Morgunblaðið - 29.01.1988, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
fólk í
fréttum
Mynd eftir Friðþjóf frá viðavangshlaupi á Hellu 1972. Dagur frá
Núpum stekkur tignarlega yfir hindrun. Knapi er Ragnar Aðalsteins-
son frá Sigmundarstöðum.
ROBERT REDFORD
Svo bregðast krosstré...
Hjónabönd í Hollywood eru
flest fremur skammlíf, en
leikarinn Robert Redford hefur ver-
ið undantekning frá reglunni. Hann
hefur verið giftur sömu konunni,
Lolu, í 29 ár. En svo bregðast
krosstré sem önnur tré, því Red-
ford stendur nú í skilnaði og herma
fregnir að hann ætli sér að giftast
aftur hið snarasta, leikkonunni og
fyrirsætunni Sonju Braga, en hún
hefur unnið sér það til frægðar að
leika í myndinni „Koss köngulóar-
konunnar".
Skilnaðurinn var óvenjulegur að
því leiti að honum fylgja engin
málaferli, heldur hafa hjónin bæði
lýst sig hæstánægð með lyktir
mála.
Sonja Braga er einu ári eldri en
eista dóttir Redfords, eða 28 ára,
en Redford á þrjú böm af fyrra
hjónabandi. Sjálfur er hann orðinn
liðlega fímmtugur.
Friðþjófur Þorkelsson: Vetrarstemning. Myndin er tekin úr bók
Hjalta Jóns Sveinssonar „Hrossin frá Kirkjubæ", en Friðþjófur á
fjölda mynda i bókinni.
Morgunblaðið/Júlíus.
UOSMYNDUN
„Dreymdi fyrir
velgengni“
Friðþjófur Þorkelsson bar sigur
úr býtum í ljósmyndakeppni
sem efnt var til af fyrirtækinu Tema
hf., en til stendur að verðlauna-
myndimar í keppninni verði gefnar
út á póstkortum. Blaðamaður
Morgunblaðsins hélt til fundar við
Friðþjóf til að forvitnast um áhuga-
mál hans, ljósmyndun og hesta, en
þau tengjast á þann hátt að uppá-
halds viðfangsefni hans í ljósmynd-
uninni eru hestar. Fjöldi mynda
eftir Friðþjóf hefur birst í tímarit-
um, bæði hérlendum og erlendum,
m.a. birtist mynd eftir hann á forsí-
ðu danska blaðsins Politiken á
sínumtíma.
Friðþjófur starfar sem trésmiður í
Mosfellsbæ, en einnig hefur hann
starfa af því að dæma hross á hesta-
mannamótum og hefur hann
ferðast til margra Evrópulanda í
tengslum við það.
„Éggerði það 1970 að hætta að
reykja og launaði mér það með því
að kaupa mér myndavél með mót-
or. Ég hafði alltaf gaman af því
að skoða hestamyndir. Ég byijaði
ungur að fást við hesta og mig lang-
aði til að geta skilgreint hreyfíngar-
stig hestanna og til þess varð ég
að hafa myndavél með mótor. Eg
hætti því að reykja og hef ekki
gert það síðan," sagði Friðþjófur
er hann var spurður um aðdraganda
þess að hann fór að taka hesta-
myndir.
Er þetta ekki tímafrekt áhugamál ?
„Þetta er kannski frekar spurning
um hvemig maður er upplagður,
fremur en um tímann sem í þetta
fer. Stundum er ég ekki vel upp-
lagður og þá vil ég helst ekki taka
myndir. Eg ferðast ekki lengur sérs-
taklegatil að Ijósmynda, en ef ég
sé eitthvað sem grípur augað þá
gríp égtil myndavélarinnar. Það
gerist oft á þeim hestamótum sem
égferá."
Friðþjófur hefur einbeitt sér að því
að taka myndir af þeim litaeinkenn-
um sem greinast á íslenskum
hestum, og gaf Evrópusamband
íslenskra hestaeigenda út vegg-
spjald með m}mdum af höfuðlita-
flokkunum og einkennum þeirra.
Var þetta erfítt verkefni ?
„Já, en skemmtilegt. Það var í
nokkur ár sem ég þaut um allt til
að leita uppi myndefni þegar hag-
stætt veður var, en það var gaman
af því. Það má segja að það hafí
ekki verið nema þijár vikur á sumri
sem hægt var að mynda hestana,
en það er mikilvægast að birtan sé
hagstæð. Sólin má ekki vera of
sterk þvi þá er of mikil glampi á
hestunum og eins má helst ekki
vera of mikill vindur, því þá eru fax
og tagl óreiðuleg. Þetta verkefni
kom til af tilverknað Gunnars
Bjamasonar, fv. hrossaræktarráðu-
nautar. Hann hvatti Dr. Stefán
Aðalsteinsson til að gera fræðibók
um íslenska hestaliti og erfðir
þeirra. Dr. Stefán var með allt efni
tilbúið, en litgreiningin hefði orðið
of dýr fyrir útgáfu hér heima og
þá tók FEIF, félag íslenskra hesta-
eigenda í Evrópu, að sér að gefa
út þetta veggspjald. Það var leitað
Friðþjófur Þorkelsson.
allra fanga um nöfn sem til voru á
þessum litum, en víða höfðu þau
fallið niður. Veggspjaldið var gefíð
út á ij'órum tungumálum og í dag
má segja að eigendur íslenskra
hesta um alla Evrópu tali sama
málið hvað liti varðar."
Friðþjófur sagðist vera ánægður
með að hafa unnið í samkeppninni
sem núna var haldin, en Ijáði blaða-
manni jafíiframt að sig hefði
dreymt fyrir velgengni í keppninni.
„Það var svo að ég hef aldrei fyrr
séð sjálfan mig taka myndir í
draumi, en ég sá sjálfan mig standa
með myndavél og taka mynd af
kyrrstæðum og fallegum eldloga
sem var blár, mjög fallegur, og ég
hugsaði með mér að úr því að
myndavél og eitthvað þessu líkt
væri í draumnum þá tengist það
keppninni, en þetta var stuttu eftir
að ég sendi inn myndimar í keppn-
ina. Eg ákvað þá að ef þetta rættist
mundi ég gefa konunni minni, Luise
A. Schilt, myndavélina sem var í
verðlaun, því sjálfur á ég góðar
myndavélar. Það gerði ég og hún
er alsæl."
VEITINGAHÚ8
Vagnhöfða 11, Reykjavík. Sími 685090.
Hljómsveitin DANSSPORIÐ ásamt
, söngvurunum Örnu Þorsteins og Grétari
DansstuðlA
•ríÁrtúni
Robert Redford og Sonja Braga.
JATVARÐUR PRINS
„Ekki giftast honum!“
T átvarður Bretaprins
J er enn kominn í
fréttimar. Nú segir sagan
að hann sé búinn að fínna
Unga blómamær sem
hann geti vel hugsað sér
að giftast. Hann hitti
hana víst fyrst á balli |
fyrir einu ári síðan, - hún ®
er 21 árs gömul og heitir
Georia May, og vinnur _____________
sem ráðgjafi hjá Qár- Játvarður og Georgia May.
mögnunarfyrirtæki í
Lundúnum. Þó að ætla mætti að
það væri draumur hvers pabba að
eignast prins fyrir tengdason þá er
því öðruvísi farið með David May,
föður Georgiu. Hann vill helst ekk-
ert um samband dóttur sinnar við
prinsinn vita, segir að liftiaðar-
hættir bresku konungsfjölskyldunn-
ar séu ekki eftirsóknarverðir. „Að
gifta sig inn í konungsfjölskylduna
þýðir að maður er lokaður inni í
gullbúri það sem eftir er,“ segir
David, og bætir við að hann voni
að Georgia rasi ekki um ráð fram
þegar að því komi að Játvarður
kasti sér á kné fyrir framan hana.
Móðir hennar er aftur á móti yfir
sig hrifín af þessum ráðahag og
vaktar símann dag og nótt ef ské
kynni að drottningin hringdi og biði
til tedryklgu í Buckingham-höll.
í fjölnúðlum er Georgiu lýst sem
lítið eitt þybbnum hringhuga og
jarðbundinni stúlku, - þykir seinni
eiginleikinn líklegur til að hafa góð
áhrif á Játvarð, en hann er oft tal-
inn vera nokkur sveimhugi.