Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 OPIÐ BREF - til Gunnars Bjarnasonar, fyrrverandi ráðunautar eftir Gunnar Guðbjartsson Gunnar! Þú skrifar grein í Morg unblaðið 2. þ.m. til að svara fyrir- spum frá mér til ritara Reykjavíkur- bréfs. Sú fyrirspum var í blaðinu 26. janúar sl. Þú þeysir gandreið víða um svið sögunnar og kemur víðá við í grein þinni eins og þinn er vandi. Þú ferð nú ekki sérlega nákvæmlega með staðreyndir frekar en oft áður. Það gefur mér tilefni til og raunar knýr mig til að gera fáeinar athugasemd- ir við grein þína. Byggðastefna gegn fram- leiðslustefnu Gunnar! Þú minnir á útvarpsþætti undir stjóm Sigurðar Magnússonar, sem við tókum þátt í fyrir 20—30 árum sem gengu undir þessu nafni. Þar komst þú fram, sem boðberi mikillar framleiðslu á búvörum (framleiðslustefnu), eins og þú taldir að hún ætti að þróast á stórbúum. Hinsvegar kom ég aftur á móti fram sem vamaraðili fyrir viðhald byggð- j|Í||ÍP^'W ^ ' r/\ YjxO e4 15% kynningarafsl og fyrsti alhliða tai lögurinn á Islandi. er notað á sama hátt og þvottaduft. Bio-lva nærfyrr arinnar í landinu. Ég hélt því fram að þótt tækniframfarir, ræktun og kynbætur hlytu að leiða til fram- leiðsluaukningar þá mætti ekki fram- kvæma þá stefnu þannig að byggðin í landinu eyddist. Ekki mætti ganga fram hjá því að félagslíf og menning- arlíf sveitanna byggðist á því að þar byggi fólk sem gæti sinnt hvoru- tveggja. Ég hélt því fram að búin mættu ekki vera stætti en svo, að fólk hefði afgangstíma til að sinna félags- og menningarmálum. Mikil framleiðsla var mér ekki markmið í sjálfu sér heldur hitt að hún gæfi því fólki, sem vinnur að landbúnaði, viðunandi lífsafkomu og fólkið hefði jafnframt tómstundir til að geta sinnt félags- og menningarmálum. Með þeirri stefnu, sem þú boðaðir, ’ óttaðist ég að heilar sveitir og byggðahlutar eyddust og að fólkið yrði þrælar vinnunnar. Ég þakka þér, nafni, að minna á þessa þætti. Þar kom einmitt fram í hnotskum þessi munur á öfga- kenndri framleiðslustefnu og sam- þjöppun framleiðslunnar á takmörk- uð svæði landsins annarsvegar og hinsvegar hóflegri framleiðslu, sem byggðist á nýtingu landsgæða sem allra víðast í sveitum og vemdun þeirrar menningar sem dafnar best í dreifbýli. Þetta síðara kalla ég fram- sóknarstefnu. Á Rauðárárstíg 25 Þú segir að þú hafir hitt okkur Áma Jónasson „hagspekinga Bændahallarinnar" á göngunum í landbúnaðarráðuneytinu sl. haust. Það er rétt. Hinsvegar segir þú rangt frá samtali okkar. Þú hófst ásakanir á hendur okkur Áma um það að við hefðum „lokað dyrum Bændahallarinnar" á þig og vitnaðir í eitthvert útvarpsviðtal við þig í því sambandi. Ég vissi ekki hvað þú áttir við og svaraði því til að þú hefðir aldrei verið starfsmaður Frmleiðsluráðs landbúnaðarins og að ég hefði ekki í mörg ár haft afskipti af málefnum Búnaðarfélags íslands og því hefði ég ekki haft afskipti af starfslokum þínum þar. Ég vissi því ekki hversvegna þú varst að bera sakir á mig um ofsóknir í þinn garð og vísaði þeirn til föðurhúsanna. Sama gerði Ámi Jónasson. Hann sagðist engin afskipti hafa haft af ráðningu eða starfslokum fólks hjá Búnaðarfélagi íslands. Þú hélst þó áfram að þusa um ofsóknir í þinn garð, sem við Ámi værum þátttak- endur í. Ég man að Ámi sagði þá að honum þætti skömm að því að þú værir Þingeyingur fyrst þú kynn- ir ekki betri skil á staðreyndum en fram kæmi í máli þínu. Eftir þetta samtal fór ég að spyrj- ast fyrir hjá starfsmönnum Búnaðar- félags íslands hvað hefði skeð og hvað ylli þessari reiði þinni. Þá fékk ég þau svör, að þegar þú varðst sjötugur 13. des. 1985 hefðir þú óskað eftir þvi að fá að halda fullu starfi til loka árs 1986,-því þú værir „fyrirburður". Þú hefðir fæðst mánuði fyrr en eðlilegt hefði verið og yrðir því ekki sjötugur í raun fyrr en í janúar 1986 og ættir því skv. reglum um kjör og störf ríkisstarfs- manna rétt á að halda fullri vinnu til loka þess árs þegar þú að réttu lagi yrðir sjötugur. Ekki veit ég hvort þú hefur sett þetta fram í gamni eða alvöru. Gunnar Guðbjartsson En þeir sem um mál þín fjölluðu munu þó hafa fallist á þetta sjónar- mið þitt og veitt þér þennan rétt. Var það ekki gott af þeim? Hafa aðrir menn hlotið slíkan rétt? Mér er sagt að ekki muni fordæmis vegna hafa verið talið fært að veita þér lengri starfsrétt. Flestir alþýðumenn eins og ég lúta möglunarlaust þeim reglum að hætta þegar þeir eru orðnir sjötugir og vinna aðeins að áhugaefnum eftir það. Mér er sagt að þú viljir halda fullu starfi enn. Ekki veit ég hvort það er rétt. Ýmsar spumingar vakna af þessu. Er afskaplega eftirsóknarvert fyrir þig að sækja vinnu í Bændahöllina og vera með „klíkunni", „föntunum" og þeirri „fötulu" forystu svo ekki séu notuð orðin „glæpsamlegu for- ystu", sem þér finnst við eiga að kalla mennina, sem þar vinna, eða a.m.k. stjóma þar? Er þér sáluhjálp- aratriði að vera innanum þetta fólk, manninum á áttræðisaldri? Gamalt orðtak segir: „Þangað leit- ar klárinn, þar sem hann er kvaldast- ur.“ Þú hefur lært ýmislegt af hross- um sýnist mér. Hestar eru oft vitr- ari en menn. Útvarpsræða og ræða á fundi Félags búfræðikandidata Þú segist ætla að hressa upp á minni mitt og segja frá erindi, sem þú fluttir í útvarpi veturinn 1957 og síðar á fundi „Félags íslenskra bú- fræðikandidata" sama ár. Ekki man ég eftir að hafa hlustað á útvarpser- indi þitt. Enda hafði ég öðru að sinna þennan vetur en að sitja yfir útvarpi að deginum. I kaflanum úr útvarpserindinu víkur þú að offramleiðsluvanda og lætur í ljós efasemdir um framtíð útflutnings búvara. Það eru máski einu heimildir þínar um þetta atriði af þeim boðskap sem þú fluttir um það efni. Ekki verður samt af þeim setningum séð að þú setjir fram það markmið að míða eigi framleiðsluna einvörðungu við innanlandsmarkað. Og ekki verður heldur séð af þeim kafla að þú raunverulega hafír séð fyrir það verðfall, sem orðið hefur erlendis á búvörum. Og þau atriði í ræðunni sem að þessu lúta hverfa í skuggann fyrir úrræðunum, sem þú boðaðir til breytinga, þ.e. fækkun bændanna og byggðra sveitabýla, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Hinsvegar fer ekki á milli mála að þú vilt stækka búin mikið. Um þetta efni segir þú orðrétt: „Bæjarfólki virðist það ekki skipta nokkru máli fyrir menningu lands- manna hvort kjöt og mjólkurvörur handa landsmönnum eru framleiddar á 4.000 sveitaheimilum eða 6.000. Ég stórefa einnig, að sveitafólk geri þetta í alvöru að menningarat- riði.“ Á því herrans ári 1957 var það þitt mat að það skipti næsta litlu máli, „menningarlega" séð, þó bænd- ■ ■ Snyrtivorukynning áno7í Nafnlausu búðinni í Hafnarfirði í dag frákl. 14.00-18.00. um fækkaði um 2.000 eða um V3 hluta. Um þetta stóð einmitt deilan við þig, nafni, og stendur raunar enn. Þó að menn setji sér það markmið að miða framleiðslu mjólkur og kindakjöts fyrst og fremst við þarfir innanlandsmarkaðarins, þá má það markmið alls ekki fela í sér eyðingu byggðar á landinu. Því verður að fylgja a.m.k. tvennt: a. Að hlúð sé að innlenda markaðin- um fyrir mjólk og kindakjöt eins og nokkur tök eru á, svo að hann aukist frekar en minnki. b. Að unnið sé markvisst að myndun nýrra búgreina og annarrar at- vinnu í sveitum, svo að byggðin þurfi ekki að gjalda samdráttar- ins. Það er skylda okkar sem þjóð- ar að byggja og nýta landsgæðin um allt land. Þetta er ekki land- búnaðarmál, heldur þjóðfélags- mál. Þú talar um að við í Bændahöll- inni gerum miklar fjárhagskröfur til ríkisins, sem sjómenn og frystihús- konur beri á bakinu. Ég vil ekki gera lítið úr þætti mínum í því að ætlast til þess að ekki aðeins sjó- menn og frystihúskonur, heldur þjóð- in öll (bændur eru líka í þjóðinni), leggi fram fé til að halda við byggð- inni og dreifbýlismenningunni. Það er sannfæring mín að svo verði að vera, ef við viljum vera íslensk þjóð. Það gera nú reyndar fleiri fjár- kröfur á hendur ríkinu og það jafn- vel til persónulegra þarfa. Menn ættu að varast að kasta gijóti úr glerhúsi. Þú talar mikið um fundinn í félagi búfræðikandidata í lok ágúst 1957. Þú birtir tillögu sem samþykkt var á fundinum og tilgreinir menn sem valdir voru í nefnd til að vinna að málinu. Þú varst ekki valinn í nefnd- ina. Hversvegna? Svo spyrð þú hvort ég sé búinn að gleyma þessu og jafn- framt spyrð þú hvort ég hafi tekið þátt í því að nefndin var látin deyja. Von er að þú spyijir. Ég var aldrei í þessu félagi, einfaldlega af þí að ég er ekki „búfræðikandidat". Ég hef aldrei heyrt um þennan fund og ekki fyrr séð þessa tillögu. Mig furð- ar það álit sem þú hefur á mér að halda að ég ráði yfir skoðunum og vinnubrögðum manna, sem kosnir voru í umrædda nefnd, svo sem þeirra heiðursmanna Guðmundar Jónssonar fyrrverandi skólastjóra á Hvanneyri og Stefáns Aðalsteinsson- ar búfjárfræðings. Ekki fer leynt, nafni, að í stað- hæfingum þínum og spumingum er falinn strákskapur. Má ég þá ekki leyfa mér slíkt hið sama? Nokkrir ættmenn mínir hafa síðustu aldir átt fylgju. Hún er kölluð Skotta. Þetta er nú meinleysisgrey og frekar félagi en „sending". Ég hef um nokkúrra áratugaskeið notið félagsskapar Skottu öðru hvoru og haft gaman af henni. Stundum hefur hún fengið óróleikaköst og horfið frá mér. Ég minnist þess að einhver ijárans órói hljóp í hana síðsumars 1957. Kannski hefur hún farið á fundinn í „Félagi búfræði- kandidata"? Ætli hún hafi sótt að nefndinni og deytt hana? Þeir Guðmundur fyrrverandi skólastjóri og Stefán búfjárfræðing- ur geta ef til vill skýrt hvort þeir hafi fengið „aðsókn" og hversvegna nefndin dó. Þeir félagar hafa báðir fylgst með þróun jnála í samtímanum bæði heima og erlendis og þekkja söguna og eru örugglega læsir á erlend tungumál og því dómbærir menn um þessi málefni öll. „Réttmæt" og „heilbrigð" gagnrýni Jónasar Kristjánssonar Það vekur sérstaka athygli mína hvað þú lofar Jónas Kristjánsson ritstjóra DV fyrir „heilbrigða" og „réttmæta" gagnrýni á landbúnað- inn og landbúnaðarstefnu undan- farinna áratuga. Er það rétt sem fullyrt er, að þú, nafni, hafir matreitt fyrir Jónas „ommelettur" um landbúnaðinn og lagt honum til efni í allskonar káss- ur, sem verið hafa á síðum DV undanfarin ár og voru á síðum gamla Vísis áður fyrr? Ummæli þín í þessari grein styrkja þá skoðun mína og margra annarra að svo sé. Já, ekki er von á góðu! En hversvegna dettur þér í hug að ég hafi ráðið uppsögn Jónasar á gamla Vísi? Þú veist að ég hef aldrei átt hlut í Vísi né lagt honúm nokkurt lið. Gunnar Thoroddsen var formaður útgáfustjómar á þessum tíma að mér er sagt. Ekki vorum við Gunnar Thoroddsen flokks- bræður. Getur verið að Skotta mín hafí líka heimsótt Gunnar Throdd- sen og blaðstjóm Vísis? Þetta er nú orðið lengra bréf en ég ætlaði, nafni. En svona í lokin: Þarftu ekki að fara að hringa Líka- böng og biðja fyrir þér? Ekki sendi ég Skottu mína en það er bölvaður órói í henni núna, greyinu. Ekki er ég laus Við ótta um að hún muni leita á aðra menn en þig, sem telja að á þá sé ómaklega hall- að í grein þinni. Ýmsir menn hlæja og hafa gaman af þessu þrefi okk- af, en biddu fyrir þér, það má ekki hlæja í sveitunum. Hlátur í félags- heimilinu er söluskattskyldur nú orðið! Lifðu í friði og vertu sæll. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Framieiðsiuráðs landbúnaðarins. Ásta Lárusdóttir, varaformaður Krýsuvíkursamtakanna, tekur hér við ávísun frá fulltrúa starfsfólks G.S.S., Jónasi Þ. Jónassyni. Aðrir á myndinni eru (f.v.): Snorri Welding, Ragnar I. Aðalsteinsson og Eiríkur G. Ragnarsson. Framlög• afhent Kiýsu- víkursamtökunum Krýsuvíkursamtökunum voru nýlega afhent framlög 125 starfsmanna G.S.S. hf. í tilefni af vígslu kapellunnar í Krýsuvík- urskólanum þann 19. desember sl. Hver starfsmaður fyrirtækis- ins lagði fram 700 krónur. Krýsuvíkursamtökin sendu út gíróseðil fyrir jól með yfírskriftinni „Átak til hjálpar gegn vímuefnum" og að sögn Snorra Welding, fram- kvæmdastjóra samtakanna, varð þó nokkur afrakstur af söfnuninni. Snorri sagði að lykilorð samtakanna væru „meðferð, skóli, vinna“, en í þessum lykilorðum felast megin- markmið samtakanna sem eru að starfa sem meðferðar-, uþpeldis- og fræðslustofnun fyrir unglinga með vímuefnavandamál. Þetta átak Krýsuvíkusamtak- anna til stofnunar meðferðarheimil- is fyrir unglinga hófst 1986 og miðar framkvæmdum í rétta átt og eru samtökin bjartsýn um fram- haldið, að sögn Snorra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.