Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
49
Minning:
Hálfdán H. Þorgeirs-
son, bifvélavirki
Fæddur 8. október 1922
Dáinn 21. janúar 1988
„Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.“
(Höf. Vald. Briem.)
í dag, föstudaginn 29. janúar,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju
á Álftanesi mágur minn, Hálfdán
Haukdal Þorgeirsson, bifvélavirki.
Hálfdán fæddist á Þingeyri við
Dýrafjörð 8. október árið 1922.
Foreldrar hans voru hjónin María
Bjamadóttir og Þorgeir Jónsson
vélstjóri. María lést 19. apríl árið
1944 ung að árum en Þorgeir lést
í nóvember 1974. Hálfdán var elst-
ur fímm bræðra, en þeir eru: Jón,
býr á Skagaströnd, Friðþjófur, býr
í Hafnarfírði, Kristján, búsettur í
Mosfellsbæ, og Styrmir í Reykjavík.
Einnig átti Hálfdán eina hálfsystur
frá seinna hjónabandi Þorgeirs og
heitir hún Guðfínna og býr í
Reykjavík.
Hálfdán gerði bifvélavirkjun að
æfístarfi sínu, og hlaut sveinsbréf
í þeirri grein árið 1953, en hafði
þó starfað lengi áður við bílavið-
gerðir.
Hálfdán var verkstjóri hjá Skoda-
verkstæðinu í Reykjavík í mörg ár
og var sérmenntaður í þeirri grein,
Fæddur 12. marz 1914
Dáinn 18. janúar 1988
Okkur langar að minnast með
örfáum orðum Sigurðar Guðmunds-
sonar, föðurbróður okkar, sem
andaðist aðfaranótt mánudagsins
18. janúar eftir stutta en erfíða
sjúkdómslegu. Siggi frændi var
sonur Guðmundar Einarssonar
seglasaumara og konu hans, Helgu
Guðmundsdóttur, sem bjuggu á
Framnesvegi 1 í Reykjavík. Hann
lærði ungur húsgagnasmíði hjá
Helga Helgasyni og síðar Davíð
Grímssyni og vann við smíðar alla
tíð síðan. Fyrst vann hann hjá
Kristjáni Siggeirssyni í allmörg ár
og síðar mörg ár á eigin vegum,
aðallega við smíðar á handriðum,
og loks hjá Árbæjarsafni við end-
ursmíði gamalla húsa.
Árið 1944 kvæntist hann eftirlif-
andi konu sinni, Guðfínnu Jóns-
dóttur. Þau voru alla tíð mjög
samhent hjón og bjuggu í farsælu
hjónabandi, fyrst á Bergstaðastræti
39 og síðar í Bakkagerði 9.
Okkur systkinunum var Siggi
sérlega mikill frændi, þar sem hann
fylgdist nákvæmlega með okkur
bróðurbömum sínum, sem værum
við hans eigin. Honum og Guðfínnu
varð ekki bama auðið og nutum
við því sérlega mikils atlætis. Lengi
framan af ferðaðist hann allra sinna
ferða á reiðhjóli og minnumst við
eldri bræðumir þess hvað Siggi
átti auðvelt með að kenna stuttum
stúf að stíga stór hjól, listina að
hjóla undir stöng. Seinna er við
hófum búskap varð frændi gjaman
fyrstur á staðinn til aðstoðar, hvort
sem þörf var á handtaki smiðsins
eða góðu og hagkvæmu ráði. Nokk-
uð þótti honum við djarftæk á
stundum eða ætla okkur of mikið,
og brýndi þá fyrir okkur hóf og
ráðdeildarsemi. Þá nutu böm okkar
ekki síður atlætis þeirra hjóna.
Frændi var mikill verkmaður og
hugurinn við verkið slíkur, að alltaf
fannst honum að hraðar hefði getað
unnist og betur. Fátt gladdi hann
meira en falleg fjöl, en illa unnið
kák var honum til skapraunar.
Greiðasemi hans var.rómuð og nutu
fór meðal annars tvær ferðir til
Tékkóslóvakíu á námskeið hjá
Skoda-verksmiðjunum.
Síðastliðin 25 ár rak hann sitt
eigið verkstæði á Dalshrauni 1 í
Hafnarfírði. Fyrir réttu ári varð
hann að hætta störfum vegna sjúk-
dóms þess er síðar leiddi til dauða
hans langt um aldur fram. Leiðir
okkar Hálfdáns lágu fyrst saman
er hann kvæntist systur minni, Ein-
öru Guðbjörgu, hinn 16. október
1943, og hefur sá vinskapur haldist
æ síðan. Það er margs að minnast
á svo langri leið, sem ekki verður
rakið hér nema að litlu leyti.
Þau Hálfdán og Eyja, en svo var
Einara jafnan kölluð, bjuggu
lengstan sinn búskap í Köldukinn
18 í Hafnarfírði, en þar byggðu þau
sér einbýlishús árið 1955. Fyrir um
það bil 10 árum missti Eyja heils-
una og síðustu 5 árin hefur hún
dvalið á Sólvangi í Hafnarfírði.
Fyrir ári seldi Hálfdán hús sitt í
Köldukinn og keypti sér íbúð á
Sléttahrauni 27, og bjó þar til
dauðadags. Þeim hjónum varð ekki
bama auðið, en örlögin höguðu því
þannig að þau hjón urðu fósturfor-
eldrar þriggja bama minna um
árabil, og skal það nú þakkað af
heilum hug. Einnig ólu þau upp
systurson okkar Eyju frá unga
aldri. Hálfdán og Eyja vom mjög
bamelsk og reyndust fósturbömum
sínum sem bestu foreldrar.
hennar fleiri en hans nánustu.
Að loknum starfsferli hjá Árbæj-
arsafni hóf hann að bæta og breyta
á heimili þeirra hjóna og má þar
líta handverkin, tvísnúna stiga og
fleira fágæti. Það er því leitt að
eftirlaunaárin skyldu ekki verða
fleiri svo vel sem þau nutu þeirra.
Við og fjölskyldur okkar sendum
Guðfinnu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur við fráfall þessa góða
drengs.
Guðmundur, Þorsteinn,
Haraldur og Ásta Helga.
Fædd 21. mai 1920
Dáin 22. janúar 1988
í dag kveðjum við ástkæra ömmu
okkar, Helgu Helgadóttur, en hún
lést eftir löng og erfið veikindi á
Vífilsstaðaspítala þann 22. janúar
sl.
Amma okkar fæddist 21. maí
1920 að Hvarfi í Víðidal, dóttir
hjónanna Helga Bjömssonar og
Hansínu Guðmundsdóttur.
Amma giftist afa okkar, Á.rna
Hálfdán var hrókur alls fagnaðar
í góðra vina hópi. Hann hafði yndi
af. ferðalögum og ferðuðust þau
hjón mikið um landið. Sérstaklega
naut Hálfdán ferða um hálendið,
og voru þær ófáar ferðimar sem
lágu upp að Hyítárvatni með vinum,
og skal þeirra ferða lengi minnst.
Hálfdán bar ekki sín veikindi á
torg, það var ekki að hans skapi.
Þó vitað væri að hann ætti við alvar-
legan sjúkdóm að stríða, bjóst
maður ekki við að svo skammt
væri eftir. Varla leið sá dagur eftir
að Hálfdán hætti störfum að hann
liti ekki inn á verkstæðið til mín
rabba um daginn og veginn og vita
hvemig gengi. Nú er þessum heim-
sóknum lokið og mikill er söknuður-
inn um kæran vin.
Ég vil fyrir hönd sjúkrar systur
minnar þakka Hálfdáni öll árin og
ekki síst þessi síðustu ár, hvað hann
var natinn við að heimsækja hana
daglega og hlúa að henni á alla
lund, það sýnir best hans innri
mann.
Hálfdán lést á St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði 21. janúar sl. eftir
stutta legu.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka vini mínum og mági
góðan vinskap gegnum árin. Þau
verða seint fullþökkuð.
Ég og fjölskylda mín biðjum hon-
um blessunar Guðs.
Benedikt Bjömsson
I dag verður til moldar borinn
Hálfdán H. Þorgeirsson. Danni, eins
og við kölluðum Hálfdán, var
kvæntur föðursystur okkar, Éinöm
G. Bjömsdóttur, sem dvelur á Sól-
vangi í Hafnarfírði. Á heimili þeirra
hjóna í Köldukinn 18 ólumst við
systkinin upp og áttum þar ömggan
samastað ffá því við vomm böm
og allt til þess er við stofnuðum
heimili sjálf. Frá þeim tíma eigum
við margar góðar minningar, sem
við munum alltaf geyma. Danna
verður best lýst sem góðum og
greiðviknum manni. Hann hafði
ánægju af ferðalögum og þá helst
fjallaferðum. Hann rak bílaverk-
stæði í Hafnarfírði til loka árs 1986,
en þá hætti hann rekstrinum vegna
sjúkdóms seni gerði honum ekki
kleift að starfa lengur. Við viljum
að lokum þakka honum allt og biðj-
um Guð að blessa hann.
„í hring í kringum allt og ekld neitt
ókunnur máttur knýr oss hraðar, hraðar.
Og enginn spyr, hvort ljúft sé eða leitt
Löng er vor ferð. Vér nemum aldrei staðar."
(Höf. Steinn Steinar.)
Hvíli hann í friði.
Ella, Björn og Guðbjörg.
Bjömssyni, bryta frá Vestmanna-
eyjum, 4. nóvember 1951. Hann
lést 5. maí 1982. Þau bjuggu lengst
af á Melabraut 6, Seltjamamesi.
Þau eignuðust eina dóttur, Sigrúnu
Hönnu, móður okkar. Áður átti hún
einn son, Björgvin Bjama Magnús-
son.
Það er margs að minnast og í
hugum okkar er söknuðurinn sár
nú þegar við kveðjum ömmu. Hún
tók alltaf mikinn þátt í uppeldi okk-
ar. Hún var einstaklega dugleg við
Minning:
Sigurður Guðmunds-
son, trésmiður
HildurHelga Helga
dóttir—Minning
Lovísa Halldórs-
dóttir — Minning
í dag verður jarðsungin frú
Lovísa Halldórsdóttir er bjó á Berg-
staðastræti 71 í Reykjavík. Þegar
slík sómakona er kvödd reynist erf-
itt að minnast hennar sem skyldi,
því af svo mörgu er að taka að
dygði í heila bók. Það var gæfa
þess er þetta ritar að hafa notið
þeirra einstöku hamingju að eiga
hana fyrir tengdamóður, slíkt var
sérstök reynsla, því með sínu ljúfa
viðmóti og fögru brosi tók hún á
móti mér sem týndum syni og vildi
frá fyrstu stundu gera allt gera til
að leiðbeina ungum hjónum fyrstu
sporin.
Sér við hlið hafði hún þann mann
er hún mat mest allra, en varð að
sjá af fyrir nokkmm árum — eigin-
mann sinn, Þórð Hjörleifsson,
skipstjóra. Það var mikill missir
fyrir hana því þeirra samband var
einstakt, en þá sýndi hún okkur
styrk sinn á margan hátt. í hugan-
um rifjast upp minningin um unga
konu, sem varð að taka á sig þá
miklu ábyrgð, sem fólst í því að ala
upp 5 böm í löngum fjarvistum síns
unga maka, er sinnti sjónum og
sótti stíft. Með þessu öllu hugsaði
hún líka um rúmfasta móður sína
í mörg ár, ásamt því að verða að
bæta við sig umönnun eiginmanns-
ins um 1 árs skeið, er hann slasaðist
mjög mikið við störf á sjónum. Þá
reyndist eins og síðar að Lovísa
tvíefldist og sameiginlega sigruðust
þau hjónin á erfiðleikunum og er
tímar liðu áttu eftir að koma æ
betur í ljós hæfíleikar hennar, sem
heimili þeirra bar glöggt vitni, ein-
stök snyrtimennska, fagurt hand-
bragð í útsaumi og smekkvísi í
hvivetna, listakokkur var hún einn-
ig-.
Árið 1981 fórum við hjónin í
ferðalag til Ítalíu ásamt Lovísu, þá
kynntist ég henni á annan hátt við
nýjar aðstæður, áhugi hennar og
kraftur var hreint ótrúlegur, miðað
við aldur, og ég gleymi því aldrei,
þegar við fórum tvö saman til Flor-
ens, til þess að skoða þá fögru borg,
Iistmuni og söfn hennar. Það var
heitt þann dag svo ég var hálf hik-
andi við framkvæmdina og minntist
eitthvað á það hvort við ættum
ekki að fresta förinni. Nei, það var
nú ekki aldeilis hennar meining, svo
í ferðina fórum við og þá varð ég
vitni að þvi að yngra fólkið gafst
upp við skoðun margra listasafn-
anna, en Lovísa blés vart úr nös.
Listfengi hennar kom skýrt fram í
þessari ferð og naut hún hennar
mjög — svo að oft minntist hún á
„ferðina okkar" — eins og hún sagði
síðar meir.
Það er sárt að verða að sjá á
eftir annarri eins sómakonu og
Lovísu, en svona er gangur lífsins
og nú hafa þau blessuð hjónin sam-
einast á ný hjá Guði, hjónin, sem
við elskuðum öll og áttum svo margt
að þakka.
Ég vil nota þetta tækifæri og
votta ykkur, Guðríður, Sigríður og
Ólafur, eftirlifandi systkinum henn-
ar, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Einstök samheldni var með
þeim systkinum, og leið vart sá
dagur að systumar hefðu ekki sam-
band sín í iliillum. Bömum Lovísu,
þeim Hrafnhjldi, Hjördísi, Andreu,
Hjörleifí og Ásdisi, er þó missirinn
mestur, en minningin um merka
móður varir og mun hjálpa ykkur
í sorginni, og eins og Grímur
Thomsen kvað:
Dijúpa mun drottins úr hendi
döggin, sem huggar,
þó göfuga gleymist ei kvendið
grafar í skugga,
mild verði minningartárin,
mýlg'a þau sárin.
Megin góður Guð stjrrkja ykkur
í sorginni, blessuð sé minning móð-
ur ykkar.
ísleifur Bergsteinsson
Amma okkar, Lovísa Halldórs-
dóttir, fædd 13. nóvember 1908
andaðist á Borgarspítalanum þann
22. þ.m. Þegar við fréttum þetta
kom það okkur mjög á óvart, þó
svo að við vitum vel að öll eigum
við eftir að deyja.
Amma giftist 16. október 1928
Þórði Georg Hjörleifssyni sem lést
1979. Amma og afí bjuggu á Berg-
staðastræti 71 og litum við á heimili
þeirra sem nokkurs konar ættaróð-
al. Við minnumst nú allra ánægju-
legra stunda sem við höfum átt á
„Bestó" eins og við kölluðum það.
Amma Lovísa var lágvaxin en mjög
fríð kona, hún hafði jmdi af öllu sem
fallegt var, enda sést það best á
því hvemig hún hlúði að heimili
sínu með allskonar útsaumi. Amma
var mikil hannyrðakona og saknaði
hún þess mikið hin síðari ár að
geta ekki saumað út, enda var sjón-
in farin að dofna og þótti henni það
miður.
Amma var mjög áhugasöm um
hag okkar bamabamanna, og lagði
hún mikla áherslu á að við nýttum
okkur þau tækifæri sem við eigum
til að menntast. Því amma sagði
svo oft að hún vildi að hún hefði
haft sömu tækifæri og við til að
ganga menntaveginn.
Það var ekki í anda ömmu að
um hana yrði skrifað langt mál,
þess vegna viljum við nú kveðja
ömmu Lovísu og þakka henni sam-
fylgdina. Hennar er sárt saknað og
mun minningin um hana lifa. Böm-
um ömmu vottum við innilega
samúð.
Þórunn Lovísa ísleifsdóttir
Þórður Georg Hjörleifsson
Þórdís Hjörleifsdóttir
að fara með okkur í ökuferðir út
úr bænum, ferðir sem okkur eru
minnisstæðar og við höfðum alltaf
mikla ánægju af.
Amma keyrði sjálf bíl þar til sl.
sumar að hún lagðist inn á spítala.
Alltaf var jafn hlýlegt að koma
til ömmu, og alltaf átti hún eitthvað
gott að stinga að okkur.
Amma var mikil hannyrðakona
og ber heimili hennar þess merki.
Gestrisin var hún með eindæmum.
Að lokum viljum við þakka ömmu
samfylgdina.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Briem.)
Hildur Helga, Jón Þór
og Ámý Björg.