Morgunblaðið - 29.01.1988, Síða 60
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
18 GuÓjónÓ.hf.
I
91-27233
FOSTUDAGUR 29. JANUAR 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Formlegnr
fundur VSÍ
ogVMSÍ
BOÐAÐ hefur verið til fundar
Vinnuveitendasambands íslands
lands í dag eftir hádegið. Til
fundarins ér boðað að ósk Verka-
mannasambandsins, sem viU
freista þess að ná kjarasamning-
um til nokkurra mánaða.
Milli þessara aðila hafa ekki ver-
ið formlegir samningafundir frá þvf
nokkru fyrir áramót. Viðræður
verkalýðsfélaga og vinnuveitenda á
Suðumesjum em í biðstöðu, þar til
nefnd á vegum aðila hefur farið til
Vestflarða og kynnt sér hluta-
skiptakerfið í fiskvinnslu. í nefnd-
ina hefur verið valið trúnaðarfólk
af vinnustöðum á Suðumesjum, auk
fulltrúa verkalýðsfélaganna og full-
trúa vinnuveitenda. Gert er ráð fyrir
að nefndin fari til ísafjarðar á
sunnudaginn kemur.
Óvirk
umferð-
arljós
UMFERÐ í Reykjavík gekk
heldur treglega i gær, enda
voru umferðarljós í austur-
hluta borgarinnar óvirk.
Ljósleysið má rekja til bilun-
ar í höfuðstöð ljósanna, sem
staðsett er við gatnamót Miklu-
brautar og Kringlumýrarbraut-
ar. Höfuðstöðin sendir skilaboð
til umferðarvitanna og berist
þessi boð ekki hætta ljósin að
virka. Unnið var að viðgerð í
allan gærdag og í gærkvöldi
var enn óvíst hver bilunin væri.
„Ég var með unn-
ið þegar hann féll
- var það ekki?“
Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni í St.
„ÉG var með unnið þegar hann
féll, var það ekki?“ var það
fyrsta sem Jóhann Hjartarson
sagði við aðstoðarmann sinn,
Margeir Pétursson, eftir sigur
á Viktor Kortsjnoj í einvíginu í
St. John í Kanada í gær. Með
þessum sigri er Jóhann kominn
með 3 vinninga gegn 1 vinningi
Kortsjnojs og nægir hálfur
vinningur í þeim tveimur skák-
um sem eftir eru í einvíginu til
að tryggja sér sigur.
„Þetta var nú meiri bamingurinn
sagði Jóhann en vildi ekkert segja
um framhald einvígisins; ætlar að
bíða og sjá, en honum dugir hálfur
vinningur til sigurs úr tveimur
síðustu skákunum.
Skákin í gærkvöldi var mjög
spennandi og einkenndist af miklu
tímahraki Kortsjnojs. Að skákinni
John i Kanada.
lokinni tókust stórmeistaramir í
hendur, en Kortsjnoj fór síðan rak-
leiðis út í sal til eiginkonu sinnar
sem tárfelldi af vonbrigðum. Er
skákdómarinn gekk til hans og
bað hann að undirrita skákpappír-
ana virti Kortsjnoj hann ekki
viðlits.
Augu áhorfenda beindust að
þessari einu skák í St. John í
gærkvöldi. Frammistaða Jóhanns
gegn þessum margrejmda meist-
ara hefur vakið mikla athygli og
eru þeir ekki margir lengur sem
spá Kortsjnoj sigri í einvíginu.
Ekki verður teflt í dag en
fímmta skákin hefst kl. 19 á morg-
un, laugardag. Sú skák gæti orðið
hin síðasta í einvíginu, ljúki henni
með jafntefli eða sigri Jóhanns.
Sjá nánar á bls. 2,24 og 25.
Samkomulag um verðlækk-
un á brauðum og kökum
Soðningin lækkar einnig um 8%
SAMKOMULAG Verðlagsstofnunar og Landssambands bakarameist-
ara um að lækka 'verð á brauðum og kökum var staðfest í verðlags-
ráði í gær og kemur væntanlega til framkvæmda í dag. Bakarar
taka tíl baka þá hækkun sem orðið hefur umfram áhrif breytinga
á söluskatti og vörugjaldi í tvo mánuði. A fundi sínum í gær sam-
þykkti verðlagsráð að lækka hámarkssmásöluverð á ýsu um 8%, en
ákvörðun um lækkun bensinverðs var frestað til fundar ráðsins i
næstu viku.
Verðlagsráð gerði nýlega verð-
könnun á brauðum og kökum og
kom þá í ljós að verðið hafði hækk-
að um 10—25% frá því í desember,
en hækkun söluskatts og lækkun
vörugjalds átti aðeins að leiða til
10,3% verðhækkunar. í framhaldi
af því beindi Verðlagsstofnun þeim
tilmælum til bakara að þeir lækk-
uðu verðið aftur og í verðlagsráði
kom fram tillaga um að færa verð-
ið niður. Síðustu daga hafa átt sér
stað viðræður á milli forystumanna
bakara og Verðlagsstofiiunar sem
leiddu til samkomulags rétt fyrir
fund verðlagsráðs í gær.
Georg Olafsson verðlagsstjóri
sagði eftir fundinn í gær að í sam-
komulaginu fælist að Landssam-
„Ég hljóp ínn í
reykinn og sótti
strákinn minn“
„ÉG HLJÓP inn í reykinn þegar ég sá að húsið var fullt af reyk.
Sótti strákinn minn og fór með hann út í bíl,“ sagði Jón Einars-
son, bóndi á Bakka í Austur-Landeyjum, sem með snarræði
bjargaði syni sínum úr eldsvoða í gær. Eldurinn kom upp um
níuleytið í gærmorgun. Jón bóndi slökkti mesta eldinn með hand-
slökkvitæki og nágrannar hans komu .fljótlega á vettvang og
héldu eldinum í skefjum þar til slökkviliðið á Hvolsvelli kom á
vettvang.
Jón var við störf í fjósinu og
varð eldsins var þegar rafinagnið
fór. Þegar hann aðgætti betur sá
hann að mikill reykur var í hús-
inu. Hann snaraðist þá inn og
sótti sjö ára gamlan son sinn sem
svaf þar og fór með hann út.
Hann reyndi að hringja í slökkvi-
liðið en tókst ekki vegna mikils
hita og reyks. Þá fór hann á
næsta bæ og þaðan var hringt á
slökkviliðið og á næstu bæi. Jóni
og Eiríki Inga, syni hans, varð
ekki meint af reyknum utan að
Jón fann fyrir sviða í bijósti.
Jón þakkar forsjóninni að ekki
fór ver, en það var fyrir tilviljun
að Eiríkur Ingi, sonur hans, svaf
á neðri hæð. Þar sem hann var
vanur að sofa var mun meiri reyk-
ur. Hann sagðist vilja koma á
framfæri þökkum til nágranna
sinna og sveitunga sem hefðu
sýnt rnikla hjálpsemi við erfíðar
aðstæður.
— Sig. Jóns.
Jón Einarsson bóndi með 7 ára gamlan son sinn, Eirík Inga.
bandið beindi þeim tilmælum til
félagsmanna sinna að í tvo mánuði
myndu þeir ekki hækka verðið nema
um 10,3% miðað við desemberverð.
Jafnframt hefði Verðlagsstofiiun
lýst því yfír að henni væri ljóst að
ýmsir hefðu að undanfömu hækkað
vörur sínar minna en næmi kostnað-
arhækkunum og gætu þeir fengið
hækkanir í samráði við Verðlags-
stofnun.
Georg sagði að áfram yrði fylgst
með verði á brauðum og kökum,
en Verðlagsstofnun hefði þó enga
ástæðu til að ætla annað en bakar-
ar stæðu almennt við þetta
samkomulag.
Á félagsfundi hjá Landssam-
bandi bakarameistara í gær var
samkomulagið við Verðlagsstofnun
samþykkt. Bakarameistarar kynntu
sjónarmið sín einnig á blaðamanna-
fimdi síðdegis í gær og kom þar
fram að þeir telja sig ekki njóta
sanngimi í verðathugunum Verð-
lagsstofnunar þar sem stofnunin
kanni aðeins verð á fáeinum teg-
undum brauða. Þeir hafí hins vegar
fallist á að beina tilmælum til fé-
lagsmanna sinna að lækka verðið
til að koma til móts við verðlagsyfir-
völd í þeirri óvenjulegu stöðu sem
atburðir síðustu vikna hefðu leitt
þau í, þar til mál þeirra hefði verið
skoðað sérstaklega.
Lækkun hámarkssmásöluverðs á
ýsu þýðir að kíló af flökum lækkar
úr 304 kr. í 280 kr. Verðlagsstofn-
un lagði þessa lækkun til vegna
lækkunar á verði fisks á fiskmörk-
uðunum, að sögn Gerogs Ólafsson-
ar. Einnig mun Verðlagsstofnun
beina þeim tilmælum til fisksala að
þeir lækki aðrar tegundir samsvar-
andi. Sagðist verðlagsstjóri vita til
þess að umsvifamiklir fisksalar
ætluðu að verða við þessum tilmæl-
um.
Sjá samþykkt bakarameistara
og yfirlýsingu á bls. 35.