Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 25 Kapp- akstur bann- aður Brasilíu- maðurinn Emerson Fittipaldi, tvöfaldur sig- urvegari í Formula One-keppn- inni, varð fyr- ir því á dög- unum að vera tekinn fyrir of' hraðan akstur í New York. Fittipaldi var að auglýsa kappakstur- skeppni sem fram fer síðar í þessum mánuði í Bandaríkjun- um þegar lög- reglan stöðv- aði hann vegna hrað- aksturs. Reuter Suður-Afríka: 99 Oryggissveitir hreinsa til í Bophuthatswana Mmbatho. Reuter. Stjórnvöld í Suður-Afríku sögðu í gær, að Afríska þjóð- arráðið, sem bannað er þar í landi, hefði ef til vill átt þátt I byltingartilrauninni í heimal- andinu Bophuthatswana. Ör- yggissveitir stjórnarinnar að- stoðuðu við að elta uppi hópa andófsmanna, eftir að upp- reisnin hafði verið bæld niður. í höfuðborg heimalandsins, Mmabatho, var allt með kyrr- um kjörum í gær. Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, sagði í Höfðaborg, að foringi uppreisnarmanna, Rocky Malebane-Metsing, sem herinn ætlaði að setja í leiðtoga- namibIÁ ........ ..........~r Valdaránstilraun ( I „heimalandinú“ j Bophuthatswana Mmbatho „ ro0(> i ' ^Jóhannesarboi Atlants- haf Knight-RidderGraphics Network sæti í Bophuthatswana, hefði flúið og væri hans nú leitað. Botha Austurríki: Fara stj ó riiarf 1 okkarnir fram á afsögn Waldheims? Ostaðfestar fréttir um að þeir séu farnir að ræða um eftirmann hans sagði, að forsetinn, Lucas Man- gope, væri við góða heilsu. „Hann hefur fulla stjóm á aðstæðunum í landinu ásamt lögregluliði sínu og her,“ sagði Botha á fundi með fréttamönnum. Öryggissveitir Suður-Afríku- stjómar eltu uppi 150 uppreisnar- menn, eftir að byltingartilraunin hafði verið brotin á bak aftur. Þrír eða fjórir menn létu lífið í átökunum. Þegar Botha var spurður um aðild. Afríska þjóðarráðsins að uppreisninni, sagði hann: „Grun- urinn um aðild hreyfingarinnar er til kominn vegna tengsla Metsing við ákveðin öfl í Afríska þjóðarráð- inu og Lýðræðisfylkingunni. Winnie Mandela, eiginkona Nel- sons Mandela, vísaði fullyrðingum Bothas á bug og sagði, að Afríska þjóðarráðið hefði ekki átt neinn þátt í þessari uppreisn: „Þetta leppríki minnihlutastjórnarinnar í Pretoríu hefur engá þýðingu fyrir Afríska þjóðarráðið," sagði hún á fundi með fréttamönnum í Jóhann- esarborg. Vín, Belg^ad, Bonn. Reuter. VERULEGA er nú farið að hitna undir Kurt. Waldheim, forseta Austurríkis. Skýrsla sagnfræð- inganefndarinnar um feril hans á stríðsárunum þykir alvarlegur áfellisdómur yfir honum og í gær gaf þingmaður annars stjórnar- flokksins í skyn, að hugsanlega yrði Waldheim settur af. Er nú þegar kominn á kreik orðrómur um líklegan eftirmann hans. Heinz Fischer, þingflokksfor- maður Jafnaðarmannaflokksins, annars stjómarflokksins, sagði, að „ef til vill er kominn tími til að at- huga hvað unnt er að gera til losa okkur við þessa byrði“ og stærsta dagblaðið í Austurríki, Die Pressé, birti í gær óstaðfestar fréttir um að stjómarflokkamir, jafnaðar- menn og þjóðarflokksmenn, væru þegar famir að ræða um eftirmann Waldheims. Var sagt, að Josef Ratzenböck, kunnur stjómmála- maður í Austurríki, þætti líklegast- ur. Rat^enböck vísar því raunar á bug. Þjóðarflokkurinn studdi Wald- heim í forsetakosningunum og hef- ur alla tíð tekið upp hanskann fyrir hann en nú eru þó farnar að renna tvær grímur á menn. Sem dæmi um það má nefna, að Helmut Kukacka, framkvæmdastjóri flokksins, sagði í gær, að skýrsla sagnfræðinganna hefði grafið und- an valdi og virðingu forsetaembætt- isins og yrði Waldheim sjálfur að ráða bót á því. Waldheim heldur því fram,, að ekkert nýtt sé að finna í sagnfræð- ingaskýrslunni og segist ætla að sitja út kjörtímabilið til ársins 1991. Segir talsmaður hans, Gerold Christian, að hann ætli að flytja ávarp til þjóðarinnar vegna málsins og er líklegt, að því verði sjón- varpað. Ekki er hlaupið að því að koma forseta Austurríkis úr embætti ef hann vill það ekki sjálfur. Það verð- ur ekki gert nema tveir þriðju þing- manna samþykki það að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Til hennar verður ekki örugglega ekki efnt enda er óvíst, að austur- rískir kjósendur sneru baki við Waldheim. Stjórnarflokkarnir eiga því ekki annarra kosta völ en biðja Waldheim að segja af sér. Júgóslavneski sagnfræðingurinn Dusan Plenca sagði í gær, að það væri hneyksli ef skeytið, sem hann komst yfir og bendlar Waldheim við stríðsglæpi, væri falsað eins og stjómvöld í Júgóslavíu halda fram. „Ef það er rétt, hef ég verið hafður að ginningarfífli," sagði Plenca en í skeytinu skipar Waldheim fyrir um brottflutning 4.000 óbreyttra borgara. Júgóslavneska fréttastof- an Tanjug sagði á miðvikudag, að sérfræðingar hefðu skorið úr um, að skeytið væri falsað. Eyðublaðið væri að vísu ekta en orðalagið særi sig allt í ætt við það, sem kommún- ískir skæruliðar hefðu notað, en ekki það, sem tíðkast hefði með Þjóðverjum og króatískum sam- starfsmönnum þeirra. Vestur-þýska vikuritið Der Spi- egel birti skeytið og er hermt, að það hafí greitt 50.000 mörk fyrir. Ritstjórar þess sögðu í gær, að þeir ætluðu að beita sér fyrir eigin rann- sókn á tilurð skeytisins. ERLENT Bestu kjör á íslandi ? ENGIN ÚTBORGUN - ENGIR VEXTIR Nú býður Vörumarkaðurinn ný og betri greiðslukjör Eftirtaldar hágæðavörur getur þú greitt með 4 greiðslum á Visa eða Eurocard greiðslukortum á venjulegu afborgunarverði ÁN VAXTA RYKSUGUR VIDEO GEISLASPILARA SJÓNVÖRP ÞVOTTAVÉLAR BETRI KJÖR BJÓÐAST EKKI TILBOÐ GILDIR TIL 20. FEBRÚAR. TILBOÐ ER HÁÐ ÞVl AÐ GILDISTlMI KORTA SÉ LENGRI EN GREIÐSLUTlMI. Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI S. 685440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.