Morgunblaðið - 29.01.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 29.01.1988, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 ■ ÍTALSKA landsliðið í knatt- spymu tók sér frí frá æfíngum nú fyrir skömmu til að syngja inn á litla hljómplötu. Lagið heitir „Knattspyraa er ást“ og textinn er samtal milli föður og sonar um knattspymu. Ástæðan fyrir útgáfu þessarar plötu er vaxandi ofbeldi á knattspymuvöllum Ítalíu og á þessi samsöngur landsliðsins að draga úr þeim ósköpum. Plötunni verður dreift ókeypis í skólum landsins. Gianluca Vialli, leikmaður Samp- doria syngur einsöng, en hinir landsliðsmennimir og Azeglio Vic- ini, landsliðsþjálfari, syngja bak- raddir. ítalska landsliðið dvelur nú f Flórens þar sem það æfír fyrir Evrópumótið í knattspymu í júní. ■ ALEX Ferguaon fram- kvæmdastjóri Manchester United vill fá Mark Hughes aftur til liðs- ins til að leika við hlið Brian McClair f sókninni. Hughes leikur nú með Bayem Miinchen, þrátt fyrir að vera samningsbundin við Barcelona og litlar lfkur eru á þvf að v-þýsku meistaramir sleppi hon- um, enda hefur hann staðið sig vel sfðustu mánuði. Bayera hefur nú iánað danska landsliðsmanninn Lars Lunde til Aarau f Sviss og því em útlendingamir aðeins þrír hjá Bayera og litlar líkur til að lið- ið láti Hughes fara. ■ AGNELLI, forseti FLAT- verksmiðjanna ftölsku, mætti á útileik Juventus gegn Como um sfðustu helgi, og þótti það talsvert fréttnæmt þar í landi því það er " sjaldgæft að hann fylgist með liðinu á útivöllum þó hann sé tíður gestur er liðið spilar heima f Tórinó. Það þótti ekki sfður fréttnæmt að Agn- elli yfirgaf leikvanginn í fússi í leikhléi, vegna þess hve liðið lék illa. FIAT er aðaleigandi Juventus. ■ NÍGERÍUMENN hafa ákveð- ið að taka upp atvinnumennsku í knattspymu. Tilgangurinn með því er að auka gæði knattspymunnar og halda bestu leimönnum lands- liðsins áfram í Nígeríu. Lögin taka Sdi í febrúar 1989. PATRIK Sjöberg, hástök- kvari, var nú fyrir skömmu kjörinn íþróttamaður ársins 1987 í Svíþjóð. Sjöberg náði frábæmm árangri í 'fyrra og setti heimsmet er hann stökk yfír 2,42 metra. ■ MANCHESTER United hef- ur selt körfuknattleikslið sitt. Liðið, sem ber sama nafn, hefur verið rekið með tapi og í fyrra þurfti Manchester United að borga 320.000 pund undir körfuknatt- leiksiiðið. Það var selt einstakling- um sem fá að halda nafninu út keppnistímabilið. ■ MARC GiradeUJ mun ekki taka þátt í brankeppninni í Schladming f Austurriki á morg- un, föstudag. Faðir hans og þjálfari, Helmut Giradelli sagði að sonur- inn væri enn að ná sér eftir að hann datt i keppni í Leukeroad í Sviss. ■ BORIS Becker frá Vestur- Þýskalandi sigraði Ivan Lendl, Tékkóslóvakíu f sýningarleik í Osaka f Japan, 6:3, 1:6 og 6:2. Steffi Graf frá V-Þýskalandi sigr- aði Gabriela Sabatini frá Arg- entínu, 6:0 og 6:1. ■ BOB Paialey fyrrum fram- kvæmdastjóri Liverpool sagði í viðtali við enska dagblaðið The Ti- mes fyrir skömmu að 1. deildin hafí aldrei verið jafn léleg. „Það er staðreynd að þegar keppnistímabi- lið hófst vom aðeins 5-6 lið sem áttu möguleika á titlinum. Það vom Liverpool, Everton, Arsenal, Manchester United, Nottingham Forest og Tottenham. Ég veit ekki hvemig stendur á þessu, en líklega hefur það áhrif að við emm ekki með í Evrópukeppninni." Pais- ley sagði þeir einu sem sem gætu ógnað Liverpool væm erkifénd- umir, Everton. KNATTSPYRNA / 1.DEILD I æfinga- búðirtil Bretlands- eyja, Belgíu og Hollands Fjögur 1. deildarlið í knattspymu fara í æfíngabúðir til útlanda til að undirbúa sig fyrir keppnis- tímabilið. KR-ingar bregða sér til Skotlands, þar sem þeir leika m.a. við Hibs og Motherwell. Nýliðar Leifturs frá Ólafsfírði fara til London, Þór frá Akureyri fer til Belgíu, þar sem Þórsarar leika m.a. gegn Lokeren og Völsungar frá Húsavfk bregða sér til Hollands. KORFUBOLTI Detroit Pistons hingað í sumar? BANDARÍSKA körfuknattieiks- liðið Detroit Pistons spilar hugsanlega 2-3 leiki hór á landi í sumar. Fólagið leikur í NBA- atvinnumannadeildinni og með því leikur m.a. bakvörðurinn frábæri Isiah Thomas, sem af mörgum ertalinn einn snjall- asti leikmaður í þeirri stöðu í deildinni. Félagið leikur gegn úrvalsliði Stóra Bretlands í Wembley-í þróttahöllinni í Lundúnum 24. júlí nk. og barst Körfuknattleikssam- bandi íslands nýlega bréf frá umboðsmanni þeim sem skipulegg- ur ferð Detroit-liðsins til Lundúna. Þar kemur fram að félagið er tilbú- in til að spila 2-3 leiki hérlendis áður en það fer til Englands. „Okk- ur lýst mjög vel á þetta og ætlum að senda skeyti til baka þess efn- is,“ sagði Kristinn Albertsson hjá KKI í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við gemm allt til að fá þá hingað,“ sagði Kristinn og bætti við: „nema það kosti óheyrilega mikið.“ Ekkert hefur enn verið rætt um peningahlið málsins. Verði af þessum leikjum mun bandaríska liðið mæta úrvalsliði sem sett verður saman af þessu tilefni, og em allar líkur á að Pétur Guðmundsson, sem leikur með San Antonio Spurs í NBA-deildinni verði í úrvalsliðinu. KKÍ vinnur nú að því, að Pétur haldi námskeið fyrir böm og unglinga hér landi í sumar og fái jafnvel tvo bandaríska leikmenn með sér til landsins til þess. Þeir myndu þá einnig leika með úrvals- liðinu ef af verður. KA-menn stóöu svo sannar- lega í efsta liði 1. deildar karla í blaki um síðustu helgi. Leika þurfti fimm hrinur til að ná fram úrslitum og það var ekki fyrr en Þorvaldur Sigfússon, einn sterkasti maður ÍS, kom í fimmtu hrinu, beint úr prófi, að hlutirnir fóru að ganga upp hjá ÍS. Þeir unnu sfðustu hrin- una 15:10. W ANeskaupsstað unnu heima- menn lið HSK og er þetta annar sigur Norðfírðinga í vetur. Þeir unnu HSK í fímm hrinu leik. Hjá kvenfólkinu var líka hart barist því þar unnu Þróttarar lið ÍS i fímm hrinum ogtók leikurinn 110 mínút- ur. Nú er orðið ljóst að það verða HK, KA, ÍS og Þróttur sem leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í blaki en HK-menn tryggðu sér rétt- inn til að leika í úrslitunum með því að vinna Víking um helgina. Leikurinn sá dróst óhóflega því dómarar mættu ekki til leiks en um síðir var hægt að flauta til leiks og þá vom HK-menn mun sterkari. Breiðabliksstúlkur héldu sigur- göngu sinni áfram og unnu KA í þremur hrinum og á miðvikudaginn unnu þær lið ÍS, einnig 3:0, og hafa Kópavogsstúlkumar unnið alla sína leiki í vetur og aðeins tapað einni hrinu!. Þróttur vann Fram ömgglega 3:0 og ÍS léku sama leikinn gegn HSK á miðvikuaginn. í bikamum var keppt á þriðjudaginn og þá áttust við A og B lið Vfkings. Stúlkumar í A-liðinu unnu ömgg- lega. VIÐURKENNING Ólafsfjörður: Þorvaldur Jónsson íþróttamaður ársins Þorvaldur Jónsson fyrirliði knattspymuliðs Leifturs, sem vann sér sæti í 1. deild ís- landsmótsins í sumar, hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins 1987 í ólafsfírði. Þorvaldur er markvörður liðsins og var hann einnig valinn knattspymumaður ársins af knattspymudeild Leift- urs f lok keppnistfmabilsins f haust. Val íþróttamanns ársins fer þann- ig fram að kjömir fulltrúar allra deilda Leifturs, ásamt fulltrúa Útgerðarfélags Ólafsfjarðar, kjósa besta fþróttamanninn, sem fær til varðveislu farandbikar sem Útgerðarfélagið gaf í þessum til- gangi þegar togarinn Ólafur Bekkur kom frá Japan á sfnum tfma. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon LaHur BrynJóHsson, formaður Leifturs, afhendir Þorvaldi Jónssyni far- andgripinn. - Isiah Thomas, leikmaðurínn snjalli hjá Pistons BLAK / ÍSLANDSMÓTIÐ KAstóðílS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.