgreiningum að vita betur. Og er
árangurinn verður ekki eins og fólk
hefði kosið þá er skuldinni skellt á
kennarann. Stráknum fer ekkert
fram í vetur. Hún er alveg hætt að
læra síðan hún byijaði hjá þessum
kennara og fleira í þeim dúr.
Foreldrar fínna til óöryggis og
vanmáttarkenndar sem auðveldlega
getur brotist út í íjandskap gegn
skólanum og skólakerfínu almennt.
Klaus Rifbjerg lauk máli sínu með
því að segja að ef ekki yrði hægt
að fá uppeldisfræðinga til að hætta
að taka sjálfa sig svona hátíðlega
og halda sig alltaf vera með réttu
lausnimar á málunum yrði erfitt
fyrir fólk að fá samúð með málstað
þeirra.
Ritt Bjerregaard sagði það sláandi
dæmi um stöðu kennara í dag að
ef þeir væru í samkvæmum þegðu
þeir venjulega sem fastast yfir því
hvað þeir gerðu til að losna við
umræður um kennarastarfíð þar sem
þeir yrðu yfírleitt fómarlömb for-
eldra sem notuðu gjaman tækifærið
til að losa eigin sektarkennd yfir á
kennarann.
Foreldrar hefðu æ minni tíma fyr-
ir bömin sín vegna vaxandi vinnuá-
lags og það væri auðveldast að
kenna skólanum um það sem miður
færi. Hún áleit að foreldramir hefðu
misst af lestinni í uppeldinu og vildu
nota kennarann til að sópa saman
brotunum fyrir sig þegar uppeldið
væri komið í mola.
Það hefur gleymst, sagði Ritt
Bjerregaard, að ræða ýmis lykilat-
riði eins og hvað foreldrarnir vildu
afsala sér miklu af uppeldishlutverk-
inu á hendur skólanum og hvað
skólinn er fær um að taka við stórum
hluta þess. Gert er til dæmis ráð
fyrir af hálfu skóla og yfirvalda að
einhver sé heima við að taka á móti
bömum þegar þau koma heim úr
skólnum, en þannig er það bara
ekki í dag.
Foreldrar hafa samt sem áður
sömu væntingar til skólans og for-
eldrar þeirra höfðu, þrátt fyrir
gjörbreyttar aðstæður í þjóðfélag-
inu. Vegna þessa skapast vonbrigði
og árekstrar milli foreldra, kennara
og bama. Ritt Bjerregaard upplýsti
ennfremur að systir hennar sem
starfaði við kennslu segði að síðustu
árin hefðu aðstæður innan grunn-
skólans breyst svo mikið að hún
þyrfti nú helming skólaársins til að
ná saman hópi bama svo þau gætu
unnið saman að verkefnum.
Hún sagðist hafa það á tilfínning-
unni að kennurum í dag fyndist þeir
vera settir upp að vegg. Þeir vita
ekki hvað þeir eiga að gera við böm
sem eru truflandi og geta ekki tekið
á móti kennslu. Þar að auki finna
þeir fyrir vantrausti af hálfu yfír-
valda og stjómmálamanna sem virði
lítils störf þeirra. Sjálfsmynd þeirra
og sjálfvirðing verði æ minni og
vinnan æ erfíðari.
Hún sagði það ótrúlega mikilvægt
að nú yrðu sett takmörk fyrir því
hvað kennarar ættu að leysa mikið
af vandamálum foreldra og bama.
Þeir gætu unnið sína vinnu á þeim
tíma sem þeim væri greitt fyrir og
reynt að kenna bömunum ákveðna
hluti, en ekki væri hægt að ætlast
til þess að þeir réðu bót á vandamál-
um sem sköpuðust vegna breyttra
aðstæðna í þjóðfélaginu.
Meiri tími með foreldrum og öðr-
um fullorðnum er það sem bömin
vantar í augnablikinu, sagði Ritt
Bjerregaard að lokum, og það er
vandamál kennaranna í dag.
„Aðeins um það bil tveir þriðju
hlutar kennarastéttarinnar eru góðir
kennarar, þriðjungur hefur ekki
þann persónuleika sem þarf til að
geta leyst dagleg vandamál sem
koma upp í skólanum," segir síðan
Erik Johansen í dagblaðinu Politiken
23. janúar 1985. Hann áleit m.a.
að kennaranemar ættu að gangast
undir hæfíleikapróf áður en þeir
hæfu nám.
Diego Bang túlkar orð Johansen
þannig í 52. hefti Folkeskolen að
tilgangur skrifanna sé ekki að bæta
stöðu skólans og kennarans í sam-
félaginu, heldur að benda á hinn
mannlega þátt lélega kennarans og
Diego Bang heldur áfram í háðs-
tóni: Við emm ansi mörg í þessum
hópi. Við erum þriðjungur allra
kennara. Við þekkjumst á órólegum
nemendum okkar, sem virðast draga
úr okkur allan mátt — eða á allt of
þvinguðum nemendum sem okkur
hefur tekist að draga niður í algert
sinnuleysi. Hann segir ennfremur í
grein sinni að auðvitað takist kenn-
urum misvel upp, en að hluta til liggi
það í eðli starfsins. Kennarinn vinni
undir miklu álagi sem mætti draga
úr.
Til dæmis mætti hlífa kennurum
við því að vera í senn skemmtikraft-
ar, félagsráðgjafar og tilfinningaleg-
ir stuðpúðar foreldra, eða að öðrum
kosti gefa þeim tíma til að sinna
þessum hlutverkum.
Diego Bang bendir á að „góði“
Er fólkið fyrir ríkið —
eða ríkið fyrir fólkið?
eftirSigrúnu
Þorsteinsdóttur
Núverandi ríkisstjóm á margt
sameiginlegt með þeirri fyrri enda
ekki nema von þar sem sömu flokk-
ar sitja áfram og „viðbótin", Al-
þýðuflokkurinn, hefur lítið annað
gert en vera þægur skósveinn hinna.
En það eru þijú atriði sem eru áber-
andi eins hjá báðum ríkisstjómun-
um. í fyrsta lagi komu þær báðar
aftan að almenningi með því að
hrínda af stað aðgerðum sem þeir
minntust ekki á fyrir kosningar.
(Fyrri ríkisstjómin afnam samnings-
rétt launafólks, þessi lagði á
matarskattinn.) í öðru lagi ráðast
þær báðar á garðinn þar sem hann
er lægstur, þ.e. á þorra launafólks,
því hvorugar þora þær að skatt-
leggja breiðu bökin. í þriðja lagi
leggja þær báðar meiri áherslu á
velferð ríkisbáknsins en velferð
þegna landsins.
Það er ekki nema von að það
vakni hjá manni þessi spuming:
Fyrir hvem halda ráðamenn að ríkið
sé? Halda þeir að ríkið eigi að ráðsk-
ast með fólk og líf þess og að fólkið
sé einungis til að sinna duttlungum
stjómmálamanna og skriffinna ríkis-
ins?
Það er mjög erfítt að sjá af verk-
um þeirra að þeir telji sig kosna til
að þjóna hagsmunum fólks almennt,
stuðla að réttlæti í landinu og vel-
ferð einstaklinganna. Matarskattur-
inn frægi er gott dæmi um
brenglaðan hugsunarhátt stjóm-.
enda. Staðgreiðslukerfi skatta hefur
í för með sér auknar telqur ríkisins
til að byija með en minnkandi kaup-
mátt þorra landsmanna. En samtím-
is og ráðamenn biðja almenning að
draga saman seglin og taka á sig
auknar byrðar, heldur óráðsía og
bruðl ríkisgeirans áfram. Jafnvel
Qármálaráðherrann sjálfur notar t.d.
þyrlu landhelgisgæslunnar í einkaer-
indum á kostnað skattborgaranna.
Til að „réttlæta“ óréttlátar að-
gerðir sínar heyrist alls konar
rökleysa úr stjómarbúðunum. Eins
og: „Matarskatturinn er jafnsjálf-
sagður og mikilvæg framför og
siminn var á sínum tíma og við get-
um varla lifað án hans því hann er
óumflýjanleg tækninýjung." Eða:
„Það er mikilvægara að ná niður
verðbólgunni en að lækka vexti."
Þó er vitað að háir vextir eru ein
aðalorsök verðbólgunnar. En þeir
eru m.a. tilkomnir vegna mikils fjár-
lagahalla ríkissjóðs og aukinna
umsvifa ríkisins. Eða: „Matarskattur
er nauðsynlegur vegna þess að hann
einfatdar skattakerfið." Eins og að-
alatriðið sé að einfalda skattakerfið
til þess að einhveijir skriffinnar eigi
auðveldara með að reikna. í stað
þess að stuðla að því þeir sem hafa
mest borgi mest og þeir sem hafa
minnst borgi minnst. En álagning
matarskattsins virkar þveröfugt.
Hvemig stendur á því að hunda-
og kattamatur er tollfijáls en allt
sem viðkemur bömum er talinn lúx-
us? Finnst ráðamönnum við íslend-
ingar vera of fjölmennir? Er verið
að draga úr bameign? Eru þessir
menn óvinir bama og launþega?
Nei, ég held varla, þótt afleiðingam-
ar af stjómarstefnunni gætu fengið
hvem mann til að hugsa slíkt. Eru
þeir of miklar skræfur til að skatt-
leggja Qármagnseigendur, banka,
tryggingarfélög og verslunarhallir
svo nokkur einföld dæmi séu nefnd.
Það kann að vera en það segir ekki
alla söguna, því það er greinilegt
að hegðun þeirra stafar af því að
þeir eru talsmenn þessara hags-
munaaðila.
Manni verður einnig spurn:
Hvemig stendur á því að ríkisbáknið
heldur áfram að vaxa hér á landi á
meðan önnur lönd reyna að dreifa
valdinu. (Jafnvel I Rússlandi er nú
í tísku að bijóta niður miðstjómar-
báknið.) Astæðuna tel ég vera þá
að hugmyndafræði þeirra flokka sem
nú eru við völd varð til fyrir Iöngu,
þegar þörf var á sterku ríki til að
hrinda af stað nauðsynlegum iðnað-
arframkvæmdum. Og hið staðnaða
viðhorf ráðamanna gagnvart fólki
er nú sem áður það að ríkið eigi að
stjóma því á sama hátt og atvinnu-
rekendur ráðskuðust með verkafólk-
ið, eins og viljalaus verkfæri í
iðnbyltingarþjóðfélagi fortíðarinnar.
Annars er auðvelt að skilja af
hveiju ríkisstjómin hegðar sér eins
og hún gerir með því að spyija:
Hveijir græða á aðgerðum hennar?
Svarið er einfalt: Þeir sem græða á
núverandi ástandi eru sterkir ijár-
Sigrún Þorsteinsdóttir
„Fyrir hvern halda
ráðamenn að ríkið sé?
Halda þeir að ríkið eigi
að ráðskast með fólk
og líf þess og að fólkið
sé einungis til að sinna
duttlungum stjórn-
málamanna og skrif-
finna ríkisins?“
magnseigendur og það eru einmitt
þeir sem eru bakvið stjórnarflokkana
tvo, Sjálfstæðisflokkinn og Fram-
sóknarflokkinn, þótt þeir látist í
fjölmiðlum vera fíilltrúar fólksins.
En af hveiju lætur Alþýðuflokkur-
inn, gamall verkalýðsflokkur, hafa
sig út í aðgerðir sem koma verst
niður á launþegum? Varla eru þeir
svo bláeygir að halda að þessar að-
gerðir séu launþegum í hag og ekki
veit ég til þess að bakvið Alþýðu-
flokkinn séu einhveijir sterkir
fjármagnseigendur. Undirgefni
þeirra við Framsóknarflokkinn og
Sjálfstæðisflokkinn hlýtur að skýr-
ast af því að þeir séu svona áfjáðir
í að halda ráðherrastólunum eftir
langa fjarvist úr heimi bitlinganna
að þeir eru reiðubúnir að fóma
gömlu jafnaðarstefnunni sinni og
jafnvel eigin siðgæðisvitund.
Hins vegar er óréttlátt að kenna
bara stjómvöldum um kaupmáttar-
skerðinguna og áframhaldandi bruðl
ríkisgeirans því það voru jú kjósend-
ur sem komu þeim í ráðherrastólana.
Þrátt fyrir það að við í Flokki manns-
ins bentum á að stjómmálamenn
kerfísflokkanna væru ekkert annað
en málpípur fjármagnseigenda og
stunduðu lygar og spillingu án þess
að roðna, þá létu kjósendur því mið-
ur blekkjast. Auðvitað er matar-
skatturinn, staðgreiðslukerfí skatta,
vaxtaokur, húsnæðisvandinn og
bruðl í ríkisgeiranum ekkert nátt-
úrulögmál. Við getum vel búið hér
í réttlátu velferðarríki án þess að
ráðast alltaf að þeim sem minnst
mega sín. í síðustu kosningum lagði
Flokkur mannsins fram nákvæma
kostnaðaráætlun um tekjur og út-
gjöld ríkisins þar sem sýnt var fram
á á einfaldan og tölfræðilegan hátt
hvemig hægt er að reka ríkið fyrir
fólkið en ekki á kostnað þess. En
það er ekki nóg að við leggjum fram
áætlanir og bjóðum upp á frambjóð-
endur sem eru óháðir hagsmunahóp-
um. Það verður að gera sér grein
fyrri því í eitt skipti fyrir öll að þeir
eru ekki fulltrúar þess heldur fá-
menns íjárhagsmunahóps. Fólk má
ekki gleyma að „þetta er land er
fyrir okkur öll en ekki bara fyrir
fáa“.
Höfundur er I Landsráði Flokks
mannsins.