Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
Gunnlaug Thoraren-
sen - Minningarorð
Fædd 8. mai 1901
Dáin 28. desember 1987
Á björtum vordegi fyrir hartnær
fímmtíu árum sá ég Gunnlaugu
Thorarensen fyrsta sinni. Við höfð-
um nokkrir skólastrákar úr MA
farið í bæinn, en svo var tekið til
orða er haldið var niður í miðbæ
Akureyrar. Það var vorilmur í lofti
og fuglasöngur og iðandi mannhaf
á götum.
Nálægt Ráðhústorgi mættum við
þremur glæsijegum konum, vel
klæddum að þess tíma sið og fyrir-
mannlegum. Félagar mínir höfðu á
orði að hér væru glæsilegar konur
á ferð. Ég samsinnti því og bætti
við að sú í miðið væri sýnu glæsi-
legust. Einn félaga minna bar
kennsl á konuna og sagði að þar
færi frú Gunnlaug Thorarensen,
kona Odds Thorarensen apótekara,
eins af fyrirmönnum bæjarins, sem
þekktur var m.a. fyrir að bjóða
nemendum MA í bíó, nokkuð ár-
visst.
Ég kynntist ekki frú Gunnlaugu
fyrr en að loknu námi, fyrir norð-
an, þegar ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast hana fyrir
tengdamóður. Hún hafði þá um
árabii verið húsfreyja á einu mynd-
arlegasta heimili Akureyrar, en þau
hjón voru annáluð fyrir rausn og
höfðingsskap í hvívetna. Mín fyrstu
t
Móðir okkar,
DAISY SAGA JÓSEFSSON,
Fornhaga 17,
Reykjavfk,
lést í Borgarspítalanum mánudaginn 25. janúar.
Hildur Lárusdóttir,
Karólína Lárusdóttir,
Lúðvík Lárusson.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐRÚN ARNFRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR,
Hróarsholti,
Flóa,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 26. janúar síðastliðinn.
Gestur Jónsson
og börn.
t
Hjartkær móðir okkar,
ANNA MAGNÚSDÓTTIR
frá Villingavatni,
andaöist á Sólvangi í Hafnarfirði 27. janúar.
Ragnhildur Þorgeirsdóttir,
Magnús Þorgeirsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
WILLÝ FREDERIKSEN,
lést í Danmörku 9. þessa mánaðar. Jaröarförin hefurfariðfram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sigrún Guðgeirsdóttir Frederiksen
og dætur.
t
Móðir min,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
lést á Droplaugarstööum að morgni 28. janúar.
Jón Þór Einarsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN KON RÁÐSSON
fyrrverandi bústjóri á Vífilsstöðum,
Hagaflöt S, Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Garöakirkju, Garðabæ, laugardaginn 30.
janúar kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög.
Signhild Konráðsson,
Sigurður Björnsson, Helga Magnúsdóttir,
Ragnheiöur Björnsdóttir, Þorlelfur Björnsson,
Borgþór Björnsson, Signhild Birna Borgþórsdóttir,
Elísabet Björnsdóttir, Grótar Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
kynni af tengdamóður minni voru
einstaklega góð. Hún tók mér með
hlýju og elskulegheitum og vináttu.
Þessi tengsl entust alla tíð og bar
þar ekki skugga á.
Frú Gunnlaug var greind kona
og einkar glæsileg, glaðvær, hrein-
skiptin og traustvekjandi. Hjálp-
semi hennar var viðbrugðið og vildi
hún öllum gott gera, þeim er á ein-
hvern hátt hafði farið halloka í
lífsbaráttunni.
Þegar við hjónin héldum utan til
framhaldsnáms áttu tveir synir okk-
ar öruggt athvarf á heimili hennar
árum saman og gekk hún þeim í
móðurstað. Mér er ekki grunlaust
um að eitthvað hafí þeir verið ódæl-
ir í fyrstu, drengimir, en þeim
lærðist fljótt að hlýða ömmu sinni
og bera virðingu fyrir mildi hennar,
umhyggju ogréttsýni. Drengskapur
af þessu tagi og ósérplægni verður
aldrei fullþakkað.
Þegar Oddur, eiginmaður Gunn-
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR,
Kirkjuvegi 3,
Víkf Mýrdal,
verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14.00.
Bílferð verður frá BSÍ kl. 10.00 f.h.
Brandur Stefánsson,
Jóhannes Brandsson, Þurfður Halldórs,
Hrönn Brandsdóttir, Guöjón Þorsteinsson,
Birgir Brandsson, Jóhanna Þórhallsdóttir,
Höröur Brandsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, tengdafööur
og afa,
MAGNÚS GEIR ÞÓRARINSSON,
sem fórst með mb. Bergþóri KE 5 þann 8. janúar sl., fer fram
frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14.00.
Ásta Erla Ósk Einarsdóttir,
Einar Þórarinn Magnússon, Bryndís Sævarsdóttir,
Guðbjörg Magnúsdóttir, Vignir Demusson,
Sigurvin Bergþór Magnússon, Sævar Magnús Einarsson.
t
Minningarathöfn um sambýlismann minn, son okkar og föður,
ELFARÞÓRJÓNSSON,
sem fórst meö mb. Bergþóri KE 5 þann 8. janúar sl., fer fram
frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14.00.
Halldóra Grótarsdóttir,
Jón Þór Sigurjónsson, Rósa Arngrfmsdóttir,
og börn.
t
Útför
AÐALSTEINS SIGURJÓNSSONAR,
Sölkutóft,
Eyrarbakka,
verður gerð laugardaginn 30. þ.m. kl. 14.00 frá Eyrarbakkakirkju.
Vandamenn.
t
Þökkum innilega þeim sem auðsýnt hafa hlýhug og vináttu við
fráfall og jaröarför
SIGURÐAR ÁGÚSTSSONAR,
Borgarkoti.
Ingibjörg Pálsdóttir,
Jón Sigurðsson,
Ásta Sveinsdóttir.
Lokað
Lokað eftir hádegi í dag, föstudaginn 29. janúar, vegna
jarðarfarar SIGRÍÐAR SIGURBJARGAR INGIBERGS-
DÓTTUR.
Lögmannsstofa Sveins Skúlasonar hdl.,
Hátúni 2B, Reykjavík.
laugar féll frá, langt um aldur fram
var það henni mikið áfall, en helju-
skapur hennar og óvenjulegur
styrkur kom þá vel í ljós. Kristbjörg
systir Gunnlaugar og Ólivia mág-
kona hennar áttu heimili í sama
húsi á Akureyri og áttu þær ætíð
öruggt athvarf á heimili hennar.
Þær voru báðar fatlaðar og áttu
erfíða ævi. Hún hjálpaði þeim og
aðstoðaði af fádæma dugnaði og
umhyggju.
Að leiðarlokum skulu færðar
þakkir fyrir vináttu, tryggð, um-
hyggju og hjálpsemi. Ymsar
minningar sækja á. Ég minnist
sérstaklega þeirra ánægjulegu
tímabila er tengdamóðir mín dvaldi
á heimili okkar hjóna. Það stafaði
af henni birta og glaðværð. Stund-
um var gripið í spil og var hún þá
einatt hrókur alls fagnaðar.
Hún var ljóðelsk og fjöllesin,
kunni kynstur af ljóðum og kvæðum
og var raunar skáldmælt sjálf.
Mest hélt hún upp á kvæðin eftir
frænda sinn, Jónas Hallgrímsson
og Einar Ben.
Þegar heilsan fór að bila, kaus
Gunnlaug að dvelja í átthögunum
fyrir norðan. Síðustu árin dvaldi
hún á Kristneshæli og naut þar frá-
bærrar aðhlynningar og umhyggju
til hinstu stundar.
Hún andaðist hinn 28. desember
sl. og fékk hægt andlát.
Blessuð sé minning góðrar og
gagnmerkrar konu.
Hjalti Þórarinsson
Mig Iangar í fáum orðum að
minnast ömmu minnar, Gunnlaugar
Thorarensen, sem lést á Krist-
nesspítala þann 28. desember
síðastliðinn, eftir nokkurra ára dvöl
þar.
Foreldrar ömmu voru Júlíus
Gunnlaugsson bóndi á Hvassafelli
og kona hans, Hólmfríður Áma-
dóttir, bæði af norðlenskum
bændaættum. Þau eignuðust sex
böm og var amma elst þeirra.
Systkini ömmu vom Benedikt,
Kristbjörg, Freygerður, Pálmi og
María, sem var yngst og sú eina
af systkinunum, sem er á lífí í dag.
Á Akureyri kynntist amma afa
mínum, Oddi Carli Thorarensen,
lyfsala. Hann lést árið 1964. Þau
eignuðust þijú böm, Ölmu, Lydiu
og Odd.
Þegar foreldrar mínir vora bæði
við nám ólst ég upp hjá ömmu og
afa á Akureyri. Leið mér alltaf vel
hjá þeim og bemskuminningamar
eru mér kærar.
Á meðan afí lifði var oft mjög
erilsamt hjá ömmu. Tvisvar átti afí
við alvarlega sjúkdóma að stríða
og dvaldi þá langdvölum í sjúkra-
húsum erlendis. Þá var amma ávallt
við hlið hans og hjúkraði honum
af einstakrí alúð. Þá sem endranær
lifði hún eftir þeirri grandvallar-
reglu að sælla er að gefa en þiggja.
Eftir lát afa bjó amma í mörg
ár með Kristbjörgu, systur sinni,
og Oliviu, systur afa. Þær þurftu
báðar umönnunar við og annaðist
amma þær af stakri fómfysi.
Ég kveð nú ömmu í hinsta sinn.
Blessuð sé minning hennar.
Þórarinn
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldsiaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki era
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er
birtur. Meginregla er sú, að
minningargreinar birtist undir
fullu nafni höfundar.